Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Utlönd Deilt um fjölda fallinna í Panama Fymim dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Ramsey Clark, var í heimsókn í Panama um helgina og kvaðst hann hvað eftir annað hafa heyrt aö talið væri að fjöldi þeirra sem fallið hefðu í innrás Bandaríkj- anna væri fjögur þúsund. Sumir hefðu jafnvel álitið að fjöldi falhnna væri sjö þúsund. Sagði Clark að um væri að ræða samsæri af hálfu Bandaríkjastjómar að þegja yfir hversu margir hefðu látið lífið í innrásinni. Brent Scowcroft, þjóðaröryggis- ráögjafi Bandaríkjanna, og Lawren- ce Eagleburger, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sögðu báð- ir í sjónvarpsviðtali í gær að ekki væri vitað hversu margir óbreyttir borgarar hefðu falhð. Hins vegar gæti ekki verið að yfir eitt þúsund hefðu falhð eins og Clark teldi. Eagle- Noriega hershöfðingi. Teikning Lurie. burger sagði aö þegar hann hefði heimsótt Panama í síðustu viku hefði það verið skoðun bandarískra her- yfirvalda að um fjögur hundruð pa- namískir hermenn og óbreyttir borg- arar hefðu látið lífið í innrásinni. Bandarískir herforingjar telja að enn leiki að minnsta kosti tvö hundr- uð fyrrum hermenn Noriega lausum hala. Segja herforingjamir það vera forgangsverkefni bandarískra her- manna í Panama að finna menn Noriega og leysa upp samtök þeirra. Hingaö til hefur ekki borið mikið á skæruhemaði manna Noriega. Á fóstudaginn skaut einn maður að bandarískum hermanni á eftirhts- ferð. Hermaðurinn slapp ómeiddur. Eiginkona og dætur Noriega og fjölskyldur þeirra, sem enn hafast við í húsi sendiherra Kúbu, reyna nú að komast úr landi. Að sögn starfsmanns kúbanska sendiráðsins bíða þær svars frá panamíska utan- ríkisráðuneytinu. Alls em tuttugu og sjö ættingjar Noriega í sendiráð- inu. Sendiherra Páfagarðs í Panama sagði í gær að Noriega hefði verið veitt hæh í sendiráði sínu þar sem hann hefði hótað að fyrirskipa fjölda- morð aö öðram kosti. „Hann veitti mér fimmtán mínútna frest. Ef ég byði hann ekki velkominn hæfi hann strax skærahernað í Chiriqui hérað- inu. Hann hótaði fjöldamorðum," sagði sendiherrann. Kvaðst sendi- herrann þegar í stað hafa látið bandarískan hershöfðingja vita af stöðu mála. Noriega var tíu daga í sendiráði Páfagarðs áður en hann gafst upp. Hann er nú í fangaklefa í dómshúsi á Miami í Flórída og ráð- færir sig við lögfræðinga sína um hvemig vörn hans skuh háttað. Reuter Blaðasali í Panama auglýsir dagblöðin Panama America, sem farið er að gefa út á ný eftir 21 árs útgáfubann, og Critica Libre sem nú er blað stjórn- arlnnar. Það var áður málpípa Noriega. Simamynd Reuter KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurö býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi f'- ? i < (O £ 3 Skakki turaSnn lokaður Skakka turninum í Písa var lokað á sunnudag vegna viðgeröa og er það í fyrsta sinn í átta hundruð ár aö tumínum er lokað fyrir ferða- mönnum. Þúsundir Sbúa borgar- innar komu saman fyrír ffaman tuminn í gær og fylgdust með þeg- ar borgarstjórinn lokaði dyrum hans. Turninn er nú opinberlega sagður vera hættulegur og því var afráðið að loka honum þar th nauð- synlegar viðgerðir hafa farið fram. Að sögn borgarstjórans, Giac- como Granchí, hefur verið ákveðið að turninn verði lokaöur í a.m.k. þrjá mánuði. Borgaryfirvöld féllust fyrst á að loka turninum