Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. Spumingin Er Alþýðubandalagið að klofna? Jóna Einarsdóttir: Þaö vona ég, því ég hef enga trú á Alþýðubandalag- inu. Guðrún Jónsdóttir: Já, ég held aö það sé að klofna. Gróa Hreinsdóttir: Já, ég hugsa það. Gunnar Jónsson: Nei, það held ég ekki. Sigurlaug Hauksdóttir: Ég þori ekki að segja neitt um það. Jóhannes Helgason: Nei, það held ég ekki. Lesendur Harmsaga harkara 100141-2729 skrifar: Harkarar er e.t.v. ekki fallegasta orðið í málinu, en hefur unnið sér hefð í íslenskri tungu. Þetta er stétt manna sem aka leigubifreiðum á leyfum annarra manna sem af ein- hverium ástæðum geta ekki ekið sjálfir. - Harkarar eru yfirleitt að vinna sér tíma til að geta hlotið eigið atvinnuleyfi. Það virðist taka u.þ.b. fjögur ár a.m.k., ef ekki er um að ræða einhveija pressu á úthlutunar- nefnd eöa aðgang að áhrifaklíku. Það er svo sér kapítuli. En spurn- ingin er; hver er réttur þessara manna meðan á biðtímanum stend- ur, og hvert er þeirra stéttarfélag? - Að því er virðist eru harkarar gjör- samlega réttlausir. Þeir fá að greiða félagsgjöld í Frama, Félag leigubif- reiðastjóra, en þar með búið. - Frami virðist ekki hafa neinar skyldur við þessa menn. Harkarar hafa ekki einu sinni rétt til atvinnuleysisbóta né veikindagtryggingu, ekki lífeyris- sjóði og því engan lántökurétt þar. Þeir hafa engar tryggingar umfram það sem skyldutrygging bifreiöar- innar býður upp á. Og ef þeir ein- hverra hluta vegna missa bifreið sína, geta þeir snapað gams. - Lög og reglur um launakjör þessara manna eru mér vitanlega ekki til. Þó mun þumalputtareglan vera: 50% af tekjum. Það sér hvér maður að vinnudagur þessara manna hlýtur að vera lang- ur, ef þeir eiga að bera eitthvað úr býtum, því að vinnan er oft stopul og er að verulegu leyti helgarvinna, þegar annað fólk stundar afþreyingu og skemmtun. Heyrt hefi ég tölur um að allt að 70% af tekjum séu í helg- arvinnu. Það þýðir þó ekki að þessir menn vinni bara um helgar. Öðru nær! Þeir þurfa að skila 14-18 tíma vinnu alla daga vikunnar, ef þeir eiga að hafa mannsæmandi laun, og geta skilað eiganda það miklu, að það svari kostnaöi að halda bifreiðinni í vinnu. - Ég ætla að gefa tvö dæmi um algengan vinnudag, sem ég hef á dagseðlum fyrir framan mig. Laugardagur: frá kl. 19 að kvöldi til kl. 11 að morgni (sunnudags); Sam- tals 16 tímar (og að auki 1 tími fyrir þrif á bíl og 1 tími í mat) - Samtals 18 tímar, ekinn 21 túr. - Tekjur: kr. 12.215 (50% skilað til eiganda), Kr. 6.107,50. Tímakaup kr. 339,30. Mánudagur; frá kl. 19 að kvöldi til kl. 9 að morgni eöa 14 tímar (aö við- bættum 2 tímum eins og áður), sam- tals 16 tímar. Tekjur 5.760 (50% skilað til eiganda). Kr. 2.880. Tímakaup kr. 180. Einhverium þætti þetta htið fyrir nætur- og helgarvinnu og aö tilheyra auk þess algjörlega réttlausri stétt. - En hvað skal gera og hvert skal leita? Eigum viö harkarar að stofna eigið stéttarfélag, eða geíum við leitað eitt- hvert með okkar mál? - Þaö væri fróðlegt að heyra frá fleirum um þessi mál, og þá ekki hvað síst frá forystumönnum verkalýðsfélaganna eða öðrum málsmetandi mönnum. „Mestmegnis helgarvinna hjá hörkurum - réttlausri stétt,“ segir hér m.a. jdgg ■ J8MHn V jmm „Kvótakerfið hefur því verið í áttina til grisjunar iandsbyggöarinnar,“ segir hér m.a. Eftirlit með lífeyrissjóðum P.Þ.Rrhringdi: • Ég vll lýsa ánægju minni með það að nú skuh hafa verið lögð fram fyr- irspum á Alþingi þar sem beðið er um svör við því hvemig háttað sé opinberu eftirhti með starfsemi og fiárreiðum lífeyrissjóða. - Það er að því er mig minnir einn þingmanna Framsóknarmanna sem hefur lagt þessa spurningu fyrir fiármálaráð- herra. Samkvæmt fréttum sem ég hef les- ið er svars fiármálaráöherra aö vænta í þessari viku. Þar ætti að koma fram hvort ráðherra er þvi fylgjandi að leggja fram lagabreyt- ingu um þetta efni eöa hvort hann telur eftirhti með sjóðunum og fiár- reiðum þeirra verji fullnægjandi. Það verður fróðlegt aöfylgjast með þessu máh, svo mjög sem þaö