Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDÁÖUR 2Í OKTÖBER 1989. Viðskipti__________________________________________________________________________dv Dýrustu landbúnaöarvörumar í Reykjavík: Verdkönnunin lítið marktæk - segir framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda „Ég tel að verðkönnun, sem mælir ekkert annað en verð á landbúnaðar- vörum út úr smásöluverslunum, sé litið marktæk. Slík könnun segir ekki hvemig rekstrarumhverfi land- búnaðar í viðkomandi landi er en það skiptir auðvitað miklu máli,“ segir Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, um könmm Verðlagsstofn- unar á verði matvara í höfuðborgum nökkurra landa. Af þeim löndum, sem tekin voru fyrir í könnuninni, voru landbúnað- arvörur langdýrastar í Reykjavík en langódýrastar í Færeyjum. Formað- ur Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, sagði við DV í gær að þessi könnun sýndi að landbúnaðar- vörur á íslandi væru dýrastar í heimi. Jafnframt sagði hann að verð á landbúnaðarvörum í Færeyjum væri svo lágt vegna þess að þeir nýttu sér heimsmarkaðsverð á landbúnaö- arvörum. Hákon segir að nauðsynlegt sé að skoða rekstrarumhverfi landbúnað- ur í mismunandi löndum. Þannig búi bændur í mörgum nágrannalöndum okkar, eins og í Noregi og Englandi, við beina styrki sem kemur á engan hátt inn í verðmyndunina, það er verðið út úr búö. Þá búa þessi lönd ekki við söluskatt á matvæli en hér- lendis er hann 25 prósent. „Sé ekki tekið tillit til svona atriða, þegar verðkannanir eru gerðar og ályktanir dregnar af niðurstöðum þeirra, þá fær fólk ekki rétta mynd af stöðunni." - Landbúnaðarvörum eru ódýrastar út úr búð í Færeyjum í könnuninni en þeir flytja inn flestallar land- búnaðarvörur sínar. Telur þú ekki rétt að leyfa núna innflutning á land- búnaðarvörum? Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. „Frekar þarf að létta álög- um af íslenskum landbúnaði en leyfa frjálsan innflutning land- búnaðarvara." „Nei. Ég tel frekar að lækka eigi álögur á íslenskan landbúnað fremur en að leyfa innflutning." - Hvaða álögur eru á íslenska land- búnaðinum? „Það er hægt að nefna aðstöðugjald sveitarfélaga, kjamfóðurgjaldið og loks 25 prósent matarskatt. Þetta tel ég helstu álögumar." Hákon segir ennfremur að inn- flutningur á landbúnaðarvörum sé einnig af ýmsum ástæðum óskyn- samlegur. Ég nefni öryggissjónar- mið, þá atvinnu sem íslenskur land- búnaður skapar og loks að innflutn- ingur á hráu kjöti opnar fyrir sjúk- dóma sem landbúnaður í öðrum löndu býr við. - En kom niðurstaða könnunarinn- ar þér á óvart? „Nei, hún gerði það ekki.“ -JGH Georg Ólafsson verðlagsstjóri. „Stofnunin treystir því að sam- keppnislögin séu virt af öllum á gos- drykkjamarkaðnum." Georg Ólafsson verðlagsstjóri: Treysti því að Kók fari að fyrirmælum verðlagsyfirvalda GeorgÓlafsson verölagsstjóri segir aö niðurstaðan í kærumáli Pepsí á hendur Kók sé sú að eftir mikla vinnu Verðlagsstofnunar í málinu og fundahöld með forráðamönnum Vífilfells hafi stofnunin ástæðu til að treysta því að fyrirtækið fari eftir fyrirmælum hennar um framkvæmd afsláttartilboða. Því sjái Verðlags- stofnun ekki ástæðu til frekari að- gerða í málinu. - Þýða þessi fyrirmæli ykkar til fyrirtækisins að þið teljið að það hafi brotið lögin um samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti? „í þessu máli gengu ásakanir á víxl. Við leituðum lausna. Forráðamenn Vífilfells neituðu að hafa brotið lögin. Við töldum okkur hafa vísbendingu um að í einstökum tilvikum hefðu söluaðferðir gengið of langt. Við telj- um hins vegar tryggt að hvaða sölu- aðferðum sem kann að hafa verið beitt áöur séu þær ekki til staðar í dag. Það er fyrir mestu í þessu máli.