eftir séríræöingar lögðu til að honum yrði lokað til að koma í veg fyrir frekari haha. Borgarstjórinn sagð- ist fyrst hafa samþykkt lokunina eftir að hafa fengið loforö um 110 mihjón dollara styrk fiá alríkis- yfirvöldum á Ítalíu til aö lagfæra tuminn. Skakki tuminn er stærsta tekju- hnd Pisa og hefur borgarstjórinn varað við að lokun hans kunni að leiða til efnahagshruns borgarinn- ar. Hann sagði í gær að ef ríkis- stjómin gengi á bak orða sinn varð- andi styrkinn myndi hann skipa svo fyrir að turninn yrði opnaöur á nýjan leik. Skakki turninnn f Pfsa er nú lokað- ur fyrir ferðamönnum en það er í fyrsta sinn í átta hundruð ár sem svo er. Sfmamynd Reuter Aðildarríki Comecon funda Fulltrúar aðíldarríkja Comecon, Efnahagsbandalags Austur-Evrópu, koma saman til fundar í Búlgaríu i vikunni og verður það í fyrsta sinn sem þeir funda siðan hrun kommúnismans í austurhluta álfunnar hófst Comecon hefur mátt sæta nokkurri gagnrýni upp á síðkastið og hafa margir sagt það vera oröið gamalsdags ogúrelt í ljósi gifurlegra breytinga í Austur-Evrópu síðustu misseri. Sovétrikin, Pólland og Ungverjaland hafa nú tekið undir með fulltrúum Tékkóslóvakiu en þeir hvetja th þess að bandalagið, sem stofnaö var árið 1949, verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og endurskipulagningar. Þó vhja flestir fulltrúar aðildarríkjanna ekki að bandalagið verið lagt niður. Einn fulltrúa sovésku sendinefndarinnar til Sofíu sagði á fundi með blaðamönnum í síðustu viku aö aðildarríkin hefðu saraþykkt að Comecon þyrfti að gangast undir uppstokkun. Trúarlegar fórnlr Jeffry Lundgren, fyrrum prestur, er nú i vörslu bandariskra yfirvalda vegna gruns um aðild að morði fimm manna fjölskyldu. Talið erað fjöl- skyldunn) haf i verið fórnað. Símamynd Reuter Fyrram bandarískur prestur, Jeffry Lundgren, var í gær handtekinn vegna meintrar aðildar að morði á fimm manna fjölskyldu. Eiginkona hans og aðrir úr nánustu fjölskyldu þeirra hjóna voru einnig teknir í vörslu yfirvalda. Þau hafa öll verið ákærð fyrir morð eða morðthraun. Talið er að fjölskyldunni, sem var rayrt, hafi verið fórnað en að sögn lögregiu var Lundgren leiðtogi ofsatrúarreglu. Brúdkaup sem vekur athygll Sonardóttir Eisenhowers, fyrrum Bandarikjaforseta, með unnusta sínum, sovéskum geimvisinda- Susan Eisenhower, sonardóttir Dwights D. Eisenhower, fyrrum Bandaríkjaforseta, sagði aö sam- þykki sovéskra yfirvalda fyrir hjónabandi hennar og lnns þekkta sovéska geimvísindaraanns, Roald Sagdeev, væri tákn um aukið per- sónufrelsi í Sovétrikjunum. Vígslan fer fram í Moskvu 9. fe- brúar næstkomandi og verður borgaraleg. Prestur gefur þau síöan saman í bandaríska sendiráðínu strax á eftir. Sagdeev er þingmaöur og fyrrum ráðgjafi Gorbatsjovs Sovétforseta. Sagdeev var náinn vinur mannrétt- indabaráttumannsins Sakharovs sem er nýlátinn. Fyrirhugað brúðkaup parsins hefur vakið mikla athygli í Was- hington sem verður annað heimhi hjónakornanna. Hefur meira að segja Bush Bandaríkjaforseti óskað kærustuparínu allra hehla. Roald manni. SímamyiKl Rauter og Susan hittust 1987 á ráöstefhu um samskipti austurs og vesturs. Kynni þeirra urðu nánari þegar Susan aðstoöaði Roald við ritun endur- minninga hans. Susan kveðst viss um að afi hennar heföi veriö sam- þykkurbrúðkaupinuogboriðvirðingufyrirRoald. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.