Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 13
( FÖSTUDAGUR 27j OKTÓBER 1989.
Lesendur
Ferðakostnaður ráðherra:
Furðuleg ummæli
hagstofuráðherra
Anna skrifar:
Ég var að lesa ummæli nokkurra
aðila umálit á athugasemdum yfir-
skoðunarmanna ríkissjóðs vegna
ferðalaga ráðherra og háttsettra
embættismanna til útlanda. -
Þama mátti m.a. lesa ummæli hag-
stofuráðherra sem tók svo til orða
að „furðulegt væri ef menn vildu
að ráðherrar byggju á þriðja flokks
hótelum". Þessu hefur enginn ýjað
að svo ég viti, langt í frá. Þetta eru
því furðuleg ummæli hjá ráðherr-
anum.
Umræðuefnið í þessu sambandi
var allt annað. Það var hvort ráð-
herrar ættu að fara á fundi erlend-
is, t.d. flokka og félagasamtaka, á
kostnað ríkisins. Forsætisráðherra
hefur verið spurður að þessu og
honum finnst ekkert athugavert
við það!
En það er enn fleira sem hangir
á spýtunni, t.d. hvort makar ráð-
herra eigi að fá frítt far á kostnað
skattborgaranna og þá kannski
frítt uppihald líka. Július hagstofu-
ráðherra segir að íslenskir ráð-
herrar og aðrir hafi oft lent í vand-
ræðum á fundum erlendis vegna
þess að dagpeningar þeirra hafl
verið svo naumir að þeir hafi varla
efni á að búa á hótelunum þar sem
fundirnir eru haldnir. Ég segi hins
vegar: Það er munur á því hvort
þeir hafa varla efni á því eða hafa
efni á því. Dagpeningar eiga að
duga einungis fyrir húsnæði og
mat en engu öðru. Það eru til þeir
menn sem ekki tíma að búa þar
sem þeim er ætlað að búa og reyna
öll brögð til að komast hjá því (búa
kannski hjá frænku eða öðrum
skyldmennum!).
En svo er það þetta með makana.
Það þyrftu að koma betri skýringar
um þá hhð málsins. Kannski verð-
ur það viðtekin venja að ráðherrar
fari alltaf með maka sinn í ferða-
lög. Þá verða að koma til nýjar regl-
ur um dagpeninga. í dag er sagt að
reglurnar séu þær að dagpeningar
séu bara til málamynda, allur
kostnaður, t.d. af hótelgistingu, sé
greiddur aukalega! Ef þetta er rétt
er það hneyksli og þarf sannarlega
að taka fyrir sérstaklega svo að
almenningur átti sig. - Já, almenn-
ingur vill fylgjast með þessu. Hjá
því verður ekki komist.
Slátur er góður og ódýr matur þótt þar sé líka um milliliði að ræða.
Beinið spjótum
í rétta átt
Hverjir eru raunverulegir vextir?
Krefjumst
skýrra
Sparifjáreigandi hringdi:
Við sparifjáreigendur ættum að
gera þá kröfu til bankanna, sem sí
og æ auglýsa nilh 20 og 25% vexti,
að þeir auglýsi um leið verðbólgu-
stigið svo að fólk sjái hveijir eru hin-
ir raunverulegu vextir.
Ég vona aö stjórn samtaka okkar
taki þetta til umfjöllunar á fundi sín-
um sem ég hef heyrt að halda eigi
bráðlega - og að við beinum þá spari-
fé okkar til þeirra banka sem eru
fúsir til samvinnu í þessu efni.
Fólk virðist halda að þessir vextir
séu hreinn gróði fyrir sparifjáreig-
endur. En það er nú eitthvað annað!
svara
Það þarf að gera fólki grein fyrir
hvernig vextimir eru tilkomnir. Það
eru svo miklar blekkingar í þessum
vaxtaauglýsingum að varla er stætt
á öðru en að gefa þessar skýringar.
Sömuleiðis væri óskandi að Sam-
tök sparifjáreigenda krefðust skýrra
svara frá stjórnmálaflokkunum,
hvort eða hvaða flokkar eru sam-
þykkir því að leggja skatt á sparifé
og hverjir ekki. - Við eigum kröfu á
að fá skýr svör við því áður en við
göngum til kosninga. Það er kominn
tími til að við vitum hverja við erum
að kjósa.
