Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989. LífsstOI Skagafjörður: „Eyjan sem á engan sinn líka 44 í Skagaflrði má segja að sagan liggi við hvert fótmál. Á Sturlungaöld gerðust þar fjölmargir atburðir sem höfðu áhrif á gang Islandssögunnar og landsmönnum eru kunnir af bók- um. Þar var ennfremur höfuöstaður Norðurlands í sjö aldir, eða hver kannast ekki viö hugtakið „heim að Hólum“? Þá geta fá héruð státað af fleiri og merkari byggingum frá fyrri tíö. Tilvalið er að eyða degi í að feta í spor feðranna á hringferð um hér- aðið. Dagsferðir í Drangey í sumar munu Flugleiðir í fyrsta skipti bjóða upp á tvær flugferðir á dag til Sauðárkróks fjóra daga í viku. í tilefni af því hefur Ferðaþjónustan Aning skipulagt dagsferðir úr Reykjavík og út í Drangey. Brottför er alla þriðjudaga og fimmtudaga frá 1. júni til 20. ágúst. í miðjum Skagafirði Drangey stendur í miðjum Skaga- firði, útvörður einhverrar fegurstu hafsýnar sem gefur að líta úr nokkru héraði á íslandi. Hún er tæplega 150 metra há klettaeyja sem seiðir til sín ferðamenn með náttúrufegurð sinni og sögufrægð. Alþýðuskýring fyrri alda á tilurð eyjarinnar er sú að í fyrndinni hafi hjón af kyni trölla verið á ferð með kú sína og stytt sér leið yfir Skaga- fjörð. Á miðjum firði urðu þau að steini í geislum morgunsólarinnar og kýrin (Drangey) og kerlingin (klettadrangur við eyna) hafa staðið þar síðan en karlinn hrundi í jarð- skjálfta fyrir nærri tvö hundruð árum. Eftir það tók sér bólstað í berginu óvættur einn er ógnaði lífi og hmum þeirra er vildu nýta sér náttúrugæði eyjarinnar. Fór þá út Guðmundur ar. Þó er ekki ráðlegt að fara með börn yngri en tólf ára og fólk, sem á erfitt með gang, ætti ekki að fara upp á eyna. Þá kemur ávaht fyrir á hverju sumri að ófært er til landgöngu. Á það einkum við í SV-átt en þá mynd- ast mikið sog í Uppgönguvíkinni þannig að lending er varasöm. Sauðárkrókur Sauðárkrókur er við botn Skaga- fjaröar að vestanverðu. Hann varð löggiltur verlunarstaður 1. jan. 1858. Fyrsti „landnámsmaöurinn" settist að á Sauðárkróki árið 1871. Árið 1899 var Kaupfélag Skagfirðinga stofnað. Það rekur nú umfangsmikla starf- semi á staönum. Útgerðarfélag Skag- firðinga var stofnað árið 1968. Það gerir út fjóra togara í samvinnu viö Fiskiðju Sauðárkróks. í landi reka Fiskiðja Sauðárkróks, Skjöldur hf. og fleiri fyrirtæki fullkomna fisk- vinnslu. Sjúkrahús var reist á Sauðárkróki árið 1906. Nýtt sjúkrahús var tekið í notkun árið 1961 og nýlega var vígt dvalarheimili fyrir aldraða. Sauðárkrókskirkja var byggð 1892. Hún er opin almenningi yfir sumar- ið. Árið 1947 fékk Sauðárkrókur kaup- staðarréttindi og hefur bærinn verið í örum vexti síðan. Fjölmörg þjón- ustufyrirtæki hafa fest rætur í bæn- um. Bæjarfógeti og sýslumaður Skagafjarðarsýslu hafa aðsetur á Hver kannast ekki við hugtakið „heim að Hólum“? Vedrid í útlöndum HITASTIG I GRAÐUM 0 til -10 1 6I 5 | 6 til 10 11 til 15 16 til 20 | 20 til 25 25 til 30 30 stig eöa m. | Byggt á veöurfréttum Veöurstofu Islands ki. 12 á hádegi, föstudag C, V. Reykjavík 10° Akureyri 