Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 14
14 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11.105 RVlK.SlMI (1)27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Er þörf á göngum? Það eru góð tíðindi að bæjaryfirvöld í Reykjavík og Kópavogur eru búin að koma upp eðlilegu stjórnmála- sambandi á nýjan leik. Snurða hljóp á þráðinn þegar Kópavogsmenn mótmæltu ráðagerðum borgarstjóra um hraðbraut í gegnum Fossvogsdalinn. Gott ef borgar- stjóri hefndi sín ekki með því að segja upp samningi um sorphreinsun og öll var sú deila heldur stráksleg. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og nú hefur það sýnt sig að nágrannarnir geta enn talað saman og samkomu- lag er gerlegt þegar báðar slá af stolti sínu og stórlæti. Hér hefur áður verið höfð uppi sú skoðun að vara við lagningu hraðbrautar um Fossvogsdalinn miðjan. Sá reitur á ekki að fara undir malbik og það á ekki vís- vitandi að menga andrúmsloft fjölmennrar byggðar beggja megin dalsins. Fossvogurinn er vin í byggðinni, ákjósanlegt útivistarsvæði, veðursæll vermireitur. Stundum verður að leyfa mannfólkinu að hafa forgang umfram bílana, hversu mikið sem bílunum hggur á. Umferðarteppur bíla eru ekki nándar nærri eins hættu- lega og andateppur fólksins sem hvergi getur lengur um frjálst höfuð strokið fyrir kolsýringi, tjöru og meng- uðu andrúmslofti. Okkur þarf ekki að liggja svo lífið á að við glötum þessu sama lífi og svigrúminu til að kom- ast út á víðan völl. Fossvogurinn getur orðið almenningsgarður í miðri byggðinni og yfirvöld í Reykjavík og Kópavogi eiga að koma sér saman um hugmyndasamkeppni um menning- ar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Fossvoginum. Nú er það nýjast að ráðgerð eru jarðgöng í gegnum Digranesháls sem tengir umferðina úr Breiðholtinu við gatnakerfið vestan Fossvogs og norðan Kópavogs. Ómaklegt er að gera lítið úr þeirri hugmynd áður en fyrir liggur hvernig að því verki verður staðið eða hversu mikið það kostar. Vissulega er mikill íjöldi íbúa í Breiðholtunum og efri byggðum Reykjavíkur sem þarf að komast leiðar sinnar í gamla miðbæinn. Rétt er þó að minna á að byggðin tekur breytingum frá einum áratug til annars, áherslurnar breytast og straumurinn getur þess vegna legið í allt aðra átt að nokkrum árum hðnum heldur en hann gerir í dag. Erfitt er að sjá eða skilja hvað það er sem knýr á um gerð jarðganga og margfaldrar bílabrautar í gegnum Kópavoginn eða undir hann til þess eins að skapa sams konar umferðaröngþveiti þar sem þessum jarðgöngum lýkur. Kalla ekki jarðgöngin á aðrar eins framkvæmdir vestan þeirra, þar sem bílarnir þurfa að komast leiðar sinnar annars staðar en eftir þröngum einstefnugötum gamla bæjarins? Og er ekki verið að tala um að færa byggðina yfir á Korpúlfsstaðalandið og jafnvel Vatn- sendaland í framtíðinni? Borgarstjórinn í Reykjavík hefur sýnt sig að vera framsýnn og stórhuga. Davíð á að skoða aht þetta mál vandlega áður en flanað er í fljótræði að rándýrum jarð- göngum. Fyrir þeim þurfa að vera sterk rök. Þetta mál snýst ekki um það að hafa betur í einhverju þjarki við Kópavog heldur um það að gæta hagsmuna sinna um- bjóðenda. Til þess hefur Davíð aha burði eins og hann hefur margsýnt. Ljóst er að jarðgöng, tengibrautir og endurbætur á gamla gatnakerfmu beggja megin jarðganga kosta millj- arða króna. Við getum vel nýtt það fé til endurbóta á núverandi gatnakerfi og margt smátt gerir stundum eitt stórt. Ellert B. Schram Húsbréfakerfið: Láglaunafólk tapar á vaxtabótum Láglaunafólk tapar á húsbréfakerf- inu. Vaxtaniöurgreiðsla og hús- næðisbætur gamla kerfisins eru hærri en vaxtabætur húsbréfakerf- isins. Efnaöri fiölskyldur njóta hins vegar meiri aðstoðar en áður. Vaxtabótakerfið beinir minni að- stoð til láglaunafólks en hinna efnameiri. Fjölskylda með 80 þús- und króna mánaðarlaun á kost á 1,5 milljón krónum í vaxtabætur á 25 árum. Fjölskylda meö 180 þús- und í mánaðarlaun og 3,5 milljón króna skuldlausa