Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989.
Fréttir dv
Þingmenn landsbyggðarinnar:
Fengu 23 þúsund
króna launahækkun
- fá rúmlega 80 þúsund á mánuði til að reka heimili í Reykjavík
Asgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borgaraflokks, í ræðustóli á Alþingi
í gær að afþakka launahækkunina. DV-mynd GVA
Landsbyggðarþingmenn, sem eiga
lögheimili í kjördæmi sínu, fá rúm-
lega 23 þúsund krónum meira greitt
frá Alþingi eftir að kjaradómur úr-
skurðaði um laun og aukagreiðslur
þingmanna. Heildargreiðslur til
þeirra hækkuðu í rúmlega 266 þús-
und krónur um síðustu mánaðamót.
226 þúsund
eftir skatta
Þessar greiðslur eru þannig sam-
ansettar að þingfararkaupið er
156.686 krónur á mánuði. Ofan á það
leggst síðan húsaleigustyrkur sem
er 35.000 krónur á mánuði. Þar á ofan
leggjast dagpeningar sem eru um
45.625 krónur á mánuði. Þessir þing-
menn fá því 80.625 krónur vegna þess
kostnaðarauka sem felst í því að reka
dvalarheimili í Reykjavík. Til við-
bótar þessu fá þeir síðan 29.000 krón-
ur á mánuði í ferðakostnað til þess
að þeir geti ferðast í kjördæmi sitt.
Samanlagt nema greiðslur til þessara
þingmanna því 266.311 krónum.
Þingmenn greiðaekki skatt af þess-
um aukagreiöslum. Tekjuskattur og
útsvar af þingfararkaupinu eru
39.714 krónur. Þingmennimir fá því
226.597 krónur á mánuði eftir skatta
eða um 2,7 milljónir á ári.
Þeir þingmenn sem fá greiðslur
samkvæmt þessu eru: Alexander
Stefánsson, Danfríður Skarphéðins-
dóttir, Eggert Haukdal, Egill Jóns-
son, Friðjón Þórðarson, Guðni
Ágústsson, Halldór Blöndal, Hjörleif-
ur Guttormsson, Jón Helgason, Jón
Kristjánsson, Jón Sæmundur Sigur-
jónsson, Karvel Pálmason, Kristinn
Pétursson, Margrét Frímannsdóttir,
Matthías Bjarnason, Málmfríður
Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Þórðarson,
Páll Pétursson, Pálmi Jónsson,
Ragnar Arnalds, Skúli Alexanders-
son, Stefán Guðmundsson, Stefán
Valgeirsson og Valgeröur Sverris-
dóttir.
45 þúsund á mánuði
fyrir að búa í Reykjavík
Þeir landsbyggðarþingmenn sem
eiga lögheimili í Reykjavík fá hvorki
dagpeninga né húsaleigustyrk. Hins
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráöherra fær greiddar frá
Alþingi 35 þúsund krónur á mánuöi
vegna húsnæðiskostnaðar þar sem
hann skráir lögheimili sitt að Gunn-
arsstöðum í Svalbarðshreppi í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. Steingrímur held- •
ur ekki heimili aö Gunnarsstöðum
samkvæmt heimildum DV. Þar búa
hins vegar faðir hans og móðir.
Steingrímur heldur hins vegar að-
eins eitt heimili, að Brekkuseli í
Breiðholti.
Húsnæðisstyrkur Alþingis til
landsbyggðarþingmanna er hugsað-
ur til þess að létta undir með þeim
sem þurfa að halda tvö heimili; ann-
að í kjördæminu og hitt í Reykjavík.
Ólafur Ólafsson, deildarstjóri Al-
vegar fá þeir greiddar 190 þúsund
krónur á ári í dvalarkostnað í kjör-
dæmi sínu auk þess sem þeir fá 29
þingis, sagði í samtali við DV að þessí
styrkur væri greiddur út eftir því
hvar lögheimiii manna væru. Al-
þingi legði ekki mat á hvort menn
héldu heimili þar sem lögheimili
þeirra væri eöa ekki.
