Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Fréttir Salan á Samvinnubankanum: Erlendir bankar neyddu Sambandið til að selja - hafa einnig krafist þess að hlutur þess í íslenskum aðalverktökum verði seldur Stjóm Sambandsins var knúin til þess af erlendum viðskiptabönkum sínum að ganga að tilboði Lands- bankans í Samvinnubankann. Allir stjómarmenn voru óánægðir með tilboðið. En þeim var gerð grein fyrir því að ef tilboðinu yrði hafnað myndu erlendu bankarnir senda fulltrúa sína hingað til lands og fara fram á skuldaskil sem heföi þýtt gjaldþrot. „Þaö er rétt að okkur var skýrt frá þessu. Við vorum vissulega hrædd viö að greiða atkvæði gegn sölunni. Samt töldum við, sem greiddum at- kvæði gegn henni, að aðrir valkostir væru til í stöðunni og vildum skoða málið betur. Við töldum ekki full- reynt með þá valkosti, jafnvel að hluti af því væri aö ræöa frekar við erlendu bankana en töldum líka fleira koma til,“ sagði Birna Bjöms- dóttir, einn stjórnarmanna Sam- bandsins, í samtali við DV í morgun. Hún var spurð hvaða valkosti hún ætti við en hún sagðist ekki vilja greina frá því. Þaö væri innanhúss- mál Sambandsins. Samkvæmt heimildum DV var hér um að ræða tilraun til að fá spari- sjóðina inn í málið líkt og reynt var þegar sem ákafast var unnið að sölu Útvegsbankans um áriö. Samkvæmt heimildum DV úr stjórn Sambandsins settu erlendu bankarnir líka fram þá kröfu að Sambandið seldi hlut sinn í íslensk- um aðalverktökum. Sú eign er metin á um einn milljarð króna. Þegar hef- ur veriö rætt við ríkisstjórna um að ríkið kaupi þann hlut og eru líkur taldar á að svo verði. Samningavið- ræður um þau kaup hefjast innan skamms. í kjölfar kaupa Landsbankans á Samvinnubankanfum hefjast samn- ingaviðræður milli Sambandsins og Landsbankans um niðurfellingu vaxtakrafna, skuldbreytingar og breytingu óhagstæðra skammtíma- lána í lengri lán. í þessari viku eru einnig væntanlegir til landsins full- trúar erlendra viðskiptabanka Sam- bandsins til samninga um svipað efni. Talið er aö þegar salan á hlut Sam- bandsins í íslenskum aðalverktökum hefur átt sér stað og kröfum erlendu bankanna þar með fullnægt sé komið borð fyrir báru hjá Sambandinu um einhvern tíma að minnsta kosti. -S.dór Frá formlegri setningu landgræðsluátaksins á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Landgræðsluskógar - átak 1990 Eitt mesta átak í landgræðslu og skógrækt hérlendis hófst formlega með athöfn á Kjarvalsstöðum á sunnudag undir nafninu Land- græðsluskógar - átak 1990 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags ís- lands. Ein og hálf milljón trjáplantna verður gróðursétt í vor auk annarra gróðurbætandi aögerða. Valin hafa verið 73 svæði um land allt þar sem landgræðsluskógum verður komið upp enda tilgangur átaksins að koma upp útivistarskógum og koma af stað gróöurbyltingu. Starfandi er sérstök nefnd skipuð vísindamönnum til fulltingis aöilum átaksins sem eru Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og landbúnaö- arráðuneytiö. Átakinu hafa þegar borist stórgjaf- ir og reið Eimskipafélag íslands á vaðið með 7,5 milljóna króna gjöf. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er verndari land- græðsluátaksins. -Pá Skuld Amarflugs við Air Lingus: Venjuleg viðskiptaskuld - segir Kristinn Sigtryggsson „Skuld okkar við Air Lingus er venjuleg viðskiptaskuld enda höf- um við haft mikil viðskipti við þá. Aðeins óverulegur hluti hennar er ekki í skilurn," sagði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Am- arflugs, en menn á vegum írska flugfélagsins Air Lingus komu hingað um helgina til að ræða við- skipti félaganna. Air Lingus hefur séð um viöhald véla hjá Amarflugi og mun skuldin við þá vera nokkrir tugir milljóna. Kristinn