Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. Fréttir i>v Fjárlagafrumvarpið til umræðu á Alþingi: Verður hornsteinn í hagstjórninni - segir Ólafur Ragnar Grimsson .Hófuðeinkenni þessa fjárlaga- f'runivarps. sem hér hggur fyrir. felst f'yrsta lagi i aðhaldi. í öðru lagi í .’ofnunaraðgerðum og í þriðja lagi i kerfisbreytingum." sagði Ólafur Ragnar Grunsson fiármálaráðherra begar hann kynnti íjárlagafrum- varpið fyrir Alþingi í upphafi um- ræðu um frumvarpið. Sagði ráðherra að með þessu fjár- lagafrumvarpi væri leitast við að snúa af braut síaukinna rí.kisút- gjalda. stöðugs hallareksturs og er- lendrar skuldasöfnunar sem þjóðar- búið hefur verið á síðustu fimm ár. Hann sagði að fjárlagafrumvarpið 1990 byggðist á því að nýr grundvöll- ur væri aö skapast í efnahagsmálum. Nú sé að taka við tímabil þar sem atvinnureksturinn sjálfur og aðilar vinnumarkaðarins beri ábyrgð inn- an þess almenna ramma sem ekki síst er markaður með fjárlögum á hverjum tíma. Olafur Ragnar sagði að möfg atriði væru nú til skoðunar á tekjuhlið- inni. Nefndi hann samræmda skatt- lagningu fjármagnstekna, skattlagn- ingu fyrirtækja og sjóða, skattlagn- ingu orkufyrirtækja, fækkun frá- dráttarliða, sérstaka sveiflujöfnun- arsjóði. Þá sagði hann að skattlagn- ing einstaklinga yrði tekin til sér- stakrar skoðunar á næstunni til jöfn- uðar. Yrði skattbyrði lágtekjufólks minnkuð en þyngd hjá fólki með mjög háar tekjur. í lok ræðu sinnar sagði Ólafur Ragnar að það væri mál til komið að víkja til hliðar hinu rótgróna við- horfi að fjárlög væru fyrir utan hag- stjórnina. Hann sagði að það fjár- lagáfrumvarp, sem hann hefur nú lagt fram, yrði homsteinninn í hag- stjóminni á næstu árum. -SMJ Guðni Ágústsson: Stefán ekki okkar f ulltrúi „Frá minum bæjardyrum séð er útilokað að Stefán Valgeirssön verði fulltrúi Framsóknarflokks- ins í bankastjórn Búnaðarbank- ans. Hvernig á hann að geta oröið það þegar hann er ekki einu sinni í Framsóknarflokknum? Nema þá að hann gangi í hann aftur,“ sagðiGuðni Agústsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, en Stef- án Valgeirson, þingmaður Sam- taka jafnréttis og félagshyggju, mun hafa farið þess á leit víð for- mann Framsóknarflokksins að hann verði áfram fulltrúi fram- sóknarmanna í bankaráði Bún- aðarbankans. „Það er nú kaldhæðnislegt hjá Stefáni að koma fram með tillögu um þetta - maður sem tilheyrir ekki Framsóknarflokknum. Ég tel að framsóknarmenn eigi að þakka Stefáni 17 ára störf og kiósa annan mann í embættið,“ sagði Guðni. Kosiö verður í bank- aráðið i desember. -SMJ ármálafrumvarpið í augum stjórnarandstöðunar: Óljóst og villandi ,,í fjárlagafrumvarpinu felst vill- andi samanburður því víða eru tekna- og gjaldaliðir bornir saman við spá um líklega útkomu sambæri- iegra liða á þessu ári. Áður hefur slíkur samanburður yfirleitt verið á milli frumvarps og síðustu fjárlaga," sagði Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Það var samhljóma tónn í mál- flutningi stjórnarandstöðunnar að frumvarpið væri óljóst og villandi. „Forsendur frumvarpsins eru svo óljósar og settar upp með svo flókn- um hætti að jafna má við feluleik. Engar líkur eru til þess að þær fái staðist," sagði Pálmi. „Verðbólgu- og gengisspár fjár- lagafrumvarpsins hljóta að fá spurn- ingarmerki. Það hggur fyrir að geng- ið verður fellt á næstu vikum og búast má viö gengissigi eftir ára- mót,“ sagði Málmfríður Sigurðar- dóttir, þingkona Kvennalistans, en hún sagöi einnig að margt í frum- varpinu væri ákaflega óljóst og vill- andi. „Engin getur sætt sig við þetta frumvarp óbreytt,“ sagöi Málmfríð- ur. Ráðherra fyrir landsdóm „Það er farið með fjárlög ríkisins með þeim hætti að það er spurning hvort að ekki sé hægt að draga menn fyrir landsdóm," sagði Hreggviður Jónsson, þingmaður Frjálslyndra hægrimanna, en hann héit því einnig fram aö fjárlagafrumvarpiö væri sett fram á flókinn máta og sagði að í raun væri sama hvort það sneri upp eða niður. Hreggviður gagnrýndi sérstaklega Þjóðarbókhlöðuskattinn: „Skatt- greiðendur eiga endurkröfurétt á ríkissjóð vegna þess fjár sem ekki var notaö í Þjóðarbókhlöðuna en var þó innheimt til þess. Skatturinn var ein- göngu settur á til þess verkefnis og er því ekki um venjulega skatt- heimtu að ræða;“ sagði Hreggviður en hann taldi ekki vafa á að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræöa. -SMJ Dagskrárstjórar útvarps: Auglýsa beri stöðurnar „Ástæða tillögu minnar var sú að á fundi útvarpsráðs á undan voru lagðar frám tillögur um skipulags- breytingar