Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 16
FÖSTUD'AGUR "27. OKTÖBER 1989.
fie—-..................——
fþróttir
spOTÞ
stúlar
BSjöunda styrktarmót
Aloha á vegum Golf-
klúbbsins Keilis fer
fram á Hvaleyrar-
holtinu í Haíharílrði á morgun,
laugardag, ef veöur leyfir. Ræst
verður út kl. 9.30 í fyrramálið.
Skráning er í síma 53360.
Síðastarallið
Síðasta keppnin á Is-
landsmeistaramót-
inu í railakstri 1989
fer fram á morgun,
laugardag. Fariö verður af staö
frá Hjólbarðahöllinni kl. 8 í
fyrramálið og keppni lokið á
sama stað kl. 19.30 annaö kvöld
eftir mikinn akstur um sveitir
Suðurlands. Flestir bestu rall-
arar landsins verða meðalþátt-
takenda, þar á meðal Ólafur og
Halldór Sigurjónssynir sem
þegar hafa tryggt sér íslands-
meistaratitilinn þó þessari
keppni sé ólokið.
Valsöldungar sigraðir
Gömlu jaxlarnir í B-
liði Vals töpuðu sín-
um fyrstu stígum í 2.
deildar keppninni í
handknattleik í fyrrakvöld þeg-
ar þeir sóttu Keflvíkinga heim.
Heimamenn unnu þar sinn
fyrsta sigur á tímabilinu, 19-14.
I Digranesi fékk Breiðablik sin
fyrstu stig í 2. deildinni, vann
Armann, 19-18. Staðan 12. deild
er þessi:
Haukar....3 3 0 0 81-58 6
Frarn.....3 3 0 0 71-54 6
Valur-B...4 3 0 1 95-85 6
ÞórAk.....3 2 1 0 81-72 5
Keflavik..4 1 1 2 89-82 3
UBK.......4 1 0 3 78-88 2
FH-B......3 1 0 2 57-75 2
Ármarin...4 1 0 3 90-94 2
SelfOss.........3 0 2 1 61-62 2
Njarðvík..3 0 0 3 58-82 0
Blikarefstir
B-lið Breiðabliks tók
forystuna í B-riðli 3.
deildarinnar i hand-
knattleik í fyrra-
kvöld raeð því að sigra Reyni
frá Sandgerði, 26-21, í Digra-
nesi. Staðan í riölinum er þessi:
UBK-B.....3 3 0 0 76-66 6
Fram-B....2 2 0 0 71-40 4
ÍH........2 1 1 0 50-39 3
Fylkír....2 1 1 0 49-48 3
Ármann-B..3 1 1 1 77-80 3
Völsungur..2 0 1 1 48-50 1
Grótta-B..1 0 0 1 20-23 0
Ögri......2 0 0 2 48-57 0
ReynirS...3 0 0 3 54-90 0
Lífstíðarbann fyrir
leikaraskapinn
Alþjóða knatt-
spymusambandið,
FIFA, hefur dæmt
Roberto Rojas, fyrir-
liða og markvörð Chile, í lífstíð-
arbann frá keppni með lands-
liði eða félagsliði. Rojas hefur
viðurkennt að flugeldur sem
kastað var inn á völlinn i leik
Brasilíu og Chile í undan-
keppni HM hafi ekki lent á
höfði hans. Rojas var borinn
af leikvelli og lið Chile neitaði
að halda leiknum áíram. Stað-
an var 1-0 fyrir Brasilíu og
FIFA hafðí áður úrskurðað að
það skyldu vera lokatölur
leiksins. Knattspymusamband
Chile hefur áfrýjað dómnum,
og þjálfari og læknir landsliðs
Chile halda því statt og stöðugt
fram að Rojas hafl slasast á
höfði í úmræddu atviki.
Athugasemdir frá
FH og Sævari Jóns
DV hefur borist eftirfarandi at-
hugasemd frá Þorgrími Þráinssyni
fyrir hönd Sævars Jónssonar:
„Vegna þeirrar fullyrðingar á
íþróttasíðu DV síðastliðinn miðviku-
dag að Sævar Jónsson hafi viljað fá
hálfa aðra milljón fyrir það að leika
með FH á næsta keppnistímabili, er
því hér með komið á framfæri að
enginn fótur er fyrir þeim sögusögn-
um. Forráðamenn FH fullyrða að
þeir hafi aldrei rætt við Sævar um
að skipta um félag og hann staðfesti
það sjálfur í samtali við undirritaðan
í gærkvöldi. Sævar harmar að hann
skuli vera bendlaður opinberlega við
gróusögur sem geta bæði haft skað-
leg áhrif á mannorð hans og hann
sem knattspymumann. Ekki síður
getur nafn FH beðið álitshnekki í
fyrrgreindu slúðri.
Þótt íþróttafréttamenn DV segi að
gróusögurnar þurfi ekki allar að eiga
við rök að styðjast veit hver heilvita
maður að skaðinn er skeður með því
að tilnefna leikmenn, félög og fjár-
upphæð. Það að slá slúðursögum upp
í átta dálka fyrirsögn og nefna þar
einn leikmann sérstaklega á nafn er
ekki eingöngu óvægin atlaga að
mannorði einstaklingsins heldur
gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.