9° Evróþa Fuglalíf í Drangey á fáa sína líka. DV-myndir Þórhallur Ásmundsson Þórshöfn 9° Glasgow 11c f (4elsinki 20 ( A \ 9 * '1 o Sauðárkróki og. í Safnahúsinu eru meðal annars héraðsbókasafn og héraðsskjalasafn sýslunnar. Iðnaður hefur verið í örvun vexti á staðnum. Við Gvendaraltari. góði biskup og vígði eyna, utan einn stað þar sem ihvættur þessi fékk sinn griðastað og heitir síðan Heiðnaberg. Var síðan siður mörg árhundruð eft- ir vígslu Guðmundar að síga ekki til eggjatöku á þann hluta eyjarinnar. Matarkista Drangey var löngum „matarkista" Skagfirðinga sökum geyshegrar eggjatöku og fuglaveiði. Vegna þessa var það illa séð af Skagfirðingum þegar Grettir Ásmundarson settist að í Drangey ásamt Illuga bróður sín- um árið 1028. Voru þeir ekki unnir fyrr en að þremur árrnn hðnum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Meðan Grettir dvaldi í Drangey segir sagan að hann hafi unnið það einstæða afrek að synda til lands eft- ir að eldur þeirra bræðra hafði kuln- að. Er sú vegalengd um sjö kílómetr- ar. Saga eyjarinnar er merkileg en hún býr líka yfir óvenjumikilh nátt- únifegurð og gróskumiklu fuglalífi. „Hún á engan sinn líka,“ er setning sem oft heyrist. Nokkuð bratt er upp á eyna en enga klifurfimi þarf til uppgöngunn- Má þar nefna sútunarverksmiðjuna Loðskinn og Steinuharverksmiðj- una. Árið 1979 tók fjölbrautaskóh til starfa þar. Þjónusta við ferða- menn Á Sauðárkróki er öh almenn þjón- usta viö ferðafólk. Hótel Áning, sem er sumarhótel, og Hótel Mælifell bjóða upp á gistingu og almennar veitingar en Hótel Torg býður upp á gistingu og morgunverð. Á Hótel Áningu fæst auk þess svefnpokagist- ing. Tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu er norðan við sundlaugina. Á Hótel Mælifelh er diskótek um helgar. Skyndibitastaöir eru nokkrir. Flogið er alla daga vikunnar nema laugardaga til Sauðárkróks og lang- ferðabifreið ekur fram í Varmahlíð í veg fyrir áætlun Norðurleiðar mihi Akureyrar og Reykjavíkur. Þá eru á Sauðárkróki hestaleiga, sundlaug, 9 holu golfvöllur og þaðan er stutt til ýmissa áhugaverðra staða í Skaga- firði. -J.Mar y Káujímannahöfn 17° / London'21° i \^Hamborg 16° Samgönguráðuneytið: Samgönguráðuneytið skipaði nýverið nefnd th að fjala um ferða- mál á breiðum grundvelh og stefnumörkun þeirra. Felur nefnd- arstarfið meðal annars í sér eftír- farandi þætti. Könmrn á samkeppnisstöðu og rekstrarskhyrðum ferðaþjónustu hér á landi í samanburði viö ná- grannalöndin. Endurskoðun á opinberri stefnu í ferðamálum og tillögur um æski- lega þróun þeirra mála. Endurskoðun laga um ferðamál. í nefndinni eiga sæti: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður, Árni Þór Sigurösson hagfræðingur, Ás- laug Alfreðsdóttir hótelstjóri, Birg- ir Þorgilsson, framkvæmdasfjóri Ferðamálaráðs, Bjarni Sigtryggs- son B.Sc., Friðjón Þórðarson al- þingismaður, Kristín Einarsdóttir alþingismaður, Reynir Adolfsson framkvæmdastjóri og Unnur Stef- ánsdóttir verkefiússtjóri. -J.Mar Rigning V skúr'r V Snjókoma R Prumuveður = Poke

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.