Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Page 14
14
Spumingin
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989.
Hefurðu keypt
útsölukjötið?
Sigurlina Björnsdóttir: Nei, ekki enn-
þá.
Sólveig Adaœs: Nei, en ég er að fara
að kaupa einn poka af kjötinu.
Lóa Ingólfsdóttir: Nei, ég hef aldrei
keypt kjöt á útsöluverði. Ég myndi
þó gera það ef ég hefði efni á því.
Sigrún Jakobsdóttir: Nei. Ég hef ekki
keypt það enn en býst samt fastlega
við þvi.
Þóra Ingólfsdóttir: Nei, og ég hef
ekki hug á því að kaupa útsölukjötið.
Ottó ólafsson: Nei, en ég hugsa aö
ég eigi eftir að kaupa kjötið.
Lesendur
Eltingaleikur lögreglu við bifhjólamenn:
Hin hliðin á málinu
Bifhjólasamtök lýöveldisins héldu árlegt mót sitt I Húnaveri
Bifhjólamaður kom:
Vegna greinar, sem birtist á bak-
síðu DV 3. júlí, þar sem segir að lög-
reglubíll hafi lent í árekstri þegar
verið var að veita bifhjólamönnum
eftirfor, langar okkur í Bifhjólasam-
tökum lýðveldisins að greina frá
okkar hlið á málinu.
Við héldum landsmót í Húnaveri
um helgina og vorum á leiðinni í
bæinn er lögreglan tók upp á því að
elta okkur. Elti sami bíllinn okkur
allan Langadalinn, væntanlega með
það í huga að sitja fyrir okkur ein-
hvers staðar á leiðinni. Skal það sér-
staklega tekiö fram að það er mark-
mið okkar að aka ávallt á löglegum
hraða. Við fengum það á tilfmning-
una að lögregluþjónninn, eldri mað-
ur, hefði ímugust á mótorhjólum og
leðurklæddu fólki en eins og allir
vita er leðrið til vemdar.
Við áðum á Blönduósi og komst þá
lögreglan fram fyrir okkur. Beið bíll-
inn eftir okkur rétt fyrir utan bæinn
og þegar lögreglan sá hópinn koma
fór hún aftur af stað og hélt okkur
fyrir aftan sig. Hleypti hún öllum
bifreiðiun fram úr, en ekki okkur.
Var ekkert veriö að stöðva bifreiðar
sem komu á móti og óku á 100 eða
110 km hraða á klst.
Við fengum alveg nóg í Hrútafirð-
inum. Gaf fremsta hjólið merki um
að það ætlaði að taka fram úr lögregl-
unni en þá vom bláu ljósin sett á og
hjólið stöðvað. Komust þá allir fram
úr nema sá eini sem stöðvaður hafði
veriö. Þegar hópurinn var svo kom-
inn í hvarf ók lögreglan aftur af staö
á vítaveröum hraöa. Var greinilegt
að það átti að ná hópnum aftur.
Lögreglubíllinn náði svo aftasta
bílnum í hópnum, jeppa, á blindhæð
og ætlaði sér fram úr. Kom þá bíll á
móti og lenti lögreglubíllinn, sem var
Volvo, á framhomi jeppans er hann
var að reyna að komast á milli. Mun-
aöi hársbreidd að stórslys yrði.
Bifhjólamenn era mjög gramir
vegna fréttaflutningsins því reynt er
að koma sökina á þá. Má geta þess
að af 300 manna hópi vora aðeins
tveir teknir á ofsahraða, annar á 130
km/klst og hinn á 194 km/klst. Er þaö
mjög leiðinlegt að skemmdu eplun-
um skuli takast að eyðileggja fyrir
öllum hinum.
Maðurinn sem
aldrei sofnaði
yfir dagblaðinu
Gunnar Sverrisson skrifar:
Það er stundum eitt og annað í
þjóðfélagsmenningunni sem gleður
augu eða eyru fólks, nema hvort
tveggja sé, annaðhvort úr heimi les-
inna eða leikinna listaverka. Og sem
betur fer býður samfélagið stundum
upp á þætti sem skara fram úr, þætti
sem treysta menningarböndin og
hvetja okkur til aö lifa lífinu lifandi,
gera suma betri en þeir voru fyrir
og fá margan til að minnast jákvæð-
ari hliða tilverunar.
