Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. 15 Sérlög um sérkjör Þrjú mikilvægustu umræðuefni íslendinga árið 1989 voru fyrir- komulag fiskveiða við ísland, mál Magnúsar Thoroddsens og hrun sósíalismans í Austur-Evrópu. Hiö fyrsta sneri að lífsbjörg okkar, ann- að að stjómskipan landsins og hið þriðja að þvi umhverfi, sem við lif- um í. Hér hyggst ég fara nokkrum orðum um annað máhð og svara nokkrum röksemdum, sem einn sunnudagspenni Morgunblaðsins, Davíö Þór Björgvinsson, færði fyrir því, að dómur Hæstaréttar í málinu hefði verið réttur. Með dómi-án laga Grein Davíðs Þórs er skýr og málefnaleg, ólíkt annarri grein, sem hann hafði áður skrifað um málið. Hann svarar þremur rök- semdum, er hann telur hafa komið fram gegn dómi Hæstaréttar. Hin fyrsta er, að Magnúsi hafi verið vikið frá embætti með dómi, en án laga. Henni andmæhr Davíð Þór með því, að skírskotað hafi verið i úrskurði Hæstaréttar til lagaá- kvæðis um það, að víkja megi dóm- ara í undirrétti frá, hafi hann gerst sekur um siðferðisbrest, er geri honum ókleift að gegna starfi sínu. Því hafi Magnúsi verið vikið frá með lögum. Til þess eru tvær ástæður, að þessi andmæh eru hæpin. Fyrst er það, að ákvæðið þarf ekki að eiga við um hæstaréttardómara. Að KjaUariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði vísu hljótum við aö gera jafnmiklar eða meiri kröfur til þeirra en hér- aðsdómara. En á móti kemur, að við hljótum að ætlast til ríkari verndar þeirra fyrir ágangi fram- kvæmdarvaldsins en héraðsdóm- ara. Var ekki um slíkan ágang að ræða í þessu máh? í annan stað hafði Hæstiréttur ekki fyrir því að skilgreina hugtakið siðferðisbrest. Það getur þó ekki verið neitt geð- þóttaefni eða matsatriði dómar- anna. Hin óhóflegu áfengiskaup Magnúsar Thoroddsens voru til marks um dómgreindarbrest, ekki siðferðisbrest. Hann beitti engan mann ofbeldi, og enginn beiö held- ur fjárhagslegan hnekki. Óviðunandi málsmeðferð Því hefur enn fremur verið haldið fram, að taka beri tillit til aðdrag- anda málsins. Upplýsingum hafi verið laumað í fiölmiðla um hin óhóflegu áfengiskaup Magnúsar, síðan hafi fiármálaráðherra full- yrt, að með þeim væru reglur brotnar, og almenningsálit mynd- ast gegn Magnúsi. Davíð Þór segir á móti, að Hæstiréttur eigi ekki að svara öðru en hann er spurður um. Rétturinn hafi verið spurður, hvort Magnús hafi gert sig sekan um sið- ferðisbrest, er geri honum ókleift að gegna starfi sínu, og hafi hann svarað játandi. Ekki skipti máli í því viðfangi, hvernig komist hafi upp um brestinn. En aðdragandinn varðar miklu af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi ber vegna þrískiptingar valdsins að veita hæstaréttardómurum ríka vemd gegn ágangi framkvæmdar- valdsins, eins og ég hef þegar bent á. í öðru lagi mátti Hæstiréttur ekki skoða þetta mál í tómarúmi. í fiölmiðlum er unnt að breyta til- tölulega meinlausum afglöpum í hrein afbrot í augum almennings. Magnúsi var vissulega gert ókieift að gegna starfi sínu, ekki vegna þess að hann hefði gerst sek- ur um siðferðisbrot, heldur vegna þess að mál, sem ekki var í eðli sínu fiölmiðlamál, heldur varðaði áminningu í kyrrþey, var gert op- inbert af valdasjúku