Þegar þessi húsnæðisstyrkur
leggst ofan á laun Steingríms verða
þau aUs 293.566 krónur á mánuði eða
um 3,5 milljónir á ári. Þessu til við-
bótar hafa Steingrímur og kona hans
fengið um 576 þúsund krónur í ferða-
dagpeninga frá ríkinu en yflrskoðun-
armenn ríkisreikninga og skattayfir-
völd líta á þá sem laun. Heiidarmán-
aðarlaun Steingríms eru því um 351
þúsund krónur.
-gse
þúsund krónur á mánuði upp í ferða-
kostnað vegna kjördæmisferða.
Samanlagt fá þessir þingmenn tæp-
lega 45 þúsund á mánuði fyrir að búa
í Reykjavík. Þegar þessar auka-
greiðslur hafa lagst ofan á þingfarar-
kaupið fá þeir alls 201.519 krónur á
mánuði og hækkaði sú upphæð um
10.412 krónur um síðustu mánaða-
mót. Eftir skatta fá þeir 161.805 krón-
ur.
Þeir þingmenn sem eru á þessu
kjörum eru: Árni Gunnarsson, Eiður
Guðnason, Ingi Bjöm Albertsson,
Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn
Pálsson og Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson.
Minnst til þing-
manna Reykjavíkur
og Reykjaness
Reykjanesþingmenn fá greiddar
18.000 krónur á mánuði vegna ferða
í kjördæmið. Heildargreiðslur til
þeirra eru því 174.686 krónur og
hækkuðu þær um 8.579 krónur um
síðustu mánaðamót. Eftir skatta fá
Reykjanesþingmenn 134.972 krónur.
Þeir þingmenn sem fá þessar
greiðslur eru: Anna Ólafsdóttir
Bjömsson, Geir Gunnarsson, Hregg-
viður Jónsson, Jóhann Einvarðsson,
Karl Steinar Guðnason, Matthías Á.
Mathiesen, Ólafur G. Einarsson,
Rannveig Guðmundsdóttir og
Salonœ Þorkelsdóttir.
Rey^javíkurþingmenn fá minnst
greitt frá Alþingi. Þeir fá 10.000 krón-
ur á mánuði upp í ferðir um kjör-
dæmið. Heildargreiðslur þeirra
nema því 166.686 krónum eða 126.972
krónum eftir skatta. Þeir fengu 8.579
króna hækkun um síðustu mánaða-
mót. Greiðslur til þingmanna
Reykjavíkur era rétt tæplega 100
þúsund krónum lægri en til lands-
byggðarþingmanna.
Þeir þingmenn sem era á þessum
kjöram era: Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson,
Birgir ísleifur Gunnarsson, Eyjólfur
Konráð Jónsson, Friörik Sophusson,
Geir H. Haarde, Guðmundur Ágústs-
son, Guðmundur H. Garðarsson,
Guðmundur G. Þórarinsson, Guðrún
Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir,
Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur
Helgadóttir og Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Ásgeir Hannes Eiríksson:
Afþakkar
launa-
hækkun
Ásgeir Hannes Eiríksson, þing-
maður Borgaraflokksins, sagði
við umræðu um fjárlagafrum-
varpiö á Alþingi í gær að hann
óskaði ekki eftir þeirri launa-
hækkun sem alþingismönnum
hefði verið veitt fyrr í vikunni.
Sagði hann aö ekki væri rétt að
taka við hækkunni fyrr en þing-
heimur hefði unnið fyrir henni.
Lagði Ásgeir til að alþingis-
menn tækju ekki við launahækk-
uninni. Ef ekki sé mögulegt ann-
að vegna tæknilegra atriða þá
stakk hann upp á að menn gæfu
hækkuninna til líknarmála. Ás-
geir átaldi einmitt harðlega að
framlög til líknarmála og sam-
taka eins og SÁÁ væru skorin
niður.