Það er ekki óeölilegt að ýmsar sögu-
sagnir gangi manna á milli um hugs-
anleg félagaskipti leikmanna en fyrr
má nú rota en dauðrota.
Eðlilega leituðu íþróttafréttamenn-
irnir ekki sannleiksgildis slúðursins
því engin „frétt“ hefði orðið til ef
sannleikurinn hefði komið í ljós. Þar
sem Sævar Jónsson hefur dvalið er-
lendis frá því 24. september sl. getur
hann ekki borið hönd fyrir höfuð sér
en óskaði eftir því að undirritaður
léti í ljós hans áht. Honum finnst
hreinlega dólgslega að sér vegið og
lái honum það hver sem vill. Oft er
þögn sama og samþykki en að þessu
sinni varð ekki orða bundist.“
Fyrir hönd Sævars Jónssonar
Þorgrímur Þráinsson
Yfirlýsing frá FH
Knattspymudeild FH vill taka eftir-
farandi fram er varðar grein, sem
birtist í DV miðvikudaginn 25. októb-
er, um hugsanleg félagaskipti nokk-
urra íslenskra knattspymumanna:
Knattspymudeild FH hefur ekki
verið í neinum viðræðum við Vals-
manninn Sævar Jónsson. Stjómar-
menn knattspymudeildarinnar
kannast ekki við að hann hafi boðist
til að koma til félagsins fyrir eina og
hálfa milljón króna. Finnst stjóm
deildarinnar fréttin ósmekkleg og
íþróttafréttamannastéttinni litt til
sóma.
Virðingarfyllst - Knattspyrnudeild
FH
• íþróttafréttamenn DV taka fram,
varðandi frétt þá sem vitnað er í hér
að ofan, að blaðið hefur öruggar
heimildir fyrir þeim tölum sem
nefndar eru í fréttinni og stendur því
við þær í einu og öllu.
Aaron Krickstein frá Bandaríkjunum vann mjög óvæntan sigur á
Grand Prix móti í tennis á dögunum. Krickstein lék til úrslita á mótinu
gegn Vestur-Þjóðverjanum Carl Uwe Steeb og sigraði af miklu öryggi,
6-2 og 6-2. Mótið fór fram í Tokyo og mun þetta vera fyrsti sigur Banda-
ríkjamannsins á Grand Prix móti i tennis. Á myndinni sést Krickstein
meö sigurlaunin. Símamynd Reuter
Öll stjórnin sagði af sér
Ægir Már Kaiason, DV, Suðumesjum:
Fimm manna stjóm knattspymu-
ráðs Keílavíkur hefur sagt af sér í
heilu lagi. Rúnar Lúðvíksson, for-
maður ráðsins, sagði í samtali við
DV að margar ástæður lægju að baki
ákvörðuninni. Að flestra mati hefur
ráðið staðið sig vel í starfi og staðið
fyrir uppbyggingu hér syðra. Óvissu-
ástand það sem nú hefur skapast
hefur komið róti á leikmenn ÍBK sem
em ekki ánægðir með þessa ákvörð-
un.
íslendingaliðin á útivelli
Arsenal og Tottenham, lið íslendinganna í ensku knattspymunni, leika
bæöi á útivelli í 4. umferð deildabikarkeppninnar þann 20. nóvember. Arsen-
al sækir þá heim 2. deildar lið Oldham og Tottenham fer til Birkenhead,
útborgar Liverpool, og leikur gegn 3. deildar liðinu Tranmere sem sló Mill-
wall út úr keppninni í þessari viku.
Derby County mætir West Bromwich, Manchester City leikur við Cov-
entry, Southampton sækir heim Swindon eða Bolton, Exeter á heimaleik við
Sunderland eða Boumemouth, Everton á útileik við Crystal Palace eða Nott-
ingham Forest og loks mætast sigurvegaramir úr viðureignum Aston Vifia
og West Ham og Middlesboro og Wimbledon. -VS
DV
„Hasar i
- þegar Þór vann Grindavík í:
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við erum famir að geta
spilað undir pressu og það
er framfor hjá liðinu. Sigur-
inn gegn ÍR var sætur en
þessi var ennþá sætari, Grindvíking-
amir léku mjög vel og við þurftum
okkar besta leik til að vinna þá. Áhorf-
endumir vom einnig frábærir, þeir
vom sjötti maðurinn í okkar liði,“
sagði Dan Kennard, þjálfari og leik-
maður Þórs, eftir að lið hans haíði
unnið Grindavík, 97-96, í hörkuleik í
úrvalsdeildinni í körfu á Akureyri í
gærkvöldi.
Leikurinn var sá besti sem fram
hefur farið á Akureyri í vetur, mikill
hraði á köflum opg góðar varnir þrátt
fyrir að mikið væri skorað enda var
hittni leikmanna í báðum hðum mjög
góð nær allan leikinn.
