Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989.
Utlönd
Yfirmaður flóttamannastofiiimar S.Þ. segir af sér:
Sakaður um mis-
notkun á fjármagni
Jean-Pierre Hocke, yfirmaður
flóttamannastofnunar Sameinuöu
þjóðanna, hefur ákveðið að láta af
störfum þann 1. nóvember næstkom-
andi að því er talsmaður S.Þ. til-
kynnti í gær. Segir hann að „opin-
berar sem og nafnlausar árásir" síð-
ustu ár um frammistöðu hans í starfi
geri honum ekki kleift að gegna því
sem skyldi. Hocke hefur m.a. verið
sakaður um að hafa dregið sér fé
stofnunarinnar og notað í eigin þágu.
Dönsk yfirvöld fóru fram á það við
Sameinuðu þjóðirnar á mánudag að
stofnunin léti kanna ásakanir um
fjárdrátt sem bornar voru á hendur
Hocke. Var hann sakaður um að
hafa misnotað fé úr sjóði sem settur
var á laggimar þegar fyrrum forsæt-
isráðherra Dana, Poul Hartling, var
framkvæmdastjóri flóttamanna-
stofnunarinnar og notað í eigin þágu.
Reuter
Svisslendingurinn Jean-Pierre
Hocke hefur ákveðið að láta af starfi
yfirmanns flóttamannastofnunar
S.Þ. Simamynd Reuter
Ættingjar og vinir biða frétta af björgunarstarfi og leit að braki Boeing-737
flugvélar sem fórst í fjöllum Tævan í gær. Símamynd Reuter
Flugslys í Tævan:
Allir taldir af
° - björgunarmenn hafa fundið 31 lík'
Óttast er að fimmtíu og fjórir hafi
látist þegar Boeing-737 farþegaflug-
vél rakst utan í fiallshlið í Austur-
Tævan í gær. Björgunarmenn, sem
leitað hafa í fiöllum Austur-Tævan
hafa fundið þrjátíu og eitt lík, sum
hver mjög illa brunnin og nær
óþekkjanleg, og telja þeir litlar líkur
á að nokkur hafi lifað slysið af.
Vélin, sem er í eigu kínverska flug-
félagsins, var í innanlandsflugi frá
Hualien í Austur-Tævan til Taipei,
höfuðborgarinnar. Fjömtíu og sjö
farþegar, þar af þrjú ung börn, voru
um borð auk sjö manna áhafnar.
Allir um borð utan einn voru frá
Tævan. Þessi eini var bandarískur
ríkisborgari.
Björgunarménn segja að lík þeirra
sem fundist hafa hafi verið dreifð
yfir stórt svæði í fiöllunum. Aðstæð-
ur eru mjög erfiðar fyrir leitar- og
björgunarmenn því fiöllin eru mjög
brött og því næsta ógerlegt fyrir þyrl-
ur að leita. Að auki rigndi mjög mik-
ið og gerði það björgunarmönnum
erfitt fyrir. Að sögii talsmanna
reyndist hermönnum og björgunar-
mönnum erfitt að komast að slysstað.
Vélin skall utan í Qallshlíð og, að
sögn sjónarvotta á Hualien-herflug-
vellinum, sprakk hún í loft upp í 823
metra hæð skömmu eftir flugtak.
Flugriti vélarinnar hefur fundist.
Ekki er ljóst hvað olli slysinu.
Þetta flugslys gæti reynst annað
alvarlegasta flugslys í flugsögu Tæ-
van. Árið 1981 létust 110 þegar Bo-
eing-737 fórst.
Reuter
Gorbatsjov í Finnlandi:
Lofar beinu
sambandi við
Eystrasaltsríkin
Michail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, sagði á fundi með frétta-
mönnum í gærkvöldi að Finnar gætu
haft beint samband við Eystrasalts-
ríkin, framhjá Moskvu. Gorbatsjov
sagði einnig að það væri mál Finna
einna ef þeir vildu gerast aðilar að
Evrópubandalaginu.
Fyrr um daginn hafði Gorbatsjov
greint frá því í ræðu að Sovétmenn
hefðu flutt skammdrægar kjam-
orkueldflaugar sínar þannig að ekki
yrði hægt að skjóta þeim á skotmörk
á Norðurlöndum. Lofaði forsetinn
samtímis að sovéskir kjamorkukaf-
bátar í Eystrasalti yrðu fiarlægðir
fyrir lok næsta árs. Tveir hefðu þeg-
ar verið fiarlægðir en fiórir væru
eftir. Gorbatsjov bætti við að kjam-
orkuvopn kafbátanna yrðu eyðilögð.
í ræðu sinni sagði Gorbatsjov Sov-
étríkin reiðubúin til að gera samning
við þau ríki sem búa yfir kjarnorku-
vopnum og ríkin við strendur
Eystrasalts um að tryggt yrði að
Raisa Gorbatsjova í Helsingfors þar sem hún er i heimsókn ásamt manni
sínum, Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta. Simamynd Reuter
Gorbatsjov prófar farsíma í finnskri
verksmiðju í gær. Sfmamynd Reuter
Eystrasalt yrði kjarnorkulaust haf.
Gorbatsjov stakk einnig upp á auk-
inni samvinnu milli Sovétríkjanna
og Norræna ráðsins.
i gær voru undirritaður víðtækari
samningar en áður milli Sovétríkj-
anna og Finnlands um samvinnu í
iðnaði. Um er ræða framkvæmdir á
Kólaskaga, innan skógariðnaðar, ol-
íuiðnðar og umhverfisverndar meðal
annars.
Það hefur vakið athygh að sænsku
blöðin Dagens Nyheter og Expressen
tengja gjaldþrot finnsku skipasmíða-
stöðvarinnar Wártsila Marin í vik-
unni við heimsókn Gorbatsjovs.
Fullyrðir Dagens Nyheter að gjald-
þrotið sé það verð sem Finnar verði
að greiða fyrir perestrojku Gor-
batsjovs. Útskýring blaðsins er sú að
með því að setja upp hátt verð í
austri hafi skipasmíðastöðin getað
boðið lægra verð í vestri. Pólitískur
ritstjóri Expressens er þeirrar skoð-
unar að velgengni finnskra skipa-
smíðastöðva hafi hafist þegar við-
skiptin við Sovétríkin blómstruðu á
tímum Brésnjevs. En þegar per-
estrojkunni var hrint í framkvæmt
hafi Finnland misst sérstöðu sína
sem viðskiptaaðili. Útflutningurinn
til Sovétríkjanna hafi ininnkað og
Finnar hafi orðið að taka meira þátt
í samkeppninni á hinum opna heims-
markaði.
Vegna sérkjaranna sem þeir buðu
réðu þeir ekki við samkeppnina. Þeir
hafi einfaldlega ekki reiknað dæmið
rétt, er niðurstaða Expressen.
FNB
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.11.89-01.05.90 kr. 418,93
1984-3. fl. 12.11.89-12.05.90 kr.421,84
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS