Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. 11 Sviðsljós Brigitte Nilsen: Fæðing sonarins gekk vel Hin undurfagra Brigitte Nilsen, áður frú Sylvester Stallone, ljómar nú af ást, umhyggju og stolti yfir nýfæddum syni sínum Marcus. Hún er með barnið á brjósti, deilir með því rúmi og leyfir ekki nokkurri barnfóstru að koma nálægt barninu. Brigitte er nú í hamingjusamri sambúð með fyrrverandi amerískri fótboltahetju, Mark Gastineau. „Mark er fullkominn faðir,“ að sögn Brigitte og hún heldur áfram og segir „allar konur sem hafa eign- ast börn vita að það er ólíkt allri annarri reynslu. Það er óviðjafnan- legt að eignast heilbrigt barn. Þær stundir sem þú hefur barnið þitt í fanginu eru dýrmætustu mínútur ævinnar. Brigitte á fyrir sex ára gamlan son með Dananum Kaspar Winding og fannst henni seinni fæðingin mun auðveldari en sú fyrri þrátt fyrir að yngra barnið væri stærra en það Brigitte mjólkar vist meö afbrigðum vel og finnst yndislegt aö hafa son sinn á brjósti. Kojakberstvið krabbamein Telly Savalas, sem hvað frægastur er fyrir að leika lögregluforingjann Kojak, þjáist af krabbameini. Þessi frægi sjónvarpslögreglumað- ur, hvers bróðir George dó fyrir fjór- um árum úr krabbameini, upplýsti í síðasta mánuði að hann væri með blöðrukrabbamein. Fyrir þremur vikum fór hann í skurðaðgerð þar sem reynt var að vinna bug á krabbameininu og hefur hann verið beðinn um aö mæta reglulega í eftirht. Telly er hins vegar bjartsýnn og segir að sjúkdómurinn sé ekki kom- inn á alvarlegt stig. Þremur dögum eftir krabbameins- aögerðina, sem Telly gekkst undir á sjúkrahúsi í New York, var hann kominn á fullt við gerð nýrrar fram- haldsseríu um Kojak. Nýlega heimsótti hann svo unga krabbameinssjúklinga sem dvelja á Royal Marsden Hospital í Surrey og lofaði hann unga fólkinu að hefja söfnum til eflingar rannsókna á krabbameini. eldra en Marcus var 14 merkur og 51 cm við fæðingu. Fæðingin tók 514 tíma en fæðing eldri sonar hennar tók 36 klukkustundir. „Ég var orðin svo örmagna að mér var gefin epicur- aldeyfing síðustu klukkustundirnar áður en Julian fæddist. Þegar maður hefur verið deyfður á þann hátt finn- ur maður í raun og veru ekkert fyrir fæðingunni. En fæðing Marcus gekk fullkomlega eðlilega fyrir sig og ég átti hann án nokkurrar deyfingar. Mark var hjá mér allan tímann og hann hjálpaði mér að yfirstíga sárs- aukann. Eg efast um að ég hefði get- að átt Marcus án hjálpar Marks. Hann hjálpaði mér viö anda rétt og hann studdi mig á allan hátt. Þegar bamið var fætt khppti hann á nafla- strenginn. Mark var mjög duglegur, miklu duglegri en nokkurn óraði fyr- ir að hann yrði. Raunar héldu allir að það myndi hða yfir hann í miðri fæðingunni," segir Brigitte. Og Mark segir „ég hélt að þaö væri ekki hægt að upplifa meiri sársauka en maður upplifir í fótboltanum. Þeg- ar ég horfði á son minn fæðast komst ég hins vegar að raun um að sá sárs- auki er ekkert á móti því sem konur mega ganga í gegnum þegar þær eignast böm.“ Nú búa hjónaleysin ásamt syni sín- um á stórum búgarði í Arizona og era mjög ánægð með lífið og tilver- una. Brigitte, sem er þekkt fyrir að vera með rosastór brjóst, sem vora nú raunar á sínum tíma blásin upp með silikoni, segir um brjóstagjöfina. „Það er miklu heUbrigðara og betra fyrir börn að vera á brjósti en fá pela. Og ef konur mjólka jafnmikið og ég geri þá ættu þær ekki aö hika við að vera með börn sín á brjósti. Ég held að ég gæti verið með 1000 börn á brjósti þessa dagana, svo mikið er mjólkurmagniö." Brigitte Nilsen Ijómar af stolti yfir nýfæddum syni sínum. Hinn 65 ára gamli leikari, Terry Sav- alas, berst nú við krabbamein. u Hvíldu þig nú á skammdeginu Nú gefst einstakt tækifæri til að hvíla sig dálítið á íslenska skammdeginu og ’ bregða sér í stutta ferð yfir pollinn. Þú getur valið um tvær af skemmtilegustu borgum Evrópu til aó slappa af og láta þér líóa vel. Þetta tilboð gildir fyrir janúar og febrúar en athugaðu aö aöeins er selt í þessar ferðir í janúar þannig aö þótt þú ætlir ekki að leggja land undir fót fyrr en í febrúar verður þú aó tryggja þér miða fyrir mán- aðamótin. Útsölutíminn í Amsterdam Útsölurnar eru þegar hafnar í Amsterdam. Þar er verðlag að vísu hagstætt allt árió en þó best á þessum tíma. Not- aöu tækifæriö. En jafnvel þótt þig langi ekkert til að versla getur þú fundió þér nóg að gera í Amsterdam. Veturinn er sá tími sem menningar- og skemmtana- líf er í hvaö mestum blóma. Heimsfrægar hljómsveitir, bæöi popp- og sinfóníu-, heilla hvorar sinn aódáenda- hópinn og Rembrandt og van Gogh eru á næstu grös- um. Og láttu endilega eftir þér aö fara á indónesiskan veitingastað og fá þér 26 rétta „rijstaffel“. Það kostar ótrúlega lítiö. Hamborg allra árstíða Útsölurnar í Hamborg hefjast 29. janúar og standa í tvær vikur. Hamborg er fræg fyrir aó þar er hægt aö fá mjög „vönduð merki“ á sérlega góöu veröi. En Hamborg er ekki síóur borg menningar, lista og skemmtana. Þú átt erindi til Hamborgar allt áriö. 1 Amsterdam Hamborg Kr. 18.300 ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.