Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 12
12 MÁNUDAGUR 8, JANÚAR 1990. Spumingin Lesendur Utangátta í utanrikisþjónustu: Bók Hebu raunaleg lýsing Bók Hebu Jónsdóttur, Sendiherrafrúin segir frá, kom út fyrir síðustu jól. Ertu ánægð með veðrið eða viltu snjó? (Spurt í rigningu.) Ólöf Leifsdóttir: Já, ég er ánægð með það svona og vil engan snjó. Margrét Kolbeinsdóttir: Ég vil fá snjó því það er svo gaman í snjó. Áslaug Hinriksdóttir: Ég vil fá snjó til að geta farið á skíði. Maríanna Jóhannsdóttir: Ég er nokkuð ánægð með veðrið. Mig lang- ar ekkert í snjó heldur frost til að geta farið á skauta. Sólveig Einarsdóttir: Ég er bara á- nægð með veðrið og vil ekki snjó. Kristján Einarsson skrifar: Ég var að enda við að lesa bókina Sendiherrafrú segir frá, sem er skrif- uð af Hebu Jónsdóttur, fyrrverandi sendiherrafrú. Þessi bók er miklu betri en ég bjóst við. Bæði er hún vel skrifuð og í henni er mun meira efni en um samskipti hjónanna, hennar og sendiherrans sem hún var gift - eins og kannski margir hefðu haldið. Höfundur byrjar á að lýsa æsku sinni og uppvexti í Bolungarvík og ýmsum atburðum þar á staðnum. Það er t.d. átakanleg lýsingin á skipsskaðanum, er m/s Þormóður fórst og með honum 22 menn, þrett- ándi hver vinnandi maður í þorpinu, og 26 börn urðu munaðarlaus. - Fað- ir Hebu, séra Jón Jakobsson, var einn þeirra er fórust. Höfundur heldur áfram og lýsir skólaárum sínum í Reykjavík og rek- ur svo feril sinn og atburði tengda veru sinni í Moskvu, París ogí Bruss- el - og allt til þess dags að hún er borin út úr íbúð að kröfu fyrrverandi eiginmanns síns. Eftir lestur bókarinnar finnst Skattgreiðandi skrifar: Mér finnst alveg út í hött að ætla að fara að leggja meira fé til viðgerö- ar á Bessastaðastofu, þegar staðfest er nú þegar að kostnaðurinn muni fara langt yfir 300 milljónir króna eins og upphaflega var áætlað, Einnig er óvíst hve kostnaður verð- ur mikill vegna fomleifarannsókn- anna sem þar fara fram. Ég get ekki séð annað en finna megi sæmilegan sal eða viðhafnarstofu til nota fyrir forseta íslands, þegar hann tekur á móti tignum gestum eða vegna ann- arra opinberra boða. - Jafnvel þótt keypt yrði nýtt og gott einbýlishús, manni með ólíkindum að einhver eða einhverjir skuh ekki hafa látið frá sér fara athugasemdir vegna frá- sagnar höfundar svo berorður og opinskár sem hann er um þá aðila sem þarna koma við sögu. - Raunar með ólíkindum að íslenskir starfs- menn í þjónustu hins opinbera á er- lendri grundu, jafnt og hér heima, skuli hafa sýnt á sér þær hhðar sem Heba Jónsdóttir veltir upp í bók sinni. Talsmáti sumra diplómatanna eða eiginkvenna þeirra er athygliverður með tihiti til stöðu þeirra og þess áhts sem margt þetta fólk hefur á sjálfu sér. Það er t.d. varla hægt að hugsa sér minna „diplómatí" í orðav- ali en þegar sendiherrann og eigin- maður höfundar segir við hana um borð í flugvél, sem þau hjón sátu um borð í, að þrátt fyrir að hún hafi ein- hvern tíma verið „gubbubakkastelpa hjá einhverju skítafélagi" (líklega heima á Fróni) þá hafi hún ekki hundsvit á flugi! - Eöa þegar ein sendiherrafrúin ávarpar eiginmann sinn með ekki óviðurkvæmilegri sem nóg er af til sölu hér á höfuð- borgarsvæðinu, yrði kostnaðurinn langt fyrir neöan allan viðgerðar- kostnað. Forsetinn hefur aðgang að glæsi- legu húsi í Reykjavík sem gæti verið íbúðarhúsnæði til frambúðar og það ætti að duga. - Bessastaðir eru hús- næði sem ekki er samboðið embætt- inu hvort eð er, nema með viðgerð fyrir hundruö milljóna króna, og best gæti ég trúað aö sá kostnaður færi yfir hálfan milljarð, nálgaðist jafnvel milljarðinn, þegar yfir lýkur. Viljum við íslendingar leggja út í þann kostnað nú? orðum en „... helvítis svínið þitt“! En það viröist mörg matarholan í störfum utanríkisþjónustunnar ís- lensku og þau eru með ólíkindum brögðin sem beitt er til þess að ná innan úr matarholunum, allt frá ,transaksjónum“ á gjaldmiðli hinna ýmsu landa til þess sem algengast er, að viða að sér og fjárfesta í lönd- um og lausum aurum, búslóðum og hverju öðru til að flytja með sér heim