Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Utlönd Kosningum ef til vill frestað í Rúmeníu Rúmenskir námsmenn i Búkarest minnast fórnarlamba byltingarinnar i gær. Var þaö í fyrsta sinn sem þeir komu saman eftir fall Ceauses- cus til aö ræöa pólitískt ástand í landinu. Simamynd Reuter Hin nýja stjórn Rúmeníu hvatti í gær til einingar og sagöi að verið gæti að fyrstu frjálsu kosningunum í landinu frá því eftir seinni heims- styrjöldina yröi frestað til þess að stjómmálaflokkar, sem verið er að mynda, fái meiri tíma til að skipu- leggja starf sitt. „Ef þjóðin fer fram á að kosningunum verði frestað er- um við reiðubúnir til að ræða mál- ið,“ sagði varaforseti Rúmeníu, Dumitru Mazilu, í gær. Þjóðfrelsishreyfmgin, sem farið hefur með völdin frá því að Ceauses- cu var steypt, boðaði kosningar í apríl en fulltrúar stjómmálaflokk- anna, sem sprottið hafa upp aö und- Vel var tekið á móti litlu rúmensku telpunni sem kom til Frakklands í gær ásamt sextíu og þremur öðrum munað- arleysingjum frá Rúmeníu. í kjölfar ásakana um sölu á börnum fór Ceausescu að tefja afgreiðslu ættleiðingar- mála 1988 en nú geta barnlaus hjón á Vesturlöndum loks fengið börnin. anfórnu, hafa kvartað undan því aö ekki sé nægur tími til kosningaund- irbúnings. Beiðni yfirvalda um einingu fylgdi í kjölfar hótana þúsunda náms- manna um fjöldamótmæli. Náms- mennimir, sem héldu fund í gær í MOTTU 00 TEPPA 20-50% Gram Teppi afsláttur FRiÐRIK BERTBSEN TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFEN 9-SlMI 686266 Búkarest, hótuðu fleiri mótmælum ef Þjóðfrelsishreyfingin yrði ekki við kröfum þeirra um að hraðað yrði breytingum í lýðræðisátt og aö hátt- settir embættismenn, sem tengdust stjóm Ceausescus, yrðu látnir víkja. Fögnuðu námsmennirnir ákaft er leiðtogar þeirra fóru fram á að eng- inn félagi í kommúnistaflokknum yrði í nýju stjórninni að afloknum kosningum. Frjálslyndi flokkurinn í Rúmeníu, sem farinn er að láta til sín taka á stjómmálasviðinu á ný, hefur farið þess á leit við Michael, fyrmm Rúmeníukóng sem nú býr í Sviss, að hann snúi aftur heim og taki við völdum. Michael neyddist til að af- sala sér konungdómi í desember 1947. í viðtali við svissneskt dagblaöa eftir fall Ceausescus kvaðst konung- ' urinn vilja snúa aftur heim til Rúme- Símamynd Reuter níu en notaði jafnframt tækifærið til að gagnrýna nýju stjórnina. Sagöi han meðlimi hennar vera kommún- ista sem unnið hefðu með Ceausescu. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Sévardnadze, sem kom í eins dags heimsókn til Rúmeníu á laugar- daginn, lýsti yfir fullum stuðningi við nýju stjórnina í landinu og sagði samskipti þjóðanna ekki háð því hvort kommúnistar yrðu við völd í landinu. Sovéski utanríkisráðher- rann sagði að Sovétríkin myndu veita Rúmenum gas og olíu til að- stoða þá í vetrarhörkunum. Útvarpið í Búkarest skýrði frá þvi í gær að yfirvöld hefðu fyrirskipað að herdómstólar yrðu settir á lag- girnar til að tekin yrðu fyrir mál þeirra sem unnu hryðjuverk fyrir einræöisherrann. Reuter Landamæri Sovétríkjanna og Irans: Áframhaldandi mótmæli Fulltrúar íranska utanríkisráðu- neytisins fóru á fund sovéskra ráða- manna um helgina til að ræða „sam- skipti ríkjanna" að því er hin opin- bera fréttastofa írans skýrði frá í gær. Ekki var skýrt frá þvi hvort ástandið á landamærum ríkjanna hefði borið á góma né hverjar niður- stöður viöræðnanna voru. Síðustu daga hafa sovéskir shíta- múhameðstrúarmenn í lýðveldinu Azerbajdzhan, sem er við landa- mærin við íran, staðið fyrir fjöl- mennum mótmælum á landamær- unum. Beggja vegna landamæranna búa Azerar en suðurhluti Azerbajdz- han tilheyrði íran þar til á þriöja áratugnum. Azerar í Sovétríkjunum vilja að auðveldara verði fyrir þá að sækja trúbræður sína í Iran heim sem og aðgang að frjósömu akurlendi sem girt hefur verið af við landa- mærin. Þeir hafa staðið fyrir miklum mótmælum á landamærunum til að leggja áherslu á kröfur sínar og m.a. rifið niður landamæragirðingar. Sjónarvottar segja að sjá megi her- menn á vakt í lýðveldinu en þeir hafa ékki hafst að. Heimildarmenn hafa skýrt frá því að liðasuki hafi verið sendur til Azerbadzhan. Fyrir helgi náðu Sovétmenn og ír- anir samkomulagi sem auðvelda ætti ferðalög Azera til írans og settar verða á laggirnar sérstakar stofnanir fyrir íbúa Azerbajdzhan til að auö- velda þeim ferðalögin. Þessar þjóðernisróstur á landa- mærum írans og Sovétríkjanna eru taldar alvarlegt áfall fyrir Gorbatsjov Sovétforseta og perestrojku hans. En forsetinn á einnig við að glíma óróa víðar í landinu, m.a. í Eystrasalts- ríkjunum - þar sem íbúarnir vilja sjálfsforæði - og Kákasusulýðveld- unum. Hann mun fara til Litháen síöar í vikunni til viðræðna við ráða- menn þar en en kommúnistaflokkur lýðveldisins hefur ákveðið að slíta öll tengsl við móðurflokkinn í Moskvu. Reuter Herskip til höfuðs eiturlyfjasmy glurum Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varði í gærkvöldi þá ákvörðun yfirvalda að senda herskip upp að landhelgi Kólumbíu til þess að fylgjast með ferðum eiturlyfja- smyglara á sjó og í lofti. Eru tvö her- skip þegar lögö af staö og er annað þeirra flugmóðurskip. Kólumbísk yflrvöld tilkynntu í gær að þau myndi ekki taka þátt í neinum hemaðaraögerðum Bandaríkja- manna. í yfirlýsingu forsetans var einnig hafnað allri samvinnu í kól- umbískri landhelgi. Brent Scowcroft, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, sagöi í sjón- varpsviðtali afstöðu kólumbískra yfirvalda byggjast á röngum upplýs- ingum um að Bandaríkin hygðust setja hafnbann á strönd Kólumbíu. Bandaríkjamenn lögðu áherslu á að þeir ráðgerðu ekki að láta skjóta á grunsamlegar flugvélar úr banda- rískum herflugvélum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.