Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 52
FM ■ ■“
im d
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 1. JÚU 1989.
Viðræðum SÍS
og Landsbanka
slegið á frest
—Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, og Guöjón B. Ólafs-
son, forstjóri Sambandsins, ákváðu á
fundi sínum í gærmorgun að slá
formiegum viðræðum um kaup
Landsbankans á hlut Sambandsins í
Samvinnubankanum á frest um
nokkrar vikur. Rætt hafði verið um
að fá þetta mál á hreint nú um mán-
aðamótin.
„Viö Guðjón ákváðum að slá form-
legum viðræðum á frest. Þaö eru
ekki aðstæður fyrir formlegum fund-
um í bih. Enda tekur það langan tíma
aö kaupa banka. Þetta er eins og að
kaupa heila þjóðfélagsstofnun. Þaö
er ekki hrist fram úr erminni," sagði
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
ifi Landsbankans, í gær en Sverrir hef-
ur stýrt viðræðunum við Sambandið
fyrir hönd Landsbankans.
-JGH
Þórshöfn:
Stakfellið
kyrrsett
Togarinn Stakfell frá Þórshöfn hef-
ur verið innsiglaður við bryggjuna á
Þórshöfn vegna skulda á stað-
greiðslu skatta. Togarinn er í eigu
Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga
sem er hlutafélag. Ekki er vitað hve
há staögreiðsluskuldin er.
-hlh
Samvinnuferðir
í flugrekstur
Gengið var frá samningi milh Sam-
vinnuferða/Landsýnar og fjármála-
ráðuneytisins um leigu á Arnarflugs-
þotu þeirri sem ríkið kyrrsetti í vet-
ur. Leigir ferðaskrifstofan þotuna 111
haustsins. Fyrsta flug þotunnar var
í morgun. Amarflug mun sjá um að
reka og fljúga þotunni.
-hlh
Benedikt Bogason
er látinn
Benedikt Bogason alþingismaður
er látinn, 55 ára að aldri. Benedikt
tók sæti á Alþingi í apríl síðasthðn-
um eftir að Albert Guðmundsson
sagði af sér þingmennsku. Benedikt
starfaði sem fuhtrúi forstjóra
Byggðastofnunar frá 1980. Hann rak
eigin verkfræðistofú frá 1971 en
starfaði áður hjá borgarverkfræð-
ingi.
Asgeir Hannes Eiríksson verslun-
armaöur tekur sæti Benedikts á Al-
þingi. -gse
LOKI
Og ég sem hélt að
framhaldsviðræðurn-
ar væru eftir.
Lokanir á sjúkrahúsunum:
A | I ■ ■ x m m
verio w®
mww raiw jciiii
miklar og í sumar
- slæm nýting á fláifestingu, segir Davíð Á. Gnnnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna
„Ef verið er að velta þvi fyrir sér
hvemig sjúkrarúm héma á höfúð-
borgarsvæðinu em notuð liggur
það Ijóst fyrir að það er afar slæmt
að á hveijum spítala sé ár eftir ár
ein og ein deild lokuð. Það er afar
slæm nýting á fjárfestingu, því miö-
ur,“ sagði Davíö Á. Gunnarsson,
forstjóri Rfldsspítalanna, en iokanir
spítalapna haía aldrei verið jafh-
miklar og nú. Sérstaklega hefur
verið kvartað yfir lokunum á öld-
runardeildum sem er nýmæh í hef-
bundnum lokunum Landspítalans.
Davíð sagði að spítahnn hefði
neyðst út í þessar lokanir á undan-
fómum árum vegna skorts á hjúkr-
unarfólki. Því til viðbótar hefði
bæst niðurskurður í ár vegna al-
menns sparnaðar í heilbrigðiskerf-
inu. Þess vegna hefði t.d. verið
reynt að draga úr afleysingum eins
og hægt er.
í kjölíar þess hljóta að vakna
spumingar um nýtingu þeirrar
fjárfestingar sem hefði átt sér staö
á' sjúkrahúsunum en á síöustu
árum hefur rúmanýting falhð.
Davíð sagöi að engin leið væri að
æOast til 100% nýtingar á spítala
en hann benti þó á að hafa mætti
meira samræmi í uppbyggingu
heilbrigöisstofhana, menntun
hjúkrunarfólks og fjölda þess
hjúkrunarfólks sem kemur út á
vinnumarkaöinn á hveiju ári.
í heilbrigöismálum eru miklar
flárfestingar og þvi brýnt aö nýting
þess húsnæðis sé góð. Á árunum
1978 til 1987 var fjárfest fyrir 12
milljarða króna í byggingum fyrir
heilbrigðismál á núghdandi verð-
lagi. 16%. vannýting á þeim bygg-
ingum gerir hvorki meira né minna
en 1,9 mihjarð. Þó að gert sé ráð
fyrir því aö fuh nýting á spítala sé
varla mögulega þá er Ijóst að hvert
prósentustig í nýtingu býður upp á
mitónn spamað. í sumar verður
lokun á meðaldeild bjá Landspítal-
anum í sem nemur 59 vikum. Á
meðaldeild eru 20 rúm og því verð-
ur lokunin, ef miöað er við eitt rúm,
í 8260 daga.
-SMJ
Þegar settum áfanga er náð þarf að festa það á filmu. Það fannst varaþingmanni Kvennalistans í Vesturlandskjör-
dæmi, Ingibjörgu Daníelsdóttur, þegar þingkonurnar Kristín Einarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir voru komn-
ar á tind Snæfellsjökuls i snjóbíl en fyrir skömmu hófust skipulagðar skoðunarferðir upp á Jökul. Sjá nánar bls. 4.
-DV-mynd GVA
Veöur á sunnudag
og mánudag:
Kaldi og
skúrir á
suðvestur-
horninu
Veðurspáin fyrir sunnudag og
mánudag segir að suðvestan kaldi
og skúrir verði á vestanverðu
landinu en gola og bjart veður um
landið austanvert.
Júllus Sólnes:
Erum ekki í
viðræðum við
ríkisstjórnina
í yfirlýsingu sem Júhus Sólnes,
formaður Borgaraflokksins, hefur
sent frá sér tekur hann fram að eng-
ar formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður hafi verið í gangi síðan í jan-
úar.
Júlíus tekur þó fram að það sé
stefna Borgaraflokksins að ganga th
samstarfs við alla flokka: „... sem
hafa áhuga á því að taka á vandamál-
um á raunhæfan hátt og standa að
efnahagsaðgerðum, sem duga.“ Því
hafi Júlíus fyrir nokkru gert fuhtrú-
um stjórnarflokkanna grein fyrir því
hveijar væru forsendur þess að
Borgaraflokkurinn kæmi til við-
ræðna um hugsanlegt stjórnarsam-
starf. Júhus tekur fram að engar við-
ræður hafi farið fram síðan og muni
ekki fara fram að óbreyttu.
Því til áréttingar má bæta við að
Júlíus, sem eðh málsins samkvæmt
myndi leiða stjórnarmyndunarvið-
ræður fyrir Borgaraflokkinn, er nú
farinn af landi brott og dvelst erlend-
is næstu þrjár vikur.
-SMJ
GÆÐI -
GLÆSILEIKI