Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989.
9
Utlönd
David Dinkins fór í gær með sigur af hólmi í borgarstjórakosningunum í New York.
Borgarstjórakosningar 1 New York:
Simamynd Reuter
Dinkins sigraði
- demókratar fóru einnig meö sigur af hólmi 1 Virginíu
Birgir Þórisson, DV, New York:
Blökkumaðurinn og demókratinn
David Dinkins bar sigur úr býtum í
borgarstjórakosningunum sem fram
fóru í New York í gær eins og búist
hafði verið við. A óvart kom þó
hversu mjótt var á mununum.
Þegar búið var að telja 91 prósent
atkvæða hafði Dinkins hlotið 51 pró-
sent en Rudolph Guiliani, frambjóð-
andi repúblikana, 48 prósent. Var
stuðningur sá er Guiliani hlaut jafn-
vel meiri en skoðanakannanir, gerð-
ar á kjördag, bentu til. Búið var að
spá því að munurinn yrði allt að tíu
prósent, Dinkins i hag, 52 prósent
gegn 42 handa Guiliani.
Metþáttaka blökkumanna, sem eru
fjórðungur borgarbúa, hleypti Dink-
ins inn. Hann fékk einnig þrjá fjórðu
atkvæða spænskumælandi borg-
arbúa og atkvæði þriðjungs hvítra.
En tveir þriöju gyðinga, sem lengi
hafa verið einn máttarstólpa Demó-
krataflokksins í borginni, kusu í
þetta sinn repúblikana.
Fyrsti svarti
fylkisstjórinn?
Demókratinn Douglas Wilder lýsti
í nótt yfir sigri í fylkisstjórakosning-
unum í Virginíu í gær eftir harða
kosningabaráttu. Aðeins munaði fá-
einum þúsundum atkvæða, fimm
þúsund og fimm hundruð, á Wiider
og keppinautnum, Marshall Cole-
mann, frambjóðanda repúblikana,
þegar búið var að telja 99 prósent.
Haldist forskot Wilder verður hann
fyrsti blökkumaðurinn sem hlýtur
kosningu til fylkisstjóra í Bandaríkj-
unum.
Sigiuinn veröur þeim mun merki-
legri fyrir þá sök að Wilder var ekki
fyrst og fremst svartur frambjóð-
andi. Fram tii þessa hafa allir svartir
stjómmálamenn fyrst og fremst ver-
ið fulltrúar kynbræðra sinna. En
aðeins tæpur fimmtungur kjósenda
í Virginíu er blökkumenn. Telja
margir þetta til marks um að svartir
Douglas Wilder, frambjóðandi demókrata í fylkisstjórakosningunum í
Virginíu, lýsti yfir sigri í nótt. Símamynd Reuter
stjórnmálamenn séu metnir eftir
verðleikum en ekki litarhætti og að
svertingjar séu komnir inn í stjórn-
málakerfið eins og aðrir minnihiuta-
hópar, írar, gyðingar, kaþólikkar og
ítalir, svo dæmi séu tekin, gerðu á
undan þeim.
Fréttaskýrendur segja kjósendur
hafa litið á Wilder sem hófsaman
miðjumann, verðugan arftaka vin-
sælla fyrirrennara sinna, einnig úr
röðum demókrata.
Demókratar vinna
Demókrötum vegnaði einnig vel í
öörum kosningum sem fram fóru í
gær. Bar hæst að Florio, frambjóð-
andi flokksins, var kjörinn fylkis-
stjóri í New Jersey með miklum yfir-
burðum eftir kosningabaráttu sem
sló ný met í skítkasti. Þetta var þriðja
tilraun hans við embættiö.
í Detroit var Coleman Young kjör-
inn borgarstjóri í fimmta sinn, fyrst-
ur manna þar í borg. Young er
blökkumaður og einn fárra svartra
forystumanna sem ekki studdu Jesse
Jackson í forsetakosningabaráttunni
í fyrra.
Kommúnisminn aflagður
í Póllandi?
Leiðtogar pólska kommúnista-
flokksins hafa samþykkt tiRögur sem
myndu leiða tii þess að flokknum
yrði breytt í sósíalistaflokk að vest-
rænni fyrirmynd. Miðstjóm flokks-
ins ákvað í gær að mæla með að
nafni flokksins yrði breytt og að
stefnuskrá yrði tekin upp sem kvæöi
á um fjölflokkakerfi, fijálsar kosn-
ingar og félagslegt réttlæti.
TUlögumar, sem nokkrir harðlínu-
menn vom andvígir, verða sendar
flokksdeildum til umsagnar og verð-
ur hægt að breyta þeim. Til að þær
verði bindandi þarf aö samþykkja
þær á flokksþingi í janúar næstkom-
andi. Flokksfélagar samþykktu í
kosningum í september að þörf væri
á nafnbreytingu og nýrri stefnuskrá.
