Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 8
Útlönd FÖSTUDAaUR 27. OKTÓBER 1989. González bidlar tH kjósenda Leiötogi sljórnarandstöðunnar á Spáni, José Maria Aznar, ásamt konu sinni, Ana Botella, til vinstri, og Soledad Becerrii, fyrrum menntamála- ráðherra, á kosningafundi. Sfmamynd Reuter Forsætisráðherra Spánar, Felipe González, sem nú reynir að halda meirililuta á þingi þriöja kjörtímabilið í röö, hvatti í gær kjósendur til að sundra ekki vinstri vængnum í kosmngunum á sunnudaginn. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru um síöustu helgi, hlýt- ur Sósíalistaflokkur González sigur þriðja kjörtímabilið í röð en hann gæti misst meirihluta vegna þeirra sem ætla að snúa baki við flokknum og fara yfir til sameinaðra vinstri manna. Aukinn þrýstingur á Aoun Butros Sfier, æðsti kirkjuleiðtogi kristinna í Líbanon, lýsti í gær yfir stuðningi við friðaráætlun Araba- bandalagsins. Leiðtoginn, sem ver- ið hafði erlendis i fjórar vikur, sagði í messu i Beirút í gær að sam- komulagið gæti bjargað Líbanon. Aoun, yfirmaður herafla kris- tinna, hefur hafnað áætluninni sem þingfulltrúar kristinna og múhameðstrúarmanna hafa sam- þykkt. Þykir stuöningur kirkjuleiðtog- ans við samkomulagið auka þrýst- inginn á Aoun um aö samþykkja það. Mánaðarlangt vopnahlé var rofið i Beirút á raiðvikudagskvöid en skotbardagarnir stóðu aðeins yfir í nokkra klukkutíma. Æðsti kirkjuleiðtogi krlstinna í Líb- anon, Butros Sfier. Simamynd Reuter 700 fórnarlömb Israelskir hermenn i eftirlitsferð viö flótlamannabúðir Palestínumanna á vesturbakkanum. Veriö er að setja gírðingar umhverfís búðirnar sem munu byrgja allt útsýni ibúanna. Simamynd Reuter Israelskir hermenn skutu í gær til bana tvo Palestínumenn á herteknu svæðunum og eru fómarlömb uppreisnarinnar þar með orðin sjö hundr- uð. Þar með eru taldir þeir arabar sem drepnir hafa veriö af Palestínu- mönnum fyrir meint samstarf við ísraelsku leyniþjónustuna. Fjörutíu og tveir gyðhigar hafa einnig látið lifið í uppreisninni. Nítján ára piltur var skotinn er hann var aö mála slagorð á vegg í flótta- mannabúðum á Gazasvæðinu, að sögn Palestínumanna. Hermenn segja að um átök hafi veriö aö ræða. Að sögn heryfirvalda var Palestínumað- ur, sem ók bifreið sinni af ásettu ráði á lögreglumann við vegartálma á vesturbakkanum, skotinn til bana. Lögreglumaður meiddist htilsháttar. Óeirðir fylgdu í kjölfar þessara morða og særðust aö minnsta kostí fimmtán Palestínumenn. VIII breytingar á Varsjárbandalaginu Forsætisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, kraföist í gær breyt- inga á Varsjárbandalaginu og Comeeon, viðskiptasambandi austantjalds- landanna. Þaö var í ræðu í kvöldverðarveislu utanríkisráðherra Varsjárbandalags- ins sem Mazowiecki lýsti því yfir að breytinga værí þörf til að friður og eining innan Evrópu næðist. Sagði hann að bandalagiö ættí frekar að vera pólítískt en hemaðarlegt. Forsætísráðherrann tilgreindi ekki nánar hvaða breytingar hann vildi en gerði þó Ijóst að Pólland myndi veröa áfram í Varsjárbandalaginu og Comecon. Thatcher andspænis stjórnarkreppu? í kjölfar uppsagnar breska fjár- málaráðherrans í gær stendur Marg- aret Thatcher forsætisráðherra nú frammi fyrir stærsta póhtíska vanda sínum frá þvi hún tók við völdum fyrir tíu árum, að máti fréttaskýr- enda. Segja þeir að atburðir gærdags- ins hafi reynst mikill skellur fyrir trúverðugleika ríkisstjónjar hennar og hið virta Financial Times dagblað kvað afsögn Lawson vekja „spum- ingar um framtíð Thatcher". Nigel Lawson fjármálaráðherra sagði af sér í gær vegna ágreinings við efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar- innar, Sir Alan Walters, en þeir tveir voru á öndverðum meiði hvað varðar stefnuna í efnahagsmálum. Sérstak- lega deildu þeir um aðild að evrópska myntkerfinu sem Walters var mót- faliinn. Skömmu eftir að Lawson sagði af sér sagði Walter einnig starfi sínu lausu. Thatcher brá skjótt viö, stokkaði upp í stjórninni og tilkynnti strax að ekki