Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. 13 Lesendur íslenskt konfekt: Treystum á Islendinga Kristinn Björnsson, framkvstj. Nóa-Síríusar hf. og varaform. Félags ísl. iðnrekenda, skrifar: Vegna símtals, sem Erla hefur átt viö umsjónarmann lesendasíðu DV og birt er í blaðinu 27. des. sl., og vegna samtals, er Guðrún hefur átt við sama og birt er í DV 2. jan. sl., langar mig til að koma að eftirfar- andi upplýsingum og skýringum. Ef ég byrja á símtali Guðrúnar, þá er þess fyrst að geta að ekki hafa verið gerðar neinar breytingar á konfekti, a.m.k. hjá þeim íslenska framleiðandanum, sem ég þekki til hjá, hvað innihald varðar. Þar eru 13 mismunandi tegundir konfekt- mola í hverjum kassa og leyfi ég mér að fullyrða að svo mikil fjölbreytni er því nær einsdæmi. Aðrar aðfinnsl- ur Guðrúnar kunna að eiga sér skýr- ingar í því hvernig með konfektkass- ana er farið eftir að þeir eru sendir frá framleiðanda. - Þetta er viðkvæm vara og ber að meðhöndla hana sam- kvæmt því. Vangaveltur Erlu eru um konfekt og verðlagningu þess í verslunum. Niðurstaða Erlu er sú að íslenska varan sé yfirleitt alltaf dýrari og hef- ur hún af því áhyggjur, því að ís- lenska konfektið sé langbest. - Þá hefur hún áhyggjur af stöðu íslensks iðnaðar með þessu áframhaldi. Mér finnst þessar hugleiðingar Erlu bæði skiljanlegar og eðlilegar. Að auki er ég henni sammála um gæði og bragð íslenska konfektsins og um það virðast íslendingar al- mennt sammála. Um það bera sölu- tölur vitni. - Getur verið að þar sé einmitt að finna hluta af skýringunni fyrir því að innflutta varan sé ódýr- ari? - Að erlendi framleiðandinn sé með verðlagningu að reyna að vinna sér markað? Ekki kæmi það á óvart. Slíkt og þvílíkt mun vera eitt af lög- málum markaðsfræðinnar. Það eru hins vegar margir aðrir þættir sem skoða þarf þegar skýringa er leitað á þessum verðmismun. í fyrsta lagi skulum við gera okkur grein fyrir því að íslensku framleið- endurnir gera það ekki með glöðu geði að verðleggja vörur sínar hærra en erlendu vörurnar. - Allir vita að „Að sýna áframhaldandi traust - eða velja nýja menn, það verður ekki gert með því að rétta manni fyrirfram ákveðinn lista," segir hér m.a. - Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarstjómarkosningarnar: Prófkjör í Reykjavík nauðsynlegt Sólveig og Rúna skrifa: Við erum tvær af yngri kynslóðinni sem höfum nú kosningarétt í fyrsta sinn. Okkur þykir mjög miður ef ekki verður haldið prófkjör í næstu borgarstjómarkosningum hér í Reykjavík þar sem okkur finnst að falii það niður sé verið að mismuna okkur sem erum að kjósa nú í fyrsta sinn og svo öllum þeim sem hingað til hafa óskað eftir prófkjöri og verið þátttakendur í því. Hér eigum við að sjálfsögðu við okkar flokk, Sjálfstæðisflokkinn, því ekki er við því að búast að flokkar sem aldrei hafa viðhaft prófkjör fari að hafa það nú. Það er því enn meira áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í höfuðborginni ef hann ætlar að fylgja fordæmi hinna flokkanna og meina fólki að velja sina fulltrúa á fram- boðslista. Við og mörg hundruð, ef ekki þús- undir annarra, tókum ekki þátt í síð- ustu prófkjömm til borgarstjórnar og þótt þeir menn og konur sem þá völdust til framboðs hafi verið góðir og gildir fulltrúar á þeim tíma þarf ekki að vera að svo sé nú. - Svo em aðrir sem gjarnan vildu sýna þessum sömu aðilum áframhaldandi traust með því að kjósa þá. Það gerir maður þó ekki með því að vera réttur í hend- ur einn hsti sem búið er að ákveða fyrirfram. Svoleiðis tíðkast bara í Rúmeníu og í öðrum austantjald- slöndum. Og þótt að mati þeirra sem em í forystusveit borgarstjórnar sé