Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Side 15
MIÐVIKÚDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. 15 ósonlagsins Eyðing „Verndun umhverfisins, verndun jarðarinnar krefst alþjóðlegrar sam- stöðu,“ segir m.a. i greininni. Það var líklega árið 1979 sem menn tóku eftir því að á haustin á hverju ári myndaðist gat í ósonlag- ið yfir suðurheimskautinu. Síðan hafa orðið miklar umræður um áhrif þessa fyrirbrigðis. í vetur tóku menn eftir að annað gat myndaðist yfir norðurpólnum. En hvað er um að ræða, hvað þýðir þetta allt saman? Hátt upp í lofthjúpi jarðar, 15 til 40 km frá yfirborðinu, er þunnt lag af ósoni 0. Óson er óstöðug lofteg- und samsett af þrem súefnisatóm- um. , Hlutverk þessa loftlags er afar mikilvægt. Það hindrar í miklum mæh útfjóiubláa geisla sólarljóss- ins í að ná til yfirborðs jarðarinnar. Án þessa lags væri líf á jörðinni óhugsandi. Það er líklega fyrst um 1974 sem menn uppgötva að notkun klórflú- orkolefnasambanda geti skaðað ósonlagið. Þetta er einkum vegna efnafræðilegra eiginleika CFC þ.e. söðugieika efnisins. Þessi eiginleiki gerir CFC efnunum mögulegt að rísa upp gegnum lofthjúpinn og ganga á flókinn hátt í samband við eitt súefnisatómið og breyta þannig ósoni 0 í súrefni 0. Klórflúorkolefnasamböndin eru mörg, um 20 talsins. Árleg fram- leiðsla þessara efna er um 1,2 millj- ónir tonna. Þau eru í ýmsum leysi- efnum, úðunarefnum, kælum, slökkviefnum o.s.frv. Efni þessi eru t.d. mikið notuð af framleiðendum bílsæta, húsgagna, kæhskápa og frysta. Vísindamenn telja að eyðing ósonlagsins, jafnvel aðeins að hluta til, geti haft mjög alvarleg áhrif á heilbrigði mannkyns og umhverfi aht. Alþjóðafundir hafa að undan- fornu mjög látið máhð th sín taka. Rannsóknir benda til að máhð sé líklega enn álvarlegra en áður var tahð. Áhrifin Eyðing ósonlagsins mun hafa margvísleg áhrif. Meðal þeirra má nefna: 1) Aukning á tíðni húðkrabba- meins. Giskað hefur verið á að 1% KjáUajinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður eyðing ósonlagsins muni hafa í för með sér 3% aukningu húðkrabba- meins. 2) Aukin áhrif útfjólubláu geisl- anna munu hafa áhrif á ónæmis- kerfi manna. 3) Lífkeðja ýmissa sjávarlífvera mun breytast. Menn telja sig hafa nú þegar staðfest að shkar breyt- ingar hafa orðið við suðurheim- skautið þar sem verulegar breyt- ingai- hafa orðið á fæðukeðjunni. 4) Verulegar breytingar á veður- fari. Rannsóknir hafa sýnt að klórflú- orkolefnasamböndin CFC eru ekki einu áhrifavaldarnir þegar rætt er um eyðingu ósonlagsins. Ýmsar aðrar lofttegundir hafa áhrif, s.s. köfnunarefnis- og kolefnasam- bönd, bróm og klórvetni. Aðgerðir Ýmis alþjóðasamtök og ráðstefn- ur hafa gert samþykktir um minnkaða notkun CFC. Merkust er líklega samþykkt Montreal- fundarins í september 1987. Þar var lögð áhersla á að minnka notkun CFC. Samþykkt Montreal-fundar- ins tók gildi 1. janúar 1989. Þjóðir, sem eru aðilar að sam- þykktinni, skuldbinda sig til að minnka notkun klórflúorkolefna sem hér segir: 1989-1990 verði notkun svipuð og 1986. 1993-1994 aðeins 80% af notkun 1986. 