Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 28
36
FÖSTtJDAGÍJR 27. ÖKTÖBER 1989.
Andlát
Valgerður Þórmundsdóttir andaðist
miðvikudagimi 25. október.
Jarðarfarir
Guðbjöi-g Pálsdóttir, Einarsstöðum,
Reykjahverfi, verður jarðsungin frá
Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 31.
.október kl. 14.
Júlíus Skúlason, sem lést af slys-
fórum 21. október sl., verður jarð-
sunginn frá Hveragerðiskirkju
mánudaginn 30. október kl. 14.
Ragnheiður Tómasdóttir frá Bjólu
verður jarðsett frá Oddakirkju laug-
ardaginn 28. október kl. 14.
Ráðstefnur
Ráðstefna um brjóstagjöf
Nú eru liöin fimm ár frá því Abugafélag
um bijóstagjöf í Kópavogi var stofnað.
Áf því tilefni hefur félagið ákveðið að
halda upp á afmæli sitt með þvi að standa
fyrir ráðstefnudegi þar sem umfjöllunar-
efnið verður að meginhluta til brjósta-
gjöf, brjóstamjólk og þættir sem tengjast
fyrstu mánuðum í lífi ungbama og fjöl-
skyldna þeirra. Á síðasta aðalfimdi fé-
lagsins, í september sL, var ákveðið að
breyta nafni félagsins í Barnamól.
Áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og
þroska barna. Ráðstefnan verður laug-
ardaginn 28. október og hefst dagskráin
kl. 10. í hléum verður boðið upp á kaffi
og í hádegishléi gefst kostur á að fá sér
léttan bita. Bamagæsla mun verða á
staðnum.
haldnir tónleikar. Þá verður fjallað um
íþróttir og hlutverk þeirra í andlegri
þjáifun og m.a. sýnd kvikmynd í því sam-
hengi. Námskeiðið er ókeypis og öllum
oj)ið og er eins og áður sagði haldið í
Amagarði. Það er í sex hlutum og byrjar
fyrsti hlutinn í kvöld kl. 20. Frekari upp-
lýsingar er hægt að fá í síma 13970.
Fyrirlestrar
Opinber fyrirlestur í
boði félagsvísindadeildar
Dr. Uri Davis flytur opinberan fyrirlestur
í boði félagsvísindadeildar mánudaginn
30. október og hefst hann kl. 17.15 í stofu
101 í Odda. Dr. Davis hefur kennt við
ýmsa háskóla, síðast háskólann í Exeter
og hefur enn tengsl við þann skóla (Ho-
nors Research Fellow). Nú er hann for-
stöðumaður ráðgjafarstofnunar „The
Jemsalem and Peace Service". Dr. Davis
hefur skrifað fjölda greina og bóka. Fyrir-
lesturinn nefnist: The Israeli Palestinian
Conflict: Possibilities for a Peaceful Sol-
ution based on Principles of Westem
Democracy. Hann verður fluttur á ensku
og er öllum heimill aðgangur.
Tilkyimingar
Þjónustumiðstöðin,
Vesturgötu 7
Mánudaginn 30. október kl. 13.30 verða
létt dansspor og músík. Þriðjudaginn 31.
október kl. 13.30 verður spilað á spil.
Vinnustofan er opin virka daga, einnig
er kaflistofan opin frá kl. 14.45-16, sími
627077.
Húnvetningafélagið
Félagsvist verður spiluð laugardaginn 28.
október kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17.
Allir velkomnir.
Ráðstefna um mannvísindi
á íslandi
Hug- og félagsvísindadeild Vísindaráðs
boðar til ráðstefnu um mannvísindi á
íslandi undir kjörorðinu „Þekktu sjálfan
þig". Með mannvísindum er átt við þær
greinar sem em á rannsóknarsviði hug-
og félagsvísindadeUdar Vísindaráðs sem
spannar yfir starfsvettvang guöfræði-
deUdar, lagadeUdar, heimspekideUdar,
viðskipta- og hagfræðideildar og félags-
vísindadeUdar Háskóla íslands en þar
eiga einnig heima greinar sem ekki em
stundaðar í háskólanum, svo sem fom-
leifaffæði og listfræði. TUgangur ráð-
stefnunnar er tviþættur. Annars vegar
verða kynnt rannsóknarverkefni í mann-
visindum sem Vísindaráð hefur styrkt
að undanfömu og einnig verður rætt um
stöðu mannvísinda á islandi. Ráðstefnan
verður haldin að Hótel Sögu laugardag-
inn 28. október hefst kl. 13.45 og er öUum
opin.