Með tillögunum er stefnt að því að
flokkurinn geti unnið frjálsar kosn-
ingar í hinu nýja pólitíska andrúms-
lofti sem skapast hefur í kjölfar
stjórnarmyndunar Samstöðu í sept-
ember síðastliðnum. Þá var bundinn
endi á fjörutíu ára stjórn kommún-
ista í Póllandi.
Reuter
Stjómarhermenn I vettvangskönnun á lestarstöó I Phnom Penh i
Kambódiu. Allar lestarstöðvar i borginni eru undir ettirliti.
Simamynd Reuter
Skæruliðum í Kambódíu hefur ekki tekist aö fylgja á eftir sóknum sin-
um og eru þeir nú f varnarstöðu að því er talsmaður stjómvalda þar í
landi sagði í gær. Háttsettur embættismaður í rikisstjórninni sagði að
um þtju hundruð hermenn rauðu kmeranna hefðu verið neyddir til að
flýja og snúa tii felustaða sinna í skógum landsins eftir að hafa árangurs-
laust reynt aö hefja sókn til fjölbýlli staða í lok síðasta mánaðar. Ekki
tókst að fá staðfestingu á þessum ummælum frá óháðum aðilum.
Embættismenn kveðast bjartsýnir á að sigrast á skæruliöum þrátt fýr-
ir fyrstu sigra þeirra síðamefndu. En stjómvöld vilja þó ekki útiloka að
skæruliðar muni reyna að gera árás á Phnom Penh,
Metverð á
Þrjátíu verðmet voru slegin á uppboði á verkum listamanna samtímans
á uppboði í New York. Uppboðið er fyrsta uppboð haustsins hjá uppboðs-
höldurum Christie’s. Um tvö þúsund sóttu það.
Hæsta verð fékkst fyrir verk Francis Bacon, „Study for a Pope'* eða
alls 5,72 miiljónir. Það er þó ekki hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk
þessa listamanns, það var 6 milljónir dollara. Metverð fékkst fyrir verk
Roy Lichtenstein „Torpedo Los“, eða alls 5,5 milijónir doHara og er það
nærri þrefalt hærri upphæð en áður hefur fengist fyrir verk eför hann.
Þá fékkst einnig metverö fyrir verk eför Robert Ryman, „Summit“, eða
alls 2,3 milljónir, og George Segal „Subway“ eða alls 528 þúsund dollarar.
Meira en tveir þriðju hiutar verkanna fóro á hærra veröi en matsverði.
„Náttfari" fær Irflátsdóm
Bandarískur fjöldamorðingi, sem
hlaut viðumefhið „náttfari“, var í
gær dæmdur til lífláts í dómsal í
Los Angeles I Bandaríkjunum. Eft-
ir fjórtán mánaða löng réttarhöld
var Richard Ramirez, 29 ára gam-
all, fundinn sekur um þrettán morð
og þrjátíu önnur glæpsamleg at-
hæfi framin á rúmlega ári, frá þvi
í júnímánuði 1984 til ágústmánaöar
1985. Þar með lauk einu óhugnan-
legasta morðmáli í sögu Kalifomíu-
fylkis fyrr og síðar.
íbúar Los Angeles voru helteknir
ótta á því rúraa ári sem „náttfari
gekk laus“. Hann braust inn á
heimili fólks að nóttu til og hlaut
þannig viðumefhi sitt.
Eftir eina viðtækustu mannleit í
manna minnum í Bandaríkjunum
fannst Ramirez loks. „Náttfari“,
sem kveðst vera djöfladýrkandi,
sýndi enga iðron þegar hann var
dæmdur.
„Náttfari", Richard Ramirez, sýndl
enga iórun þegar hann var dæmd-
ur til dauða fyrlr þrettán morð og
þrjátiu aðra glaepi.
Simamynd Reuter
Enginn hefur verið liflátinn í Kalifomíu síðan árið 1967. Nú bíða rúm-
lega 260 fangar á „dauðadeiidinni” í San Quentin fylkisfangelsinu.
Verkfall í Bretlandi
Bresk yfirvöld hafa sent lögreglu og þjóðvarðliða tii að sjá um þjónustu
og akstur á sjúkrabifreiðum vegna verfalla þeirra starfsmanna sem að
öllu jöfnu sjá um slíka þjónustu. Starfsmönnunum, sem fara fram á
hærri laun, var tímabundið vikið úr starfi er þeir neituöu að huga að
útköllum nema um neyðartilfelli væri að ræða.
þeir bifreiðastjórarnir bannaö alla vinnu nema í neyðartilfellum.
Maradona
genginn í
Diego Armando Maradona, argentiska fótboltastjarnan, gekk i hið heil-
aga i gær. Hann kvæntist æskuástinni, Claudia Villafale, í Buenos Air-
es. Hundruð gesta söttu athöfnina og veisiuna. Símamynd Reuter