Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAÍÍUR 27.’ OKTÓBER 1989. Að hrifsa til sín sem mest Að afloknu þingi Verkamanna- sambandsins hefur staða verka- lýðshreyfingarinnar verið nokkuð dl umfiöllunar. Það sem hæst ber er að-sjálfsögðu staöa hins almenna launþega í landinu - kjör hans og lífsafkoma. Það sem gerir alia þessa umræðu frekar neikvæða er að öll orka fer í að ræða um einstaka menn innan hreyfingarinnar. Þar eru menn settir á vogarskálina og allt látið snúast um það hver skyldi nú fá þetta eða hitt embættið innan hreyfingarinnar. Málefnin eru yfirleitt látin sitja á hakanum enda kannski ekki nema von því að það virðist í hugum margra vera algjört aukaatriði hver hin almennu kjör eru, þ.e. hvemig lífsafkoma hins vinnandi manns er. Þetta þekkir þjóðin Við horfum upp á það ár eftir ár, áratug eftir áratug, að lífsafkoma launafólks hér á landi er nánast til háborinnar skammar. Valdakerfi verkalýðshreyfingar- innar er þannig upp byggt að það er eins og pýramídi að lögun. Efst trónar fámenn vaidaklíka sem í flestu er svo gjörsamlega shtin úr öUu samhengi við umbjóðendur sína að það jaðrar við algjört hneyksU. Og hvað skyldi nú vera þama að verki? Jú, í gegnum árin hefur það gerst að þeir sem hafa tekið að sér forystu innan hreyfingarinnar hafa verið ákaflega iðnir við að skara eld að sinni köku. Þeir hafa Kjallariim Karvel Pálmason alþingismaður í krafti aðstöðu sinnar - margir hveijir - komið hag sínum þannig fyrir að laun þeirra hafa verið sex eða sjö sinnum hærri en laun þeirra sem þeir em að vinna fyrir, þ.e. hins almenna verkamanns. Öll viðmiðun beinist að því hjá þessum forustumönnum að halda í völdin og þar með öU lífsþægindin - sjálf- um sér til handa. Þetta er nöturleg framsetning en hún er þvi miður sönn. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi þessu til sönnunar; há laun þeirra sem hafa skriðið upp eftir bakinu á launþeg- um og hafa aUs konar fríðindi að auki. Þetta þekkir öll þjóðin. Það er langur vegur frá notalegum skrifstofuhöllum til þeirra sem vinna viö færibandið í frystihús- inu. Áberandi í verkalýðsflokkum En það er ekki aðeins í verklýðs- hreyfingunni sem þessi „pýra- mída-strúktúr“ á sér stað. Svona er þessu einnig háttað í stjóm- málaflokkunum. Og því miður er þetta mest áberandi í hinum svo- köUuðu verkalýðsflokkum og þá aiveg sérstaklega í þeim flokki sem ég tilheyri, Alþýðuflokknum. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þeirra sem brautina ruddu. Hvað skyldu þeir segja ef þeir mættu mæla? Mér verður oft hugsað til ungu konunnar sem rætt var við fyrir síðustu kosningar í blaði okkar ai- þýðuflokksmanna á Vestfjörðum, SkutU. Hún lét orð faUa eitthvaö í þá vem að hún kysi Alþýöuflokk- inn vegna þess að hann stæði ávaUt á verði um hag heimilanna og þeirra sem stæðu höUum fæti í lífs- baráttunni. Það verður að segjast hreint út, þar sem ég er nú einu sinni umbjóðandi þessarar konu, að ég kvíði fyrir því að þurfa að standa fyrir svörum um efndir þeirra loforða sem gefin voru fyrir síðustu kosningar, loforða sem aldrei var staðið við. Þó hefur verið hér stjóm sem kennir sig við jafn- rétti og bræðralag. Sá er vinur sem til vamms segir. Einhvers staðar stendur þetta skrifað. En það getur verið hættu- legt að segja sannleikann í þessu þjóðfélagi þar sem fámennar valda- klíkur ráða víðast hvar ferðinni. Þessar klíkur lifa í sínum sérstaka heimi velsældar og