Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. Útlönd Pólitísk spenna í Pakistan: Benazir Bhutto sigurviss Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, kveðst viss um að ríkisstjórn sín muni standa af sér vantrauststillögu þá sem sameinaða stjórnarandstað- an hefur lagt fram á þingi. Símamynd Reuter Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistan, kveðst fullviss um að ríkis- stjóm sín muni standa af sér van- trauststillögu þá sem stjórnarand- staðan lagði fram á þingi í gær. Bú- ast má við að þingið fjalli um tiUög- una hinn 1. nóvember næstkomandi og atkvæðagreiðsla fari fram daginn eftir. Síðustu mánuði hefur stjórnarand- staðan statt og stöðugt lofað að leggja fram vantrauststUlögu. Þrátt fyrir það virðist sem það hafi komið ríkis- stjóminni á óvart þegar hún lét verða af því, daginn eftir að Bhutto sneri heim frá fundi bresku sam- veldisríkjanna í Kuala Lumpur. Nær stjórnarandstaöan nægum stuðningi? Fréttaskýrendur telja að svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi ekki yfir að ráða nægUegum styrk á þingi til að fá tiUöguna samþykkta. TU sam- þykktar þarf 119 atkvæði en aðeins 98 þingmenn studdu hana er hún var lögð fram. En fáist hún samþykkt þykir ljóst að minnihlutastjórn Bhutto sé falUn. Þegar fulltrúar stjómarandstöð- unnar tilkynntu á mánudag fyrirætl- arir sínar sögðust þeir hafa stuðning 129 þingmanna neðri deUdar. Þar sitja nú 237 þingmenn. Bhutto segir aftur á móti að hún hafi á bak við sig rúmlega 130 þingmenn en flokkur hennar, Þjóðarflokkur Pakistans, PPP, er stærsti flokkur á þingi með aUs 114 þingmenn. Rúmlega tíu stjómarandstööuhóp- ar hafa tekið sig saman í þessari til- raun tU að koma ríkisstjórn Bhutto > frá. íslamska lýðræðisbandalagið, ' IDA, sem og ríldsstjórnin hafa nú nokkra daga til að vinna á sitt band meirihluta í neðri deUdinni. Báðir aðUar, stjórn og stjómarand- staða, búa yfir stórum kjama sem fréttaskýrendur telja að muni sýna hollustu við afstöðu sinna leiðtoga. En stjórnmál í Pakistan eru allt ann- að en útreiknanleg og er því stór hluti þingmanna enn óákveðinn. Fá- ir fréttaskýrendur vilja spá um hver niðurstaða kosninganna á þingi í næstu viku verður. „Þetta verða mjög jafnar kosningar," sagði einn. Ásakanir um linkind Stjórnarandstaðan ásakar Bhutto, sem tók við völdum í desember síð- astUðnum, fyrir linkind í garð helsta keppinautarins, Indlands. Þá segja þeir einnig að stjórn hennar sé mis- tæk og að mikil spenna ríki mUU hennar og héraðsstjórnvalda í tveim- ur af fjórum héruðum landsins. Þá efast margir íhaldsmanna í þessu landi múhameðstrúar um rétt Bhutto tU að sitja í forsætisráðherra- stólnum þar sem hún er kona. Aðrir andmæla þessari túlkun og telja að Kóraninn heimiU að kona sé við völd. í stjórnarandstöðu Flokkur Bhutto, Þjóðarflokkur Pak- istans, var í stjómarandstöðu í ellefu ár og hefur á fáum reyndum stjórn- málamönnum að skipa. Flokkurinn var settur á laggirnar árið 1967 og var annar stofnenda hans Zulfikar AU Bhutto, faðir Benazir. Seint á árinu 1972 tók AU Bhutto við embætt- iforseta. Ný stjórnarskrá var samin ári síðar og tók hann þá við forsætis- ráðherraembættinu. í kosningunum í mars árið 1977 vann Þjóðarflokkurinn mikinn meirihluta sæta á þingi. En stjómar- andstaðan neitaði allri samvinnu og næstu flóra mánuði ríkti mikið pólit- ískt öngþveiti í landinu. Bhutto var síðan steypt af stóli af Zia-ul-Haq, handtekinn og leiddur fyrir rétt vegna ásakana um morð á pólitísk- um andstæðingi. Fyrir rúmum tíu árum var hann hengdur þrátt fyrir kröftug mótmæli margra vestrænna ríkja. Dóttir hans, Benazir, tók við forystu flokksins. Kosningar í fyrsta sinn í ellefu ár Þingkosningar vora haldnar í Pak- istan í nóvember síðastliðnum og var það í fyrsta sinn síðan 1977 að kosn- ingar fóru fram. Þjóðarflokkurinn, undir forystu Benazir, náði ekki meirihluta í þeim kosningum en varð engu að síður stærsti flokkurinn á þingi og myndaði stjóm. Þegar Bhutto kom heim úr útlegð til að taka þátt í kosningunum í fyrra var hún allsendis óreynd á stjórn- málasviðinu. Zia, sem hafði nokkru áður boöað til kosninga, var