Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. DV kannar verð á vetrardekkjum: Heildaryerð frá 14-25 þúsund krónur DV kannaði verð á vetrardekkjum og þjónustu á nokkrum dekkjaverk- stæðum í Reykjavík. Miðað við íjög- ur dekk af stærðinni 165x13, sem er algeng stærð fyrir fólksbíla, nemur heildarkostnaður frá rétt um 14.000 krónum og allt upp í 25.000 krónur. Sá sem kýs að kaupa ódýr sóluð dekk án nagla undir bílinn greiðir um 2.700 krónur fyrir stykkið. Verk- stæðið tekur um 3.300 krónur fyrir að skipta um öll dekk, umfelga og jafnvægisstilla. Heildarverð er um 14.000 krónur. Sá sem kaupir ný vetrardekk þarf að greiða um 4.600 krónur fyrir stykkið. Naglar í hvert dekk kosta 800 krónur og verkstæðið tekur 3.300 fyrir að skipta um allt saman. Heild- arkostnaður verður því um 25.000 krónur. Sóluð vetrardekk voru ódýrust hjá Borgardekki á 2.680 krónur. Hæsta verð var 2.700 krónur hjá þremur verkstæðum. Munurinn er sáralítill eða 0,7%. Verð á nýjum vetrardekkjum er mismunandi eftir tegundum. Þannig kostar Michelin dekk 4.630 krónur í Dekkinu. Lægsta verðið var hjá Barðanum á kóreskum vetrardekkj- um sem kosta þar 3.280 krónur. Verð- munurinn er um 41% en þess ber að gæta að hér er borið saman verð á ólíkum vörumerkjum og ekki tekið tillit til hugsanlegs gæðamunar. Verkstæðin, sem þátt tóku í könn- uninni, selja þjónustu við umfelgun, skipti og jafnvægisstillingu á fjórum dekkjum á svipuðu verði. Lægsta verðið er boðið í Borgardekki eða 3.200 krónur. Hæsta verðið er í Sóln- ingu eða 3.340 krónur. Verðmunur- inn er hér 4%. Eitt verkstæðanna í úrtakinu, Hjól- barðastöðin, býður 10% stað- greiðsluafslátt greiði viðskiptavinir í reiðufé. Miðað við lág- og hámarks- kostnað getur munað 1.400-2.500 krónum eftir því hvað menn kjósa að kaupa dýr dekk. Nagladekk eða ekki nagladekk Síðastliðið haust var rekinn tals- verður áróður gegn notkun nagla- dekkja og er svo gert enn. Kannanir leiddu í ljós að rúm 30% ökumanna notuðu ekki nagladekk síðasta vetur. Starfsmenn dekkjaverkstæða settu fram þá kenningu í samtölum við DV að margir hefðu tekið ónegld dekk í fyrra vegna þess að þá hélst færð góð langt fram eftir hausti. Þeir kváðust ekki verða varir við þaö enn að eftirspum væri minni eftir nagla- dekkjum en venjulega. -Pá Matarverð á íslandi: Kjúldingar íimmfalt dýrari en í Færevjum Verðkönnun Verðlagsstofnunar, þar sem borið er saman verð á 28 tegundum matvöru í Reykjavík og sex borgum erlendis, leiðir margt forvitnilegt í ljós. Þannig voru land- búnaðarvörur almennt dýrastar í Reykjavík en innfluttar matvörur komu mun betur út og voru í sumum tilfellum ódýrari í Reykjavík en ann- ars staðar. Hveiti var ódýrast í Reykjavík og komflögur vom aðeins ódýrari í London en Reykjávík. Þetta er þrátt fyrir að söluskattur á matvömm sé 25% á íslandi en það er hærra en í öðmm löndum í könnuninni. Slíkur skattur er ekki í Færeyjum og Eng- landi en frá 19-23,4% á Norðurlönd- unum. Mjólk var alls staðar niðurgreidd en mest á íslandi eða um 36% af ónið- urgreiddu heildsöluverði enda mjólkurverð hæst hér. Lambakjöt var niöurgreitt um 212,27 krónur hvert kíló á íslandi. Ef miðað er við lambalæri námu nið- urgreiðslur um 31% af óniður- greiddu heildsöluverði á íslandi. ís- lenskt lambalæri fékkst í Þórshöfn og kostaði þar 377,40 krónur kílóið í smásölu á móti 715,25 krónum á ís- landi. Nærri lætur að hægt sé að fá tvö kíló í Færeyjum fyrir sama verð