listinn ágætur eins og hann er, og að ekki þurfi að hrófla við honum eða að gefa fólki tækifæri á að breyta hon- um með prófkjöri, þá er þaþ álit ekki áht fjöldans. Síður en svo. - Nú hefur það komið fram opinberlega að nið- urstaða prófkjöra fer ekki endilega eftir því hve viðkomandi frambjóð- andi hefur auglýst mikið eða lagt í mikinn kostnað svo það ætti ekki að vera frágangssök að h'afna prófkjöri. Við kjósendur erum nokkuð naskir á hverjir eru vænlegir til að vera umboðsaðilar okkar með setu í borg- arstjórn og því á aö leyfa borgururi- um að halda uppteknum hætti með prófkjörum hvað sem liður óskum fárra einstakhnga. Verði prófkjöri hafnað erum við ekki í stuði til að koma á kjörstað í vor því við viljum ekki láta velja fyrir okkur. Hringið í síma 27022 •milli kl. 14 og 16, eða skrifið. verðlagning skiptir máli og hefur mikið með sölumöguleika að gera. En íslensku fyrirtækin verða náttúr- lega að sjá til þess að framleiðslan standi undir sér. - Þetta land er okk- ar eini markaður á meðan erlendu risarnir eru allir að selja örsmátt brot af framleiðslu sinni til íslands og verðlagning á framleiðslu þeirra hér á meðan markaðsfestu er náð skiptir þá litlu máli. Þá vil ég nefna gæðin. íslensku framleiðendurnir nota undantekn- ingarlítið aðeins bestu fáanleg hrá- efni í framleiðslu sína. Eðli málsins samkvæmt eru þau dýrari en hráefni í lakari gæðaflokki. Ef grannt er skoðað og innihaldslýsingar lesnar á konfektkössunum má sjá þetta. Auð- vitað er til raunverulegt gæðakon- fekt frá útlöndum, en þá er verðið á því það sama og okkar, og oft jafnvel töluvert hærra. Ennfremur koma hér til önnur at- riði sem eru ekki á valdi okkar fram- leiðendanna að stýra, svo sem eins og of hátt skráð gengi ísl. krónunnar allt fram á haustið 1989, þannig að sá gjaldeyrir, sem innflytjendum stóð til boða tíl að kaupa erlent kon- fekt fyrir og selja hér, var alltof ódýrt seldur. - Ég veit ekki hversu mikla þýðingu það hefur í svona stuttri grein að tína fleira til - svo sem aðra kostnaðarhði íslensku fyrirtækjanna og skattaálögur á þessa framleiðslu- grein. En skýringarnar eru margar. Mergur málsins er samt þessi: - íslenskir sælgætisframleiðendur, eins og aörir íslenskir iðnrekendur í samkeppnisiðnaði, eiga í gífurlega harðri samkeppni við erlenda aðha um hylli íslenskra neytenda. Þar hefur reynslan sýnt að framleiði ís- lensku fyrirtækin jafngóða eða betri vöru þá velja íslendingar íslenskt. Viðfangsefni okkar er því fyrst og fremst að leggja okkur fram um að þetta megi takast, um leið og ýtrasta aðhalds er gætt í verðlagsmálum. En viö eigum ekki í samkeppni við neina aukvisa. Erlendu aðilarnir eru margir hverjir einhverjir stærstu matvælaframleiðendur í heimi. Við verðum að treysta á íslendinga til að halda okkar hlut í samkeppninni. - Það gera líka þau hundruð starfs- manna sem hjá íslensku fyrirtækj- unum vinna. Blettahreinsir EKKI HENDA UPPAHALDSSILKIBLUSSUNNI, NOTAÐU DIDISEVEN ÓTRÚLEGUR BLETTAHREINSIR SEM FJARLÆGIR „HIÐ ÓMÖGULEGA” Á ÖRFÁUM AUGNABLIKUM. 1. BLETTAEYÐIR: FJARLÆGIR T.D BLÓÐ- OG RYÐBLETTI. Fyrir hvítt og litekta efni. 2. BLEIKI- OG AFLITUNAREFNI. Frískar upp á gulnaðan og gráan þvott, einnig þvott sem hefur litast, gardínur og önnur gerviefni. 