Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 5
: FÖSTUDÁGUR 27. OKTÓBEU 1989. Tölvan, sem stolið var, er að verð- mæti um 800 þúsund krónur. Húsið, sem hún hvarf úr, var mannlaust í stutta stund er þjófurinn lét til skarar skríða. Á myndinni er tölva af sömu tegund og sú sem stolið var. DV-mynd BG Tölvuþjófur: Gekk með tölvu út úr Háskólanum Macintosh IIx tölvu aö verömæti um 800 þúsund krónur var stolið frá tölvunarfræðiskor, sem er hluti af Raunvísindadeild Háskólans, í sum- ar. Tölvan hvarf úr einu húsanna þar sem tölvuver Háskólans hefur aðset- ur sitt. Húsið var ólæst að nóttu til er tölvan hvarf. Maður, sem vann að lokaverkefni sínu í húsinu, þurfti að bregða sér frá í stutta stund. Er hann kom aftur var tölvan horfm. Tahð er að einhver sem er kunnugúr á staðnum hafi framið verknaðinn. Máiið er enn óupplýst. Radíóbúðin gaf Háskólanum um átta miiljóna króna gjöf og var stolna tölvan hluti af þeirri gjöf. Tölvubún- aðurinn var ótryggður enda hefur Háskóh íslands aðeins skyldutrygg- ingar. Þarna er engin öryggisgæsla en húsvörður hefur umsjón með byggingum dehdarinnar. , Blaöa- og útgáfustyrkur: Ættiað skiptast eftir fjölda þingmanna - segir Kjartan Gunnarsson „Það gæti litið þannig út að við þyrftum að fara að ausa einhverjum mhljónum í Stefán Valgeirsson ef hann verður gerður að þingílokki. Nefndin hefur hins vegar valmögu- leika og ég hef ahtaf lagt til að þess- um blaða- og útgáfupeningum sé veitt til þingílokka eftir þingmanna- fjölda,“ sagöi Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, en hann situr sem fulltrúi flokksins í nefnd þeirri sem deihr út útgáfu-.og blaðastyrk th þingflokka. „Mér hefur alltaf fundist, úr þvi að þetta er gert á annað borð, og þetta eru nú skattpeningar, að þá væri það þó eðhlegasta leiðin að skipta ráns- fengnum í hlutfalh við fylgi ræningj- anna, ef það má orða það þannig. Það er þó nær því heldur en að skipta því bara jafiit á mhh þeirra.“ Iðnnemar þinga Þing Iðnnemasambands íslands, hið 47. í röðinni, veröur haldið í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi dagana 27. th 29. október. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra mun ávarpa þingið en auk hennar munu þau Guðrún Ágústsdóttir og Ásmundur Stefáns- son flytja ræður á þinginu. Fréttir Þjónustumiðstöð borgarstarfsmanna risin við Úlfljótsvatn: Koparslegið sextíu milljóna króna hús Þjónustumiðstööin kostaði um 60 milljónir króna og skiptist kostnaður á milli Reykjavíkurborgar, Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem á landið við Úlfljótsvatn. Tekin hefur yerið í notkun sextíu mhljóna króna þjónustumiðstöð Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar í sumarbústaðalandi félags- ins við Úlfljótsvatn. Verður þar rekin þjónustumið- stöð fyrir tíu sumarbústaði á sumr- in en á veturna er gert ráð fyrir að húsið verði notað th funda og ráðstefna á vegum stofnana Reykjavíkurborgar og borgar- starfsmanna. Námskeið fyrir fé- lagsmenn hafa þegar verið haldin í þessari miðstöð. Félagsmenn eru um 2.500. Húsiö er um 600 fermetrar að hehdarflatarmáh og nam kostnað- ur við þaö um 60 mhljónum króna - í því er kjahari, hæð og hluti af rishæð. Að sögn Haraldar Hannessonar, formanns félagsins, var mjög vand- að th verksins og eru álagshorn, s.s. gluggasyhur og úthom, kopar- slegin. Kostnaðurinn hefur enn ekki verið gerður upp á milli þeirra sem standa að byggingunni en það eru Reykjavíkurborg, Rafmagns- veita Reykjavíkiu- og starfsmanna- félagið. Þó er gengið út frá því að hann skiptist í þrennt á milli aðha. „Þetta er gríðarlega mikh og vel hönnuð þjónustumiðstöð og það hefur verið orðaö að hún verði fyr- irmynd annarra timburhúsa á landinu á næstu áratugum," sagði Haraldur. „Á 60 ára afmæh starfsmannafé- lagsins fyrir þremur árum hét Dav- íð Oddsson borgarstjóri því að stefnt yrði að sameiginlegri bygg- ingu Reykjavíkurborgar og starfs- mannafélagsins. Það var htið á þetta sem afmæhsgjöf og síðan var ráðist í samvinnu við Rafmagns- veitu Reykjavíkur sem er formleg- ur eigandi að jörðinni á Úlfljóts- vatni. Þama er góð aðstaða th funda, námskeiða eða fyrir ráð- stefnur auk þess sem gestir í sum- arbústöðunum geta nýtt sér ýmsa aðstöðu eins og gufuböð, sjón- varpsherbergi og fleira,“ sagði Haraldur. -ÓTT Heitur matur r»aut látruöu, skammtur aðeins Aðeins 4 stk. eldhúsrúllur í pakka - aðelns lan,bi "yslátruöi 9amia Gevalia Ungar“ unghænur268; Lambakjöt af nýslátruðu í 1/1 skrokkum, niðursagað. OQ7 “ Aðeins OOJj Úrvals nautahakk 590, KJÖTMIÐSTÖÐIN rosiua. M. 5J— Laugardag kl. 10-18. Sunnudag kl. 11-18. Garóatorgi 1, Garðabæ Laugalæk 2 -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.