Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Fréttir Orri Vigfusson kominn heim frá Færeyjum: Færeyringar eru tilbúnir að hætta laxveiðum í sjó - enn þráttað um verð og veiði 4 báta Orri Vigfússon, framleiðandi ís- lenska vodkans Icy og talsmaður níu þjóða sem vilja kaupa laxakvóta Færeyinga og Grænlendinga, kom heim frá Færeyjum um helgina ásamt Jóni G. Baldvinssyni, for- manni Stangaveiðifélags Reykjavík- ur, eftir viðræður við Færeyinga um kaup á laxakvóta þeirra. Niðurstað- an af viðræðunum var sú að Færey- ingar eru tilbúnir að hætta laxveið- um í sjó. Máhð er þó enn í biðstöðu, samkomulag hefur ekki náðst um verð á kvótanum, svo og hugsanlegar veiðiheimildir 4 færeyskra báta við strendur Kandada, Noregs eða Skot- lands. „Ég er ánægður með árangur viö- ræðnanna við Færeyinga. Báðir aðil- ar eru búnir að fallast á samnings- uppkast. Stóra máliö er auðvitað það að Færeyingar eru tilbúnir að selja laxakvóta sinn og hætta laxveiðum í sjó,“ segir Orri Vigfússon. Orri er með umboð frá öllum helstu hagsmunaaöilum í laxveiði og laxeldi hérlendis, svo og landssamböndum stangaveiöifélaga og landssambanda veiðiréttareigenda í 8 öðrum löndum. Þessi lönd eru Noregur, Svíþjóð, Bandaríkin, Kanada, írland, Eng- land, Skotland og Frakkland. Viöræður Orra og Jóns við Færey- inga hófust síðastliöinn miðvikudag. Þeir byrjuðu á að leggja fram tilboð og fengu síðar gagntilboð. Þar með var máhð komið á skrið. í Færeyjum hafa 26 bátar laxakvóta. Þegar í upp- hafi kom fram aö eigendur 22 báta voru reiðubúnir að hætta en 4 voru harðir á að gefa ekkert eftir. Orri og Jón sögðu þá við Færeying- ana að þeir vhdu heildarlausn á máhnu, annaðhvort allt eða ekkert. Enn var þráttað og lauk þvi þannig að það geti hjálpað mjög til lausnar máhnu fái eigendur þessara 4 báta hugsanlega veiðiheimildir á grálúðu eða öðrum fisktegundum við strend- ur Kanada, Noregs eða Skotlands. Þessir 26 færeysku bátar hafa um 550 tonn af laxakvóta. í viðræðunum sögðu Orri og Jón aö aflaverðmæti laxsins th skipanna væri um 2,3 mhljónir dollara eða um 143 mihjón- ir íslenskra króna. Færeyingamir sögðu á hinn bóginn að aflaverðmæt- ið væri 2,8 milljónir dollara eða um 174 mhljónir íslenskra króna. Um mismuninn, 31 milljón íslenskra króna í aflaverömæti, er nú deilt. Þegar kvótar eru keyptir er borgað ákveðið hlutfall af aflaverðmætinu fyrir kvótann. í nýlegum samningum Landsambands íslenskra útvegs- manna við Grænlendinga um loðnukvóta var miðað við 13,7 pró- sent af aflaverðmætinu. „Málið er nú í biðstöðu við Færey- inga. Áður en við Jón héldum th Is- lands var búiö að skipa sáttasemjara sem mun vinna áfram að lausn máls- ins næstu vikurnar," segir Orri. Á næstunni vonast Orri til að hefja viðræður við Grænlendinga um kaup á þeirra laxakvóta. Orri telur að ef Færeyingar og Grænlendingar hætta að veiða lax í sjó skih það sér í um 30 prósent auk- inni laxagengd og stóraukinni með- alþyngd hvers lax í íslenskum lax- veiðiám. -JGH Hæstiréttur: Magnús þarf ekki í próf Hæstiréttur hefur sent Magnúsi Thoroddsen, fyrrum forseta Hæsta- réttar, bréf þar sem honum er til- kynnt að hann þuríi ekki að fara með prófmál fyrir Hæstarétt th að öðlast málafærsluréttindi fyrir réttinum. Magnús fór fram á að þurfa ekki að flytja prófmál til að öðlast mála- færsluréttindi fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur, það er ekki sá sem dæmdi í máh Magnúsar, hefur nú sent honum bréf þess efnis að hann hafi öðlast réttindi hæstaréttarlög- manns. -sme Tveggja ára drengur bjargaðist naumlega á bænum Litlu-Giljá í Þingi þeg- ar eldur kom upp í vörubíl sem hann var í. Þetta gerðist fyrir helgi, eins og DV greindi frá á laugardag, en hér sést Gestur Fannar, tveggja ára, við bílflakið ásamt bræðrum sínum, Smára Rafni, 17 ára, og Hallgrími Ingvari, 11 éra. DV-mynd Magnús Ólafsson Vestfirðingar styðja sjómenn Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum hefur tekið undir kröfur sjómanna annars staðar á landinu og sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Bylgjan á Vestfjörðum lýsir yfir stuðningi við aðgerðir sjómanna á Norður- og Austurlandi th að ná fram sanngjamara og réttlátara fiskverði. Fundurinn lýsir jafn- framt furðu sinni á afstöðu LIU og hvetur þau samtök th aö skhgreina betur hlutverk sitt.