Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. 5 Fréttír Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Launamunur allt að 30 prósent í sömu vinnu - höfuðáherslan lögð á að fá þetta leiðrétt, segir Ögmundur Jónasson „Þessi fyrsti fundur meö samn- inganefnd ríkisins, var aöeins könn- unarviðræður. Það sem við munum leggja höfuðáherslu á er að ná fram launaleiðréttingu og eyða þeim mun sem nú er á launum fyrir sömu vinnu á sama vinnustað, eftir því í hvaða stéttarfélagi fólk er. Fyrr en þetta er fengið erum viö ekki til viðtals um langtíma samning," sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, í samtali viðDV. Guðmundur Þorkelsson, í Starfs- mannafélagi ríkissjónvarpsins, nefndi mismun á launum eftir því í hvaða stéttarfélagi fólk er. Hann sagði að útsendingarstjóri, sem væri í Starfsmannafélagi ríkissjónvarps- ins, hefði í mánaðarlaun 75.259 krón- ur á mánuði. Útsendingarstjóri með sama starfsaldur, sem væri í Rafiðn- aðarsambándinu, fengi aftur á móti 96.479 krónur í mánaðarlaun. Myndatökumaður í Starfsmanna- félagi ríkissjónvarpsins fær 71.140 krónur í mánaðarlaun en mynda- tökumaður í Rafiðnaðarsambandinu fengi 91.221 krónu í mánaðarlaun. Dagskrártæknimaöur í Starfs- mannafélagi ríkissjónvarpsins fær 67.257 krónur á mánuði en félagi hans í Rafiðnaðarsambandinu fær 87.363 krónur í mánaðarlaun. Það munar víða 9 og upp í 30 pró- sent á launum fólks eftir því hvort það er í félagi innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eða í öðr- um félögum. Þannig fær maður sem gengur úr félagi innan bandalagsins og fer yfir í Bandalag háskólamanna hjá ríkinu menntun sína metna og hækkar umtalsvert í launum fyrir bragðið. Þá má nefna dæmi frá Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur. Nú hefur verið ákveðið að leggja það niður en starfs- fólkinu býðst starf hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Viö það verður það að þola umtalsverða launalækkun. Meðan það starfaði hjá sjúkrasam- laginu var það í sérstöku starfs- mannafélagi þess sem ekki er innan BSRB. -S.dór —— Bandaríska flutningaskipið Rainbow Hope í Njarðvíkurhöfn. DV-mynd Ægir Már Stanslausar siglingar orsaka bilanir: Rainbow Hope dregið til haf nar Bandaríska flutningaskipið Rain- bow Hope frá bandaríska skipafélag- inu Rainbow Navigation bilaði und- an Garðskaga á leið til Keflavíkur á dögunum. Þrnfti að draga skipiö til hafnar í Njarðvík. Að sögn kunnugra hefði það annars getað rekið á land. Kælikerfi skipsins bilaöi þannig að vél þess ofhitnaði. Hefur verið gert við bilunina og skipið því haldið áleiðis til Bandaríkjanna. Skipið sigl- ir með vörur fyrir bandaríska herinn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem vandræði hafa orðið vegna vélarbil- unar í því. Þannig lenti skipið í vand- ræðum síðast þegar það lagði úr höfn í Keflavík og þegar það lagði upp í þessa ferð frá Bandaríkjunum. „Við ákváðum að taka skipið inn til hafnar í stað þess að láta það liggja fyrir utan og gera við bilunina þar. Hún er sennilega afleiðing þess aö það hefur verið stanslaust í ferðum í tvö ár. Það sér væntanlega fyrir endann á þessum vandræðiun þar sem skipið á að fara í slipp og fá alls- heijar yfirhalningu um mánaðamót- in,“ sagði Magnús Ármann skipa- miölari í samtali við DV. Rainbow Hope er 2500 tonn og sér um 35 prósent vöruflutninga fyrir herinn, á móti 65 prósentum sem Eimskipafélagiðsérum. -hlh * / töflunni eru borín saman láun filaga i Starfimannafilagi sjónvarps (BSRB) og í Rafiðnaóarsambandi íslands. —' Haröur tónn 1 simamönnum: Búin að fá nóg - segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður félagsins Þaö er mun harðari tónn í síma- mönnum um þessar mundir en tals- mönnum annarra félaga innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, varðandi komandi kjarasamn- inga. Kjarasamningar bandalagsfé- laga eru lausir eftir rúma viku. Ragn- hildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, var spurð hvort