Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 17
25 ' ' Hl!" ■ EígrUDAGUR 18. MAÍ 1989. íþróttir Hvað fannst „Mér fannst Na- polí betri aö- ilinn í leikn- um og átti^ alltaf von á* aö liðið myndi sigra,“ sagði Guðmundur Þorbjðmsson, fyrrum landsiiðs- maður í knattspymu og ieikmað- ur með Val. „Napolí var gæðaklassa ofar en Stuttgart og er með mjög sann- færandi lið. Ásgeir kom mjög vel frá leiknum og frammistaða hans kom mér á óvart. Sérstaklega var Ásgeir góður á meðan Stuttgart hafói möguleika á aö sigra,“ sagði Guðmundur. Siguriás Þorieifsson „Eftir að Na- polí komst í 1-2 var þetta ekki spum-- ing um hver myndi sigra heldur um tölur. Leikurinn var skemmtileg- ur enda mikið skorað af mörk- um,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, fyrrum landsliðsmaður í knatt- spymu, en hann þjálfar 2. deildar lið ÍBV í sumar. „Ásgeir gerði það sem hann átti að gera. Hann hefur hins vegar ömgglega spilaö betri leiki Hann var áberandi í fyrri hálfleik en minna fór fyrir honum í þeim siö- ari. Ásgeir getur verið þokkalega ánægður með sinn hlut í leiknum en hann hefur oft spiiað raiklu betur,“ sagði Sigurlás. Pétur Pétursson „Fyrsta markið sem Napolí skor- aði \ ar algen rothögg fyrir Stuttgart Markið kom gegn gangi leiksins og markvörð- ur Stuttgart átti að geta komiö í veg fyrir það,“ sagði Pétur Pét- ursson, landsliðsmaður og KR- ingur. „Eftir að Napoií komst í 1-2 var þetta endanlega böið. Mér fannst Ásgeir langbestur í liði Stuttgart og með bestu mönnum á vellin- um. Hann barðist mjög vel. Ann- ars voru ítalimir leiðinlegir, duttu um allt sem fyrir þeim varð og reyndu aö tefja leikinn,“ sagði Pétur. Sigurður Lárusson „Þetta var mjög góður leikur. Vorn Napoli var mjög sti-rk og skyndi- sóknir liös- ins afar hættuiegar/* sagði Sig- urður Lárusson, fyrrum lands- liðsmaður og þjálfari Skaga- manna í 1. deild. „Mér fannst Ásgeir mjög góður og ég hef sjaldan séð hann svona bartáttuglaðan. Hann reyndi allt sem hann gat. Það er langt siöan aö hann hefur spOaö svona vel. Mér fannst jafnteflið að mörgu leyti sanngjamt,*' sagði Sigurður. Pétur Ormslev „Ég var allt- af hræddur viö skyndi- sóknir Na- poli vegna Stuttgart varð að sækja. Annað mark Na- poli setti leikmenn Stuttgart út af lagínu,** sagöi Pétur Ormslev, landsliösmaður og fyrirliði Fram. „Ég er ánægöur með hlut Ás- geirs í leiknum. Maöm- hefiir hins vegar oft séð færri sendingar hans mistakast. Samt barðist hann af miklum krafti og skilaði sínu hlutverki vel. En úrslitin í viðureign liðanna réðust á Ital- íu,“ sagði Pétur. „Gaman að skora markið“ - sagði Jurgen Klinsmann sem kvaddi með giæsimarki sonar. Bjami S. Kanráössan, DV, Stuttgart „Við vomm betri aðilinn í þess- um leik. Þetta var þó sanngjarnt jafntefli. Það var frábært fyrir lið Stuttgart og fólkið í borginni að við skyldum ná að komast alla leið í úrshtin,** sagði Júrgen Klinsmann í samtali við DV eftir leikinn gegn Napolí en hann skoraði fyrsta mark Stuttgart með stórglæsilegum skaUa eftir homspymu Ásgeirs Sigurvins- Klinsmann lék þama sinn síðasta leik fyrir Stuttgart og sagði eftir leikinn að það heföi veriö mjög gaman aö ná aö skora í síðasta leiknum en þó heföi hann kosið að þaö hefði getað hjálpað Stuttgart tU sigurs. Klinsmann er nú á fórum tíl Ítalíu en þar hefur hann skrifaö undir samning viö ítalska liöið Inter MUan. „Ég hlakka mjög mikiö til aö takast á við það verkefni sem bíður mín á Ítalíu. En fyrst er að reyna aö tryggja Stuttgart Evrópusæti aö ári. Ég mun leggja mig allan fram í leikjunum sem eftir em í deUdinni og vonandi tekst Stuttgart að komast í Evrópu- keppnina aftur að ári. Við sönnuðum í þessum leik að þangað eigum við fuUt erindi,** sagði Klinsmann við DV. • Júrgen Klinsmann lék sinn síð- asta leik með Stuttgart í gær gegn Napoli