Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. 5 dv Viðtalið Handa- vinna og heimspeki ..... ... „....Æ Nafn: Hólmfríður Svavarsdóttir Aldur: 36 ára Staða: Forseti Alliance Francaise „Tilgangur Alliance Francaise er að kymia franska tungu og menn- ingu í þeim löndum þar sera fé-; lagiö starfar," segir Hólmfríður Svavarsdóttir sem nýlega var kosin forseti félagsins til eins árs. Að sögn Hólmfríðar eru um 600 manns í félaginu og starfið blóm- legt. Félagið hefur staðið fyrir kvikmyndaviku, leiksýningum, söngskemmtunum og rekur eigið bókasafn. Alliance Francaise á íslandi var stofnað 1911 og segir Hólmfríður að margir hafi lagt hönd á plóg en þó beri starf Thoru Friðriksson, sem var forseti á 4. áratugnum, einna hæst. _ „Það er mikill áhugi á íslandi í Frakklandi og sífellt fieiri firan- skir ferðamenn- sækja hingað. Þeir eru yfirleitt duglegir að bjarga sér og vflja gjarnan lenda í' óvæntum ævintýrum. Snjó- koma á hálendinu um mitt sumar gerir feröina bara enn meira spennandi,“ segir Hóhnfriöur en hún hefur nokkra reynslu af frönskum ferðalöngum á íslandi því hún rak gistiþjónustu á heim- ili sinu um skeið. Platón og Aristóteles Hólmfríður las frönsku við Há- skóla íslands, hóf síðar nám í Belgíu og lauk þar MA-prófi í heimspeki. „Frönsk menning og tunga eru ekki eingöngu bundin viö Frakk* land heldur öll þau svæði þar sem franska er töluð, Belgía er dærai um frönskumælandi land að hluta og þar gætir franskra áhrifa mikið enda liggja löndin hvort aö öðna.“ Ásamt heiraspekináminu las Hólmfríður fomgrísku til að geta betur gluggað í frumtextann. „Það hjálpar að geta lesið Aris- tóteles, Platón og aðra helstu heimspekinga Fom-Grikkja á því máli sem þeir skrifuðu.*1 Hólmfríður var um skeið stundakennari í heimspeki við MH og HÍ en starfar nú sem bóka- vörður á Háskólabókasafhinu. Skáidsögur og prjónablöð „Ég les aiít sem ég kemst yfir, skáldsögur og fræðibækur, þýdd- ar og óþýddar. Ég hef mjög gaman af allri handavinnu, hekla, sauma og prjóna og er í skemmti- legum og fjölmemium sauma- klúbbi.“ í vetur hefur Hólmfríður starf- að með samhentum og skemmti- legum hópi Frakka við útgáfu lít- ils fréttarits. Þetta er 16-18 síöna blað og er sérstakt að því leyti að efniö er bæöi á íslensku og frönsku. Hólmfríöur er giftlngimar Ingi- marssyni, fréttamanni hjá Sjón- varpinu, og eiga þau þrjú böm. Elstur er Ingimar, 15 ára, næst er Brynhildur, 5 ára, og yngstur er Róbert, 3 ára. „Heimiliö og bömin eru líka eitt af mínum helstu áhugamálum enda í mörg hom að líta.“ -JJ Fréttir Taprekstur fiskvinnslunnar og hækkun fiskverðs: Kallar á um 9 pró- sent gengislækkun - Engar frekari millifærslur, segir Halldór Asgrímsson „Það er ljóst að á móti kostnaðar- hækkunum hér innanlands verða að koma auknar tekjur. Þær munu því kalla á einhverjar gengisbreyting- ar,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráöherra aðspurður um meö hvaða hætti stjómvöld hygðust taka á taprekstri fiskvinnslunnar. Halldór sagði að ekki kæmi til greina að mæta auknum taprekstri með frekari millifærslum. Stefnan væri að hverfa frá þeim. Miðað við óbreytt verð á erlendum mörkuðum, óbreytt vægi mfili ein- stakra gjaldmiðla og litlar breytingar hér innanlands þarf fiskvinnslan að fá um 9,6 prósent hækkun á tekjum sínum tfi áramóta. Það kafiar á um 8,8 prósent gengissig. í byrjun maí var fiskvinnslan rekin með um 2 prósent tapi. Fyrir helgi var ákveðið að hækka fiskverð um 4,2 prósent nú og um 3 prósent 1. október. Þar sem hráefnis- kostnaður er um helmingur af út- gjöldum fiskvinnslunar þarf hún um 2,1 prósent meiri tekjur nú og 1,5 prósent í haust til að mæta þessum hækkunum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að dregið verði úr 5 prósent verð- bótum á freðfisk í áfóngum fram að áramótum en þá er ráðgert að þeim verði hætt. Verðbæturnar voru lækkaðar um 1 prósent um síðustu mánaðamót og er sú lækkun inni í mati Þjóðhagsstofnunar frá síðasta mánuði. Vegna hækkunar fiskverðs til við- bótar við hallann samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar þarf fiskvinnslan um 4,1 prósent hærri tekjur í dag. í haust þarf síðan um 1,5 prósent hækkun á afurðum vegna fiskverðs- hækkunar. Til þess að mæta afnámi 4 prósent veröuppbóta á sjávarafurð- ir þarf fiskvinnslan síðan jafnmikla hækkun á tekjum sínum. Samtals er þetta 