Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 32
I I í í 1 44 . LAUGARDAGUR í. JÚLÍ 1989 Heimsbikarmótið í Rotterdam: Karpov ætlaði sér um of - tapaði þremur síðustu skákunum og Timman stakk af með sigurlaunin Jan Timman sigraði á heimsbikarmótinu í Rotterdam eftir að Karpov tapaði þremur síðustu skákunum. Hollenski stórmeistarinn Jan Timman sigraði öllum að óvörum á heimsbikarmótinu í Rotterdam en lengst af mótinu virtist fyrsta sætið vera frátekið handa öðrum. Enginn átti von á því að Anatoly Karpov myndi tapa tveimur skák- um í röð undir lokin og þegar hann svo bætti þriðju skákinni við voru aðdáendur hans hættir að trúa eig- in augum. Þetta hefur aldrei áður gerst á mótaferli heimsmeistarans fyrrverandi sem er þekktur fyrir allt annað en glannaskap. En nú ætlaði hann sér um of. Þrjú jafn- tefli í lokaumferðunum hefðu tryggt honum sigurinn en hann ætlaði að vinna með yfirburðum og safna héimsbikarstigum um leið. Eftir afhroð Karpovs í Rotterdam verða skákunnendur af úrslita- glímunni um heimsbikartitilinn í Skelleftea í Svíþjóð í ágúst. Kasp- arov hefur forystu í stigakeppninni og Karpov getur aðeins náð honum ef hann sigrar í Skelleftea og hlýtur 12,5 vinninga af 15 mögulegum. Telja veröur afar hæpið að hann nái svo háu vinningshlutfalli, ekki síst ef tekið er með í reikninginn að Kasparov sjálfur verður einnig meðal-keppenda á mótinu. Skákir Karpovs í síðustu um- ferðunum í Rotterdam báru þess merki að hann sætti sig ekki við jafntefli. Hann hafði hvítt gegn Salov og Ljubojevic. Tefldi afar tví- eggjað afbrigði gegn Saiov og vopn- in snerust í höndum hans en gegn Ljubo byggði hann upp sigurvæn- lega stöðu, sem hrundi skyndilega eftir fingurbrjót. í lokaskákinni tefldi hann til vinnings með svörtu gegn Nunn í spænska leiknum en gaf frelsingja Englendingsins lausan tauminn og varð að láta mann. Tefldi samt lengi áfram með gjörtapaða stöðu og gaf ekki fyrr en í 81. leik. Timman vann Seiraw- an hins vegar auðveldlega í síðustu umferð og þar með stóð hann einn uppi sem sigurvegari. Lokastaðan í Rotterdam varð þessi: 1. Jan Timman (Hollandi) 10,5 v. 2. Anatoly Karpov (Sovétr.) 9,5 v. 3. Rafael Vaganjan (Sovétr.) 9 v. 4. John Nunn (Englandi) 8,5 v. 5. - 8. John van der Wiel (Holl- andi), Andrei Sokolov, Jaan Ehlvest og Valery Salov (allir Sov- étr.) 8 v. 9. Nigel Short (Englandi) 7,5 v. 10. Yasser Seirawan (Banadr.) 7 v. 11. -13. Nogueiras (Kúbu), Artur Jusupov (Sovétr.) og Gyula Sax (Ungverjal.) 6,5 v. 14.-15. Ljubomir Ljubojevic (Júgó- slavíu) og Lajos Portisch (Ungveij- al.) 6 v. 16. Jóhann Hjartarson 4,5 v. Ég hygg að best sé að fara sem fæstum orðum um frammistöðu Jóhanns en einhvem veginn tókst honum að tapa skák eftir skák þrátt fyrir að eiga oft prýðilegar stöður. Hann getur huggað sig við það að nú gefst honum loks stund til hvíld- ar eftir mikla þolraun síðustu mán- aða. Hér er skákin sem tryggði Timm- an sigurinn á mótinu. Hvítt: Yasser Seirawan Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Bb7 6. Bg2 c5 7. dxc5 Bxc5 8. 0-6 0-0 9. Rc3 Be7 10. Bf4 Ra611. Hfdl Rc512. Dc2 Dc813. Rb5? Það er byijendabragur á þessu riddarastökki. Sjálfsagður leikur er 13. Hacl og treysta stöðuna. 13. - Rce4 14. Rd6? Eftír 14. Rc7 Hb8 15. Rb5 Ha8 verður skákin jafntefli en e.t.v. hef- ur Seirawan ekki litist á 14. - e5!? 15. Bxe5 Rxf2! með skemmtilegum flækjum. 14. - Rxd6 15. Bxd6 Bxd6 16. Hxd6 Dc5 17. Dd3 Ljóst er að eftir 17. H6dl b5 á svartur sterkt frumkvæði en engu að síður var þetta skárri kostur. 17. - Bd5! 18. Da3 Eini leikurinn til að forða skipta- munstapi en nú fellur peð. 18. - Dxc4 19. Re5 Dxe2 20. Rxd7 1 Eé 1 1 Ö 1 1 A A 2 i4 £ W A £ & f AiA 2 ABCDEFGH 20. - Rg4! 