og þráði það heitt að kveðja sitt félag með Evróputitli. Ekki tókst Klinsmann að fanga bikarinn en hér fagnar hann marki sínu í leiknum sem hann skoraði eftir hornspyrnu Ásgeirs með glæsilegum skalla. Til vinstri er Ferrara með bikarinn en hann skoraði 2. mark Napolí. Símamyndir/Reuter Asgeir og Stuttgart missti af UEFA-blkamum: Napolí betra en Ásgeir bestur Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik með liði sínu Stuttgart í gær er liðið gerði jafntefli, 3-3, gegn Maradona og félögum í ítalska Uðinu Napolí. Leikur Uð- anna var síðari úrsUtaleikurinn í Evrópukeppni knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA. Napolí vann því samanlagt 5-4 og Stuttgart missti af sínum fyrsta Evrópumeistaratitli. Bjami Konráðssan, DV, Stuttgart: Varla er ofmikið sagt þó fuUyrt sé að Ásgeir hafi verið einn albesti maöur vallarins í leiknum. Sérlega lék hann vel í fyrri hálfleik og allan leikinn stjómaði hann Uði sínu eins og herforingi. AUt spU Stuttgart-Uðs- ins snerist um Ásgeir, hann hóf nær aUar sóknir Uðsins og lagði upp eitt markanna. Ásgeir vann einvígið við Maradona sem fór sér frekar hægt í leiknum og var í strangri gæslu. Rúmur stundarfl órðungur var lið- inn af síðari hálfleik er Careca skor- aði 3. mark Napolí eftir snjallan und- irbúning Maradona. LeUcmenn Stuttgart náðu hins vegar að jafna metin fyrir leikhlé. Fyrst skoraði Gaudino á 60. mínútu og varamaður- inn Olaf Schmáler skoraði jöfnunar- markið á síðustu sekúndum leiksins. Sem fyrr segir var Ásgeir Sigur- vinsson mjög góður og einnig átti Júgóslavinn Katanec góöan leik í liöi Stuttgart. Lið Napolí var jafnt í leikn- um og enginn skaraði fram úr. 70 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum sem var fjörlega leikinn. Reyndar lagði hann upp tvö marka Napolí en það hefur oft borið meira á þessum snillingi. Napoli fékk óskabyrjun er BrasU- íumaðurinn Alemao skoraði á 20. mínútu. Júrgen Klinsmann, sem lék sinn síðasta leik fyrir Stuttgart, jafn- aði metin 8 mínútum síðar með skaUamarki eftir homspymu Ás- geirs Sigurvinssonar. Skömmu fyrir leikhlé skaUaði Maradona knöttinn laglega inn í vítateig • Stuttgart á varnarmanninn Ferrara og hann af- greiddi knöttinn í netið meö þrumu- skoti. Napolí ir Sigurvinsson í mjög góðan leik og var af mörgum hér talinn besti leikmaður vaUarins í leiknum. „Þaö er aUtaf erfitt að vinna upp forskot gegn jafnsterku liöi og Nap- olí. Þetta var vonlítið í síðari háifleUt og þá sérstaklega eftir að Napolí komst í 1-3. Ég lagði allt mitt í fyrri hálfleikinn og eftir hann var ég mjög þreyttur. Ég reyndi þó að gera mitt ódýr sagði besta í síðari hálfleiknum,*' Ásgeir Sigurvinsson. Þess má geta aö á forsíðu nýjasta heftis hins virta knattspyrnutímarits Kickers var forsíöumyndin af þeim Asgeiri og Maradona og sagt var í blaðinu aö frammistaðan væri undir þeim komin öðrumfremur í liðunum tveimur. Er Arie Haan að bola Ásgeiri í burtu? í nýjasta hefti Voetbal Magazen er stórt viðtal við þjálfara Stuttgart, Arie Haan. Þar talar hann óspart um leikmenn sína og um hið nýja lið Stuttgart sem hann ætlar að byggja upp fyrir næsta tímabil. Haan segir m.a. um Ásgeir Sigurvinsson: „Asgeir hefur verið máttarstólpi Stuttgart í áraraðir. En hann hefur nú bætt við sig nokkrum árum, er orðinn 34 ára gamall. Þó er hann á samningi í eitt tímabil til viðbótar eða til ársins 1990. Það er farið aö draga úr kraftinum sem var hans sterkasta vopn alla tíð.“ Hvort Haan er með þessum oröum að reyna að koma Ásgeiri í burtu áður en samningur hans rennur út er ekki alveg ijóst. Og trúlega munu mörg lið hafa áhuga á Ásgeiri eftir að hafa séð hann leika gegn ítölsku stjörnunum í Napolí Mörg belgísk liö hafa sýnt „gamla íslendingnum** áhuga. KB/Belgíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.