sagði að enginn ágreining- ur væri um þessa skuld en eðlilega vildu -þeir hjá Air Lingus fara yfir stöðuna núna i ljósi nýjustu at- burða. Það er hins vegar ljóst að mikill ágreiningur er á milli fjármála- ráöuneytisins og Arnarflugs- manna um skuldina við ríkissjóð. Fjármálaráðherra hefur gefið yfir- lýsingar um að hún sé á bilinu 100 til 200 milljónir króna en Kristinn segir að það sé fjarri lagi. Stendur meðal annars ágreiningur um hvernig beri aö reikna inn í þetta loforð ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra um niðurfellingu á 150 millj- óna skuld við ríkissjóð. „Ég hef skoöað minnisblað frá samgönguráðherra frá því er þessi samþykkt var gerð í fyrra um nið- urfellingu á þessum 150 milljónum. Þar gat ég hvergi fundið þá fyrir- vara sem fjármálaráðherra hefur verið að tala um,“ sagði Kristinn. -SMJ Fjögurra ára loðna fundin við Skrúð Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Hafrannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson fann loðnu við eyjuna Skrúð út af Fáskrúðsfirði í gærkvöldi og var þar veiði í nótt. Loðnan þama er fjögurra ára og góð í frystingu. Viktor Helgason hjá fiskimjölsverk- smiðjunni FIFE sagði fréttamanni DV þessi góðu tíðindi í morgun. Á miðnætti sl. nótt kom KAR VE með 700 tonn af ioðnu, sem skipið fékk út af Langanesi, og landaði afl- anum í nótt hjá Viktori í FIFE. Á hádegi í dag er Sighvatur Bjamason VE væntanlegur hingað til Eyja með 700 tonn af loðnu sem báturinn fékk á sömu slóðum og KAP. Staðsetning á nýju álveri: Straumsvík er enn- þá sá staður sem allt er miðað við - segir Jóhannes Nordal „Straumsvík er ennþá sá staður sem ailt er miðað við og allar okkar áætlanir eru miðaðar við að nýtt ál- ver rísi þar,“ sagði Jóhannes Nord- al, seðlabankastjóri og formaöur ís- lensku álviðræðunefndarinnar, en nefndin átti fund í Kaupmannahöfn á föstudaginn við fulltrúa Granges og Hoogovens fyrirtækjanna. í síð- ustu viku voru fulltrúar fyrirtækj- anna hér á landi og skoðuðu þá ýmsa möguleika á staðsetningu álvers. Jó- hannes sagði að ekki lægi fyrir nein niðurstaða vegna þess. Sagði Jóhannes að á fundinum hefðu verið lögð drög að frekari leit aö þriðja eignaraðilanum að nýju álveri. Hann vildi þó ekki segja neitt um hvaða aðilar væru taldir líkleg- astir en staðfesti að áhugi Gránges og Hoogovens manna beindist helst að evrópskum fyrirtækjum - en bætti við að enginn heföi verið úti- lokaður. - Enhvaðfinnstþérumþáhugmynd að íslendingar eigi hlut í nýju álveri? „Ég vil ekki láta í Ijós neina skoðun á því á þessu stigi málsins. Þetta eru alveg ómótaðar hugmyndir ennþá. Það eru allir á því, sem að þessu máli vinna, að fyrsta verk sé að at- huga hvort það sé fyrir hendi áhugi hjá aðilum sem eru æskilegir til sam- starfs í þessu máli,“ sagði Jóhannes. í vikunni eru fulltrúar bandaríska fyrirtækisins Alumax væntanlegir til landsins til viðræðna um hugsan- lega eignaraðild fyrirtækisins að nýju álveri. -SMJ Verulegar skemmdir urðu i bruna i söluturninum við Laugarásveg 2 í nótt. Var mikill eldur og reykur þegar slökkviliðið kom á staðinn. DV-mynd S Laugarásvegur: Bruni í biðskýli Lager og fleira skemmdist mikiö í bruna i söluturni og biðskýli við Laugarásveg 2 á þriðja tímanum í nótt. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið kom á staðinn. Bruna- verðir þurftu meðal annars að rjúfa þil til þess að slökkva eldinn. Tókst að ráða niðurlögum hans á tiltölu- lega stuttum tíma. Allmiklar skemmdir eru á söluturninum eftir brunann. Eldsupptök eru ókunn en Rannsóknarlögregla ríkisins hefur máliö í rannsókn. Slökkviliðið var einnig kvatt að Blikahólum í Breiðholti í nótt og hafði þar kviknað í póstkassa. Voru nærstaddir búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.