Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. Spumingin Ferðast ráðherrar of mikið? Halldór Lárusson: Ég geri ekki ráö fyrir því en þaö er svo annað mál hvort ríkið á aö borga. Kolbrún Guðmundsdóttir: Já, ég myndi halda þaö. Sigriður Sigurðardóttir: Nei, þaö held ég ekki. Guðjón Marinó Sigurgeirsson: Ég skal ekki dæma um þaö. Ragnar Þórhallsson: Það er ekki nokkur vafi á þvi aö þeir feröast of mikiö. Ragnar Gunnarsson: Það er best aö hafa þá erlendis. Lesendur Umræður á Alþingi: Tveir báru af Formenn andstöðuflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, báru af í málflutningi sl. mánudagskvöld, að mati bréfritara. - Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra og form. Alþ.bl. Guðm. Guðmundsson skrifar: Eftir af hafa horft á umræður á Alþingi síðastliðið mánudagskvöld þarf fólk ekki að velkjast í vafa um hveijir það eru á Alþingi sem hafa forustu í málflutningi á þeim bæ. Og bera reyndar af sem forustumenn andstæðra flokka. Þetta eru náttúr- lega þeir Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þama leiddu þeir fram hesta sína hvor gegn öðrum og ég verð að segja að enginn ræðumanna komst með tæmar þar sem þeir hafa hælana í hvössum og beinskeyttum málflutn- ingi hvor á sinn hátt. Forsætisráð- herra flutti stefnuræðu sína sem var nú afar dauf og innihaldslitil. Ég man raunar lítið sem ekkert úr henni lengur. Þá kom formaður Sjálfstæðis- flokksins og talaði næsta blaðalaust að vanda. Segja má að hann hafi hálfpartinn neglt forsætisráðherra með hvössum en þó sannferðugum málflutningi. Ræða hans var áhrifa- rík og rök hans næsta skotheld gegn veikum rökum forsætisráðherra. - Þorsteinn er greinilega mjög vaxandi stjómmálamaður og einkar ábyrgur í málflutningi. - Síðan kom hver á eftir öðrum í pontu, en ræður þeirra fóra að mestu fyrir ofan garð og neð- an hjá flestum, að ég held. Kvenna- listakonur voru óvenju slappar, þó var ræða Kristínar hvað best upp byggð. Borgarflokkurinn fór mjög halloka í þessum umræðum og kveðjan úr Austurstræti var ekki til fagnaðar. Þá kom Ólafur Ragnar Grímsson með sinn sérstaka stíl. Enginn frýr honum vits né ræðusnilldar. Hann hefur frá bytjun tileinkað sér eitil- harðan málflutning og um leið ó- prúttinn. En hann er alltaf áheyrileg- ur og skemmtilegur. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að menn sjái í gegnum málflutninginn, eins og auð- velt var sl. mánudagskvöld. Það kom líka berlega í ljós í þessum umræðum að það era tveir flokkar sem berjast um þjóðmálin í dag. Annars vegar Alþýðubandalagið í ríkisstjóm, hins vegar Sjálfstæðis- flokkurinn í stjómarandstöðu. Mál- flutningur formanna þessara flokka mun að verulegu leyti hafa áhrif á gang mála hér á næstunni, en ekki síður gerðir þeirra, því það era verk- in sem tala þegar allt kemur til alls. Að lokum langar mig til að minn- ast á einkar góða myndatöku hjá sjónvarpsmönnum í þetta sinn. Þar var mikill munur á frá því í fyrra, en þá var eins og myndavélamar væra hreinlega ekki notaðar nema á þá sem vora í pontu. - Einnig skal þökkuð sú nýbreytni þingfrétta- manns á staðnum að láta fylgja stutt yfirlit yfir málflutning síðasta ræðu- manns. Það kom sér vel fyrir t.d. þá sem misstu af