Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBBR 1989.
25
Iþróttir
nst mjög vel en myndin er (rá 1984 er ver-
r aðilar hafa mjög mikinn áhuga á að koma
yrirtæki hefur verið hér á landi undanfarið
• Dan Kennard,
bandariski leik-
maðurinn í liði
Þórs frá Akureyri,
áti stjörnuleik í
gærkvöldi er Þór
sigraði Grindavík í
æsispennandi
leik. Kennard var
besti maður vall-
arins og skoraði
35 stig.
„Völlurinn í Grafarholti er í ötrú-
lega góöu ásigkomulagi miöað viö
árstíma og viö höfum ákveðiö að
halda mót um næstu helgi og gefa
kylflngum kost á því að spreyta sig
á þessum óvepjulega tima,“ sagði
Björgúlfur Lúðvíksson, frarn-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja-
víkur, í samtah við DV í gær.
Undanfarið hefur verið leikiö á
vetrarflötum í Grafarholti en
Björgúlfur telur völiinn nægflega
sumarflötum á laugardag. Þetta er
þó auðvitað bundið því að veður
haidist skaplegt fram að mótinu.
Keppt verður um punkta og kepp-
endur geta hafið leik ldukkan tíu á
laugardagsmorgun en þá verður
byrjað aö ræsa kylfingana út. Það
að hægt sé aö halda golfmót hór á |
landi í lok október teist að sjálf-
sögðu til tiðinda og vonandi verða |
veðurguðirair í góðu skapi á morg-
un í Grafarholtinu.
) Akureyri“
frábærum spennuleik á Akureyri, 97-96
og komu síðan upp með boltann en
Þórsurum tókst að verjast því -að þeir
kæmu skoti á körfuna og náðu reynd-
ar boltanum þegar nokkrar sekúndur
voru eftir. Sigurinn var þefrra og
geysileg fagnaðarlæti brutust út í
íþróttahöllinni, Grindvíkingamir
voru hins vegar niðurlútir og það er
hægt að skilja vonbrigði þeirra með
að tapa þessum leik í lokin eftir að
hafa leitt lengst af.
Þórshðinu fer nú fram með hverjum
leik, liðið leikur nú mun agaðri leik
en áður og gerir færri mistök. Dan
Kennard átti stórleik fyrir Þór, þann
besta með hðinu til þessa, og skoraði
mikið, þar af fjórarþriggja stiga körf-
ur. Þá átti Konráð Oskarsson stórleik
í sókninni, Eiríkur Sigurðsson í vörn-
inni og liðiö lék í heild mjög vel.
Grindavíkurliðið lék einnig mjög vel
og virtist óstöðvandi um tíma með
mikifli baráttu og hittni. Guðmundur
Bragason var mjög góður í vörn og
sókn. Sömuleiðis Steinþór Helgason
sem missti vart skot í leiknum. Rúnar
Ámason var sterkur en lenti fljótlega
í vflluvandræðum. Bandaríkjamaður-
inn Jeff Null átti hins vegar afspyrn-
ulélegan leik. Hann var í strangri
gæslu, skoraði aðeins 9 stig og þau öll
í fym hálfleik!
Stig Þórs: Dan Kennard 35, Konráð
Óskarsson 29, Guðmundur Björnsson 13,
Eiríkur Sigurðsson 9, Jón Öm Guð-
mundsson 7, og Jóhann Sigurðsson 4.
Stig Grindavíkur: Guðmundur Braga-
son 29, Steinþór Helgason 24, Jeff Null 9,
Rúnar Ámason 9, Sveinbjöm Sigurösson
7, Hjálmar Hallgrímsson 6, Marel Guð-
laugsson 5, Guðlaugur Jónasson 5, og Ól-
afur Jóhannsson 2.
