Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR .1. JÚLÍ 1989. Sælkerinn Hún sló körlunum vid Lea Linster, ólympiumeistarinn í matargerð 1989. Á veitingahúsinu Le Roi du Pot au (eu er hægt að tá Ijúffenga kjötsúpu. Madeleine >n uniquemen. Árlega er haldin í Frakklandi nokkurs konar ólympíukeppni mat- reiðslumanna. Það er franski mat- reiðslumeistarinn Paul Bocus sem stendur fyrir keppninni og mörg stórfyrirtæki styrkja hana. Allir helstu matreiðslumenn Evrópu og raunar víðar að taka þátt í keppninni > og aðeins örfáir komast í undanúr- slit. Það er til mikils að vinna að sigr- a í þessari keppni. Viðkomandi verð- ur „nafn“ og ef hann er veitingamað- ur þarf hann ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum næstu árin. Fólk mun streyma á staðinn til þess að snæða hjá meistaranum. Það er því ekki að undra að matreiðslumenn leggi mik- ið á sig til að taka þátt í keppninni. Fram að þessu hafa Frakkar átt flesta sigurvegarana og nær allir keppendur hafa hingað til verið karl- menn. Það vakti því verulega athygli að keppnina í ár vann ung kona, Lea Linster frá Lúxemborg. Lea rekur eigin veitingastað skammt frá landa- mærum Lúxemborgar og Frakk- lands. Sælkerasíðan átti þess kost að heimsækja Leu fyrir nokkru. Það var Valgeir Sigurðsson, veitingamaður í Lúxemborg, sem kynnti Sælkerasíð- una fyrir meistara Leu en þau eru gamlir kunningjar. Lea er kona á besta aldri, brosmild og glaðleg. Síð- an hún kom heim með verðlaunin hefur verið fullt út úr dyrum hjá henni. „Þetta er ótrúlegt. Það varö bókstaflega sprenging hérna. Fólk kemur alls staðar að, frá Frakk- landi, Belgíu, Þýskalandi og jafnvel Sviss," segir Lea. Veitingastaður Leu er í þorpinu Frisange. Staðurinn er mjög fallegur og á veggjum hanga málverk eftir systur hennar. Faðir Leu rak lítið kaffihús á þessum sama stað í mörg ár. Ferill Leu er mjög óvenjulegur. Hún lærði lögfræði en Sælkerinn Sigmar B. Hauksson missti áhugann og fór út í veitinga- rekstur. „Eg sá það fljótt að ef ég ætlaði að reka veitingahús með ein- hverjum árangri varð ég að læra matreiðslu sjálf svo ég skellti mér í nám,“ segir Lea og brosir. Starf mat- reiðslumannsins er erfitt. Hann þarf að lyfta þungum pottum og pönnum, hræra í sósum og svo er hitinn óþægilega mikill. Nú orðið er þetta allt mun auðveldara. Mörg eldhúsá- höld eru rafknúin, pottar og pönnur mun léttari en áður var. Lea var spurð álits á því: „Þrátt fyrir þetta er starfið erfitt en það eru til margar sterkar konur og margir veikbyggðir karlmenn." -En er einhver munur á karlkyns og kvenkyns kokkum, spurði Sælkerasíðan? „Því get ég ekki svarað," segir Lea en bætir svo viö. „Konur eru yfirleitt samviskus- amari og næmari þannig að ég er ekki frá því að þær séu betri,“ segir hún hlæjandi og bætir við, „karlar eru ekki lengur í tísku! Þetta fer þó eftir ýmsu. Til að verða góður mat- reiðslumaður þarf listræna hæfi- leika og án þeirra getur enginn orðið góður matreiðslumaður, hvorki karl né kona.