einum og einum. Þetta var mjög lifandi sjónvarpsútsending þrátt fyrir daufan ræðuflutning flestra þingmanna. Ekki bara Alþýðubandalagið Menn - ekki aumingjar - á reiðhjólum. Valda ekki mengun. - Hvað varð um „átakið"? Maður eða aumingi? Guðrún Ólafsdóttir hringdi: Ég las í DV 19. þ.m. bréf frá Guð- mumji Guðmundssyni undir fyrir- sögmnni „Þungt undir fæti í fram- faraátt - alltaf Alþýðubandalagiö“. - Ég get verið sammála bréfritara um margt sem þar stendur, t.d. það að þeir í Alþýðubandalaginu hafa verið manna tregastir til að samþykkja ýmis nýmæh sem vísa í framfaraátt, mál sem engin ástæða er til aö óttast um að skerði sjálfstæði okkar eða reisn sem þjóðar. Ég nefni þá stóriðjuframkvæmdir, byggingu fullkomins varaflugvallar fyrir NATO eins og Guðmundur ger- ir. Þetta hvort tveggja er ekki nema til þess að auka hér atvinnu, og færa aukinn gjaldeyri í okkar vannærða ríkissjóö. En það er ekki bara Al- þýðubandalagiö sem stjórnmála- flokkur er gerir alla framfarasókn erfiða. Þar era líka aðrir flokkar að verki. Framsóknarflokkurinn hefur verið mjög erfiður og tregur til að sam- þykkja aðild erlendra aðila að verk- legum framkvæmdum hér á landi, Jóhann Þórólfsson skrifar: Hér er ég að leggja inn orðsendingu til ráðherra og þingmanna, ekki síst kvennalistakvenna. Ég vil byija þessi orð mín á því að benda forsætis- ráðherra á að segja strax af sér vegna þess að ríkisstjómin hefur ekkert gott látið af sér leiða. - Hún hefur til dæmis svikið síðustu kaupsamninga með því að lækka laun verkamanna á sama tíma og hún hefur hækkað laun ráðherra í tíö Steingríms Her- mannssonar. Mér er sagt að ríkisstjómin sé búin 'að samþykkja að veita fjármagni í byggingu hljómlistarhallar og einnig íþróttahallar á sama tíma og blessað- ar konumar, sem heima era, kannski með 3 til 4 böm, vinna baki brotnu frá morgni til kvölds kaup- lausar. - Fyrir nú utan það að þær hafa ábyrgðarstarfi aö gegna þar sem þær ala upp bönún. Þessi ríkissfjóm ætti að fyrirverða nema þá að slíkar framkvæmdir séu beint til hagsbóta fyrir SÍS eða ein- hveija sérstaka hópa Framsóknar- flokkn,um nátengdum. í Sjálfstæðis- flokki era líka margir framsóknar- menn og þeir eru heldur ekki barn- anna bestir í þessum efnum. - Það er því ekki eingöngu Alþýðubanda- laginu um að kenna, hvað við höfum dregist aftur úr í verklegum fram- kvæmdum hér á landi. Ef grannt er skoðað era stjóm- málamenn til í öllum flokkum sem era hinir verstu afturhaldsmenn. Menn sem vilja ekki fyrir nokkum mun missa af því að halda öllu í hendi sér. Þeir vilja geta stjómað gengismálum eftir því hvemig vind- urinn blæs frá kröfugerðarhópum og þeir vilja geta úthlutað verkefnum til gæðinga sinna flokksmanna, o.s.frv. - Það er því enn langt í land að hér verði einhverju bjargað í at- vinnu- og efnahagsmálum á meðan svona menn geta þó sameinast um það eitt að halda okkur utan við eðli- legar framfarir og þróun sem heldur áfram án afláts hjá öðrum þjóðum. sig fyrir að koma því ekki til leiðar að heimavinnandi konum séu greidd laun, til dæmis með vissri upphæð mánaðarlega. Ég á bágt með að trúa því að stallsystur þeirra í hópi Kvennalistans á Alþingi flytji ekki framvarp um þetta. Ég er viss um að það fengist