Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 27
PGSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989. 35 Afrnæli Flosi G. Ólafsson Flosi Gunnlaugur Ólafsson, leikari og rithöfundur, Tjarnargötu 40, Reýkjavík, er sextugur í dag. Flosi fæddist í Reykjavík og ólst upp í og við Kvosina en hann hefur ætíð verið áhugasamur um sögu og sérkenni elsta hluta höfuðborgar- innar. Flosi lauk stúdentsprófi frá MA 1953. Hann hóf leiklistarnám við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, lauk þaðan prófi 1958 og var síðan við nám í leikstjórn og þátta- gerð 'fyrir útvarp og sj ónvarp hjá BBC í Lundúnum 1960-61. Flosi hefur verið leikari.og leik- stjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1958 og fastráðinn leikari þar frá 1960, en hlutverk hans á fiölum Þjóðleik- hússins eru nú orðin talsvert á ann- að hundrað. Um þessar mundir leik- ur hann illmennið Bumble í söng- leiknumOliver. Flosi hefur leikstýrt fiölda leikrita, þátta og annars efnis fyrir útvarp og sjónvarp, auk þess sem hann hefur leikið í fiölda kvikmynda. Flosi var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1978-82 og sat í sfiórn Félags íslenskra leikara 1980-84. Bækur eftir Flosa: Slett úr klauf- unum, Rvík 1973; Hneggjað á bók- fell, Rvík 1974; Leikið lausum hala, 1974, og í Kvosinni, Rvík 1982. Leikrit eftir Flosa: Bakkabræður, bamaieikrit, flutt í útvarp 1957; Prí- vatauga, sakamálaleikrit fyrir út- varp, flutt 1958; Þorskhallarundrin, gamanópera, ílutt í útvarp 1959; Ringulreið, gamanóperetta, frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu 1957, flutt í sjónvarpi 1976; Örlagahárið, tlutt í sjónvarp 1967; Slúðrið, flutt af Leik- listarskóla ríkisins 1978. Flosi þýddi skáldsöguna Bjarg- vætturinn í grasinu eftir J.D. Sahn- ger, Rvík 1975. Fyrir Þjóðleikhúsið hefur hann þýtt eftirfarandi söng- leiki: Prinsessan á bauninni; Gæjar og píur; Chicago; Ohver Twist; gam- anleikurinn Hahæristenór. Auk þess hefur Flosi þýtt talsvert af sönglagatextum og „hbrettóum" fyrir íslensku óperuna og Þjóðleik- húsið. Hann hefur einnig þýtt fiölda útvarpsleikrita. Flosi hefur samið og sfiórnað fiöl- mörgum þáttum í revíuformi fyrir útvarp og sjónvarp, m.a. fimm ára- mótaskaupum sjónvarpsins á ámn- um 1962-70. Flosiskrifaðivikulegapistlaí • helgarblað Þjóðviljans 1971-87, í Al- þýðublaðið frá 1987 og loks í Press- una. Kona Flosa er Lilja Margeirsdótt- ir, fuhtrúi oghúsfreyja, f. 5.5.1936, dóttir Margeirs Sigurjónssonar, for- sfióra í Reykjavík, og konu hans, Kristínar Laufeyjar Ingólfsdóttur húsfreyju. Sonur Flosa og Lilju er Ólafur Flosason, f. 13.10.1956, hljóðfæra- leikari og tónlistarkennari, kvænt- ur Ehsabetu Hahdórsdóttm-. Dóttir Flosa frá því fyrir hjóna- band er Anna, f. 21.12.1951, nemi við Myndhstar- og handíðaskóla ís- lands, gift Bjarna Hjartarsyni versl- unarmanni. Móðir Önnu er Vera FannbergKrisfiánsdóttir, f. 10.7. 1932. ForeldrarFlosa: Ólafur Jónsson, verslunarmaður í Reykjavík, f. 31.1. 