“ - Nú kærði Kók raunar Pepsí á móti fyrir að bijóta samkeppnislög- in. Hvað kom út úr þeirri rannsókn ykkar? „Því máli er ekki lokið. Þar er eins og í fyrri kærunni staðhæfing Sanit- as á móti staðhæfingu Vífilfells. Ég árétti hins vegar að ég tel að það skipti mestu máli að stofnunin treystir þvi að samkeppnislögin séu virt af öllum á gosdrykkjamarkaðn- um.“ Georg segir aö lögin geri ráð fyrir því að Verðlagsstofnun leiti fyrst og fremst lausna í deilumálum tveggja fyrirtækja, eins og var í þessu tilviki, og gangi úr skugga um að meint brot séu ekki viðhöfð áfram. En auðvitað geti stofnunin gripið til harðra aðgerða gegn ítrekuðum brot- um. „Ef menn eru ekki ánægðir með niðurstöðu okkar geta þeir hins veg- ar leitað til dómstólanna," segir Georg ennfremur. -JGH Vaxandi framleiðsla í smásölupakkningar - verðmætaaukningin að meðaltali um 40 prósent Skrautlegar og dýrar pakkningar þarf fyrir fisk sem fer á smásölumarkað- inn. Hér á myndinni er sýnishorn af nokkrum pakkningum frá íslandi. Nýju kerin við Hraunakrók. DV-mynd Þórhallur Miklilax í miklum fram- kvæmdum Þórhallur Asmundssan, DV, Sauöárkróki; Nýlega var seinni áfangi mat- fiskeldisstöðvar Miklalax við Hraunakrók í Fljótum tekinn í notk- un. Þá var fiskur settur í sex ker sem komið var upp í sumar. Stöðin, sem að mestu er fullbúin, miðast við 800-1000 tonna framleiðslu. „Miðað við stærð er þetta ekki dýr framkvæmd og ég er bjartsýnn á framhaldið. Ef vel er á málum haldið eiga þessar fjárfestingar, sem hér hefur verið ráðist í, að skila góðum arði. Fyrir samfélagið hér eru þær ómetanlegar," sagði Reynir Pálsson framkvæmdastjóri. Þessa dagana er að hefiast undir- búningur að byggingu aðstöðuhúss til slátrunar og viðhalds. Verður það um 500 fermetrar að stærð. Fyrsta eldislaxinum úr Miklalaxstöðinni verður líklega slátrað upp úr næstu áramótum og hefur fiskurinn vaxið mjög hratt. Tvö frystihús hér á landi eru í auknum mæli að fara út í fram- leiðslu á svonefndum smásölu- pakkningum. Þar er um að ræða nið- urskorin flök, að einhverju leyti krydduð, og eiga þau að vera tilbúin til eldunar. Verðmætaaukning frá dýrustu pakkningum í hefðbundinni vinnslu er um 40 prósent aö meðaltali, að því er fram hefur komið hjá Jóhanrú Antonssyni viðskiptafræðingi. Á móti kemur svo að allar pakkningar eru dýrari og frystihúsin verða að leggja út í kostnað við vélakaup og vinnan við þessar pakkningar er meiri. „Það er staðreynd að þær pakkn- ingar sem við erum með gefa hærra vinnsluverð. En á móti kemur miklu hærri umbúðakostnaður og meiri vinnulaunakostnaður en við hinar hefðbundnu pakkningar. Ég held að þessi markaður sé takmarkaður og hann getur aldrei komið í stað hins hefðbundna markaöar sem við ís- lendingar höfum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. En varðandi þenn- an smásölumarkað er honum að stærstum hluta sinnt af heimamönn- um í hveiju landi. En svo er lítið hom af markaðniun, sem er niður- skorin flök, sem eru fryst mjög fersk. Þar höfum við veriö aö smeygja okk- ur inn,“ sagði Jón Friðjónsson, for- stjóri Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði. Hann sagði þennan markað vera í hærri endanum hvað verð snerti, hann væri takmarkaður en þó vax- andi. Jón sagðist eiga von á að þessi markaður myndi þróast hægt og bít- andi en yrði aldrei nein allsheijar lausn fyrir okkur. Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna sér um sölumálin á þessum mark- aði. í síðustu viku tók SH þátt í mat- vælasýningunni Anuga í Köln í Þýskalandi. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdasfióri söludeildar, sagði að þátttaka í svona sýningum treysti mjög samböndin á milli kaupenda fisks frá íslandi og SH. Að því leyti væri gott að taka þátt í svona mat- vælasýningum. Markaöurinn væri fyrir hendi og nauðsynlegt að treysta vel þau sambönd sem fyrir væru. „Það sem allt veltur á varðandi markaðinn er verðið. Það er ekki rétt sem sagt hefur verið að SH þafi sofið á verðinum í markaðsmálum. Það sem hins vegar hefur heft okkur mjög er hvað við höfum orðiö að fá hátt verð fyrir afurðimar. Við vær- um komnir miklu lengra á þessum markaði ef svo hefði ekki verið,“ sagði Gylfi Þór Magnússon. Fyrirhugað er að eitt til tvö frysti- hús til viöbótar hefii framleiðslu á fiski í smásölupakkningum á næsta ári. -S.dór Jóhannes Gunnarsson: Færeyingar nýta heims- markaðsverðið Jóhannes Gunnarsson, formaöuri Neytendasamtakanna, segir aö niö- ( urstööur könnunnar Verölagsstofn- unar á veröi matvara í höfuöborgum nokkurra landa sýni þaö sem Neyt- endasamtökin hafi haldiö fram aö i verð á landbúnaöarvörum sé hæst í i heimi á íslandi. Jafnfcamt aö verð á I landbúnaðarvörum í Færeyjum sé’ svo lágt vegna þess aö þeir nýti sér heimsmarkaösverö á landbúnaöar- vörum og flytji inn allflestar land- búnaöarvörur sínar. „Þaö sjá þaö allir aö þetta kerfi okkar í landbúnaöi gengur ekki leng- ur óbreytt. Þess vegna er krafa Neyt- endasamtakanna núna alger upp- stokkun í landbúnaöi, uppstokkun sem gerir fólki kleift aö kaupa land- búnaöarvörur á sama veröi og í ná- grannalöndunum." Um skv Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 8-11 Úb.V- b.S- b.Ab.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8-13 Ub.Vb 6 mán. uppsögn 9-15 Vb 12 mán. uppsögn 9-13 Úb.Ab 18mán.uppsögn 25 Ib Tékkareikningar, alm. 2-5 Sp Sértékkareikningar 4-11 Vb.Sb,- Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3jamán.uppsögn 0,75-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3,5 lb Innlánmeðsérkjörum 21,5 Lb Innlán gengístryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb, Vestur-þýsk mörk 5,75-6,25 Ib.Ab Danskarkrónur 8-8,75 Bb.lb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 26-29 Ib.V- b.Sb.Ab Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almennskuldabréf - 28-32,25 Vb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 30-35 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,25-8,25 lb,V- b.Ab Utlántilframleiðslu Isl. krónur 25-31,75 Vb SDR 10,25 Allir Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Úb Steriingspund 15,5 Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,75 Úb.S- b.Sp Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 38,4 MEÐALVEXTIR överðtr. okt 89 27,5 Verðtr. okt. 89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala okt. 2640 stig Byggingavísitala okt. 492 stig Byggingavisitala okt. 153,7 stig Húsaleiguvísitala 3.5% hækkaði 1. okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabróf 1 4,345 Einingabréf 2 2,400 Einingabréf 3 2,852 Skammtímabréf 1,490 Lifeyrisbréf 2.184 Gengisbréf 1,929 Kjarabréf 4,309 Markbréf 2,280 Tekjubréf 1,826 Skyndibréf 1,296 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 2,090 Sjóðsbréf 2 1,640 Sjóðsbréf 3 1,467 Sjóösbréf 4 1,232 Vaxtasjóðsbréf 1.4770 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 318 kr. Eimskip 388 kr. Flugleiöir 170 kr. Hampiðjan 168 kr. Hlutabréfasjóöur 158 kr. Iðnaðarbankinn 170 kr. Skagstrendingur hf. 228 kr. Útvegsbankinn hf. 146 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. ' Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.