talinn líklegur til sigurs en lést áður en þær fóru fram. Við fráfall hans varð Bhutto sterkasti stjórnmálamaður landsins. Pólitískur órói Fréttaskýrendur telja að fari Bhutto frá muni fylgja pólitískur órói í kjölfarið. Segja þeir ólíklegt að stjórnarandstöðunni takist að ná nægilegri samvinnu til að taka við stj órnartaumunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þeir hafi þegar fengið stuðn- ing 17 fulltrúa PPP-flokksins á þingi. Þessu hafnar stjómin alfarið. Stjórn- arandstaðan hefur aftur á móti tryggt sér stuðning Mohajir-hreyf- ingarinnar sem allajafna hefur stutt ríkisstjórnina frá því hún tók við völdum. Beri stjórnarandstaðan, þar af margir fylgismenn Zia heitins, sigur af hólmi í kosningunum mun forseti Pakistans, Ghulam Ishaq Khan, fá stjórnarmyndunarumboð í hendur fulltrúa á þingi sem hann telur njóta stuðnings meirihlutans. Ef stjómar- myndun mistekst má búast við kosn- ingum. Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bólstaðarhlíð 8, hluti; þingl. eig. 01- geir Kristjónsson, mánud. 30. október ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Byggðarendi 6, þingl. eig. Sighvatur Snæbjömsson, mánud. 30. október ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Dalaland 1, hluti, þingl. eig. Jóhann Karl Einarsson, mánud. 30.(október ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Efstaland 6, þingl. eig. Þorsteinn Si- vertsen, mánud. 30. október ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl. Eirhöfði 14, þingl. eig. Prentval, mánud. 30. október ’89 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur eru tollstjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Faxafen 11, þingl. eig. Óskar Halldórs- son, mánud. 30. október ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Fossháls 27, þingl. eig. Gunnar Snorrason o.fl., mánud. 30. október ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Fremristekkur 2, þingl. eig. Guð- mundur Guðmundsson, mánud. 30. október ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Verslunarbanki íslands hf., Lands- banki íslands og Útvegsbanki íslands hf. Freyjugata 27,2. hæð, þingl. eig. Þor- valdur Ari Arason, mánud. 30. októb- er ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru tollstjórinn í Reykjavík, Reynir Karls- son hdl., Ólafur Axelsson hrl. og Guðni Haraldsson hdl. Frostafold 22, þingl. eig. Birgir Már Guðnason, mánud. 30. október ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Frostaskjól 89, þingl. eig. Hlöðver Sig- urðsson, mánud. 30. október ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Fýlshólar 5, hluti, þingl. eig. Ingvi Theódór Agnarsson, mánud. 30. okt- óber ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Garðastræti 17, hluti, þingl. eig. Tón- listarfélagið í Reykjavík, mánud. 30. október ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík. Gaukshólar 2,7. hæð C, þingl. eig. Jón H. Ólafsson, mánud. 30. október ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Grettisgata 71, hluti, þingl. eig. Jakob Vagn Guðmundsson, mánud. 30. okt> óber ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Grjótasel 6, þingl. eig. Ami Guð- bjömsson, mánud. 30. október ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Háaleitisbraut 119, hluti, þingl. eig. Henný Júlía Herbertsdóttir, mánud. 30. október ’89 kl. 14.30. Úppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Héðinsgata 10, þingl. eig. B.P. á Is- landi, mánud. 30. október ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hraunbær 102C, 4. hæð t.v., þingl. eig. Jörgen Már Bemdsen, mánud. 30. október ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Borearsjóður Reykjavíkin-, Landsbanki íslands og Ólafur Sigur- geirsson hdl. Hvassaleiti 30, 2. hæð, þingl. eig. Garðar Hinriksson, mánud. 30. októb- er ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Ingólfsstræti 3, hluti, þmgl. eig. Krist- inn Eggertsson, mánud. 30. október ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Kambsvegur 18, hluti, þingl. eig. Am- ar Hannes Gestsson, mánud. 