og eitt kíló hér heima. Eins og sést á meðfylgjandi súluriti eru niður- greiðslur hæstar hér. Lambalæri var talsvert dýrara í Helsinki en Reykja- vík þar sem það kostaði 1.142 krónur kílóið í smásölu. Neytendur Kjúklingar komu afar illa út í sam- anburði við önnur lönd. Heildsölu- verð á kjúklingum er rúmlega fimm- falt hærra í Reykjavík en í Þórshöfn, 149% hærra en í Stokkhólmi og 134% hærra en í Helsinki. Það verð, sem greitt er til kjúkhngabænda á íslandi samkvæmt ákvörðun sexmanna- nefndar, var 41% hærra en hæsta heildsöluverð sem fram kom í könn- uninni. Liðurinn slátur- og hehdsölu- kostnaður var tvöfalt hærri en hehd- söluverðið í Þórshöfn og álíka hár og heildsöluverð kjúkhnga í Stokk- hólmi. Hið sama er uppi á teningnum þeg- ar htið er á eggjaverð. Grundvalhar- verð, sem bændur á íslandi fengu greitt fyrir egg í lok júní, var hærra en smásöluverð með söluskatti í öll- um borgum sem hafðar voru th sam- anburðar. Hehdsöluverð á eggjum í Reykjavík var 423% hærra en í Þórs- höfn, 179% hærra en í Stokkhólmi og 85% hærra en í Helsinki. -Pá Kjúklingar vou fimmfalt dýrari á íslandi en í Þórshöfn. Heildsöluverð og niðurgreiðslur á lambalærum og kjúklingum % Heildsöluverð JJj Niöurgreiöslur % 100- 80- 60- 40- 20- 1 Lambal ærl 1 Kjúklingar -100 - 80 - 60 - 40 - 20 0 Reykjavík Þórshöfn Stokkhólmur Helsinki • 'l Reykjavlk Þórshðfn Stokkhólmur Helslnki Lífestm Kostnaður við aö negla snjódekk er um 800 krónur á dekk. DV-mynd KAE Kostnaður við koma fólksbíl á snjódekk er á bilinu frá 14.000-25.000 krónur eftir því hve dýr dekk eru valin og hvort þau eru negld eða ekki. DV-mynd KAE Verkstæði Sólað vetrardekk 165x13 Nýtt vetrardekk 165x13 Umfelgun, skipti og jafnvstilling x4 Borgardekk Z680 4.600 3.200 Sólning 2.700 3.560 3.340 Höfðadekk 2.695 4.610 3,280 Dekkið 2.695 4.630 3.240 Gúmmlvinnustofan 2695 4.585 3.300 Hjólbarðastöðin 2.690 3.650 3.300 Barðinn 2,700 3.280 3.280 Hjólbarðahöllin 2.700 3.650 3.300 Osta-og smjörsalan efnir til osta- leiddur í thefni Ostadaganna hjá daga um helgina eins og gert hefur Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík. verið á tveggja ára fresti. í húsa- Gestum verður boðið upp á að geta kynnum Osta- og smjörsölunnar á sér th um þyngd ostsins og verð- Bitruhálsi gefst almenningi kostur laun veitt fyrir það svar sem kemst á að skoða ostaurval og kynnast næst hinu retta. thraunum og nýjungum á sviði Sýningin verðuropinalmenningi ostaframleiðslu. á laugardag frá kl. 13-18 og á sama ÁOstadöguml989verðursýndur tíma á sunnudag. stærsti ostur landsins, sérfram- -Pá Islenskir dagar í byggingarvöruverslnniim Byggingarvöruverslanimar Byggt og búið og BYKO gangast fyrir sér- stöku kynningarátaki á íslenskum byggingarvörum dagana 30. október til 4. nóvember í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda. Fimmtíu ís- lenskir framleiðendur munu taka þátt í þessu kynningarátaki og verða verslanirnar skreyttar og íslenskra vörur merktar sérstaklega. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mun opna kynninguna á mánudag í BYKO í Breidd. Aha vikuna verða vörur kynntar sérstaklega, kynning- ar ætlaðar fagmönnum og ýmsar skemmthegar og fróðlegar uppákom- ur fyrir hinn almenna kaupenda. Megintilgangur þessa átaks er að kynna íslenskar byggingarvörur og minna á nauðsyn þess að efla inn- lenda framleiðslu. -Pá vöruverslunum á mánudag. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.