kemur við alla launþega í landinu. Það er nú mál málanna fyrir flesta launþega hvort lífeyrissjóðunum verður breytt í náinni framtíð til nútímahorfs í stað þess sem veriö hefur, að fé það sem launþegar greiða í sjóðina gufar upp að meira eða minna leyti, að því er varðar greiösl- ur til þeirra sem eftirlaunaþega á efri árum. Þetta eru mikil hagsmuna- mál fyrir okkur launþega og það er eins gott fyrir forsvarsmenn verka- lýðsfélaganna að taka á þeim nú þeg- ar. Undan því verður ekki vikist. Grisjun landsbyggðar Eirikur skrifar: Það eru uppi hugmyndir um að grisja landsbyggðina. T>essar hug- myndir hafa fengiö hljómgrunn, bæði hjá almenningi í landinu svo og hjá ýmsum stjómmálamönnum. En það sem ekki hefur komið fram opinberlega er að hjá ýmsum ráða- mönnum þjóðarinnar, jafnvel ráð- herrum, em uppi hugmyndir um að láta skoða máhð allt í stærra sam- hengi. Um þetta vil ég þó segja að ég hef ekki sannanir fyrir þvi að máhn séu til skoðunar hjá ráðherrum ein- mitt nú í augnablikinu en þeir hafa sumir ljáð máls á mikilvægi þess að fá um þetta fuhmótaðar hugmyndir. Ég tel að það sé engin thviljun að ýmsir hinna fijálshyggjandi yngri manna í Alþýðubandalaginu hafa látið í fiósi nauðsyn þess að byggða- kjamar verði myndaðir á ákveðnum svæðum og stuðningur hins opin- bera miðist við þau ákveðnu svæði en honum sé ekki dreift skipulags- laust um landið. Það er heldur ekki thvhjun að kvótakerfiö skuli bundið við skip en ekki byggðarlög. Kvótakerfmu var engan veginn komið á th aö styðja einhverja forréttindastétt heldur th að vernda fiskistofna gegn útrým- ingu. Kvótakerfið hefur því verið skref í áttina til grisjunar lands- byggðarinnar og er það í sjálfu sér virðingarvert. En það gengur bara alltof hægt fyrir sig. Það sem nú þarf að gera er að koma sér niður á skynsamlega stefnu í grisjun landsbyggðarinnar og gera landsmönnum grein fyrir því strax að ekki megi búast við frekari aðstoð við uppbyggingu á þeim stöðum sem ekkert hafa lagt th þjóðarbúsins í mörg undanfarin ár. Þeir staðir em margir á landinu. - Látið nú hendur standa fram úr ermum, ráðamenn góðir, og farið aö setja opinberri að- stoð takmörk og þá mun fólk taka við sér og þjappa sér saman á þá staði sem lífvænlegastir em á íslandi í dag. Hringið í síma 27022 rnilli kl. 14 og 16, eöa skrifiö. Jónas frá Hriflu: Viðkvæmni eða öfund? Guðmundur Jónsson skrifar: sjálfs sín. Jónas á Hriflu kom, sá Ég vil taka undir með þeim sem og sigraði á meðan honum entist hafa hrósað þáttunum um Jónas meðbyrinn. Það er meira en hægt Jónsson frá Hriilu og fyrrverandi er að segja um flesta núlifandi ráöherra. Það eru aðeins fair menn stjórnmálamenn hér á landi. Nú sem hafa komist með tæmar þar þarf að fá málamiðlun í hverju sem hann hafði hælana. - Það ætlar máh og ekkert framkvæmt annað að sifja í þeim sfjórnmálamönnum en að taka fé að láni erlendis. sem enn muna Jónas, viðkvæmnin Ég veit ekki hvaö Sjálfstæðis- fyrir þeim eighheikum sem hann menn eru t.d. að skattyrðast út í haföi th að bera, að vera thbúinn Jónas frá Hriflu. Það situr ekki á að taka af skarið og hafa frum- neinum núlifandi stjórnmála- kvæði um framkvæmdir, sem hann manni að amast við gjöröum Jón- vissulega tók einn og óstuddur. En asar því að hann tók sér ekki al- það getur líka verið að öfundin sé ræðisvald á borð við það sem stór þáttur í ummælum sumra stjórnmálamenngerahérnú.Hann sljórnmálamanna nútímans um heföi aldrei látið hanka sig á Jónas heitinn. brennivinskaupum eöa sveitar- Ég sé nú ekki t.d. hvaöa eiginleika styrk eins og nú tiðkast um kollega Jón Sigurðsson hafði umfram Jón- hans í öhum flokkum. - Hættum as á Hriflu. Hvað var þaö sem Jón að öfundast út í fiölhæfan og fram- Sigurðsson framkvæmdi hér á kvæmdamikinn sfiómmálamann landi sem varð alþjóð til gæfu? Ég sem Jónas Jónsson frá Hriflu var. man ekki eftir neinu. Hann sat Honum ber ekki annað en virðing löngum austur í Kaupmannahöfn og þakklæti. og bohalagði þar einkum framtíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.