Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 17
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. 25 Meiming Yfirlitssýning á „teikningum" Kristjáns Guðmundssonar að Kjarvalsstöðum ítrekaði sérstöðu listamannsins í íslensku listalífi. Á árinu var gerð úttekt á verkum SÚM-manna með sýningu að Kjarvalsstöðum. Þetta var jafnframt siðasta sýn- ing sem Jón Gunnar Árnason (efst t.h.) tók þátt í en hann lést stuttu seinna. Yfirmáta tómlæti Þegar hefur verið ýjað að ástandi í íslenskri málaralist, skúlptúr og ljósmyndun á nýliönu ári. Minna var um að vera í greinum eins og grafík og hönnun. Þeim brást ekki elegansinn, grafík- listamönnunum Sigrid Valtingojer (Gallerí Borg) og Ragnheiði Jóns- dóttur (SPRON) en annars virtist grafíkin í landinu einkennast af ein- hveiju yfirmáta tómlæti ef marka má afmælissýningu félagsins íslensk grafík. í hönnunardeildinni var allt of lítið markvert að gerast. Tvær textíllista- konur, Ásgerður Búadóttir (Gallerí Borg) og Ingibjörg Styrgerður (Kjarvalsstaðir) voru traustar en fyr- irsjáanlegar, Kristín ísleifsdóttir (Kjarvalsstaðir) þræddi einstigi milli keramíkur og skúlptúrs með smekk- legum hætti (Hvað er annars orðið af ílátinu?) og Pétur Hjálmarsson gullsmiður hélt uppi merki nýsköp- unar í sinni grein, einn af örfáum. Myndlistarumræða á árinu var ekki sérstaklega uppbyggileg fremur en endranær. Helst var rætt um verð á myndlist og látið að því liggja að hún seldist illa og undir raunveru- legu verðgildi. Mest voru þetta til- hæfulausar vangaveltur. Sé litið til sölu nýlegra verka má ef til vill segja að kaupendur hafi ve'rið varkárari en áður, jafnvel kræsnari, en verð á góðum verkum eftir frumheijana héldu yfirleitt verðgildi sínu á íslenskum lista- verkamarkaði. Sala þeirra fer hins vegar sjaldnast fram fyrir opnum tjöldum þar sem flest undirmálsverkin eru falboðin. Áhugi á íslandi Mikill áhugi virðist á íslenskri myndlist úti í löndum og varð leg- átum frá erlendum listastofnunum tíðförult til íslands á síðasta ári. Ekki er útséð um afleiðingar þess- ara heimsókna en vitað er um að minnsta kosti tvær stórar sýningar á íslenskri myndlist í Þýskalandi á naestu misserum. íslenskir hstamenn gerðu helst strandhögg í Svíþjóð og Finnlandi. Georg Guðni, Jón Óskar, Hulda Há- kon, Rúrí, Sigurður Örlygsson og Valgarður Gunnarsson sýndu í Sví- þjóð við góðan orðstír og sölu og þeir Kristján Guðmundsson, Sigurður Örlygsson og Jón Axel gerðu einnig góða ferð til Helsinki þar sem þeir seldu grimmt, eins og sagt er. Fleiri íslendingar, til að mynda Sig- urður Guðmundsson, Hreinn Frið- finnsson og Helgi Þorgils Friðjóns- son voru stöðugt með einkasýningar vítt og breitt um Evrópu. Ekki voru gefnar út margar bækur um íslenska myndlist, helst bækur undirritaðs um Hring Jóhannessor og Einfara í íslenskri myndhst, svo- kallaða næfista, svo og gagnmerkl endurmat Harðar Ágústssonar á ein- um af hornsteinum íslenskrar mynd- Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson listar til forna, Dómsdeginum í Flat- artungu. Vandaða sýningarskrá Listasafns íslands á verkum Jóns Stefánssonar má einnig telja til bók- mennta af þessu tagi. Á árinu misstum við tvo listamenn sem markað hafa djúp spor í íslenska nútímalist, Jón Gunnár Ámason og Karl Kvaran en utanlands létust þeir Femand Mourlot, kraftaverkamaður í grafíkþrykki og hjálparhella margra helstu listamanna vorra tíma á því sviði, japansk-ameríski mynd- höggvarinn Isamu Noguchi og um- deildur ljósmyndari, Robert Mapp- lethorpe. Læt ég þar með lokið myndlistar- annál fyrir árið 1989. -ai II. Tegundir sýninga 78 79 '80 '85 '86 '87 '88 '89 Málverk ýmiss konar 56 58 76 147 143 131 160 143 Hönnunýmisskonar 10 17 26 28 21 27 23 20 Grafík 16 24 18 25 19 21 30 22 Sögul.sýningar 20 6 7 6 7 Skúlptúr 18 9 30 30 23 Ljósmyndir 7 10 5 13 8 11 10 17 Nýlist, 161 verk 20 20 20 11 10 15 8 8 Svava Björnsdóttir „debúteraði" glæsilega með sýningu sinni í Norræna húsinu, voru þá verk hennar búin að vekja athygli í Þýskalandi. III. Helstu sýningarsalir og fjöldi sýninga Staðir '78 '79 '80 '85 '86 '87 '88 '89 Kjarvalsstaöir 17 23 21 26 22 34 34 23 Norræna húsið 21 25 19 24 14 17 19 14 Nýlistasafnið 21 24 25 17 8 Gallerí Borg 19 15 16 17 12 Ásmundarsalur 4 13 15 12 9 3 13 Mokka 13 13 7 7 11 Listasafn ASl 12 12 7 7 Slunkaríki, ísafirði 9 4 4 11 FiM-salurinn 8 12 13 Listasafn Islands 7 4 Nýhöfn 14 Hafnarborg 11 Galleri 11 6 STXMFLAR Páll Pétursson Sámkváemt Deioni logmanns geroí jelðanda heimllar fógeti vörslusvlp gmaðurger SAMTÖK ALÞJÓÐLEGU FLUTNINGAFÉLAGANNA Iqt nty 4913 Eigendur fyrirtækja athugiö. Tími VSK rennur nú senn upp! Þá vantar þig stimpil meö VSK.-númerinu. Búum til stimpla meö hraði. STIMPLAGERÐ FELAGSPRENTSMIÐJUNNAR HF. SPÍTALASTÍG 10 V/ÓÐINSTORG. SÍMI 91-11640- FAX 91-29520

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.