“ -SMJ Skattmann og Batman Ekki er nokkur vafi á því að tvær persónur slógu í gegn á síðasta ári. Þeirra var beggja minnst í ára- mótaskaupinu og fór vel á því. Þetta vom þeir Skattmann og Bat- man. Reyndar tók Batman forskot á sæluna með því að flytja nýársá- varp fyrr um kvöldið og syndgaði þannig upp á náðina. Batman hefur farið viöa á þessu ári, brugðið und- ir sig betri fætinum þegar því er að skipta og komið eins og frels- andi engill þegar hætta hefur verið á ferðinni. Batman bjargaði stjóminni með því að fá Borgaraflokkinn th sam- starfs. Batman kom Stefáni Val- geirssyni fyrir kattamef í Búnaöar- bankanum þegar Stefán var óþarf- ur í stj ómarsamstarfinu. Batman birtist í laugunum og laxveiöum, í sjónvarpinu og á samkomum og kúrekasöngvarar yrkja th hans ástarljóð og Batman er svo sleipur og útsjónarsamur að hvorki áfeng- iskaup, gleymska né glópska setja hann út af laginu. Batman er ahtaf fyrirgefið, enda er hann lögghtur forsætisráöherra og er í beinu sam- bandi við spámenn og völvur og skyggna menn. I áramótaávarpinu, sem Batman flutti á gamlárskvöld, vitnaöi hann til þessara kunningja sinna, enda er Batman frægur fyrir að eiga bæði vini og kunningja sem sífellt em að segja honum eitt og annað sem hann sjálfur telur frásagnar- vert. Fjölmiðlar hafa verið að spyrjast fyrir um hvaða spámaður sé í svo nánu sambandi við forsæt- isráðherra sem veröskuldi sér- staka útsendingu á áramótum til að boða kenningar hans úr munni Batmans. Venjulega er það þannig að ráöherrar byggja spár sínar á útreikningum Þjóðhagsstofnunar eða efnhagssérfræðinga og lýsa skoðunum sínum á þróun og horf- um nýs árs meö hhösjón af stað- reyndum og skýrslum. En Batman leggur ekkert upp úr svoleiðis mgh heldur tekur hann meira mark á spádómum að handan og hefur þá sér th ráðgjafar forsjála menn og stjömufræðinga sem spá i spil og kúlur. En svo er það Skattmann. Hann lætur ekki Batman stela senunni frá sér. Nú er virðisaukaskatturinn oröinn að vemleika og fulltrúar fj ármálaráðuneytisins geta því miður ekkert gert aö því þótt helm- ingurinn af greiðendum kunni eng- in skh á skattinum og þeir geta heldur ekkert gert að því þótt vömr og þjónusta hækki. Það er neytend- um og gjaldendum sjálfum fyrir verstu ef þeir skilja ekki að virðis- aukaskatturinn hækkar útgjöldin í staðinn fyrir að lækka þau. Skattmann er í essinu sínu þegar þjóðin stendur ráðalaus gagnvart þessum skattahækkunum og til að bæta gráu ofan á svart hefur Skatt- mann í framhjáhlaupi hækkað öll þau þjónustugjöld, sem ríkið getur grætt á, um nokkur hundmð pró- sent. Síðasta þjóöþrifaverkið, sem Skattmann vaim, var að hækka gjaldið fyrir borgaralega giftingu, enda ófært að láta fólk gifta sig fyr- ir ekki neitt. Þeir Batman og Skattmann eru á við hvaöa Bakkabræöur sem er. Þeir era á ferö og flugi og skapa sér vinsældir út á spádóma og skatta- hækkanir eins og ábyrgum stjóm- málaforingjum sæmir. Það getur enginn sljórnmálamaður náð tök- um á efnahagsmálum né heldur haft yfirsýn yfir framtíðina nema hafa völvur í flokknum hjá sér til að spá og það getur enginn ábyrgur fjármálaráðherra staðið undir nafni nema hafa auga á hveijum fingri þegar peningarnir em ann- ars vegar. Það verður að skatt- leggja neysluna og það veröur að skattleggja giftingamar og það verður að skattleggja þinglýsing- amar þegar fólk er að selja eigur sínar til að eiga fyrir sköttunum. Skattmann er að því leyti líkur Batman að hann er ahs staðar ná- lægur þar sem hörmungar steðja að, því þar er von í peningum, þar er von um að hægt verði að herða skattaólina. Það kemur auðvitað ekki th greina að láta fólk komast upp með það að búa ókeypis við fátæktina. Það verður að skatt- leggja hana líka. / Þeir Batman og Skattmann era menn ársins. Þeir hafa slegið í gegn. Og þeir eru enn að. Batman hefur rætt við spákerhngu sem seg- ir honum að Skattmann eigi marga skatta eftir í pokahominu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.