yrði um stefnubreytingu að ræða. Við embætti fjármálaráðherra tók John Major sem tók við embætti utanríkisráðherra fyrir aðeins þrem- ur mánuðum. Douglas Hurd innan- ríkisráðherra tók við starfi Majors. Við embætti Hurds tók svo David Waddington sem var í forystu íhalds- manna í neðri deild. Fréttaskýrendur bera saman vand- kvæöi Thatcher nú við þau er hún átti við að etja árið 1982, í Falklands- eyjastríðinu við Argentínu sem og árið 1986 vegna deilna um hergagna- fyrirtæki en þá lá við afsögn hennar. En í bæöi skiptin stóð hún af sér storminn. Lawson sagði af sér klukkustundu eftir að Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði á þingi að for- sætisráðherrann hefði tvo fjármála- ráðherra. Heimildarmenn segja að Lawson hafi ekki getað sætt sig við svar Thatcher við þessu en hún lýsti yfir stuðningi við fjármálaráðherr- ann og lagði áherslu á að „ráðgjafar veita ráð en ráöherrar taka ákvarð- anir“. í bréfi sem Lawson sendi Thatcher kvaðst hann ekki geta gegnt embætti sínum á meðan Walters væri efna- hagsráðgjafi hennar. „Það er ríkis- stjórninni fyrir bestu að ég láti af embætti,“ segir í bréfinu. „Efnahags- aðgerðir geta því aðeins skilað ár- angri að ... fullkomin samvinna ríki milh forsætisráðherra og fjármála- ráðherra." Afsögn Lawson, sem gegnt haíði embætti fjármálaráðherra í sex ár, kemur á slæmum tíma fyrir bresku stjórnina. Thatcher hefur mátt sæta gagnrýni, bæði eigin flokksfélaga sem og stjómarandstöðunnar, vegna óvinsællar stefnu í efnahagsmálum en Lawson hefur beitt vaxtahækkun- um.tii að koma í veg fyrir verðbólgu. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- kannanna er Verkamannaflokkur- inn mun vinsælh en íhaldsflokkur- inn, fær allt að tíu prósent meira fylgi. Kinnock kvaö brottfor Lawson eingöngu á ábyrgð forsætisráðherr- ans. Það hefur löngum verið grunnt á því góða milli Lawson og Walters. í rúmt ár hafa þeir deilt um aðgang að evrópska myntkerfinu, EMS, en Lawson er hlynntur því að Bretland gerist aðili en Walters er því andvíg- ur. Deilan kom upp á yfirborðið að nýju fyrir nokkrum dögum þegar í ljós kom að Walters hafði ritað grein, sem birta átti í Bandaríkjunum, en i henni var sagt að evrópska mynt- kerfið væri „hálf-karað“. Lawson sagði að Walters, sem ráð- gjafi Thatcher, ætti ekki að láta opin- berlega í Ijósi athugasemdir um efna- hagsmál. Walters kveðst hafa skrifað greinina fyrir tveimur árum en þá var hann ekki í þjónustu ríkisstjórn- arinnar. í fréttum fjölmiðla er því haldið fram að Walters hafi gagnrýnt stefnu Lawson í einkaviðræðum sín- um við bankamenn og ríkisstarfs- menn. í kjölfar uppsagnarinnar féll breska pundið í verði á mörkuðum í New York. í morgun hélt fall þess áfram á mörkuðum í Tokýo. Reuter Nigel Lawson, breski fjármálaráðherrann, sagði af sér embætti í gær og telja fréttaskýrendur það hafa leitt til einhvers mesta vanda sem Thatcher forsætisráðherra hefur nokkurn tima átt í frá því hún tók við embætti fyrir tíu árurn. Simamynd Reuter CIA kveðst hafa sannanir gegn ísrael Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er reiðubúin að leggja fram sönnun- argögn fyrir því að ísraelsk yfirvöld hafi aðstoðað stjórnina í Suður-Afr- íku við smíði langdreginna kjam- orkuflauga, að því er NBC-sjónvarps- stöðin bandaríska greindi frá í gær. Haföi fréttastofan það eftir hátt- settum bandarískmn embættis- mönnum að ísraelsk yfirvöld heföu að engu haft mótmæh frá Washing- ton og svo virtist sem þau væru að auka samstarf sitt við Suður-Afríku. ísraelska vamarmálaráðuneytið vísaði fréttinni um að ísraealar væra að smíða eldflaugar í skiptum fyrir endurunnið úraníum á bug. NBC-sjónvarpsstöðin greindi einn- ig frá því að ísraelar heföu selt Suð- ur-Afríkumönnum tæknikunnáttu sína varðandi LAVI-orrastuþotuna sem Bandaríkjamenn neyddu þá til að hætta við 1987. Höföu Bandaríkja- menn staðið undir mestöllum kostn- aðinum við þróun vélarinnar, einum og hálfum milljarði dollara. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.