Námskeiö
Frítt helgarnámskeið í
jóga og hugleiðslu
Þessa helgi mvm Sri Chinmoy setrið
gangast fyrir námskeiði í jóga og hug-
leiðslu í Amagarði þar sem kenna mun
ýmissa grasa. Farið verður í margs konar
slökunar- og einbeitingaræfmgar jafn-
framt því sem hugleiðsla er kynnt sem
áhrifanúkU aðferð tU meiri og betri ár-
angurs í starfi og aukinnar fullnægju í
daglegu lífl. Komið verður inn á sam-
hengi andlegrar iðkunar og sköpunar
hvers konar og í framhaldi af þvi verða
Hausthraðskákmót
Taflfélags Kópavogs
Hið árlega haustliraðskákmót Taflfélags
Kópavogs verður haldið í HjaUaskóla
sunnudaginn 29. október kl. 14. Þar munu
allir helstu skákmenn -Kópavogs mæta.
Kaffisala og sölu-
horn í Neskirkju
Kvenfélag Neskirkju verður með kaffi-
sölu nk. sunnudag, 29. okt., í safnaðar-
heimUi kirkjunnar. Kafflsalan hefst kl.
15 að lokinni guðsþjónustu hiá sr. Guð-
mundi Óskari Ólafssyni. Auk kaffiveit-
inganna verða konumar með dáhtið
söluhom þar sem seldir verða handunnir
munir við vægu verði. Tekið á móti bas-
armunum og kökum á laugardag milh
kl. 13 og 17 og á sunnudagsmorgun frá
kl. 10.
Listmunauppboð á sunnudag
23. Ustmunauppboð GaUerí Borgar í sam-
vinnu við Listmunauppboð Sigurðar
Benediktssonar hf. verður haldið að hótel
Borg sunnudaginn 29. október og hefst
kl. 20.30. Uppboðsverkin verða sýnd í
GaUerí Borg, Pósthússtræti 9, í dag kl.
10-18 og laugardag og sunnudag kl. 14-18.
Þeir sem ekki sjá sér fært að vera við-
staddir sjálft uppboðið geta skihð efdr
forboð hjá starfsfólki GaUerí Borgar.
Stórmót í parabridge
Laugardaginn 18. nóvember verður
haldið silfurstigamót í parabridge,
hið fyrsta í sögu bridgeíþróttar á Is-
landi.
Mótshaldari er Bridgeklúbbur
hjóna. Fyrirkomulag og stigagjöf er
samkvæmt reglum Bridgesambands
íslands.
Glæsileg verðlaun verða veitt:
1. kr. 80.000
2. kr. 50.000
3. kr. 30.000
4. kr. 15.000
Sá nýstárlegi háttur er hafður á
verðlaunaaíhendingunni að helm-
ingur hverra verðlauna er peninga-
verðlaun, hinn helmingur verðlaun-
anna er persónulegir munir til herr-
ans og dömunnar.
Spilað verður í sal Bridgesambands
íslands í Sigtúni. Mótið hefst kl. 10
laugardaginn 18. nóvember. Spilaður
verður barómeter, hámarksþátttaka
er 42 pör. Væntanlegir keppendur
geta skráö sig fyrirfram. ísak Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Bridge-
sambands íslands, tekur á móti þátt-
tökutilkynningum í síma 689360 eða
689361. Bridgeunnendur eru hvattir
til að hafa samband við ísak sem
fyrst og tryggja sér þátttöku. Þátt-
tökugjald er kr. 4500 á parið.