1905, d. 10.1.1989, og Anna Odds- dóttir, kaupkona og húsmóðir, f. 20.10. Í908, d. 19.6.1980. Kjörforeldrar Ólafs voru Flosi Sig- urðsson, trésmiður ogforstjóri í Reykjavík, f. 24.6.1874, d. 28.6.1952, og Jóriína Jónatansdóttir húsfreyja, f.22.5.1869, d. 1946. Föðursystir Flosa var Margrét, móðir Jónasar Gíslasonar dósents. Önnur systir Ólafs var Andrea, móðir Sveins Ragnarssonar, félags- málastjóra Reykjavíkur. Faðir Ólafs var Jón, trésmíðameistari í Reykja- vík, bróðir Jónínu verkakvennafor- ingja. Jón var sonur Jónatans, b. á Miðengi í Garðahreppi, bróður Guð- rúnar, langömmu Sveins R. Eyjólfs- sonar, stjórnarformanns Frjálsrar fiölmiðlunar. Bróðir Jónatans var Jón, langafi Lámsar, afa Trausta Valssonar arkitekts. Jónatan var sonur Gísla, b. á Norður-Reykjum, Helgasonar. Móðir Jónatans var Amdís Jónsdóttir, b. á Ási við Hafn- arfiörð, Ásgrímssonar og konu hans, Katrínar Pétursdóttur, systur Sigurðar, föður Bjarna riddara. Móðursystkini Flosa em Ingi- björg, móðir Þórðar Harðarsonar prófessors, og Bjami, faðir Amar rithöfundar. Arina var dóttir Odds, skósmiðs í Rvík, Bjarnasonar. Móð- ir Odds var Ingibjörg, systir Jóns, langafa Dóru, móður Jóns Páls Sigmarssonar. Ingibjörg var dóttir Odds, b. á Brennistöðum, bróður Ögmundar, langafa Sveins, langafa Valgeirs Guðjónssonar. Bróðir Odds var Loftur, langafi Kristjáns Lofts- sonar, forstjóra Hvals hf. Bróðir Odds var Jón, langafi Sigmundar Guðbjamasonar rektors og Stefáns, föður Svölu Thorlacius hrl. Systir Odds var Kristín, móðir Ingibjargar Ó. Johnson kaupkonu. Oddur var sonur Bjarna, b. í Vatnshomi í Skorradal, Hermannssonar. Móðir Odds var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Vatnshomi, ísleifssonar og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, Flosi Gunnlaugur Ólafsson. systrn: Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingibjargar var Helga Böðvarsdótt- ir, b. í Skáney, Sigurðssonar og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur, b. í Deildartungu, Þorvaldssonar, for- föður Deildartunguættarinnar. Móðir Önnu var Guðlaug Kristjáns- dóttir, trésmiðs á Eyrarbakka, Teitssonar, b. í Vatnahjáleigu í Flóa, Jónssonar, b. á Hamri, bróður Guð- ríðar, langömmu Eyjólfs, langafa Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Jón var sonur Árna, prests í Steinsholti, bróður Ög- mundar, afa Tómasar Fjölnis- manns. Bróðir Árna var Stefán, langafi Áma, langafa Björns Th. Björnssonar. Annar bróðir Áma var Böðvar, langafi Þorvalds, afa yigdísar Finnbogadóttur. Faðir Árna var Högni „prestafaðir" Sig- urðsson. Flosi tekur á móti gestum í Súlna- sal Hótel Sögu mánudaginn 30.10. klukkan 17. Birgir Marinósson Birgir Marinósson, starfsmanna- stjóri hjá Álafossi hf. á Akureyri, Norðurgötu 42, Akureyri, er fimm- tugurídag. Birgir er fæddur í Engihlíð á Ár- skógsströnd í Eyjafirði. Hann lauk landsprófi og gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugum 1959 og samvinnuskólaprófi frá Bifröst 1961. Starfaði sem skrifstofumaður hjá Uharverksmiðjunni Gefiun 1961-’6, og kennari í bama- og ungl- ingaskólanum í Árskógi á Árskógs- strönd 1966-’73, Glerárskóla á Akur- eyri 1973-’76 og Oddeyrarskóla á Ákureyri 1976-77. Birgir var starfs- mannastjóri Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri 1977-88. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum hjá ungmenna- og íþróttahreyfing- unni auk samvinnuhreyfingarinnar og er núverandi stjórnarformaður í Samvinnulífeyrissjóðnum og for- maður Starfsmannafélags verk- smiðjusvæðisins á Gleráreyram. Birgir hefur lengst af verið með starfandi danshljómsveit og er enn að. Þá hafa komið út á hljómplötum eftir hann lög og textar. Rit hans era: Lausar kvamir, ljóð, 1971; Ljós og skuggar, Ijóð, 1982; Lith Pétur og Stóri Pétur, barnabók, 1972. Fyrri kona Birgis var Böðvína María Böðvarsdóttir. Þau shtu sam- vistum 1979. Börn þeirra era: Böðv- ar, f. 9.2.1963, sjómaður og iðn- verkamaður; Arnar, f. 26.3.1965, stúdent og sölumaður hjá VÍ; Elvar, f. 30.8.1966, nemi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri, býr með Krist- björgu Guðmundsdóttur, banka- starfsmanni í Landsbankanum á Akureyri, ogBirgittaMaría, f. 15.2. 1970, nemi Fjölbrautaskólans við Ármúla í Reykjavík. Þann 23.8.1980 kvæntist Birgir Önnu Maríu, f. 3.1.1940, Jóhanns- dóttur, söngvara á Akureyri, Kon- ráðssonar og konu hans, Fanneyjar Oddgeirsdóttur. Börn Önnu Maríu eru: Fanney Harðardóttir, f. 15.11.1961, röntgen- tæknir, gift Sigfúsi Hreiðarssyni, nema Verkmenntaskólans á Akur- eyri, og eiga þau Núma, f. 3.8.1986, og Inga Björk Harðardóttir, f. 12.11. 1964, gullsmiður og á hún soninn Þór Adam Þorsteinsson, f. 23.12. 1986. SystkiniBirgiseru: Valgerður, f. 5.12.1917, d. 18.3. 1963, gift Valdimar Óskarssyni og eru þöm þeirra: Fjóla Bergrós, gift Ómari Karlssyni; Ingimar Berg- steinn, kvæntur Bjamveigu Páls- dóttur; Óskar Bragi, kvæntur Brynju Guðmundsdóttur; Snjólaug Björk, gift Stefáni Albertssyni, og Einar Bjarki, kvæntur Auði Sigríði Kristinsdóttur. Ása, f. 9.2.1932, gift Sveini Ehasi Jónssyni og eru þeirra böm: Jón Ingi, kvæntur Guðbjörgu Ingu Ragnarsdóttur; Margrét, gift Óla Birni Kárasyni; Erla Gerður, gift Hólmari Ástvaldssyni, og Marinó Viðar. Þorsteinn, f. 30.12.1934, kvæntur Fjólu Kristínu Jóhannsdóttur og eru þeirra börn: Sigrún Jóhanna, gift Áma Þórissyni; Marinó Steinn, kvæntur Indíönu Auði Óladóttur; Ingibjörg, gift Gunnari Gunnars- syni, og Ása Valgerður. Hhdur, f. 24.9.1941, gift Gylfa Bald- vinssyni og era börn þeirra: Val- gerður, gift Sigurjóni Herbertssyni; Þóra Soffía, gift Stefáni Jónssyni; Ingibjörg María og Jóhann Baldvin. Foreldrar Birgis: Ingibjörg Ein- Birgir Marinósson. arsdóttir, f. 15.11.1905, ljósmóðir, sjómanns á Siglufirði, og hennar maður, Marinó, f. 28.9.1903, d. 4.9. 1971, bóndi og oddviti í Engihlíð Þorsteinsson, b. og útgerðarmanns á Litlu-Hámundarstöðum, Þor- steinssonar. Birgir tekur á móti gestum í Fé- lagsborg frá kl. 21 á afmæhsdaginn. Ingólfur Guðnason Ingólfur Guðnason, bóndi í Eyjum í Kjós, er sjötugur í dag. Ingólfur er fæddur í Eyjum og al- inn þar upp. Snemma tók hann við búiföður síns. Þann 11.6.1950 gekk Ingólfur að eiga Helgu Pálsdóttur (f. Wiggert), f. 22.6.1926. Foreldrar hennar voru Ema (f. Riher) og Páll Wiggert verkamaður frá Lubéck í Þýska- landi. Börn Ingólfs og Helgu eru: Guðni Gunter, f. 10.6.1951, verka- maður, búsettur í Eyjum í Kjós, ókvæntur og bamlaus. Anna Guðfinna, f. 4.4.1955, hús- móðir í Keflavík, gift Kristni Helga- syni og era börn þeirra þrjú: Kristín Þórunn, f. 13.5.1976; Róbert Már, f. 20.4.1979; og Kristinn Annel, f. 6.7. 