Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. ðv Útlönd Stjómarandstaðan í Austur-Þýskalandi: Hótar að slíta samningaviðræðum Fullírúar stjórnarandstöðunnar i Austur-Þýskalandi hafa hótað að ganga af samningafundi andófs- manna og stjómar í dag til að mót- mæla því er þeir segja misnotkun valds af hendi kommúnista. Stjórn- arandstaðan segir að hún muni slíta þeim hringborðsumræðum sem stað- iö hafa yfir milh fulltrúa stjómar og stjómarandstöðu nema hún fái full- nægjandi sönnun um að leynilög- regla landsins - hin illræmda Stasi- sveit frá dögum kommúnista, sem nú hefur verið lögð niður- hafi ekki aðgang að vopnum sem og að stjóm- völd hyggist ekki koma á laggirnar svipaðri öryggisveit. Þeir óttast að hðsmenn Stasi kunni að koma saman á nýjan leik og hræða kjósendur í fyrirhuguðum kosningunum. Stærsti stjómarandstöðuhópur- inn, Nýr vettvangur, hefur gengið skrefi lengra en flestir andófshópar í landinu hvað varðar gagnrýni á kommúnista og hefur hvatt lands- menn til að taka þátt í allsherjar- verkfalli þann 13. þessa mánaðar nema sjá megi merki þess innan tveggja vikna að kommúnistar hafi slakaö á klónni. Talsmenn Nýs vett- vangs vilja meira en yfirlýsingar stjómvalda um Stasi, þeir vilja að kommúnistar geri hreint fyrir sínum dyrum, birti opinberlega upplýsing- ar um fjárhagslega stöðu sína sem og leyfi almenningi að fylgjast með rannsókn á meintri spillingu fyrrum embættismanna. Fréttaskýrendur segja að ef stjórn- arandstaðan gengur af samninga- fundi við stjórnina í dag kunni það að hafa skaðvænleg áhrif á trúverð- ugleik hinnar nýju ríkisstjórnar kommúnista. Hans Modrow forsæt- isráðherra hefur heitið lýðræðisleg- um umbótum og segir að hringborðs- umræðurnar séu nauðsyniegar. Hvatning Gregors Gysi, leiðtogá kommúnistaflokksins, frá því á fóstudag um að allir erlendir her- menn yfirgefi þýska grund fyrir alda- mót er tahn hður í að afla flokknum stuðnings meðal almennings fyrir umræöufundinn í dag. Allir stjómmálaflokkar í Austur- Þýskalandi búa sig nú undir fyrir- Búlgaría: Krefjast afsagn- ar stjórnarinnar Þúsundir Búlgara hrópuöu forsæt- isráðherra landsins, Georgi Atan- asov, niður á fjöldafundi í Sofiu, höf- uðborginni, í gær og fóru fram á að ríkisstjórnin segði af sér. Mannfjöld- inn kom saman til að mótmæla því að tyrkneska minnihlutanum í landinu hefur verið veittur trúarleg- ur réttur. Fólkiö kom saman fyrir framan Alexander Nevsky dómkirkj- una í höfuðborginni en kirkjan var byggð árið 1877 til minningar um þá rússnesku hermenn sem létu lífið við að hjálpa Búlgörum við að vinna sjálfstæði sitt frá Tyrkjum. Atanasov sagði að forsenda þess að þjóöin yröi frjáls væri að öll þjóð- arbrot fengju frelsi. „Þessi ákvöröun (að láta múhameðstrúarmönnum í té trúarleg réttindi) er upphafið á viðræðum um þjóðernisrósturnar í landinu," sagði forsætisráðherrann á meðan fólkiö reyndi að hrópa hann niður. Þjóðernisróstur, sem hafa breiðst sem eldur í sinu um alla Búlgaríu síðustu daga, hófust í lok desember þegar stjómvöld ákváðu að faha frá herferö er miðaði að því aö neyða eina og hálfa milljón Búlgara af tyrk- neskum ættum til að aðlaga sig búlg- örskum siðum og trú. Slík herferð var við lýði á meðan Todor Zhivkov, fyrrum leiðtogi búlgarskra komm- únista, hélt í stjórnartaumana í Búlg- aríu en honum hefur nú verið steypt. Reuter hugaöar kosningar en þær eiga að fara fram í maí. Modrow sagði í gær að ný kosningalöggjöf, sem nú væri í undirbúningi, myndi tryggja að kommúnistar nytu ekki neinna for- réttinda né stæðu betur að vígi en stjómarandstaðan þegar kæmi að kosningunum. En andófsmenn segja að kommúnistar njóti þegar forrétt- inda, s.s. aðgangs að fjölmiðlum og vel útbúnum skrifstofum. Vestur- Þjóðverjar tóku í gær undir gagnrýni andófsafla austan megin. Vestur- þýskir stjórnmálamenn vilja að Bonn þrýsti á austur-þýska komm- únista til að halda frjálsar kosning- ar. Hans Dietrich-Genscher, vestur- þýski utanríkisráðherrann, sagði að Vestur-Þjóðveijar ættu rétt á að krefjast þess að fyrirhugaðar kosn- ingar í maí verði fijálsar. Reuter Landamæraverðir beggja vegna Berlinarmúrsins ræðast við i gegnum gat á múrnum. Götin á múrnum stækka dag frá degi þvi margir ferðamenn brjóta hluta úr honum til eignar. Simamynd Reuter INNGANGUR Ijög góð búningsaðstaða fylgir öllum sölunum svo og gufuböð. Jafnframt gefst tækifæri til að stunda upphitun, leik- fimi og þrekæfingar með lóðum ogtækjum í sérstökum æfinga- sal án nokkurs aukakostnaðar. Á staðnum er líka aðstaða til að spila, tefla, fara í borðtennis eða biliarð eftir æfingatíma. ii^-----1 fZj y Hvað passar þér? Víð höfum salina. ÍIPlÉHð Þitt er valið! * Fótbolti * Handbolti * Körfubolti + Blak * Badminton + Skallatennis + Leikfimi + Gufuböð + Lyftingar í sérstök- um tækjasal + Eða búiðtil þína eigin íþróttagrein. Hressingarleikfimi fyrir hresst fólk á öllum aldri á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Sólveig Valgeirsd. og Arna Kristmannsd. íþróttakennarar. Mánaðarkort í tækjasal og gufubað, verð aðeins kr. 1500 Tryggðu þér tíma í síma 672270. Höfum húsiðtil sýnis í dag og næstu daga. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.