innan Ríkisútvarpsins. Var lagt til að stofnaðar yrðu tvær stöður dagskrárstjóra og mæltu út- varpsstjóri og framkvæmdastjóri út- varpsins með að tvær manneskjur fengju stööurnar án auglýsingar. Ég taldi hins vegar að það ætti að aug- lýsa þessar nýju stöður,“ sagði Markús Á. Einarsson útvarpsráös- maður í samtali við DV. Markús lagði fram tillögu á út- varpsráðsfundi 6. október þess efnis að auglýsa bæri störf dagskrárstjóra rásar 1 og rásár 2. Var tillagan sam- þykktmeð4atkvæðum. -hlh Hin nýja héraðsnefnd Snæfellinga ásamt sveitarstjórnarmönnum á Snæfellsnesi. DV-mynd Valdimar Sýslumannsembætti fái verk- efni frá stofnunum ríkisins Valdimar Hreiðarsson, DV, Stykkishólmi: Stofnfundur héraðsnefndar Snæfell- inga var haldinn hér í Stykkishólmi laugardaginn 30.september. Formað- ur sýslunefndar var kjörinn Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, en í héraðsráð voru kosnir auk formanns þeir Gunnar Már Kri- stófersson, sveitarstjóri á Hellis- sandi, og Guðbjartur Gunnarsson oddviti í Miklholtshreppi. Á fundinum var samþykkt aö rekstur byggðasafna í sýslunni verði helsta sameiginlega viðfangsefni héraðsnefndar. Meðal annarra verk- efna, sem fundarmenn voru á einu máh um að héraðsnefndin sinnti, auk þeirra verkefna sem kveðið er á um í lögum, má nefna samgöngu- mál, skóla-og félagsmál, almanna- vamir og öryggismál, svæðaskipulag og byggðaáætlanir, heilbrigðismál, menningarmál og sameiginleg há- tíðahöld í héraðinu. Jón Magnússon sýslumaður af- henti formanni nýju héraðsnefndar- innar eignir sýslunefndar og ýmsa sjóði sem héraðsnefndin tekur við. Sýslumanni og sýslunefndarmönn- um vora þökkuð mikilvæg störf í þágu héraðsins og kom fram að sveit- arstjórnarmenn leggja mikla áherslu á að sýslumannsembættin verði efld sem þjónustustofnanir ríkisins í hveiju héraði og að til þeirra verði færð verkefni frá stofnunum ríkis- ins. Bifreiöar og landbúnaðarvélar: Viðskiptin við iðnráðgjafann á Húsavík Guðmundur Gíslason forstjóri hefur sent DV eftirfarandi athuga- semd við grein sem birtist í blaðinu s.l. mánudag: í DV mánudaginn 23. október 1989, er grein eftir Ásgeir Leifsson, iðnráögjafa á Húsavík, þar sem mjög er hallað réttu máli í sam- bandi við viðskipti hans við fyrir- tæki vort. - Sannleikurinn er í stuttu máh eftirfarandi: Ásgeir kom aö máh við fyrirtæki vort og ósnaði eftir að kaupa nýjan Lada Sport og láta upp í tvær gaml- ar Lada bifreiöar og staðgreiða mismuninn. - Ásgeiri var í fyrsta lagi tjáð að aldrei væru tvær gaml- ar bifreiðar teknar upp í eina, og einu bifreiðinni, sem til væri ný af Lada Sport nú, hefði verið ekið i reynsluakstri en búast mætti við aö þegar völ væri næst á Lada Sport bifreiðum yrðu þær á veru- lega hærra verði. Það varð að samkomulagi mhli fyrirtækis vors og Ásgeirs að hann keypti Lada Sport bifreið þá sem hér um ræddi og vegna þess að bif- reiðinni hafði verið reynsluekið féllumst vér á að taka báðar Lada bifreiöar hans upp í kaupin, á veru- lega hærra verði en ,gangverð slíkra bifreiða var á þessum tíma. - Eftir að Ásgeiri var afhent bifreið- in bar hann aldrei fram neinar kvartanir um galla. Ásgeir kom að máh við fyrirtæki vort eftir aö hann las grein um reynsluakstur á Lada Sport bifreið- inni í Tímanum, taldi sig hafa verið hlunnfarinn og óskaði eftir að fá nýja bifreið afhenta. Því neituðum vér en buðumst hins vegar til þess að kaupin skyldu ganga til baka - hann skilaði Lada Sportinum til fyrirtækisins aftur en vér skiluð- um honum aftur þeim tveimur bif- reiðúm sem hann hafði afhent fyr- irtækinu sem hluta af kaupverö- inu. - Greiddum honum mismun- inn í peningum, aö frádregnu eðli- legu gjaldi fyrir notkun hans á Lada Sport bifreiöinni á meðan hún var í hans vörslu - allt að mati óvilhallra manna, t.d. Neytenda- samtakanna eða Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Verðsamanburður Ásgeirs fyrst í grein hans er rangur, byggður á röngum forsendum, svo og er það rangt að fyrirtækið hafi ekki getað skilað honum til baka bifreiðum þeim sem hann lét ganga upp í kaupin og flytja til Húsavíkur hon- um að kostnaðarlausu. Auk alls þessa var svo Ásgeiri boðið að framlengja ábyrgð okkar á bifreiðinni eins lengi og þurfa þætti, en hann hefur áður lýst því yfir við sölustjóra vorn sem þá var staddur á Húsavík að bifreiðin hafi ekkert bilað og hann hafi ekki getað fundið fyrir neinum göllum, enda hefur hann ekki, eins og áður seg- ir, borið fram neinar kvartanir í þá veru við fyrirtæki vort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.