1988. Hermann Ingi, f. 24.3.1956, b. á Hjalla í Kjós, kvæntur Bimu Ein- arsdóttur og eru böm þeirra tvö: Antonía, f. 24.11.1984; og Helga, f. 21.6.1988. Páh Heimir, f. 1.12.* 1958, b. í Eyjum íKjós.ókvæntur. Guðrún Lhja, f. 30.12.1959, hús- móðir í Kópavogi, gift Ingimari Þor- steinssyni og eiga þau fiögur börn: Ingólf Helga, f. 12.8.1977; Guðlaugu Bergmann, f. 27.8.1980; Davíð Pál, f. 9.3.1988; og Gunnar Inga, f. 4.5. 1989. Valborg Ema, f. 8.2.1965, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Ómari Ásgrímssyni. Af fimm systkinum Ingólfs eru tvö enn á lífi, þ.e. Rósa, f. 4.4.1913, og Guðni, f. 2.8.1915, lögfræðingur í Reykjavík. Látin eru: Hans, f. 27.8. 1911, b. á Ifialla í Kjós; Lilja, f. 4.4. 1913; og Guðrún, f. 30.5.1917. Foreldrar Ingólfs vora Guðni Guðnason, f. 28.5.1877, b. í Eyjum í Kjós, og kona hans, Guðrún Hans- dóttir Stephensen, f. 8.8.1877. Faðir Guðna var Guðni, b. í Eyjum Guðnason, b. í Eyjahól, Jónssonar, b. í Laxárnesi, Helgasonar. Móðir Guðna Jónssonar var Guð- rún Oddsdóttir. Móðir Guðna Guönasonar eldri var Guðrún Gísladóttir, b. á Möðravöhum, Guð- mundssonar og Guðleifar Bjöms- dóttur. Móðir Guðna, föður Ingólfs, var' Guðrún Ingjaldsdóttir, b. í Eyjum, Ingjaldssonar, b. í Króki í Grafn- ingi, Sigurðssonar. Móöir Ingjalds Ingjaldssonar var Borghhdur Guðbrandsdóttir á Vhl- ingavatni. Móðir Guðrúnar var Guðrún, dóttir Gríms, b. í Flekku- dal, Jónssonar og Sesselju Jóns- dóttur. Guðrún, móðir Ingólfs, var dóttir Hans, b. á Hurðabaki, Stefánssonar Stephensen, prests á Reynivöhum Stefánssonar Stephensen, amt- manns Stephensen. Móðir séra Stefáns var Marta María Diðriksdóttir Hölters. Móðir Hans var Guðrún Þorvaldsdóttir, prests og skálds í Holti undir Eyja- fiöhum, Böðvarssonar, og Kristínar Bjömsdóttur, prests í Bólstaðarhhð, ættföður Bólstaðarhlíðarættarinn- ar. Móðir Guðrúnar Hansdóttur var Guðrún Ögmundsdóttir, b. á Hlemmiskeiði, Hanssonar, b. á Dysj- um, Ormssonar. Ingólfur Guðnason. Móöir Guðrúnar Ögmundsdóttur var Þórunn Sturlaugsdóttir, b. í ArakotiáSkeiðum. Ingólfur mun taka á móti gestum á heimili sínu, laugardaginn 28. okt- óber, eftir kl. 15. Ingj aldur ísaksson, Álfabrekku 11, Kópavogi. Vilborg Kolbeinsdóttir, Brúarlandi, Grímsneshreppi. Þórarinn Steingrúnsson, Mávakletti 12, Borgarnesi. 70ára BjamiHelgason, Eyjaholti8,Garði. Kristján V. Kristjánsson, Hhðarendavegi 1A, Eskifirði, Vigdis Hannesdóttir, Hólmgarði 5, Reykjavík. 60 ára Ingibjörg Jóhannesdóttir, Miðgmnd, Akralireppi. Sigríður Ólafsdóttir, Úlfsstöðum, Vallahreppi. Sverrir Júiíusson, Vegamótastig9, Reykjavík. Ólafía G. Steingrímsdóttir, Vestursíðu 6A, Akureyri. Regína Sigurlaug Pálsdóttir, KirkíuJæk 1, Fljótshlíðarhreppi, ÁmiFriðriksson, Nesvegi 64, Reykjavík. Elsa Baldursdóttir, Holtsgötu 31, Reykjavik. Emelía Baldursdóttir, Syðra-Hóh 1, Öngulsstaðahreppi. Hafalda Breiðfiörð Arnarsdótt- Hlunnavogi 14, Reykjavlk. Hannes Björgvinsson, Skefiagranda 3, Reykjavík. Þórður Þ. Þórðarson, MeIteigi9,Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.