veraldargæða - og þar liggur memið. Sumir eru þeirrar gerðar að þeir hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig og sína afkomu. Afkoman er best tryggð með því að ná völdum í einhverri stofnun og halda þess- um völdum sem lengst, nánast sama hvernig allt annað veltist. Þetta er græðgin Ég átti tal við kunningja fyrir nokkra. Hann talaði eitthvað í þessa vem sem hér að framan greinir. Auk þess bætti hann því við að hann hefði í gegnum árin oft furðað sig á þeirri innbyggðu nautn sem sumir hefðu af því að taka miklu meira til sín en næsti maður. Það væri t.a.m. veröugt við- vangsefni sálfræðinga að greina hvað þarna lægi til grundvallar. Hann svaraði sér sjálfur: Þetta er græðgin. Nú er það spurning um siðferði hvort ekki sé kominn tími til þess í okkar htla þjóðfélagi að þegar við erum að ráða og kjósa menn til þess að stjórna atvinnufyrirtækj- um og veita launþegahreyfingunni forstöðu sé það hreinlega sett sem skilyrði að þeir sem í þessi störf veljast sjái til þess að hinn almenni launamaður hafi mannsæmandi laun, laun sem séu í réttu hlutfalli við það sem þessir háu herrar hafa sjálfir. Það ætti aðsetja þessa klás- úlu inn í alla ráðningarsamninga; að forustumaðurinn á hveijum stað hefði það að aðalverkefni að sjá til þess að þeir sem væru í vinnu hjá honum hefðu mannsæmandi lífskjör - í samræmi við það sem honum sjálfum er greitt. Það verður að eiga sér stað hug- arfarsbreyting hér á landi hvað viðkemur viðhorfi til náungans. Það er siðlaust að horfa upp á það endalaust að einn geti í krafti auðs og valds hrifsað til sín svo og svo mikið og horfi síðan sljóum augum á að nágranninn svelti heilu hungri. Karvel Pálmason „Öll viðmiðun beinist að því hjá þess- um forustumönnum að halda í völdin og þar með öll lífsþægindin - sjálfum sér til handa.“ Hvernig skila peningar arði? Peningar em það sem hvað mest er talað um í hinu íslenska þjóð- félagi nútímans. Arðbær fiárfest- ing er tískuslagorð nú til dags. Nokkuð finnst mér merking þess hafa skolast til í orðum og athöfn- um okkar íslendinga nú um stund- ir. Óunnið hráefni Til þess að þjóðfélag géti gengið þurfa gjaldeyristekjur þess að vera nægar fyrir því sem keypt er inn í landið. Fjármagn í umferð manna á milli er mistraust eftir því hvern- ig það berst til landsins. Þegar útflutningur okkar skilar nægu fé er peningamagnið raun- verulega eigið fé. Hins vegar er allt- of mikið af erlendu lánsfé hér í umferð og löngu vitað að þar er mjög ógætilega farið. Hvernig spil- um við svo úr því fjármagni sem er í umferð - og skilar það arði? Ávöxtum við það í því að þróa fullunna hágæðavöm til útflutn- ings? Fé, sem þannig er ávaxtað, skilar raunverulegum arði, þ.e. meiri verðmætum inn í landið. Við höfum yfir að ráða þvílíkum auð- hndum í okkar náttúrulegu afurð- um að það er alveg með ólikindum. En það virðist ekki vera ljóst þeim sem ráða peningum þessa lands. í stað þess að fullvinna fisk og annað sjávarfang í neytendaum- búðir hér heima er hráefnið flutt út óunnið. Ég kaha blokkina á Bandaríkjamarkað óunnið hráefni jafnt og ég kaha ísfiskinn, sem fluttur er út, óunnið hráefni. Þaö er ekki von að hátt verð fáist þegar selt er á þennan máta. Það er vanmetakenndin gagnvart eigin getu sem er okkar aðalböl- valdur ásamt fégræðgi sem lýsir sér í því að hver reynir að ná til sín sem mestum peningum á sem stystum tíma. Aðferðin skiptir ekki máli, hvað þá afleiðingamar. Það