Téð skrif urðu til þegar ég af ein-
hverri rælni fór að hlusta á litla
barnatímann að morgni 1. þessa
mánaðar. Þá las Sigurlaug M. Jónas-
dóttir listilega vel skrifaöa bama-
sögu, að mér fannst, eftir sænskan
rithöfund, Jean Lee Latham, en téða
sögu hefur Þorsteinn Jónsson rithöf-
undur frá Hamri þýtt. Ber sagan
nafnið Maðurinn sem aldrei sofnaði
yflr dagblaðinu.
Mér fannst nafnið leyna dálítið efni
sögunnar sem kom á óvart og sigraöi
eyrað. Mér fannst ekki nóg með að
hún væri vel skrifuð heldur líka sér-
lega rytmísk að innihaldi. Leikhljóð
á réttum stöðum áttu að tákna tíst
litla fuglsins í búrinu, nyálm kattar-
ins og gelt hundsins, svo og hrotur
hins sofandi á viðkomandi heimili.
Auðheyrilega listilega undirbúinn
lestur sem mér fannst það vel saminn
að enda þótt ég stundi það nú ekki
að hlusta á bamasögur verð ég að
segja að andinn hlýtur að hafa verið
vel yfir höfundi téðrar sögu er hann
samdi hana. Mér fannst ekki spilla
fyrir að hún var flutt af tilfinningu
fyrir listaverkinu.
Það er aUtaf ánægjulegt til þess að
vita þegar vel skrifað verk, hveiju
nafni sem það nú annars nefnist,
tekst svo vel í flutningi að það skilur
dálitið auðnuljós í minningunni og
einhvem þægilegan neista eftir í sál-
inni sem gerir margan að betri þegn-
um en áður.
Væri ánægjulegt ef umrædd saga
væri endurtekin við hentugt tæk-
ifæri. Það kæmi mér ekki á óvart
þótt fleiri tækju í sama streng og
óskuðu efitir aö fá að hlýða aftur á
þetta listaverk.
spurn- {
Glaðvakandi dagblaðslesandi
Gigja og Guðrún vilja sjá meira með U2.
Meira með U2
Gígja og Guðrún skrifa:
Við hvefjum aðdáendur hljóm-
sveitarinnar U2 til aö hamra á því
að sýnt verði meira efni með þeim á
sjónvarpsstöðvunum, og að leikið
verði meira með þeim á „candy floss“
stöðvunum, Bylgjunni og Stjöm-
unni.
Einnig viljum við lýsa ánægju okk-
ar með hina nýju útvarpsstöð EFF
EMM 95,7 og mælum við með að fólk
veiti henni meiri athygli.
Fatlaðir vilja
ferðast líka
Ferðamaður skrifar:
Nú er sá tími er ferðalög standa
yflr. En einn er galli á gjöf Njarðar,
fótluðum er ekki reiknað með. Okkur
langar þó líka til að feröast.
í Eldgjá er lítið hægt að athafna
sig, kindagata inn að Ofærufossi og
engin leið til að aka hjólastóli. Væri
ekki hægt að laga þetta?
Að Dettifossi er illfært vegna
slæms vegar. Maður verður að láta
sér nægja að heyra í honum. Ófært
er í Hljóðakletta. Hvers eigum við
að gjalda? Það er víða sem ekki er
gert ráð fyrir okkur en við búum nú
líka hér. ísland getur ekki talist besta
land í heimi ef viö hugsum ekki líka
um fatlaða sem langar til að skoða
landið sitt. í Eldgjá er illfært hjólastólum.
Að borða lóuna
Fuglavinur skrifar: um okkur. Ég held að þessi maður
Eg á ekki orð yfir undrun mina hafi aldrei heyrt lóuna syngja dirr-
- að fara að borða lóuna! Hún sem indíið. Og hafi hann ekkert skyn-
er sá fúgl sem flestir fagna á vorin samlegra að segia ætti hann ekki
og boðar okkur sumarið, aö minnast á þetta meir því hann
Nei, viö látum það ekki spytjast fær engar þakkir fýrir.