Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Page 7
FÖSTUÐAjQUR 2OKTÓBER 1989. 17 dv Viðtalið Les þjóðlegan fróðleik Nafn: Bjarni Dagur Jónsson Aldur: 39 ár Staða: Útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar „Ég faef áhuga á svo mörgu. Ég hef þó mestan áhuga á börnunum mínum, þeim Degi, 5 ára, og Her- disi, 8 ára, og kærustunni minni, henni Sólveigu. Ég les mikiö, til dæmis les ég öll blööin á hverjum degi. Svo fmnst mér gaman að lesa bækur sem fjalla um þjóölegan fróðleik, góöar skáldsögur, ég hef einrtig gaman af því að lesa mannkyns- sögu. Uin þessar mundir hef ég mest gaman af að iesa um alda- móta- og millistríösárin. Þessi tímabíi finnast mér mjög spenn- andi.“ Gaman aðeida „Af öðru því sem ég hef áfauga á get ég nefnt að ég hefmjöggam- an af að elda góðan mat, horfa á vandaðar kvikmyndir, ferðast til útlanda og svo finnst mér vinnan alltaf jafnskemmtileg. Ég er ekki jafnduglegur við að sttmda likamsrækt og ég var á árum áður. Þó fer ég alla morgna í Sundhöllina og syndi 350-400 metra í hvert skipti. Svo þegar maður er búimt að synda er ág- ætt aö láta líða úr sér örskots- stund í heitu pottunum. En mað- ur hefur nú sjaldnast tíraa til að drolla lengi í þeim.“ Fæddur á Sauðárkrókl Bjami Dagur er fæddur og upp- alinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Jón Dagur Jóhannsson og Ingibjörg Óskarsdóttur. Hann er næstelstur fjögurra bræðra, þeirra Óskars, sj úkrahúsiækuis á Sauöárkróki, Rúnars, sem á fyr- irtækið Dux, og Dags, sem er yngstur og rafvirki á Króknum. A Sauðárkróki gekk Bjami Dagur í bama- og unglingaskóla. Hann hélt suður til náms í Mynd- hsta- og handíðaskólann 19 ára gamaJI og nam þar auglýsinga- teiknun. Að námi ioknu fór hann að vinna hjá Sjónvarpinu og var þar í fimra ár. Eitt ár i Sviþjóð Árið 1968 hélt hann til Svíþjóöar og fór að vinna hjá sænska sjón- varpinu þar sem hann var i eitt ár. Þá ákvað hann að halda til ís- lands aftur pg síöan „... hef ég verið meira og minna í auglýs- ingabraijsanum“, segir hann. Sem útvarpsmaöur vakti Bjami Dagur fýrst athygli á sér fyrir þætti sem hann stjórnaði á Stjömunni en nú hefur hann söðiað alfarið um og sfjórnar nú yngstu útvarpsstöðinni hér á landi. -J.Mar Fréttir Húsnæöisstofnun ríkisins flýtir lánveitingum: Óhaggað hvað sem ráðherrar segja - segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Sú ákvörðun stjórnar Húsnæðis- stofnunar ríkisins, að flýta af- greiðslu lána, sem veita átti sumar- ið 1990, til haustmánaða í ár, hefur valdið nokkrum deilum. Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, hefur lýst því yfir að hún telji þetta ekki skynsamlega ráð- stöfum. Fleiri hafa tekið í sama streng og segja að þama komi ailt- of mikið fé í umferð á skömmum tíma. Um er að ræða 800 milijónir króna. . „Húsnæðisstofnun ríkisins er sjálfstæð stofnun og ákvörðun stjómar hennar um aö flýta af- greiðslu húsnæðislána stendur því óhögguð hvað sem ráðherrar eða aðrir segja. Hún vinnur í umboði Alþingis og gildandi laga og mun gera það áfram og með því er ekki verið að storka einum né neinum. Það kom fram í sumar þegar sveit- arfélögin lýstu yfir óánægju með ákvarðanir, sem stjórn stofnunar- innar tók, að það væri ekki á valdi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig- urðardóttur, að breyta ákvörðun- um stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins en ýmsir kröfðust þess,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins, í samtah við DV. Samkvæmt þessu er ljóst að lán- veitingum veröur flýtt. Það þýðir að lánveitingar Húsnæðisstofnun- ar á síðustu fjórum mánuðum árs- ins verða um 4 milljarðar króna í staðinn fyrir 3,2 milljarða. Ekki tókst að ná í Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráöherra vegna þessa máls þar sem hún er erlendis um þessar mundir. -S.dór Þessi hollenski stórtogari er nú í smíðum í Hollandi. Þetta er frystitogari, svonefndur pallettutogari. Þegar búið er að frysta aflann er honum hlaðið á grindur, pallettur, og þykir mikil hagræðing felast í þessari nýbreyttni. Þokkalegar sölur íslenskra skipa: Um 114 krónur kflóið í Englandi í þessari viku Mb. Garðey seldi 23.10.1989 afla sinn í Hull alls 58,8 lestir fyrir 5,941 millj. kr. Meðalverð var 100,90 kr. kg. Mb. Skarfur seldi í Hull 24.10.1989 alls 75 lestir fyrir 8,635 millj. kr. Meðalverð var 114,98 kr. kg. Bv. Sunnutindur seldi í Hull alls 117,8 lestir 25.10 1989. Meðalverð var 114,94 kr. kg. Bv. Hjörleifur seldi í Grimsby 25.10. 1989 alls 80,650 lestir fyrir 9,258 millj. kr. Meðalverð 114,94 kr. kg. Úr gámum var seldur fiskur 23.10. alls 329,5 lestir fyrir 36,608 millj. kri Meðalverð 111,13 kr. kg. Meirihluti aflans var þorskur og ýsa. 24.10. 1989 voru seldar 316,4 lestir úr gámum fyrir 36,445 millj. kr. Með- alverð 115,18 kr. kg. Meirihluti aflans var þorskur og ýsa. Viðey fékk 93 krónur kílóð fyr- ir karfann í V-Þýskalandi Bv. Viðey seldi afla sinn í Bremer- haven 23.-24.10. 1989 alls 246,2 lestir fyrir 23 millj. kr. Meðalverð var 93,64 kr. kg. Meirihluti aflans var karfi. 8 tonn af þorski seldust á 133,04 kr. kg, tvö tonn af ýsu seldust á 107,29 kr. kg, 174 tonn af karfa seldust á 94,50 kr. kg og ufsi á 85,68 kr. kg. Bv. Sigluvík seldi í Bremerhaven 24.-25.10. 1989 alls 102,5 lestir fyrir 10,504 millj. kr„ meðalverð 102 kr. kg. Þorskur seldist á 123,14 kr. kg. Aðeins 9 lestir voru af þorski í aflan- um. Meginhlutinn var karfi. Bv. Happasæll seldi í Bremerhaven 24.10. 1989 alls 87,3 lestir fyrir 6,962 millj. kr. Meðalverð var 79,72 kr. kg. Hér mun hafa verið um að ræða neta- ufsa og getur það verið orsök fyrir fremur lágu verði. Lítið um lax frá Kanada í New York Nokkuð hefur lifnað yfir Fulton- markaðnum, verðið á laxi hefur heldur hækkað og jafnvel hefur selst lax sem er með sýnilega hrogna- myndun. Mest er af laxi á markaðn- um frá Noregi og Chile, htilsháttar er annað slagið af laxi frá Færeyjum og íslandi. Markaðurinn í Boston og á vesturströndinni hefur verið lak- ari, þar hefur borið nokkuð á undir- boðum á norskum laxi og eru menn hræddir um að innan tíöar muni það koma fram á Fultonmakaðnum. Litið hefur verið um lax frá Kanada á markaðnum. í síðasta hefti „Commercial Fishing News“ segir frá hluta þess vanda sem bandarískir fiskimenn standa Ingólfur Stefánsson frammi fyrir. Veiðar á botnfiski hafa minnkað verulega á þessu ári miðað við það sem var síðastliðið ár. Skipin í Gloucester Mass. fiskuðu fram til júlíloka í ár 1.625.337 lb. en á sama tíma síðastliðið ár fiskuðu þau 1.835.337 lb. Uppistaða í veiðunum var þorskur en annað lýsa. Skipaeig- endur í Portland segja að algengt hafi verið að menn fengju 10-12.000 lb. í fjögurra daga