9,6 prósent hækkun. „Við erum að vonast eftir að ein- hverjar verðhækkanir verði á mörk- uðum okkar. Það er hins vegar ekki séð að það verði alveg á næstu mán- uðum,“ sagði Halldór Ásgrímsson. - Eruð þið ekki eins bjartsýnir um verðhækkanir og þið voruð fyrr á árinu? „Nei,“ sagði Halldór. Ljóst er að fiskvinnslan þarf um 4,1 prósent hækkun á tekjum sínum nú. Ef það á að gerast með gengis- breytingu, eins og Halldór Ásgríms- son segir, þarf um 3,9 prósent lækk- un á gengi krónunar. Ef verð á er- lendum mörkuðum hækkar ekki fyr- ir haustið þarf síðan um 4,7 prósent til viðbótar vegna fiskverðshækkun- ar og afnáms verðuppbótanna. Sam- anlagt er þetta um 8,8 prósent lækk- un á gengi krónunnar. -gse Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Veraldar, dreg- ur úr innsendum lukkuseðlum númer 1. Þau Páll Þorsteinsson og Valdís Gunnarsdóttir fylgjast með. DV-mynd RS Dregiö úr Lukkupotti Veraldar, DV og Bylgjunnar: Fyrsti vinningur- inn er genginn út í gær var í fyrsta sinn dregið úr Lukkupotti ferðaskrifstofunnar Ver- aldar, DV og Bylgjunnar og reyndist fyrsti vinningshafinn vera kona í Reykjavík. Hún heitir Margrét Guð- mundsdóttir, tfi heimfiis að Fram- nesvegi 62 í Reykjavík. Margrét getur vitjað vinnings síns hjá aðstandendum lukkupottsins. Síðar í þessarri viku verður dregið aftm- úr lukkupottinum, í þetta sinn úrlukkuseðlinúmer2. -HV Fíkniefnalöggæsla á landsbyggðinni: Tek ekki undir að gæslan sé engin - segir Reynir Kjartansson hjá fíkniefnadeildinni „Ég get ekki tekið undir að fíkni- efnalöggæsla á landsbyggðinni sé nær engin. Lögreglan og tollverðir eiga að sinna þessum málum. Það er svo aftur spurning hvaö þeir ráða við mikið,“ sagði Reynir Kjartansson hjá fíkniefnadefid lögreglunnar í Reykjavík þegar hann var spuröur áhts á þeirri hörðu gagnrýni sem komið hefur fram um slaka fikni- efnalöggæslu á landsbyggðinni. Reynir segir að lögreglumenn frá fikniefnadeildinni fari oft út á land. Hann sagði að ýmist væri óskað eftir að þeir kæmu og eins er farið ef grun- ur er um að verið sé að reyna að smygla fíkniefnum eða grunur um að þau séu í umferð. Þá sagði Reynir að lögreglumenn víða af landinu hefðu komið tfi Reykjavíkur á nám- skeið hjá fíkniefnadeildinni. Fíkniefnadeildin hefur einn leitar- hund í sinni þjónustu. Sá er orðinn nokkuð gamall og farinn að slappast. „Það væri æskilegt fyrir okkur að hafa allavega einn hund til viðbótar. Eins væri gott ef þeir væru víðar um landið. Með fleiri hundum fengjust forvarnir. Það er líklegt að þeir sem ætla að smygla fíkniefnum yrðu hræddir ef þéir ættu von á að hundur yrði með þegar leitað er,“ sagði Reynir Kjartansson. -sme Norðurlandaráðsþing verður í Háskólabíói: Borgarleikhúsið vill 16 milljónir - fyrir sex daga afnot af byggingunni Ákveðið hefur verið að þrítugasta og áttunda þing Norðurlandaráðs, sem halda á í Reykjavík í byrjun næsta árs, verði haldið í Háskólabíói. íslandsdefid Norðurlandaráös leit- aði verðhugmynda hjá forráðamönn- um þeirra bygginga í Reykjavík sem geta hýst þingið og var slíkur munur á svörum að ekki þótti taka að leita formlegra tfiboða. Háskólabíó bauð afnot af sínu húsnæði fyrir fimm mifijónir króna en aðstandendur Borgarleikhússins fóru fram á sext- án og hálfa mifijón króna. " , ,Það var ætlunin að leita formlegra tilboða ef lítill munur yrði á verð- hugmyndum manna,“ sagði Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslands- defidar Norðurlandaráðs, í _ viðtali við DV í morgun. „Munurinn var •hins vegar svo mikill að ekki þótti rétt að láta þessa aðila leggja kostnað í gerð fullkominna tfiboða." Snjólaug taldi ekki rétt að tjá sig um upphæðir í þessu sambandi en staðfesti að munur heföi verið mikill. HV Gengishækkun ísl. kr. gagnvart s.fr. gerir okkur kleift að útvega METTLER vogir á ótrúlega hagstæðu verði. METTLER PJ vog, sem tekur 15 kg, nákvæmni 1 g, kostar um 70 þús. og 6 kg vog fáið þið fyrir um 37 þús. (verð án söluskatts). Þrettán stærðir af PJ vogum eru á boðstólum og vögirnar eru svo til við- haldsfríar. PJ vogirnar hafa sama styrkleika og sýna sömu nákvæmni og hinar vinsælu PM vogir. METTLER vogir eru í úrvalsflokki svissneskrar hönn- unar. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: KRISTINSSON HF.y Langagerði 7,108 Reykjavík. Simi 30486.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.