3. SÉRSTAKT HREINSIEFNI. Fyrir gólfteppi, bólstruð húsgögn, steingólf, eðalmálma, gleraugu, bílrúður o.fl. ÁRÍÐANDI: Gangið úr skugga um að efnið sé li- tekta áður en hafist er handa, annars er hætta á að það aflitist. LITAPRÓF: ,,DIDISEVEN“ er ekki aðeins blettaeyð- ir heldur líka bleiki- og aflitunarefni. Áður en hafist er handa er nauðsyn- legt að ganga úr skugga um að efnið sé litekta ef ekki er um hvítt efni að ræða. Það er best að gera á faldi eða innansaumum eða einhverjum lítt áberandi stað. Þetta á við um fatnað, húsgögn, gólfteppi, gardínur o.fl. Væ- tið smáblett (ca 3 cm) með heitu vatn- i. Vatnið á að vea eins heitt og efnið þolir. Berið „DIDISEVEN44 á og látið þorna. Ef engar litabreytingar koma fram á efninu má gera ráð fyrir að það sé litekta. Fóðurefni eru oftast ekki li- tekta og þarf því að spretta þeim frá efninu. BLETTAEYÐIR - Fjarlægir t.d. blóð og ryðbletti. Bletti eftir: súkkulaði, tómatsafa, rifs- berjasaft, ávexti, vín, joð, lýsi, fitu, sósur, olíu, kaffi, te, kakó, máln- ingu/liti, gras, trjákvoðu, blek (þó ekki merkiblek) o.m.fl. er best að fjarlægja sem hér segir: NOTKUNARREGLUR: Vætið blettinn með heitu vatni, berið „DIDISEVEN44 á (ekki of mikið) með hreinum klút, vættum í heitu vatni. Nuddið lauslega þar til bletturinn er horfinn. Smábletti má jafnvel nudda með fingrinum. Skolið úr hreinu vatni og þurrkið lauslega með hreinum klút. BLÓÐBLETTIR: Blóðbletti á alltaf að væta með köldu vatni. Að öðru leyti skal meðhöndla blettinn samkvæmt því sem lýst er hér að ofan. RYÐBLETTIR: Ryðbletti á að væta með sítrónusafa eða ediki. Að öðru leyti skal með- höndla ryðbletti eins og blóðbletti. ATHUGIÐ: Hvítt þarf að hreinsa með hvítum klút og lituð efni með klút í sama lit og efnið sjálft. BLEIKI- OG AFLITUNAREFNI: Gerviefni, eins og perlon, nælon, dio- len, gardisett og dralon, og náttúrleg efni, eins og baðmull o.fl. sem farin eru að grána eða gulna, og efni, sem litast hafa í þvotti, verða aftur eins og ný með „DIDISEVEN44 Leysið upp eina 100 gr túpu af „DIDISEVEN44 í 20 litrum af heitu vatni. Hreinsar, bleikir eðá af- litar 10 pund af hvítum þvotti. Látið þvottinn liggja í bleyti í u.þ.b. 2 tíma. Skoliö með hreinu vatni og þurrkið. Ef um mikil óhreinindi er að ræða má láta þvottinn liggja í bleyti yfir nótt. Suðuþvott má setja í þvottavél (aðal- þvottaprógramm). Setjið 20 cm af „Dl- DISEVEN44 með þvottaefninu. Það ger- ir þvottinn snjóhvítan. SÉRSTAKT HREINSIKREM: Gólfteppi, húsgögn, innanklæðingar í bílum, plastklæðningar, salernisskálar, flísar, óhreina skyrtukraga o.fl. er best að þvo sem hér segir: Munið að athuga hvort efnið er litekta áður en hafist er handa. Leysið upp 10 cm af „DIDISEVEN44 í '4 lítra af heitu vatni og berið á með bursta eða svampi. Strjúkið kerfisbundið í sömu átt þar til óhreinindin losna. Hreinsið með heitu vatni og þurrkið lauslega með hreinum klút. Aukið magn af „Dl- DISEVEN44 og heitu vatni í samræmi við stærð flatarins sem hreinsa á. HANDHREINSIEFNI: „DIDISEVEN44 hreinsar óhreinindi af höndum bæði hratt og vel og eyðir lykt, t.d. fisk-, osta- og lauklykt. Bleyt- ið hendurnar og nuddið þær með dá- litlu af „DIDISEVEN44 þar til óhreinindin hverfa. Skolið. EÐALMALMAR OG EÐALSTEINAR: Tin, gull, silfur og eðalsteinar öðlast nýjan glans og fá á ný eðlilegan gljáa með „DIDISEVEN". Leysið 5 cm af „Dl- DISEVEN44 upp í heitu vatni. Leggið það sem hreinsa á í upplausnina og látið liggja í u.þ.b. 10 mín. Skolið með hreinu vatni og þurrkið. Nuddið með mjúkum klút. BÍLRÚÐUR, GLUGGARÚÐUR OG GLERAUGU: „DIDISEVEN44 fjarlægir óhreinindi og gömul siliconlög af gluggum og bílr- úðum fljótt og auðveldlega. Kreistið örlítið af „DIDISEVEN44 (á stærð við 10 króna pening) á klút eða svamp og nuddið með því rúðuna. Skolið með hreinu vatni og rúðan helst hrein í langan tíma. Sömu aðferð er beitt við gleraugu. 1 TÚPA, KR.1.390,2TÚPUR, KR. 1.890. Sparið kr. 500. PANTAÐU NUNA. PÖNTUNARSÍMI ALLA DAGA, ÖLL KVÖLD Kprima SENDUM HEIM Á REYKJAVÍKURSVÆÐI EF ÓSKAÐ ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.