1998-1999 aðeins 50% af notkun 1986. Þróunarlöndin hafa aðlögunar- tíma að þessum tímamörkum. Minnkuð notkun þeirra á að taka gildi eftir 10 ár en notkun þessara landa er tahn innan við 0,3 kg af CFC á íbúa. Montreal-fundurinn er talinn hafa markað tímamót í stefnu- mörkun í umhverfismálum á al- þjóðavettvangi. Þar var í fyrsta skipti beitt vís- indalegum niðurstöðum til þess að hindra eyöileggingu umhverfis. Áður hafði meira verið ijahað um að bæta eða laga ríkjandi ástand. Margir vísindamenn telja að ákvarðanir Montreal-fundarins séu eigi að síður of veikar. Þeir hinir sömu telja að minnka þurfi notkun klórflúorkolefnasambanda um 90% nú þegar. Jafnvel með shkri takmörkun á notkun þessara efna tæki 100 ár að koma ósonlaginu í „upprunalegt“ horf. Fjölmargar ríkissljómir hafa ný- lega ákveðið að notkun klórflúor- kolefnasambanda verði bönnuð við lok aldarinnar og 86 þjóðir studdu samhljóða samþykkt Helsinkifund- arins um vemdun ósonlagsins (maí 1989) og bann við notkun CFC fyrir árið 2000. Verndun umhverfisins, vemdun jarðarinnar krefst alþjóðlegrar samstöðu. Sameiginlegar auðhndir jarðarinnar em komnar í brenni- depil. Þjóðir jarðarinnar verða í aukn- um mæli bundnar af alþjóðasam- þykktum, alþjóðalögum í framtíð- inni. Sjálfstæði þjóða í umhvefismál- um mun fara minnkandi. Hugmyndir hafa jafnvel komið fram um alþjóðadómstól í um- hverfismálum. Þrátt fyrir mikil- vægi málsins munu sjálfsagt marg- ar þjóðir leggjast gegn slíkum dóm- stól og telja vegið að sjálfsforræði sínu. Þróunarþjóðirnar telja umræðu iðnríKjanna að hluta hræsni. Iðn- ríkin framleiða mesta mengun, láta lítið á móti sér og fara sér hægt í úrbótum. Þróunarríkin, sem beijast gegn ofurþungum skuldum, fátækt og slæmum lífskjörum, telja sig ekki hafa ráð á dýrum mengunarvöm- um. Því hefur verið varpað fram hug- myndinni um „Veðurfarssjóð jarð- arinnar". Sá sjóður er hugsaður til að styðja þróunarþjóðirnar þegar kemur að ströngiun alþjóðareglum um takmörkun á notkun ákveð- inna efna, framleiðslu og mengun- arvarnir. Rætt er um heimsráðstefnu 1992 um veðurfar jarðarinnar. Aðgæslu er þörf. Víðtækrar sam- vinnu er þörf. í þessu samhengi væri ekki úr vegi að íslendingar legðu sitt lóð á vogarskálina og gerðu að höfuð- markmiði að berjast gegn mengun hafanna. Sá þáttur málsins er okkur ekki aðeins mikilvægur heldur að hluta á okkar ábyrgð. Guðmundur G. Þórarinsson „Þróunarríkin, sem berjast gegn ofur- þungum skuldum, fátækt og slæmum lífskjörum, telja sig ekki hafa ráö á dýrum mengunarvörnum. ‘ ‘ Rykfallin fyrirheit: Byggðanefnd þingflokkanna Eins og áður er getið skipuðu sex þingflokkar hver sinn fuhtrúa í byggðanefnd þá sem forsætisráð- herra kom á laggimar, m.a. vegna framkvæðis landshlutasamtaka sveitarfélaga. Það merkilega kom í ljós að fulltrúar ahra þingflokka voru sammála um niðurstöður sem koma fram í eftirfarandi thvitnun: „Sérstaka áherslu verðm- að leggja á, að veruleg breyting er óhjákvæmheg, ef vinna á aö aukinni valddreifingu og virk- ara lýðræði, með umtalsverðri tilfærslu verkefna og íjármála- ábyrgðar frá ríki th heima- stjómarvalds, þannig að lands- menn geti í auknum mæh ráðið eigin málum...