til að njóta á ævikvöldinu. Gunnar Sigurðsson hringdi: Ég horfði m.a. á áramótaskaup Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Mér fannst það nú standa skaupi Sjón- varpsins verulega að baki. Nú hefur Mosdal, vinur okkar, misst talsvert af sínum fyrri styrkleika eftir umleit- an Stöðvarinnar á vinfengi viö sjálf- an erkifjandann, ríkið. - Þó voru þama nokkrir góðir sprettir innan um. Það sem mér fannst þó einna eftir- tektarverðast í þessu Stöðvarskaupi var það hversu vel það sýndi van- hæfni nokkurra stjórnmálamanna og reyndar fréttamanna sjálfra til að tjá sig nokkurn veginn skammlaust. - Þetta gerðist með þeim hætti að sýnd voru brot úr upptökum við ýmsa stjórnmálamenn, sem urðu hvað eftir annað að reyna við að koma skammlaust frá sér einni eða tveimur setningum í viðtölum sem veriö var að taka upp. Þaö er kannski eðlilegt að við und- irbúning og vinnslu á ýmsum við- tölum og upptökum fyrir sjónvarp þurfi viðmælendur einhvern tíma tU Bók Hebu Jónsdóttur, fyrrv. sendi- herrafrúar, er í senn raunsæ og framandi lýsing á lífi þess fólks sem við stundum nefnum „diplómata“, en einnig samskiptum við þá ráða- menn þjóðarinnar sem sitja hér heima og eiga að fylgjast með að fjár- munum hennar sé vel varið þar sem íslenskur sendimaður starfar erlend- is. - En það fer sannarlega ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki, það sann- ast í þessari einstæðu bók. að átta sig á hverju svara skal, ekki síst ef spurningar koma eins og hríð- skotakúlur í eyru þeirra. En að svo yfirþyrmandi sé vandræðagangur- inn á þessum stjórnmálamönnum að þeir þurfi æ ofan í æ að biðja um endurtöku vegna einfaldra svara og sletta þá um leið enskuskotnum af- sökunarorðum eða ambögum, það finnst mér bera vott um eindæma vanhæfni. Þetta átti einnig við um glefsur sem sýndar voru frá upptökum frétta- manna. Sennilefea gert til að sýna jafnræði með þeim og stjórnmála- mönnunum (allir svo dæmalaust góðir vinir í svona upptökum!). Svona „skaup" er þó ekkert sniðugt og sýnir okkur áhorfendum einfald- lega hversu vanhæfnin er yfirþyrm- andi hjá báðum aðilum. - En hvemig á annað að vera? Hér era engir skól- ar sem kenna fólki framkomu og ekki er slík reisn yfir mennta- og skólamálum hér að framkoma og framsögn sé talin nauðsynlegur þátt- ur í skyldunámi skólanna. Kostnaður við áætlaðar framkvæmdir á Bessastöðum nam 300 milljónum króna. Sú upphæð stenst engan veginn. - „Gæti jafnvel nálgast hálfan milljarð eða meir,“ segir hér. Höfum við efni á því? Hættum Bessastaðaviðgerð Áramótaskaup Stöðvar 2: Afhjúpar vanhæfni í viðtölum Sigurbjörg Anna Guðnadóttir: Mér er nokkuð sama. Ekki lækkaði fiskverðið! Sigurður Guðmundsson skrifar: Það fór eins og spáð hafði verið - af öllum nema stjórnarherrunum, að fátt eitt lækkaði í verði, þrátt fyrir endurgreiðslu á „vaskinum". Aðeins mjólkurverði og verði á kindakjöti verður þrýst niður og með valdi þó. - Fiskurinn, sem hingað til hefur verið þrautalendingin hjá almenn- ingi sem matarhráefni, lækkar ekki neitt. Þetta var alltaf vitað. Landsmenn eru ekki svo skyni skroppnir að þeir viti ekki sem er að hér lækka engar vörar í verði þótt talaö sé út og suður um að nú eigi ákvarðanir ríkis- stjórna aö koma til skjalanna með einum eða öðrum hætti. Kaupmenn og aðrir þjónustuaðilar virða allt slíkt tal að vettugi og fara sínu fram með góðu eða illu - þegar best lætur á bak við tjöldin svo að fólk áttar sig ekkert á neinu fyrr en verðhækkunin er komin í fram- kvæmd. Og nú bíða söluaðilar í röðum eftir samþykki Verðlagsstofnunar til að fá að hækka þjónustu sína. Borgin hefur riðiö á vaðið með verðhækkun á aðgangi í sundlaugarnar og svo koma flugfélög, leigubílar og fleiri, og allt er þetta „fóðrað" með ein- hveijum hætti. - „Hækkunarbeiðni leigubílstjóra er gömul“ er haft eftir fulltrúa Verðlagsstofnunar. Hún verður því leyfó! - Og svona gengur dælan endalaust þar til aftur kemur til verkfalla og launahækkana og loks myndarlegrar gengisfellingar. - Hvað viljum við hafa það betra, ís- lendingar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.