“ Sælkerasíðan skorar á alla þá sem eru á leið til Lúxemborgar að koma við hjá Leu. Skipt er um matseðil daglega og ræðst hann af besta hráefni sem í boði er á hveijum tíma. Sælkerasíðan mælir með Menu de Dégustation sem er sín ögnin af hverju, þ.e.a.s úrval réttanna af mat- seðlinum. Nauðsynlegt er að panta borð því eins og áður sagði er Lea „heitasta“ nafnið í heimi matargerð- arhstarinnar um þessar mundir. Hér kemur heimilisfangið: Restaurant Lea Linster, Frisange 17, route de Luxembourg, Frisange og síminn er: 68411. Ó dýrðlega Parí s! Ó ódýra París! Nú fljúga Flugleiðir beint til París- ar og um þessar mundir er heldur betur mikið um að vera í þessari undursamlegu borg. Þann 14 . júlí þjóöhátíðardag Frakka fagna París- arbúar og allir Frakkar því að í ár eru 200 ár eru frá Frönsku bylting- unni. Það verður því mikið um dýrð- ir í París og ferðamenn streyma til borgarinnar víðsvegar að. Mörgum finnst dýrt að dvelja í París eins og raunar öörum stórborgum. París er samt ódýrari en margar aðrar borgir í Evrópu t.d. Lundúnir og Kaup- mannahöfn. Mesti ferðamanna- straumurinn til Parísar er í júlí. En eftir miðjan ágúst er mjög gott að heimsækja París. Þeir sem ekki eru enn búnir að ákveða hvert þeir ættu að fara í fríinu ættu að gefa Parísar- borg gaum. Þrátt fyrir að í París séu margir bestu veitingastaðir Evrópu, þá eru í borginni ótrúlegur fjöldi lí- tilla ódýrra staða. Alls eru í París yfir 10.000 matsölustaðir. Margir leggja leið sína í hið svokallaða Óperuhverfi. Þar eru m.a. stóru og frægu vöruhúsin, tískuverslanir og veitingahús. Skammt frá Madeleine- kirkjunni og samnefndu torgi eða við 34, rue Vignon er veitingahúsið Le Roi du Pot au feu. Þetta er ódýr veit- ingastaður og þangað kemur fólk bara til að borða, ekki til að sýna sig og sjá aðra! Einn rétta hússins er "Pot eu feu" eða kjöt og kjötsúpa. í þennan rétt er notað nautakjöt og er skammturinn vel úti látinn. Á boð- stólum er svo ódýrt en gott vín frá vínekru eigandans. Rétt er að taka það fram, aö það er vissara að vera vel svangur áður en sest er að borð- um. Þetta er mjög matarmikill og ríflegur skammtur. Við Madeleine torgið er Fauchon, besta matvöru- verslun í heimi að sagt er. Þar má kaupa ljúffenga tilbúna rétti og taka með sér heim á hótel eða matast úti í nærliggjandi garið. Flugleiðir og nokkrar ferðaskrifstofur bjóða nú gistingu á Hotel Home Plazza. Þetta er íbúðahótel með eldhúsaðstöðu. Fólk getur því matreitt sér einfaldar máltíðir úr hinu fjölbreytta og góða hráefni sem á boðstólum er. Já, það er hægt að lifa ódýru og dýrðlegu lífi í París. Nýtt á markaðnum - vín í Fyrir skömmu kom í verslanir ÁTVR vin í plastpokum í pappa- kassaumbúðum. I hveijum kassa eru 2 lítrar af víni. Hér er um að ræða svokallað sveitavín sem frændur vorir á Norðurlöndunum kalla „Iandvín“, Þessi vín koma frá Suður-Frakklandi, nánar tiltekið frá fyrirtækinu Jean-Claude Pepin. í boði eru bæði hvítvín og rauðvin og eru þessi vín þokkaleg borðvín. Rauövínið er samt mun betra en hvítvinið og er það satt best að segja ágætt. Þessar umbúðir eru tilvaldar í sumarbústaðinn eða í ferðalagiö og í grillveisluna. Það er algjör óþaifi að drekka dýr vín með grilluöum raat. Vín í þessum um- búöum á ekki að geyma. Þau á að drekka ný. Til þess að hvítvíniö njóti sín þarf að kæla það nokkuð, eða í ca 8 gráður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.