Grindvíkingamir vom yfir lengst
af. Eftir að staðan var 22-22 náðu þeir
tíu stiga forystu og í leikhléi hafði
Grindavík yfir 52-56.
í seinni hálfleik héldu Grindvíking-
ar forystunni og komust mest 11 stig
yfir þegar staðan var 58-69, en Þórsar-
ar börðust geysilega vel og tókst að
jafna, 80-80. Aftur komust Grindvík-
ingar yfir og virtust vera með unninn
leik þegar staðan var 89-94 og skammt
tfi leiksloka. Þórsarar gáfust hins veg-
ar ekki upp og Dan Kennard minnk-
aði muninn í 95-96 þegar 40 sekúndur
voru eftir en fékk dæmt á sig tækni-
víti um leið. Þetta tæknivíti færði
Grindavík ekki stig en þess í stað
skoraði Konráð Óskarsson fyrir Þór,
97-96, þegar 18 sekúndur voru til
leiksloka. Grindvíkingar tóku leikhlé
Gunnar Sveinbjömssan, DV, Englandi:
Terry Fenwíck, leik-
k maðurTottenham,er
• j staðráðinn í að leika
fljótlega aftur efdr að
hann fótbrotnaði í leik gegn
Manchester United í ensku
deíldarbikarkeppninni. Fen-
wick, sem brotnaði á vinstri
feetl, eftir samstuö við Mark
Hughes, segir: „Takmark mitt
er að leika að nýju á þessu:
keppnistímabiii. Brotið er þess
eölis að þaö ætti að geta grófið
á sex vikum. Ég vona bara að
liðíð haldi áfram á somu braut
og komist í úrslit keppninnar
og þá verð ég vonandi klár í
slaginn“
West Ham leitar
að framherja
West Ham leitar nú logandi ijósi
að framhetja til að leysa vanda
liðsins. Þeir Frank McAvennie
og Leroy Rosenior eiga báðir við
meiðsli að stríða og hefur Lou
Mcari, framkvæmdarstjóri West
Ham, nú augastað á Cyril Regis
hjá Conventry. Staða Regis hjá
Coventry er nú í hættu eftir að
félagíð krækti í framheijann Ke-
vinDrinkelfrá Glasgow Rarigers.
Fer Robson fram
á frjálsa sölu
Brian Robson, leikmaður með
Manchester United, á rétt á
ftjáisri sölu ef hann uppfyllir
samning sinn við félagiö. Hann
verður 34 ára þegar samningur-
inn rennur út á næsta keppnis-
tímabili og samkvæmt lögum
enska knattspymusambandsins
eiga leikmenn. sem eru 33 ára eða
eldri og hafa verið hjá sama fé-
lagi i fimm ár, rétt á ftjálsri sölu.
Þetta mimdi þýða að Manchester
United fengi ekki krónu ef Rob-
son kysi aö leika með öðru liöi.
Kevin Keegan til
Tranmere Hovers
Tranmere Rovers hefur fengiö
Kevin Keegan til liðs við sig,
Umræddur Keegan er þó ekki
hinn sami og geröi garðinn fræg-
an með Liverpool, Southampton,
Newcastle, HSV og enska lands-
liðinu heldur er það 14 ára skóla-
strákur sem ber sama nafn sem
mun spila með unglingaliði fé-
lagsins. :
á gen
- v-þýskt fyrirtæki 1 viör
Mikill áhugi er um þessar mundir hjá
mörgum íslenskum knattspyrnufélögum á
að koma sér upp gervigrasvöllum. Stjarnan
í Garðabæ hefur þegar komið sér upp litl-
um velli og fleiri eru í startholunum.
Fulltrúi frá vestur-þýsku fyrirtæki, Poli-
gras, sem sérhæfir sig í gervigrasi og upp-
setningu þess, hefur dvalið hér á landi síð-
ustu daga. Hann hefur átt viðræður við
Keflvíkinga, Akurnesinga, Hauka, Mos-
fellsbæ, Breiðablik, Val og KR og allir þess-
ir aðilar hafa sýnt áhuga á að koma sér
upp gervigrasvöllum. Breiðablik fer reynd-
ar af stað með sínar framkvæmdir strax í
næstu viku.
Jan Larsson, fulltrúi Poligras, sagði í
samtali við DV í gær að viðræður sínar við
íslensku félögin hefðu verið jákvæðar en
tíminn myndi leiða í ljós hver árangur af
þeim yrði. „Félög á Norðurlöndum eru í
stórauknum mæli að koma sér upp gerv-
igrasi, veðráttan á þessum slóðum gerir
það nauösynlegt. Vellir frá okkur eru í
Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Færeyjum,
þar af eru sjö upphitaðir og sá nyrsti er í
Tromsö í Noregi. Það er jafnframt nyrsti
gervigrasvöllur í heimi," sagði Larsson.
9 Gervigrasvöllurinn i Laugardal hefur rey
ið var að leggja gervigrasið. Margir íslenski
sér upp gervigrasvelli. Fulltrúi frá v-þýsku I
og rætt við íslenska aðila.