30. okt- óber ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kambsvegur 30, neðri hæð, þingl. eig. Guðjón Óíafsson, mánud. 30. október ’89 kl. 15.'00._ Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 176, hluti, þingl. eig. Ásgerður Garðarsdóttir, mánud. 30. október ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Hákon H. Kristjónsson hdl. Laugamesvegur 77,1. hæð, þingl. eig. Guðlaugur Aðalsteinsson, mánud. 30. október ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðend- ur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugamesvegur 78, hluti, talinn eig. Hlöðver Kristinsson, mánud. 30. okt- óber ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugamesvegur 82, verslunarhús- næði, þingl. eig. Kristján Kristjáns- son, mánud. 30. október ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugamesvegur 85, kjallari, þingl. eig. Gylfi Ingvarsson og Eva Snorradóttir, mánud. 30. október ’89 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendur em Jóhann Þórðarson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 141, hluti, þingl. eig. Jón Jónasson o.fl., mánud. 30. október ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Logafold 125, þingl. eig. Sigurvin Ar- mannsson, mánud. 30. október ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Markarvegur 16, þingl. eig. Sigfus Öm Amason, mánud. 30. október ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Ath Gíslason hrl. Mávahhð 28, hluti, þingl. eig. Sigurð- ur K. Jakobsson, mánud. 30. október ’89 kl. 10.15. Úppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Meðalholt 2, hluti, þingl. eig. Gunn- laugur Sigurmundsson, mánud. 30. október ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík. Miklabraut 60, hluti, þingl. eig. Svana Ragnheiður Júhusdóttir, mánud. 30. október ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIB í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embætb'sins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álfheimar 74, hluti, þingl. eig. Guðleif Gunnarsdóttir, mánud. 30. október ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Frakkastígur 16, þingl. eig. Herdís Ljmgdal o.fl., mánud. 30. október ’89 kl. 10.30. _U ppboðsbeiðendur em Landsbanki Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Lindargata 52, hluti, þingl. eig. Ólafur Tryggvason, mánud. 30. október ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Þur- íður I. Jónsdóttir hdl., Jón Ólafsson hrl., Sigríður Thorlacius hdl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Ljárskógar 6, þingl. eig. Þórarinn Jónsson, mánud. 30. október ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Verslim- arbanki Islands hf., Fjárheimtan hf., Jón Ingólfsson hdl., Ólafirr Axelsson hrl., Landsbanki Islands, Ásgeir Thor- oddsen hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Reynir Karlsson hdl. og Jón Öl- afsson hrl. Mímisvegur 4, þingl. eig. Kristín Kjartansd., mánud. 30. október ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Verslunarbanki íslands hf., Klemens Eggertsson hdl., Bjami Ásgeir&sonjidl., Þórunn Guð- mundsdóttir hrl., Ásgeir Þór Ámason hdl., Þorsteinn Eggertsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Þrastarhólar 10,3. hæð t.h., þingl. eig. Hjálmtýr Heiðdal, mánud. 30. október ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Iðnlánasjóður og Fjárheimtan hf. Þönglabakki 1, hluti, þingl. eig. Þönglabakki hfi, mánud. 30. október ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Reynir Karlsson hdl. og tollstjórinn í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTOD í REYKJAVÍK Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Ásgarður 137, þingl. eig. Halla Björk Guðjónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 30. október ’89 kl. 16.30. Úppboðsbeiðendur em Eggert B. Ól- afkson hdl., Jón Finnsson hrl., Sigur- mar Albertsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Barmahhð 4, rishæð, þingl. eig. Ágúst- ína Guðmundsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 30. október ’89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTOÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.