skhar ekki arði þegar til lengri tíma er htið aö binda fé í verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem hefur tak- markaða brúkun enda ekki von þegar markvisst er unnið að KjaHaiinn Hólmfríður Bjarnadóttir varaformaður Þjóðarflokksins minnkandi þjóðartekjum bæði af manna- og máttárvöldum. Það skil- ar hins vegar arði að framleiða hágæðavöru sem selst vel á erlend- um mörkuðum og skilar ríkulega fé í þjóðarbúið. Þá fyrst er tíma- bært að byggja myndarlega yfir verslunina þegar sá arður hefur skilað sér. Sorgleg staðreynd Mikið er talað um tollmúra sem reistir hafa verið af hálfu ríkja og ríkjabandalaga. Hvemig væri ef fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlants- haf, gullkistu norðursins, byndust samtökum um að selja sína vöru sem mest thbúna á markað í stað þess að leggja nær eingöngu fram dýrmætt hráefni sem aðrar þjóðir selja síðan gjaman sem sína vöm. Þegar við hófum að selja Banda- ríkjamönnum frystan fisk var mjög • eðlilegt aö gera það með þeim hætti sem gert var. En það var auðvitað bara áfangi á leiðinni í þróun th fullvinnslu sem hefði átt að standa æ síðan. Hin sorglega staðreynd er hins vegar sú að ekkert hefur gerst í þeim efnum hér heima. Hins vegar vom reistar verksmiðjur úti sem skha áreiðanlega ekki heim nema broti af þeim arði sem þær skapa. Það er kannski erfiðara að hefja þessa sókn nú við þær fjármagns- aðstæður sem þetta þjóðfélag býr við og er því alveg rökrétt, sjálfsagt og eðlhegt að lækka fjármagns- kostnað og hefja markvissa þróun fuhvinnslu og markaössetningar á afurðum sjávarútvegsins. Setja verður lög eða reglugerðir sem koma í veg fyrir ferskfisksölu er- lendis. Verðmætarýrnun Sennhega hafa þorskastríðin með þeim löndunarbönnum erlendis, sem þeim fylgdu, verið með því besta sem komið hefur fyrir veiðar og vinnslu og þar með þjóðarbúið, að frátalinni sjálfri útfærslu land- helginnar. Ferskfisksölur erlendis draga meira úr gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nokkur getur ímyndað sér því bæði er um beina verðmætarýrnun að ræöa auk þess sem sölur'þessar minnka verulega möguleika okkar í þróun og sölu á fullunninni vöru. Þess vegna verð- ur að fylgjast að aukin sókn fuh- unninnar vöru á erlendum mörk- uðum og stöðvun á ferskfisksölu erlendis. Húsakostur fullvinnslu hygg ég að sé fyrir hendi að hluta til og ber að gæta varfæmi í stór- byggingum í því skyni. Minni fyrirtækjaeiningar skha oft betri vöru og tel ég að várast beri stóriðjuhugsanaganginn í því sambandi. Hráefni berst á land aht í kringum landið og það á að vinna aflann sem næst löndunarstað th að forðast hnjask og óþarfa geymslu. Mér hefur verið tíðrætt um fisk- inn enda er hann 70% af okkar útflutningsverðmæti en auðvitað á þetta lögmál við um ahar okkar afurðir. Nú hallar undan fæti í ís- lensku efnahags- og þjóðlífi. Væri ekki ráð að snúa vörn í sókn og auka verðmæti okkar fiársjóöa, ávaxta okkar pund þar sem mögu- leiki er á því? Peningarnir verða ekki th í skjalatöskum á Laugaveg- inum eða í skúffum verðbréfasal- anna. Þeir verða til í útflutningsat- vinnuvegunum og það er í gegnum þá sem hagsæld okkar getur auk- ist. Það er hins vegar skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Hólmfríður Bjarnadóttir „Þess vegna verður að fylgjast að aukin sókn fullunninnar vöru á erlendum mörkuðum og stöðvun á ferskfisksölu erlendis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.