Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. 11 Ráðamenn í A-Þýskalandi: Eiga viðræður við andófsmenn CT.Ii HTBWATOM. CQPYRISHT IT CMTOCKWS NC. HT. EGON KRENZ, East Gsrmany's Lesder Egon Krenz, nýr leiðtogi austur-þýskra kommúnista, hefur losað um tökin á fjölmiðlum i landinu sem og rætt við fulltrúa kirkjunnar síðan hann tók við embætti. Teikning Lurie Embættismenn austur-þýskra kommúnista héldu opinberlega fund með stærsta stjórnarandstöðuhóp landsins í fyrsta sinn í gær og töluðu um umbætur á fjöldafundi sem eitt hundrað þúsund Austur-Þjóðverjar sóttu. í óvenju hreinskiiinni umræðu töluðu embættismenn kommúnista og andófsmenn í borginni Dresden um þörfma á umbótum. Leiðtogi kommúnista í Dresden, Hans Modrow, sagði að yfirvöld gerðu sér ljóst að þau þyrftu að leggja að sér til aö vinna á ný traust fólksins. Sagði hann að stjórnvöld þyrftu að efna loforð sín um umbætur. Modrow og aðrir embættismenn kommúnista fitilvissuðu um eitt hundrað þúsund fundarmenn um aö endurnýjun þjóð- félagsins væri nú óafturkallanleg. „Tími þagnar er nú liðinn, sagði Wolfgang Berghofer, borgarstjóri Dresden. „Við verðum öll að sjá til þess að þessar breytingar séu ekki bara orðin tóm.“ Slíkur fundur hefði verið óhugsandi fyrir aðeins mánuði. Guenter Schabowski, flokksleið- togi í Austur-Berlín og einn meðhma stjómmálaráðsins, ræddi við full- trúa Nýs vettvangs, stærsta stjórnar- andstöðuhóps landsins, í gær og er hann fyrsti meðlimur stjórnmála- ráðsins sem það gérir. Að viöræðun- um loknum sagði Jens Reich, einn stofnfélaga Nýs vettvangs, að Schabowski hefði gefið til kynna umbætur, s.s. frjálsari kosningar og lagaákvæði er heimila mótmæli á götum úti. Hann hafi aftur á móti sagt það vera utan síns valdsviðs að lögleiða Nýjan vettvang. Þá sagði Reich að Schabowski hefði heitið því að hafin yrði rannsókn á ásökunum um ofbeldi lögreglu í Austur-Berlín 7.-8. október síðastiið- inn þegar lögregla dreifði stórum hóp mótmælenda. Fréttaskýrendur telja að þessi fundur sé merki þeirrar slökunar sem ráðamenn í Austur-Þýskalandi sýni nú en fyrir mánuði var Nýjum vettvangi skipað að láta af störfum. í kjölfar mikils fólksflótta frá Aust- ur-Þýskalandi og gífurlegra mót- mæla almennings hafa austur-þýsk yfirvöld lofað umbótum og viðræð- um við stjómarandstöðuhópa. Egon Krenz, lúnn nýi leiðtogi austur- þýskra kommúnista lofaði að breyt- ingar væru á næsta leiti þegar hann tók við valdataumunum af Erich Honecker fyrr í þessum mánuði. Reuter Búlgaría: Aukin harka gegn andófsmönnum Lögregla í Búlgaríu hefur á ný tek- ið upp aukna hörku gegn mótmælum og fiöldagöngum andófsmanna eftir að hafa látið mótmælagöngu stór hóps Búlgara óáreitta í síöustu viku. í gær voru leiðtogar óopinberra um- hverfissamtaka, Eco-Glasnost, tekn- ir til fanga og barðir af óeinkennis- klæddum lögreglumönnum þar sem þeir gengu eftir götu í Sofia, höfuð- borginni. „Þau reyndu að sefiast niður til að gera lögreglunni erfitt fyrir en þá vom þau bara barin,“ sagði einn sjónarvottur. Lögregla dró andófs- mennina inn í bifreið og að sögn þeirra sem sáu til var ljóst að ein kona hafði veriö barin illa. Að minnsta kosti fimmtán leiö- togum Eco-Glasnost var haldið fóngnum nokkm síðar í garði í Sofiu þar sem þeir voru að reyna að safna undirskriftum fyrir áskorun til sfiórnvalda. Vestrænir sfiómarer- indrekar sögðu að mörgum hefði ver- ið sleppt síðar sunnar í borginni. Ekki