“ Tekinaf ölltvímæli Þetta er eins konar almennt svar byggðanefndar þingflokkanna gagnvart yfirlýsingu sijómmála- flokkanna við afgreiðslu stjómar- skrár og kosningalaga 1983. Enn- fremur segir í áðumefndum niður- stöðum byggðanefndar: „Til þess að auka, svo að nokkru nemi, völd og áhrif landsmanna ahra óháð búsetu þeirra, þarf koma á þriðja stjómsýslustiginu, sem taki við umtalsverðum verkefnum og Kjallariim Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungs sambands Norðiendinga, Akureyri tekjum fyrst og femst frá rík- inu...“ Hér em tekin af öh tvímæh um með hvaða hætti megi ná fram markmiðum sem yfirlýsing flokks- foringjanna frá 1983 stefnir að. í niðurstöðum sínum segir nefndin ennfremur: „Þrátt fyrir mismunandi skoð- anir á ýmsum atriðum, varð- andi tilfærslu og umfang hugs- anlegs þriðja stjórnsýslustigs, er nefndin sammála um að umdæmi eigi að vera stór, t.d. núverandi kjördæmi. Nefndin telur að um beinar kosningar eigi að vera th þessa stjórnstigs, t.d. í tengslum við sveitarstjóm- arkosningar. Á þennan hátt einan verður póhtískur styrk- ur, sem næst í hlutfalh við fylgi kjósenda í hverju heima- sinni.“ í niðurstöðum nefndarinnar komu einnig fram skýlaus rök fyrir því að sameining sveitarfélaga og ýmiss konar samvinna þeirra nái ekki þeim markmiðum sem felast í yfirlýsingu þingflokkanna við af- greiöslu stjórnarskrárinnar 1983. Þetta er niðurstaða nefndarinnar sem stjórmálamenn sniðganga. Sveitarstjómarlögin frá 1986 bera vitni um þetta. Þau era eitt versta stjórnsýslulegt klúður sem fest hef- ur verið í lög í seinni tíð varðandi samtök sveitarfélaga. Ekki bólar á lokaniðurstöðum Umsögn stjórnmálaflokkanna um thlögur byggöanefndar bera þess vott að þeir láta sér yfirlýsing- ar flokksformanna sinna frá 1983 í léttu rúmi hggja. Með nýju verk- efnaskiptalögunum er haldið áfram tilfærslu verkefna frá sveit- arfélögum th ríkisins á þann veg að fleiri meiri háttar heimastjórn- arverkefni færast yfir í ríkisforsjá og jafnvel þótt þau séu áfram að hluta kostuð af sveitarfélögunum. Uppbygging heimastjórnarstigs er þvi aðkallandi verkefni th að færa til baka verkefni frá ríkinu og á ný í umsjá heimamanna. Und- irstaða heimastjórnar er ekki verk- efnatilfærsla frá sveitarfélögum th mhhstjórnstigs heldur bakfærsla verkefna og valdsmeðferðar frá ríkinu th lýðræöiskjörinnar heimastjórnar. Þetta er kjarni nið- urstöðu byggðanefndar þingflokk- anna. Þetta hentaði ekki stjórn- málaflokkunum og þvi er áhtið þagað í hel. Ekki bólar enn á lokaniðurstöð- um stjórnarskrárnefndar. Það er alls óljóst að sú nefnd taki th greina þá skoðun forsætisráðherra, á sín- um tíma, að í stjórnarskránni skuli vera skýlaus ákvæði um valdath- færslu frá ríkisvaldi th lýðræðis- kjörinnar heimastjómar. Hitt er jafnvíst að fyrr éða síðar komi th- lögur frá stjómarskrárnefndinni sem flalh um enn fekari röskun á skiptingu þingsæta landsbyggðinni í óhag. Þetta upplýsti formaður stjórnarskrárnefndar á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að niðurstöður byggða- nefndar þingflokkanna munu ryk- falla um ókominn tíma og jafnvel verða jarðaðar í pappirstætara í hinu tæknivædda skrifstofuveldi. Áskell Einarsson „Uppbygging heimastjórnarstigs er því aðkallandi verkefni til að færa til baka verkefni frá ríkinu og á ný í umsjá heimamanna.“ stjórnarumdæmi, hveiju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.