fólki, sem vill í senn hræða Hæstarétt til fylgis við sig og draga athygli frá eigin ávirðingum með uppljóstrunum um aðra á nokkurra vikna fresti. Jón og séra Jón í þriðja lagi segir Davíð Þór, að ekki skipti máli um dóminn, að öðrum hafi ekki verið refsað fyrir sambærilegt brot. Hæstiréttur hafi aðeins verið beðinn að fella úr- skurð í þessu eina máli. En það skiptir einmitt máh, því að lagaá- kvæði' um brotið eru svo óljós, að miða verður við þær venjur og reglur, sem fylgt hefur verið. Ef öðrum hefur ekki verið hegnt fyrir sambærileg eða meiri brot á óskráðum siðareglum um sérkjör og hlunnindi, þá ber að skýra lagaákvæðið í ljósi slíkrar fram- kvæmdar. í raun og veru má segja, að Hæstiréttur hafi ekki dæmt eftir gildandi lögum, heldur hafi hann sett sérstök Jög um Magnús Thor- oddsen. Hvenær var Hæstiréttur beðinn um það? Á það hlýtur síðan að reyna, hvort aðrir séu undir þessum sér- lögum Hæstaréttar eða ekki. Hyggjast ríkissaksóknari eða dómsmálaráðherra höfða mál á hendur fleiri dómurum? Og ætlar, Alþingi að draga þá ráðherra fyrir landsdóm, sem hafa sannanlega brotið af sér? Auðvitað ekki. Sitt er hvað, Jón og séra Jón. ísland er ekki réttarríki nema að litlu leyti, og á því bera menn eins og Davíð Þór Björgvinsson og Sig- urður Líndai, sem tekið hefur und- ir með honum opinberlega, nokkra ábyrgð með því að mæla ranglæt- inu bót. Eflaust auðveldar slík hegðun mönnum að hljóta emb- ætti, styrki og ýmsa mola af borð- um stjórnarherranna, en ekki er mikil reisn yfir henni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „I raun og veru má segja, að Hæstirétt- ur hafi ekki dæmt eftir gildandi lögum, Heldur hafi hann sett sérstök lög um Magnús Thoroddsen.“ Friðþaeging og gervilausnir í umhverfismálum Það fer varla framhjá neinum að umhverfisvernd er í tísku í dag. Stofna á umhverfismálaráðuneyti, setja á stofn sorppökkunarstöð og stjómmálamenn láta mynda sig skælbrosandi í dyrum land- græðsluflugvélarinnar. Þetta er líka að gerast annars staöar í heiminum, alls staðar láta menn sem þeim sé annt um um- hverfið, og meira að segja Thatcher er orðin græningi. Þetta virðist við fyrstu sýn eingöngu af hinu góða og virðist framtíö plánetunnar tryggð en þegar nánar er að gáð kemur í ljós ótrúlegur tvískinn- ungsháttur. Umhverfisverndarstefna kerfisins Þessi umhverfisverndarstefna kerfisins felst í því að fólk er gert persónulega ábyrgt fyrir vandan- um. Það er hvatt til þess að ganga vel um, ekki henda rusli, nota ekki ósoneyðandi efni o.s.frv. Þetta eru allt jákvæðir hlutir í sjálfu sér, vandinn er bara sá að með þessu er fólki talin trú um að þar með sé málið leyst. Úti um allan heim, a.m.k. hinn vestræna, kaupir fólk vörur í ein- nota umbúðum þótt það hafi val um fiölnota, kýs sama gamla flokk- inn sem hefur engan raunveruleg- an áhuga á umhverfisvernd,tekur þátt í gífurlegu neyslubrjálæði sem hefur í for með sér sóun á náttúru- auðlindum auk hinnar gífurlegu mengunar sem fylgir framleiðsl- unni. - Síðan friðþægir það með því að láta rusl í rusladall og finnur til mikillar velþóknunar á sjálfu sér fyrir vikið. Tvískinnungurinn Vandamálið er bara miklu stærra og viðameira heldur en svo að það verði leyst með þess háttar lausn- um. Um leið og Thatcher býöur fólki að taka til í kringum sig held- „Ef allir jarðarbúar neyttu eins og við Islendingar myndum við eyða auðlind- um jarðar á tiltölulega stuttum tíma og jörðin yrði ein ruslahrúga innan skamms.