-SMJ
Fjöímiölaskattur:
Auðvitað
eru
menn
uggandi
- segjrHallurPállJónsson
„Það er erfitt að átta sig á hvað
þetta þýðir fyrir dagblöð og fjöl-
miðla. Mig minnir að fjármála-
ráðherra hafi verið að ræða um
fjölmiðlasjóð eða lýðræðissjóð í
sömu andránm. Þannig að það er
ekki fyrr eníhægt er að skoða
heildardæmi að hægt er að segja
til um hvort þetta hafi einhver
áhrif á rekstur dagblaðanna eða
ekki,“ sagði Hallur Páll Jónsson,
framkvæmdastjóri Þjóðviljans,
um hugmyndir Ólafs Ragnars
Grímssonar um að setja 26 pró-
sent virðisaukaskatt á alla fjöl-
miðla.
„En auðvitað eru menn uggandi
og vilja fylgjast vel með hvemig
þetta muni koma fram því það er
auðvitað hagsmunamál fyrir
blöðin eins og önnur fyrirtæki að
það leggist ekki auknar byrðar á
þau,“ sagði Hallur Páll.
-gse
Herdís Þorgeirsdóttir:
Sitjum
uppi
með
Prövdu
„Þetta yrði menningarlegt
slys,“ sagði Herdís Þorgeirsdótt-
ir, ritstjóri Heimsmyndar, um
fyrirhugaðan virðisaukaskatt á
fjölmiðla.
„Ef virðisaukaskattur verður
lagður á frjálsa fjölmiöla til að
búa til einhvem sjóð fyrir flokks-
málgögn þá era stjómarherrar
komnir meö tögl og hagldir eins
og í verstu einræðisríkjum.
Tímarit eins og mitt hafa veitt
mikið pólitískt aðhald. Ef þessir
karlar ætla að reyna að stjóma
umræðunni og í hvaða átt ís-
lenskt þjóðfélag þróast með því
að halda í taumanna sjálfir og
skattplna hina fijálsu fjölmiðla
til þess að búa til sjóðakerfi fyrir
hina ríkisreknu þá sitjum viö
uppi með Prövdu án Isvestia.
Eg vil ekki trúa því fyrr en ég
tek á því að þessir ráöamenn séu.
svona skammsýnir."
-gse
-gse
Jón Sæmimdur Siguijónsson:
Tæp 800 þúsund
vegna lögheimil-
■ ■ ■ m m ■
is hja pabba
Jón Sæmundur Sigurjónsson, þúsund króna feröastyrk á mánuði
þingmaður krata í Norðurlands- vegna kjördæmisferða. Mismunur-
kjördæmi vestra, fær 64.792 krón- inn er tæplega 65 þúsund krónur
um meira á mánuði frá Alþingi en eða um 777 þúsund á ári.
aðrir landsbyggðarþingmenn sem Þar sem Jón Sæmundur skráir
búa í Reykjavík. Ástæðan er sú að lögheimili sitt i fóöurhúsum að
Jón Sæmundur skráir lögheimili Suðurgötu 16 á Siglufírði fellur
sitt í föðurhúsum á Siglufirði þótt hann undir að vera með dvalar-
hann búi í Hafharfirði. heimili á höfuðborgarsvæðinu og
Þeir landbyggðarþíngmenn sem færþvístyrkfráAlþingitilaöreka
búa í Reykjavík fá tæplega 45 þús- það. Hann fær því rúmlega 266
und á mánuði til þess að feröast í þúsund krónur á mánuöi í sfað 201
kjördæmi sín. Þeir þingmenn sem þúsunds eins og þeir landbyggða-
búa í kjördæmunum fá hins vegar þingmenn sem eiga lögheimili í
rúm 80 þúsund krónur til að halda Reykjavík fa.
dvalarheimili í Reykjavík og 29 -gse
Steingrímur J. Sigfússon:
Fær aukalega 35
þúsund á mánuði
- fyriraðhafalögheimilihjápabbaogmömmu