Meiming
í leit að frumkrafti
- um sýningu Bjargar Þorsteinsdóttur í Norræna húsinu
íjölhyggja samtímans hefur getið af sér meira hst-
rænt frelsi en áður hefur þekkst. Listamenn, sem þeg-
ar hafa tryggt sig í sessi og markað sér braut innan
núlistanna, sjá sér nú leik á borði og sletta ærlega úr
klaufunum. Utkoman verður að sjálfsögðu klaufaskap-
ur að einhveiju leyti en sú klaufska gerir ekki annað
en að hressa, bæta og kæta, eins og þar stendur. Það
er notaleg tilhugsun að geta í kæruleysi látið allt vaða,
en þegar lengra er litið þá eru slíkar hugmyndir þó
skyldari hugdettum og það dettur úr þeim botninn
áður en varir. Þá springur hinn sesstrúi og reyndi
hstamaður á hmminu og gerist eftirmóður; hann fer
út í eftirhermur og htur jafnvel á þær sem æðri sann-
indi.
Ífríi frá forminu
Björg Þorsteinsdóttir, sem um þessar mundir sýnir
verk sín í kjahara Norræna hússins, virðist nú hafa
snúið hstsköpun sinni upp í nokkurt kæruleysi og
gefið sig hinum óbeislaða sköpunarkrafti á vald. Það
er að sjálfsögðu of snemmt að segja til um hvort hún
springi á því limmi, en skyldi vera að hún hafi alger-
lega gefið upp á báfinn hina vandfýsnu fjarvíddar- og
flatamálun sem hún stundaði áður, einkum þó á síð-
asta áratug? Þar kemur víða fram mun næmari og
hugsaðri formteikning en nú gefur að hta í sölum
Norræna hússins. Björg er sjálfsagt í eins konar sjálf-
skipuðu fríi frá forminu og leitar frumleikans með því
að láta htinn gossa. Alltof margar myndir á sýningu
Bjargar eru greinhega unnar í miklum flýti. Sá flýtir
á ugglaust að skoðast sem skjót en örugg vinnubrögö
hins reynda hstamanns, en virkar þó miklu frekar
eins og verið sé að fyha upp í veggplássið í hinum vel
rúmu salarkynnum. Á sýningunni eru samt sem áður
mjög skemmthegar og margræðar myndir sem eru
ugglaust meðal þess besta sem komið hefur úr smiðju
Bjargar. Þar á meðal eru t.a.m. myndimar „Höfðu-
skepnur 11“ (nr. 2), „Hhlingar“ (nr. 3), „Haustdagar"
(nr. 5) og „Nótt“ (nr. 6).
Endurteknir bogar
Ahar era þessar myndir kraftmiklar og ohukrítin
er þéttari og áferðarmeiri en í flestum hinna mynd-
anna. Myndimar „Talcmark I og 11“ (nr. 12 og 13) og
„Rúnir“ (nr. 14) eru einnig í þessum þétta hópi, en
skera sig fremur úr sakir óvenjulegra blæbrigða og
frumlegrar htanotkunar. Myndin númer 13 minnir
einna helst á Babelstum Braegels með sínum boga-
mynduðu gluggum. Bogaformið og þríhymingsformið
eru reyndar endurtekin æ ofan í æ í mörgum smærri
myndanna á sýningunni, s.s. í númerum 28, 33 og 34.
Slík endurtekning sömu myndbygginga bendir th þess
„Fortið í nútíð" eftir Björgu Þorsteinsdóttur.
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
að Björg sé annað tveggja að leita fyrir sér eða að hún
sé þegar búin að gefa kæruleysið upp á bátinn. í raun
breytir það htlu. Listræn kúvending gerist ekki erf-
iðislaust og sjaldnast á einni nóttu. En Björg Þorsteins-
dóttir hefur tekið stefnu sem er hresshegt fráhvarf frá
þeim skandinavíska elhússth sem hún hefur áður ver-
ið svo upptekin af, bæði í málverki go grafík. Olíukrít
og vatnshtur eru góðar útgönguleiðir úr eldhúsinu,
en það sakar aldrei að hta um öxl og skoða gömlu
innréttinguna. Hver veit nema hún búi yfir nýjum
sannindum?