21. Hfl Hfc8! Timman vinnur laglega úr stöð- unni. Svarið við 22. Bxd5 yrði 22. - Hcl! og hvítum era allar bjargir bannaðar. Seirawan gerir nú úr- slitatilraun til að bjarga taflinu en þrátt fyrir taugatítring er hönd Timmans styrk. Skák Jón L. Árnason 22. Hxd5 exd5 23. Dd6 Hc2 24. Dxd5 He8 25. h3 Hd2 26. Dg5 Hxd7 27. hxg4 Hdl 28. b4 Hxfl+ 29. Bxfl Dxa2 30. b5 h6 31. Df5 De6 32. Df4 De4 33. Dc7 Dxg4 34. Dxa7 Dd4 35. Db7 g6 36. Dc7 Hel 37. Dc8+ Kg7 38. Dc2 Dal 39. Dd3 Hxfl+ 40. Dxfl Dxfl 41. KxflKfB og nú gafst Seirawan upp. íslendingar sigruðu íslenska unglingalandsliðinu tókst loks í þriðju tilraun aö sigra í fjögurra landa keppninni, sem að þessu sinni fór fram í Málmey í Svíþjóð. í tvö fyrri skiptín sem keppnin hefur verið haldin hafa Svíar orðið hlutskarpastir, eftir harða keppni við Dani. Sigur íslensku sveitarinnar ætti ekki að koma neinum á óvart því að íslenskir unghngar hafa jafnan borið höfuð og herðar yfir jafnaldra sína á hinum Norðurlöndunum. Samt var því þannig farið nú að Svíar höfðu á að skipa stigahæstu sveitínni og hinar voru áþekkar. Enda fór svo að mjótt var á munun- um. Svíar og íslendingar mættust í fyrstu umferð og höfðu íslendingar betur, fengu 5,5 v. gegn 4,5 v. Svía. Kannski nægði þetta til að slá sænsku sveitina út af laginu. í 2. umferð unnu íslendingar Norð- menn stórt, 6,5 v. gegn 3,5 v. og eft- ir jafntefli við Dani í síðustu um- ferðinni var sigurinn í höfn. ís- lenska sveitin hlaut 17 v. af 30 mögulegum, Norðmenn fengu 15 v. og Danir og Svíar fengu 14 v. og hrepptu Danir þriðja sætið á stig- um. Teflt var á tíu borðum. Á sex efstu tefldu skákmenn fæddir 1969 og síðar; á fjórum neðri borðunum tefldu skákmenn fæddir 1973 og síðar. Árangur íslendinganna varö þessi: 1. Hannes Hlífar 2 v. (af 3) 2. Þröstur Þórhallsson 1,5 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 1 v. 4. Andri Áss Grétarsson 2 v. 5. Þröstur Árnason 2,5 v. 6. Tómas Björnsson 2 v. 7. Héðinn Steingrímsson 2 v. 8. Snorri Karlsson 0,5 v. 9. Helgi Áss Grétarsson 2,5 v. 10. Ragnar Fjalar Sævarsson 1 v. Fararsjórar hópsins og liðsstjór- ar voru Ólafur H. Ólafsson og Hilmar Thors en Sjóvá-Almennar veittu sveitinni rausnarlegan styrk tii fararinnar. Rétt er að hta á eina ævintýralega skák úr keppninni, þar sem 1. borðs maður okkar lendir í kröppum dansi. Svo fer að hann missir skiptamun og peð en þó er ekki einfalt fyrir mótheijann að leiða taflið til lykta. Svo fer að hann missir þráðinn, smám saman hrökklast hann í vöm og loks feliur hann í laglega gildru. Hvítt: Rune Djurhuus (Noregi) Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Norræni leikurinn 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. c4 Rb6 5. Rf3 g6 6. Be2 Bg7 7. 0-0 0-0 8. Rc3 Bg4 9. h3 Bxf3 10. Bxf3 Rc6 11. c5 Rc4 12. Be2 R4a5 13. d5 Rd4 14. Hbl b6 15. b4 Rb7 16. Ba6 Hb8 17. Be3 Rf5 18. Rb5 Rxe3 19. fxe3 bxc5 20. Rxa7 Dd6 21. Rc6 c4 Byijunartaflmennska svarts hef- ur beðið algjört skipbrot og nú kemst hann ekki hjá því að tapa liði. Hannes áttaði sig á því of seint að eftir 21. - cxb4 22. Hxb4! er stað- an töpuð. Því er ekki um annað að velja en textaleikinn og freista þess að flækja taílið. 22. Rxb8 Hxb8 23. Bxc4 Einfaldara er 23. Bxb7 Hxb7 24. Da4, því að biskup hvíts er mun lakari í þessari stöðu en riddarinn. 23. - Db6 24. De2 Rd6 25. Bd3 Ha8! 26. Khl Be5 27. Hfcl Ha3! 28. b5? Da7 29. Hc2 Da8! 30. e4 Da7 31. Hc6 Dd4 32. Hdl Kg7 Svartur hefur bætt stöðu sína mjög í síðustu leikjum en tafl- mennska hvíts hefur verið stefnu- laus. Svartur á enn skiptamun og peði minna en yfirráðin yfir svörtu reitunum á miðborðinu og góð staðsetning mannanna vega hátt á móti. Hvítur getur nú þvingað fram jafntefli með 33. Ha6 Hc3 34. Hc6 o.s.frv. eða teflt til vinnings með 34. a4!? en áfram teflir hann veikt. 33. Bbl?! Db4 34. Hxc7? Rf5! Hvítur bjóst kannski við 34. - Rxe4 35. Dxe4 Dxe4 36. Bxe4 Bxc7 með líklegu jafntefli. 35. Dc4 Rg3+ 36. Kgl Db2 37. Dc2 Dxb5 38. Hxe7?? 38. - Bd6! Hrókurinn er lokaður inni og hvíta tafliö er tapað. Hins vegar ekki 38. - Db6+ 39. Df2 Bd4?? 40. Dxd4 með skák og hvítur vinnur. 39. Hxf7+ Kxf7 40. DÍ2+ Kg8 41. Df6 Db6 + Og hvítur gaf. Gleymdírðu einhverrí gjöí? Engar áhyggjur - þú fœrð bestu merkin ítískuheiminum, tollfrjálst, um borð hjá okkur. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.