“ ur hún um stjórnayaumana í landi þar sem iðnaðurinn dælir gífurlegu magni eiturefna út í andrúmsloftið og veldur m.a. súru regni í Skand- inavíu, allir staðlar í sambandi við hámarksmengun og geislavirkni eru hærri en í nágrannalöndunum o.s.frv. Hér á landi lætur formaður Sjálf- stæðisflokksins mynda sig ásamt formanni SUS í dyrum flugvélar landgræðslunnar en fyrir nokkr- um árum var flugvélin stopp um mitt sumar vegna fiárskorts en þá voru einmitt sjálfstæðismenn í stjórn. Á sama tíma og hér á að rísa umhverfismálaráðuneyti er verið að áætla aukna stóriðju, stækkun álversins sem fyrir er og jafnvel annað til. Enn er uppblástur meiri en uppgræðsla og ekkert útlit fyrir að snúa eigi vörn í sókn. Notkun einnota umbúða fer sí- vaxandi og engin viðleitni er af hálfu stjómvalda til þess að stemma stigu við þeirri þróun. Ennfremur leggja íslensk stjórn- völd sitt af mörkum til vígbúnaðar- kapphlaupsins með veru sinni í NATO og með því að veita afnot af íslensku landi undir hemaðar- mannvirki. Stjórnmálamenn um allan heim boða persónulega ábyrgð í um- hverfísmálum og almenningur friðþægir með því að setja ruslið í rusladallinn en á meðan heldur ófreskjan, aðalskaðvaldurinn, sínu striki, stjórnvöld og stór fyrirtæki, knúin áfram af gróðahyggju og dyggilega studd af efnahagskerfi og hagfræðikenningum sem setja hagvöxtinn sem hið æðsta gildi. Óskalindin Það að stjórnmálamenn tali um umhverfisvernd gerir þá ekki að umhverfisverndarsinnum. Mykju- háugur er alltaf mykjuhaugur þótt fáein grasstrá tróni á toppnum. Sú óskalind, sem Þorsteinn Pálsson talaði um á sínum tíma þegar hann talaði um „Hagvöxtinn, óskahnd- ina á berginu bláa“, er örugglega ódrykkjarhæf með einnota umbúð- um fljótandi í. Þeir sem vilja í alvöru gera eitt- hvað í umhverfismálum þurfa að gera sér grein fyrir þessu. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að hvað sem stjórnmálamennirnir segja, hvað sem þeir þykjast vera miklir umhverfisverndarsinnar, þá hafa þeir allt aðra forgangsröð þegar til kastanna kemur og sú for- gangsröð er oft og einatt þvert gegn umhverfisverndarsj ónarmiöum. Við íslendingar Viö íslendingar erum meö allra best settu þjóðum í heimi með til- liti til afkomu fólks og lífsgæða. Hér sveltur enginn og allir geta haft þak yfir höfuðið. Skipting mætti vera sanngjamari á milli þjóðfélagshópa og er það réttlætis- mál að því verði sinnt. Hins vegar þurfum við alls ekki á auknum hagvexti að halda, við höfum alveg efni á að setja aðra hluti í forgangs- röð. Ef alhr jarðarbúar neyttu eins og við íslendingar myndum við eyða auðhndum jarðar á tiltölulega stuttum tíma og jörðin yrði ein ruslahrúga innan skamms. Þeir sem vilja að þessi mál kom- ist raunverulega í forgang þurfa að vinna að því að fólk, sem hefur þau í forgang, komist til áhrifa. Til þess voru Samtök græningja stofnuð. Kjartan Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.