er ljóst hvort einhverjir em enn í haldi. Reuter Verkfallinu í Síberíu lokið Verkfallsmenn í Vorkuta í Síberíu létu undan þrýstingi yfirvalda og sneru aftur til vinnu í gær. Hins veg- ar virðist sem verkfóll geti orðið á stærsta kolavinnslusvæði Sovétríkj- anna í Úkraínu. Talsmaður verkfallsnefndarinnar í Vorkuta sagði aö leiðtogar námu- verkamanna hefðu samþykkt að binda enda á verkfalhð eftir viðvar- anir frá embættismönnum sem sögðu þá vera að bijóta ný lög um bann við verkfóllum sem samþykkt voru í þessum mánuði. Óttuðust menn að verkfalhð gæti komið af stað verkfahsöldu meðal kolanámu- manna annars staðar í Sovétrikjun- um, svipaðri þeirri sem gekk yfir í júh í sumar en hún kostaði Sovétrík- in nær fimm mihjarða dohara. Voru verkfahsmenn hvattir í sjón- varpi og útvarpi til þess að snúa aft- ur til vinnu og járnbrautarstarfs- menn hótuðu að stöðva birgðaflutn- ing til borgarinnar ef endi yrði ekki bundinn á verkfallið sem staðiö hafði yfir í sólarhring. Embættismenn voru einnig farnir að gera ráðstafanir til að lögsækja verkfahsmennina samkvæmt nýju verkfallslögunum. í Úkraínu hittust leiðtogar kola- námumanna á miðvikudaginn til þess að ræða vaxandi óánægju meðal verkamannanna. Sovéska fréttastof- an Tass sagði að leiðtogamir hefðu hafnað áskorunum um að boða strax til verkfahs en samþykktu í staðinn að efna til atkvæðagreiðslu. Námumenn segja að ekki hafi verið efnd loforð um launahækkanir og betri aðstoð sem gefin voru í kjölfar verkfallanna í júh. Reuter Útlönd Lögreglumenn létust í sprengjutilræði Sprengja sprakk viö strætisvagn stýrt en kastað að strætisvagnin- í Medellin, aðalstöðvum fíkniefna- um. Eftir árásina skutu byssumenn baróna í Kólumbíu, í gærkvöldi og á strætisvagninn, sem i vora fjöra- létust fjórir lögreglumenn við th- tíu lögreglumenn, úr bil. Talið er ræðið en tíu meiddust. Samtímis aðfleirigetihafalátiölifiðíspreng- sprakk sprengja í Bogota. Enginn ingunniþarsemfréttirafatburðin- lýsti strax yfir ábyrgö á árásunum. um voru óljósar. Haft er eftir sjónarvottum að við Snemma í gær voru tveir lög- sprengjutilræðið í Medehin hafi reglumenn skotnir th bana í Me- málmflísar duníð á strætisvagnin- dellin. um. Hafi sprengjunni verið fiar- Reuter Cicciolina í kosningaslaginn ítalski stjórnmálamaðurinn llona Staller, sem betur er þekkt undir gælunafn- inu Cicciolina, tekur nú af krafti þátt i baráttunni fyrir flokk sinn, Róttæka flokkinn, fyrir borgarstjórnarkosningar i Róm á sunnudaginn. Cicciolina stendur hér við gömul kosningaspjöld með myndum af sér léttklæddri eins og hún á vanda til að vera. Simamynd Reuter AUGLÝSING Templarahöllin: Félagsvist, dans Skemmtinefnd góðtemplara (SGT) hefur hafiö vetrarstarf. Boð- ið er upp á félagsvist með góðum verðlaunum og gömlu og nýju dansana á hverju fóstudagskvöldi í Templarahöhinni Eiríksgötu 5. í kvöld leikur ný hljómsveit fyrir dansi, eru það Ásar ásamt söng- konunni Diddu Löve. Þá verða einnig skemmtiatriði, danssýning í hléi og ásadans. Ahir sem vilja skemmta sér án áfengis eru velkomnir. Vakin skal athygli á að þarna gefst nemendum dansskólanna tækifæri til að æfa sig á einu albesta dansgólfi borgar- innar viö undirleik lifandi hljóm- sveitar. Félagsvistin hefst kl. 9. Dansleikurinn hefst hálfum öðrum tíma seinna. Gömlu dansarnir eru i heiðri hafðir á skemmtunum góðtemplara. SGT - Templarahöllin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.