veiðiferð í fyrra en nú þurfi menn að vera úti 6-7 daga til að fá 6-8.000 lb. Billingsgate þykir gamaldags Á markaðnum Billingsgate hefur gengið á ýmsu að undanfómu, má segja að svipaðar sveiflur séu á markaðnum og á mörkuðunum við Humber. Ýsuflök, sem seld voru fyr- ir 385 kr. kílóið, féllu nýlega í 280 kr. kg. Billingsgate markaðurinn hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Fish Trader var með grein um hann og The Independent skrifar harða grein um markaðinn einnig. Mat- vælafræðingur blaðsins skifar all- harða grein um markaðinn og telur að hann sé gamaldags og þar ríki einokun á verði sem sé óeðlilega hátt. Ennfremur sé oft um lélegan fisk að ræða. Greinar þessar hafa orsakað hörð viðbrögð á Bilhngsgate og Fish Merc- hant Association krafist þess að The Independent leiðrétti, eins og það er orðað, missagnir blaðsins. Einn af kaupendunum sagði að hann hefði hætt að versla á mark- aðnum og í staðinn stofnað fiskbúð í hjarta Lundúna. Fishing News Int- emational ræðir tillögu um að menn verði að kaupa sér leyfi til fiskkaupa á markaðnum. Það muni eina ráðið til að komast fyrir svartamarkaðs- brask á fiski. Gert er ráð fyrir að það muni kosta 13.500 kr. Þetta telja Skot- ar alveg ófæra leið. Ennfremur telja menn að setja þurfi sektarákvæði svo að þeir sem uppvísir verða að óleyfi- legri sölu greiði sekt sem nemur að minnsta kosti 400 sterlingspundum. Þýtt og endursagt úr Fiskaren 20. okt. 1989. Hækkandi verð á þurrkuðum saltfiski og blautfiski - Verð á þurrkuðum saltfiski hefur á undanfómum árum farið lækkandi en nú virðist sem verðið fari heldur hækkandi þótt ekki sé um stökk að ræða í verðinu eins og gerðist fyrir nokrum ámm, segir Ásbjöm Sol- bakk, forstjóri Unidos í Álasundi. í sjálfu' sér var hægt að búast við nokkuð snöggri hækkun en svo virð- ist sem verðiö muni fara rólega upp. Samkeppnin er hörð á þessum mark- aði sem öðrum og em helstu keppi- nautar Norðmanna Færeyingar, Kanadamenn og íslendingar. í lok ágúst var búið að flytja út 26.045 tonn en útflutningur til ágústloka árið 1988 var 24.180 tonn og voru 81,4% frá Álasundi. Orsakir þess að verðið hækkar nú gæti verið þorskveiði- bannið fyrir norðan 62. breiddar- gráðu, auk þess eru litlar birgðir. Nú mun útílutningur vera nánast jafnmikill á saltfiski, þurrkuöum og óþurrkuðum. Þetta telja menn að stafi af slæmri afkomu verkenda og háum vöxtum. „Pallettutogari“ í smíðum Ný stórtogari er nú í smíðum í Hollandi. Það sem vekur einna mesta athygli er að þegar búið er að frysta aflann er honum hlaðið á grindur (pallettur) og er mikil hagræðing í þessar nýbreytni. Skipið tekur 3000 tonn í frystilest, er með 10.000 hest- afla vél o.s.frv. Ætlunin er að þetta skip fiski á miðum á Norður-Atlants- hafi og Suður-Ameríku. Ýmsar teg- undir eru veiddar af þessum stóru fiskiskipum og erfitt er að keppa viö þau um verð. Nú eiga Hollendingar sjö svona stór skip sem leysa minni skipin af hólmi smátt og smátt. í frystilestinni rúmast 140.000 frosnar blokkir á 2.695 grindum (pallettum). Lauslega endursagt úr FNI. Perú Fyrri hluta ársins höfðu verið veiddar í bræðslu 4,5 millj. tonna, í lok júlí. Um þessar mundir hefur lít- ið fúndist af veiðanlegum fiski, þess vegna hefur ríkisstjómin sent 15 skip til að leita. Fiskmarkaöir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.