Sýningu Bjargar lýkur á sunnudag, 29. október.
-ÓE
Fjölmíðlar
Sænskir kokkcir
Talæfingar jngimars Ingimars-
sonar gerast flóknari og flóknari og
það er orðið erfitt fyrir almúgann
að fylgja fréttum hans á enda. Eftir
því sem ég korast næst fjallaði frétt
hans í gær um það að ríkisendur-
skoðun heföi ekki endurskoðað
skoðun sina hvort hún ætti að
stunda endurskoðun á sjálfri sér.
Sem yröi þá sjálfsskoðun eða jafnvel
naflaendurskoðun.
En það væri í takt við það sem
formenn stærstu flokkanna gera
núna. Þaö veit enginn hvernig sá
leikur byrjaði sem heitir að stunda
ekki skítkast Þetta gera þó þeir
Þorsteinn og Steingrimur núna,
standa eins og steiktir englar í
ræðustólunum og segjast ekki
stunda skítkast þótt hinn aðilinn
geri þaö. Ég vhdi ekki taka aö mér
að skrifa ævisögu fyrir svona menn.
Við fregnuðum það um daginn aö
Bretar eiga mjög auðvelt með að sjá
drauga. Eg er farinn að halda að
Margaret Thatcher sjái draug í
hvert skipti sem von er á íslenska
utanrfkisráöherranum. Þá er rokið
upp th handa og fóta ogfundinnnýr
utanríkisráðherra svo að Jón Bald-
vin veit ekki daginnáður hvern
hann kemur til með að tala við.
Ævisögur eru efni sem ætti að
henta sjónvarpi vel. Það er hægt að
finna svo margt látiö fólk sem hefúr
skhið eitthvað eftir sig, Síðan er að
leita uppi heimhdir og fólk sem hef-
hægt að búa til trúveröuga ævisögu.
Þetta er ekki svona einfalt, eins og
sést á allt of mörgum þessara þátta.
Sumum hættir th að þurrka út
allar misfehurnar í lífi fólksins, og
útkoman verður mjög þreytandl
Þannig virðast þættirnir um Charlie
„Bird“ Parker ætla að verða. Að
hlusta og horfa á svona sífehda end-
urtekningu á þvi hvað hann var
góöur og skemmthegur færir mér
ekki bara kökk heldur kligju.
Þegar okkur þykir vænt um fólk
þá þykirokkurvænt um gallaþess
líka. Viðvhjumþekkjamanneskj-
una aha, og þegar ég horfi á svona
þátt þá afgreiði ég hann likt og sjálf-
hælna manneskju sem maöur lendir
við hhðina á í boðí. Maður reynir
að finna takkann th að slökkva á
henni
Hvernig eru þættir sem eru bæði
th gagns og gamans? Það eru þættir
með sænskum kokkum. Þessi yndi
alls heimsins hafa nú ákveöiö aö
kenna okkur aö borða síld. Þetta
gæti orðið hinn ágætastí skemmti-
þáttur með upplýsingaghdi fyrir þá
sem vilja matreiða shd á nýjan hátt.
Þaö er annars mikhl hængur á
þessum góða miöh, sjónvarpinu, að
það getur flutt Ijós og hljóö, en ekki
lykt. Maöur hefði komist miklu bet-
ur inn í rétta andrúmslofUð ef maö-
ur hefði haft vit á því aö hafa eina
síld eða svo í sjónvarpsherberginu.
i staöinn fékk Sigmar einn að njóta
reyksins af réttunum, Sá sem upp-
hugsaði sviösetninguna hafði þó
reynt að leggja sitt af mörkum og
dreglð fram sviðsmynd sem ég sá
síðast í skemmtiþætti með hljóm-
sveit ÓlafsGauks seint á sjöunda
áratugnum. Þessi maður hlýtur
annaðhvort aö vera atvinnuraaður
eðasannurspaúgari.
Gísli Friðrik Gíslason