símamenn væru að búa sig undir hörð átök í komandi kjara- samningum? „Svo mikið get ég sagt aö við erum búin að fá nóg af óréttlætinu í kring- um okkur. Hér vinnur fólk hlið við hlið, sömu vinnu á sama vinnustað, en er hvað í sínu félaginu og launa- munurinn er allt að 14 prósent efdr því hvort fólk er í Félagi íslenskra símamanna eða Rafiðnaðarsam- bandinu. Við, í félagi símamanna, látum ekki bjóða okkur þetta leng- ur,“ sagði Ragnhildur. Hún sagðist búast við því að félögin innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, mundu vilja hafa, hvert fyr- ir sig, samningsréttinn á sinni hendi. Hún sagðist þó eiga von á að ein- hvers konar samvinna yrði við samningsgerðina, undir forystu yfir- stjómar bandalagsins. „En hvað okkur varðar erum við staðráðin í að ná okkar rétti. Sam- kvæmt því sem segir í ritinu KOS, þar sem segir frá kaupmáttarþróun- inni, erum við neðst í launum ásamt Póstmannafélaginu. Við erum orðin þreytt á að skipa þetta sæti og viljum gjaman að einhvert annað félag hvíli okkur í sætinu, þótt það sé ekkert virðingarsæti. Við höfum mjög sterk- an samanburð út í þjóðfélagið og ætlum að halda okkur viö hann. Raf- iðnaðarmenn í okkar félagi hafa samanburð við félaga sína í Rafiðn- aðarsambandinu. Símaverðirnir hafa viðmiðun við til að mynda tal- símaverði Alþingis, þar munar miklu í launum. Símritamir, sem vinna á strandastöðvum og í Gufu- nesi, em á lægri launum en fólk í sambærilegum störfum annars stað- ar. Það er alveg sama hvert við lítum. Það er komin röðin að okkur að fá leiðréttingu, hana ætlum við að fá og erum tilbúin að kosta nokkm til,“ sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir. -S.dór Hjalti Zóphoníasson um löggæslu- og fangelsismálm: Pólitíska stefnumörkun skortir „Það er erfitt að skilgreina fram- tíðarhorfur í löggæslu á íslandi vegna skorts á pólitískri stefnumörk- im,“ sagði Hjalti Zóphoníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráöuneyt- inu, á ráðstefnu Landssambands lög- regíumanna í gær. „Á meðan ríkisvaldið leggur ekki meira af mörkum til að efla lögregl- una eiga öryggisfyrirtæki að annast löggæslu í fyrirtækjum. Lögreglan hefur ekki mannskap til að sinna þessum verkefnum,“ sagði Hjalti. Þórir Steingrímsson rannsóknar- lögreglumaöur bar fram fyrirspum um hvort ráðuneytið mundi beita sér fyrir bættu ástandi í fangelsismálum. Hann sagði að seta úttektarfanga og einangranarfanga skaraðist mjög gjaman í fangelsiskerfinu. Hjalti svaraði því að bágt ástand í fangelsis- málum á undanfornum ámm hefði skapast vegna þess að ekki hefði ver- ið nægur vilji hjá stjómmálamönn- um til að marka framtíðarstefnu í þeim málum. „Þetta er rétt sem Þór- ir segir og er landsmönnum til há- borinnar skammar," sagði Hjalti. í framsöguerindi sínu vitnaði Hjalti í orö embættismanns sem sagði að lögreglumenn vissu ekkert um afbrotamál eftir að þau bæmst í hendur rannsóknarlögreglu og sama sagan gerðist þegar málið færi þaðan til ákæmvalds - málin týnast á af- mörkuðum stöðum í kerfinu og upp- lýsingastreymi embættanna inn- byrðis er óþarflega takmarkað. „Nú er að vaxa úr grasi fyrsta kyn- slóð unglinga sem átti móður sem einnig fór út á vinnumarkað - það er hugsanleg orsök aukins ofbeldis. í dag hafa krakkar svo til ótakmark- aðan aðgang að myndbandsefni sem sýnir ofbeldi. Það vandamál á lög- regla ekki að leysa heldur aðrir aðil- ar í samfélaginu" sagði Hjalti. „Forvamarstarf er mikilvægt og það hefur skilað góðum árangri í Reykjavík. Unglingar hafa verið í samstarfi við lögreglu og félagsmála- yfirvöld í einum borgarhluta og það hefur gefist vel. í ráðuneytinu er vilji fyrir að slíkt verði eflt og tekið upp á landsvísu," sagði Hjalti. Ómar Smári Armannsson greindi frá því að hugmyndir væru uppi um að opna skrifstofu hjá lögreglunni þar sem félagsmálafulltrúi yrði í samstarfi við lögreglumenn og leið- beindi þeim með að takast á við vandamál skjólstæðinga þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.