áhugi
rigrasi
•æðum við íslenska aðila
Tvær gerðir af gervigrasi
„Við höfum frá upphafi byggt 480 gerv-
igrasvelli í öllum heimshornum, þar af 35
á Norðurlöndum. Við erum með tvær gerð-
ir af völlum, venjulegt gervigras og svokall-
að sandgras. Sandgrasið er nokkuð ódýrari
kostur en þarf talsverða umhirðu þannig
að þegar til lengri tíma er htið er kostnað-
ur við vellina svipaður. Við sjáum einnig
um undirlagið og höfum þróað það í mörg
ár og teljum okkur hafa náð góðum ár-
angri. Það er mjúkt og við getum þegar
tryggt að það haldist þannig í 13-15 ár,“
sagði Larsson.
Gervigrasið í Laugardal
hefur fælt aðra frá
Hann sagði ennfremur að gervigrasið í
Laugardal heföi örugglega fælt íslensk fé-
lög nokkuð frá því að ráðast í slíka fram-
kvæmd. „Yiðnámið á því er of mikið og
völlurinn er alltof harður. Boltinn hoppar
of mikið og rennur of hratt. Það er aðeins
einn annar svona völlur á Norðurlöndum,
í Osló, og þar eru sömu vandræði. Meiðsla-
hættan er líka mun meiri þar sem undirlag-
ið er of þunnt - með góðu undirlagi er
hægt að koma í veg fyrir mikið af meiðsl-
um.“ # -VS
Heil mnferð fer fram um helg-
ina í 1. deild karla í handbolta.
Klukkan 16.30 á morgun leika
Grótta og Valur, KA og FH,
Stjarnan og Víkingur og ÍR og
ÍBV. Síðasti leikur umferöarinn-
ar er síöan á sunnudagskvöld í
Laugardalshöll klukkan 20.30 en
w Körfuboltí
Æ ” ursht Æ
Eftir leik Þórs og Grindavíkur á
Akureyri í gærkvöldi er staðan í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik
þannig:
Þór-Grindavík...............97-96
A-riðill:
Keflavík......6 4 2 580-515 8
ÍR............7 3 4 587-597 6
Grindavík.....7 3 4 545-548 6
Vaiur.........7 2 6 580-593 4
Reynir........6 0 6 440-582 0
B-riðill:
Njarðvík......7 7 0 626-559 14
KR............6 5 1 435-398 10
Haukar........6 4 2 541-433 8
Tindastóll....7 3 4 617-621 6
Þór...........7 2 5 574-681 4
• Stigahæstir í úrvalsdeild:
Bo Haiden, Tindastól.........211
Chris Behrends, Val..........200
Valur Ingimundarson, UMFT ...179
Guðmundur Bragason, UMFG..172
Guðjón Skúlason, ÍBK.........157
Tommy Lee.ÍR.................152
David Grissom, Reyni.........143
Konráð Óskarsson, Þór........139
Jeff Null, UMFG..............136
• Næstu leikir í úrvalsdeildinni
fara fram á sunnudag en þá eru
fimm leikir á dagskrá. Grindavík
og Tindastóll eigast við klukkan
fjögur í Grindavík, Haukar fá ÍR í
heimsókn í Hafnarfjörð klukkan
átta, Njarðvík og Keflavík leika í
Njarðvík klukkan fjögur, Reynir
Sandgerði leikur gegn Þór frá Ak-
ureyri í Sandgerði klukkan átta
og loks leika KR og Valur á Sel-
tjamamesi klukkan fjögur.
„Vantar
ekki
markvörð“
- segja KA-menn
„Þær sögusagnir sem DV sagði
frá á miövikudaginn, að KA væri
á höttunum á eftir Friðriki Frið-
rikssyni markverði, eiga ekki við
neitt að styðjast," sagði Stefán
Gunnlaugsson, formaður knatt-
spymudeildar KA, í samtali viö
DV.
„Við eru mjög vel settir með
markvörð þar sem er Haukur
Bragason og þurfum ekki að leita
lengra. Það eru hins vegar ná-
grannar okkar í Þór sem þurfa
að leita sér að markverði fyrir
næsta tímabil,“ sagði Stefán
Gunnlaugsson.
-VS