Kona í sjávarþorpi skrifar:
Það er ekki réttlætanlegt hvemig
öllum spjótum hefur verið beint að
íslensku bændastéttinni upp á síð-
kastið, jafnvel með þeim skilaboðum
að hún eigi engin að vera til. Ég segi
bara: Guð hjálpi okkur til að standa
á móti þvílíku ráðslagi.
Þó að landbúnaðarvörurnar séu
dýrar fer minnst af verði þeirra í
vasa bóndans. Sem dæmi kostar eitt
kg af hangivöðva yfir 1700 krónur
og af því fær bóndinn 250-300 krón-
ur. Væri ekki réttara að snúa sér að
þessum vanda? Auðvitað er það
vandamál ef fólkið í landinu getur
ekki keypt vörurnar vegna þess hve
dýrar þær eru.
En það leysir hins vegar ekki vand-
ann að kaupa útlendar landbúnaðar-
vömr. Það væri bara að bæta gráu
ofan á svart í innflutningsæðinu hjá
okkur, samanber það sem vitur kona
sagði þegar verið var að flytja inn
grámygluð bláber og tertubotna:
„Við gætum étið æluna úr útlending-
um, svo mikið dýrkuðum við allar
útlendar vörur!“
Það hvernig komið er má kannski
kenna hverjum og einum og þeim
sem stjórna landinu, þeim sem
stjórna fyrir hinar vinnandi stéttir í
landinu og síðast en ekki síst þeim
sem stjóma málefnum bænda lands-
ins. - Það er þeirra að halda uppi
heiðri bændanna. Bændur eiga heið-
ur skilinn fyrir framlag sitt í þjóðar-
búskapnum.
Núna á haustdögum geta allir sem
vilja og nenna gert sér mikinn og
ódýran mat þar sem slátrin eru og
ég endurtek: „ódýran", þó að þar sé
kominn einn milliliður frá bóndan-
um talið, slátrunin. Hún er orðin
mjög dýr. - Ég skora á þá sem hér
stjórna að flnna ráð við öllum þess-
um vanda og þá eitthvað annað en
að flytja inn landbúnaöarvörur.
Þökk sé bændum.
Dauflegar stjórn-
málaumræður
Ásta Jónsdóttir skrifar:
Eftir að hafa hlustað á síðustu
umræður frá Alþingi, sem var bæði
útvarpað og sjónvarpað (mánud. 23.
okt.), var maður litlu nær um ástand
þjóðmálanna. - Umræðurnar ein-
kenndust eins og fyrri daginn að
mestu af óraunhæfu pexi og hnútu-
kasti.
Eini ráðherrann, sem ræddi hlut-
ina algjörlega málefnalega, var Jón
Sigurðsson, enda prúður maður og
greindur. Við þyrftum gjarnan að fá
fleiri slíka menn í stjórnmálin.
Fátt er annars minnisvert frá þess-
um umræðum. Nokkra athygli vakti
þó afar léleg frammistaða Borgara-
flokksins. Þátttaka borgaraflokks-
manna einkenndist raunar af nokkr-
um hroka og drýldni.
Heildarsvipur þessara umræðna
var daufur og drungalegur, eða með
öðrum orðum mjög með sama móti
og ástandið er í þjóðfélaginu.
Segja
Rússar
satt um
Wallenberg?
Lengi vel þóttust Rússar ekkert við Wallenberg kannast.
Svo sögðu þeir að hann hefði verið fangi þeirra en dáið 1947.
Eftir það hafa fjölmörg vitni borið að hafa hitt hann og raett
við hann, alveg fram að þessum áratug.
Er hann lifandi?
Er hann dáinn?
Dó hann 1947 eins og Rússar hafa alltaf haldið fram?
Segja þeir þá satt en öll síðari tíma vitni ósatt?
Lesið ítarlega frásögn af Wallenbergmálinu í Úrvali núna:
WALLENBERG - LÍFS EÐA LIÐINN í SOVÉT?