Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. 35 Lífestm Verð á hrogn og lifur: Hækkar vegna virðis- aukaskatts Hrogn og lifur er árstíðabundiö góðgæti sem nú er þegar farið að sjást í mörgum fiskbúðum. Verðið hefur hækkað talsvert meira en búist var við. Hrogn og lifur ber 14,5% virðis- aukaskatt en bar 10% söluskatt áður. Verðið á kílói á hrognum út úr fisk- búð er á bilinu frá 400-530 krónur. Það þýðir að 32% munur er á hæsta og lægsta verði. Þess ber þó að geta aö nokkrar fiskbúöir hafa ekki enn tekið inn hrogn og lifur og kváðust fisksaiar ætla að bíða nokkra daga og sjá hvemig kaupin gerast á eyr- inni. Lifur er seld í fiskbúðum á 100-260 krónur kfióið. Munur á hæsta og lægsta verði er samkvæmt því 160%. Flestir kaupa ýsuflök til að borða með hrognum og lifur utan einstaka sérvitringur sem vill frekar nýjan þorsk. Verðið á ýsuflökimum í þeim búðum sem verð var kannað í lá á bihnu frá 380-450 krónur. í október síðastliðnum var verðið í þessum sömu verslunum á bilinu frá 360-390 krónur. Verð á þorskflökum fylgir verði á ýsuflökum. Hækkunin hefur orðið 15-25% á röskum tveim mánuðum, mest nú um áramótin þvert ofan í yfirlýsing- ar stjórnvalda um lækkun í kjölfar virðisaukaskatts. Verð á ýsu er fremur hátt eins og stendur og var kfióið af ýsunni á 140-150 krónur á fiskmörkuðum fyr- Neytendur ir helgina. Reikna má með einhverri lækkun um miðjan mánuðinn þegar framboð eykst. Þá verða togarar komnir inn úr fyrstu veiðiferð ársins og róðrar hafnir aö gagni hjá línubát- um. Fisksalar telja að verðið haldist óbreytt fram tfi 15-20 janúar. Gellur og kinnar eins og hrogn og lifur njóta ekki sérstakra niður- greiðslna eins og ýmsar fisktegundir við gfidistöku virðisaukaskatts. Verð á gellum t.d. ætti því að hækka um 15% vegna skattsins en þær báru Ýsuflök, kg Hrogn, kg Lifur, kg Stjörnufiskur Háalbr. 58-60 * 400 450 100 Fiskbúðin Langholtsvegi 420 Fiskbúðin Starmýri 450 400 200 Fiskbúðin Grímsbæ 440 450 120 Stjörnufiskbúðin Austurveri 420 530 190 Fiskbúð Hafliða 380 430 260 Hrogn og lifur hækka um 14% vegna gildistöku virðisaukaskatts. Kiló af hrognum kostarfrá 400-530 krónur kilóið. DV-mynd KAE 10% söluskatt áöur. Þar við bætist að þeir sem verka gellur vilja nú fá 10-12% verðhækkun að auki. Því má reikna með 25-30% hækkun á gellum og kinnum til neytandans. Það þýðir að kílóið af gellum kostar í dag 500-530 krómm í stað 430-460 áður. -Pá Matreiðsla: Hrogn og lifur Þvoið hrognin úr köldu vatni, legg- ið hvert stykki í álþynnu, þunnt plast eða plastpoka og stráið borðsalti yfir og vefjið umbúðun vel utan mn hrognin. Látiö þau í sjóðandi salt-, vatn og sjóðið við vægan hita í 25 mínútur. Gætið þess að vatnið fljóti vel yfir hrognin sem eru soðin þegar þau eru þétt og sanfiit í gegn. Látið lifrina Uggja í köldu vatni í 15-20 mínútur. Fjarlægið allar himn- ur og látið í sjóðandi saltvatn. Einnig má veja lifrina í álþynnu eða plast eins og hrognin. Sjóðiö.í 15 mínútur. Verði afgangur af hrognunum er hægt að skera þau köld í sneiðar, velti sneiðunum upp úr hveiti sem kryddað er með salti og pipar og steikja á pönnu. Berið ffam með brúnuðum lauk. Önnur tillaga er að skera köld hrogn í sneiðar og raða á fat meö eggjabátum og saxaðri ferskri pa- priku. Síðan er hellt yfir sósu sem búin er tfi úr sýrðum rjóma og krydduð með difii (ca 2 msk.), salti og paprikudufti og ef til vill sinnepi eða karríi. -Pá Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Fékk stóra vimiingimi sjálft Aðalvinningurinn í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Saab 9000 CDI, að verðmæti 2 miUj- ónir króna, kom á símanúmer svæö- isstjómar um málefni fatlaðra á Sauðárkróki. „Nei, ég borgaði ekki miðann svo að happdrættið sjáUt fær híhnn,“ sagði Sveinn AUan Morthens, fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar, í sam- tali við DV. „Sú fjárveiting sem við höfum til okkar reksturs gerir ekki ráð fyrir þátttöku í happdrættum.“ AUs voru 8 bílar af gerðinni Saab og Citroen í vinning. Heildarverö- mæti vinninga er rúmar 8 mfiljónir króna. Ekki eru öU kurl komin tU grafar og ekki vitað hve margir bfiar af þessum 8 gengu út. Dregið er úr öllum útsendum mið- um og því miklar líkur á að ekki þurfi að reiða vinningana af hendi þar sem ekki allir greiða heimsenda miða af þessu tagi. DV veit um 5 vinningsnúmer sem áttu það sameiginlegt að hafa ekki greitt miðana og renna því vinningar til happdrættisins sjálfs. Samtals er verðmæti þessara 5 vinninga rúm- lega 5,7 miUjónir króna. Ekki náðist í Pál Svavarsson, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags lam- aöra og fatlaðra, vegna þessa máls. Fékk aldrei miðann „Ég fékk aldrei miðann sendan heim, annars hefði ég greitt hann eins og ég er vön,“ sagði Guðmunda Guömundsdóttir, ekkja í Þorláks- höfn, 1 samtaU við DV. Vinningur kom á símanúmer Guðmundu sem hún ekki fékk vegna þess að miðinn var ógreiddur. „Ég er vön að greiða þessa miða og varð þess vegna voða skúffuð þeg- ar ég sá númerið mitt auglýst," sagði Guðmunda. „Það er meðlimur í fjöl- skyldunni sem býr í Hátúni og auk þess er bróðursonur minn lamaður eftir slys og við höfum því ávallt styrkt þetta góða starf. En við þessu verður ekki gert og eina huggunin er að maður veit að peningamir renna til að styrkja gott málefni,“ sagöi Guðmunda. -Pá Saab 9000 CDI, aðalvinningur í símahappdrætti Lamaðra og fatlaðra, féll á númer svæðisstjórnar um málefni fatlaðra f Norðurlandi vestra. Miöinn var hins vegar ekki greiddur og gekk þvi bíllinn ekki út. AÐAL- FUNDUR í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl. er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990 oghefstkl. 16:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillagaumnýjarsamþykktirfyrirfélagið. Breytingar frá núverandi samþykktum felast aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi félagsins, sem lúta að því að félagið hætti bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsfélag um hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafafundar 26. júli sl. varðandi kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnurmál,löglegauppborin. 4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði til framhaldsfundar sem haldinn verði i siðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar nk. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 10. janúar nk. Reykjavík, 20. desember 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.