samþykkt. Ég vil svo senda öllu kvenfólki á íslandi kveðju mína með þeirri ósk að það kjósi Kvennalistann, hvar í flokki sem þær annars hafa staðið. Þið konur eigið að styðja við bakið á þessum stjómmálaflokki svo að hann verði annar stærsti flokkur landsins og til að ekki verði mynduð ríkisstjórn án samvinnu við hann. Það er tími til kominn að kvenþjóðin eigi 3-4 ráðherra og fái fjármálaráðu- neytið undir sína stjóm. Konur hafa mun meira vit á fjármálum en karl- ar. - Konur, þið eigiö ekki að vera undirgefnar okkur körlum lengur og eigið því skilið að sitja við sama borð. Óskar D. Ólafsson skrifar: Kannski mætti taka sterkara til orða og spyija: Eram við með réttu ráði, þ.e. erum við meðvituð um okk- ur sjálf og umhverfi okkar? Ég er farinn að stórefast og með hveiju ári sem líður efast ég meira og meira. Ég horfi í kringum mig og hvarvetna sé ég mengun mannsins vera að eyði- leggja hann sjálfan og allt hið lífræna í kringum hann. Sér í lagi verð ég var við eitt sem ég tel vera mikinn bölvald í nútíma- menningu okkar. Það er þessi „frá- bæri“ einkabífl sem enginn virðist geta verið án. Ég reyni að fara flestra minna ferða á reiðhjóli og á ferðum mínum hef ég tíma til að hugsa. Oft- ast um þetta fyrirbæri. Á götunum má telja 10, stundum allt að 20 bíla í röð með einungis einn innanborðs, . sjálfan bílstjórann. Sumir bílar era með fleiri en einn. Ekki margir með fleiri en tvo. Mér kemur stundum í hug fyrirbæri sem T.Ó. skrifar: Ég verð að lýsa hneykslan minni á því athæfi Stöðvar 2 að sýna þann viðbjóð í kvikmyndalíki sem sýndur var síðastliðið laugardagskvöld. Myndin var alls ekki við hæfi bama og hún var heldur ekki við hæfi neinna annarrra íslenskra áhorf- enda. Þessi mynd var á dagskránni kl. 1.05 og þar af leiðandi ekki síðust á dagskránni. Hvers vegna ekki síð- ust? Jú, til að þóknast einhveijum sálarbiluðum einstaklingum sem ég kalla „blýbam“. - Er þetta eina leiðin til þess að komast frá A til B? Kannski liggur öllum svo mikið á aö þeir mega ekki vera.að því að stuðla að minnkandi mengun, og fá þvi börnum okkar heiminn í hendur verri en þegar við tókum viö honum. Kannski erum við bara svona vit- laus! Því ekki að nota strætó - eða bara fætuma? Er ekki hægt að virkja skokkið, gönguferðir og reiðhjólið til samgangna? Ert þú, lesandi góður, einn af aumingjunum sem geta en nenna ekki að taka ábyrgð á málum sem lúta að viðhaldi lífsins? Ég vil vekja þig til umhugsunar, en hugsaðu samt fljótt, félagi. Nátt- úran gefur engan afslátt, og svo sannarlega engan umbeðinn frest. Ég hef ákveðið val: Vil ég vera maður eða aumingi? - Ef þú efast um vahð, kynntu þér þá staðreyndir. Þær tala sínu máli. sennilega hafa ekki getað beðið til kl. 2.40 eins og þeir sem vildu horfa á myndina Bláskegg, óhugnanlega mynd sem var ekki auglýst bönnuð fyrir böm eins og hin var þó. Éf Stöð 2 ætlar að halda áfram upp- teknum hætti er ekki annað að gera en að segja upp myndlyklinum sem maður hefur notað til þessa. Stöð 2 er nefnilega alveg nægilega góð án þessara afbrigðilegu kvikmynda sem hún er að troða upp á áhorfendur algjörlega að óþörfu. Þær heimavinn- andi fái laun Stöð 2 og bláar myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.