eign á hins vegar kost á 2,7 milljón krónum. Efnaðra fólkið fær 90% hærri fjárhæð. Niðurgreiddir vextir -húsnæðisbætur Opinber aðstoð við húsnæðis- kaupendur hefur hingaö til aðal- lega falist í að útvega hagstæð lán til kaupa eða nýbygginga. Húsnæð- islánakerfið hefur veitt lán með lága raunvexti. Stuöningur við húsnæðiskaupendur fólst aðallega í útvegun íjármagns og niður- greiðslu vaxta. Byggingarsjóður ríkisins hefur tekið fé að láni hjá lífeyrissjóðunum með allháum vöxtum og endurlánað til hús- byggjenda og kaupenda eldra hús- næðis með 3,5% vöxtum. Þannig hefur ríkisvaldið varið húsnæðis- kaupendur fyrir vaxtasveiflum á almennum lánamarkaði. Auk þess nutu þeir sem keyptu í fyrsta sinni svonefndra húsnæðisbóta í nokkur ár. Húsnæðisbæturnar eru ákveðin fjárhæð á fjölskyldu. Niöurgreiðsla vaxta og húsnæðisbætur eru hvorki háðar launum húsnæðis- kaupenda né hversu dýrar íbúðir þeir kaupa. Vaxtabætur Með húsbréfakerfinu veröur hætt að greiða niöur vexti. Öll hús- næðislán bera markaðsvexti. Opin- ber aðstoð felst í svonefndum vaxtabótum sem verða greiddar kaupendum við uppgjör skatta. Bæturnar eru reiknaðar eftír all- flókinni reglu. Frá vöxtum, sem kaupendur greiða af húsnæðislán- um, er dregin fjárhæð sem svarar til 5% af brúttótekjum þeirra. Að því loknu eru bætumar enn lækk- aðar ef um mikla eign er að ræða á skattaframtali. Vaxtabætur fjöl- skyldu, sem á 4,0 milljón krónur samkvæmt skattaframtali, skerð- ast ekki. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur, sem eignin fer umfram það, skerðast þær um 3%. Ákveðið hámark er á vaxtabótum. Hjón fá hæst 170 þúsund krónur á ári en einstæðir foreldrar og einstakling- ar minna. Með þessum flóknu reikningsaðferðum á aö beina vaxtabótunum þangað sem þörfin er mesf. Ákvæðinu um hámark bóta og tekjuskerðingu er ætiað að tryggja að hálaunamenn fái ekki óhóflega miklar bætur. Ákvæðinu um skerðingu vegna mikillar eign- ar er ætiað að hindra að eignamenn njóti vaxtabóta. i reiknireglunni miðast vaxtabætumar aðallega við greidda vexti. Útreikningi vaxta- bóta svipar aö vissu leyti til reglna í ýmsum löndum þar sem vaxta- kostnaður vegna húsnæðisöflunar er frádráttarbær til skatts. Munur á aðferðum Talsverður munur er á þessum tveimur leiðum, vaxtabótum og niðurgreiðslu vaxta og húsnæðis- bótum. í gamla kerfinu njóta allar fiölskyldur sömu aðstoðar án tillits til tekna eða hversu dýrar eignir eru keyptar. í því felst ákveðin tekjpjöfnun. Efnaminni fiölskyld- ur, sem kaupa ódýrar íbúðir, fá sömu fiárhæð og þær efnaðri sem KjaHariiin Stefán Ingólfsson verkfræðingur kaupa dýrari íbúðir. Aðstoðin veg- ur hlutfallslega þyngra fyrir hina tekjulágu en hálaunamenn. Þeir sem hafa lágar tekjur fá hins vegar minni aðstoð í vaxtabótakerfinu en þeir sem hafa góð laun. Þá standa flestir betur að vígi sem eiga nokkra eign fyrir. Það skýrist þannig að þeir sem hafa mestu tekj- urnar kaupa dýrustu íbúðimar. Þeir greiða hærri vexti en hinir sem lægri hafa launin. Vaxtabæt- urnar miðast við fiárhæð greiddra vaxta. Þeim sem hafa hæstu launin eru í húsbréfakerfinu veitt hæstu lánin því greiðslugetan er miðuð við tekjur. Hálaunamenn geta af þeim sökum stofnað til meiri skulda en hinir sem lægri hafa launin. Þeir efnameiri kaupa dýr- ari eignir og greiöa hærri vexti. Þess vegna er líklegt aö þeir njóti fullra vaxtabóta. Hinum efnaminni em ekki veitt lán til að kaupa dýr- ar íbúöir. Lág laun setja þeim skorður við húsnæðiskaup. Þeir verða að sætta sig við að kaupa ódýrt húsnæði og fá lág lán. Vaxta- greiðslur lágtekjumanna eru þess vegna minni en þegar efnafólk á í hlut. Vaxtabæturnar verða þess vegna einnig lægri. Tvær fjölskyldur kaupa Til að bera saman vaxtabótakerf- ið og gamla fyrirkomulagið má taka dæmi af tveimur fiölskyldum. Önnur hefur lágar tekjur og á ekki íbúð fyrir. Hin hefur hærri tekjur og á talsverða skuldlausa eign. Efnaminni fiölskyldan hefur 80 þúsund krónur í mánaðarlaun og er að kaupa sína fyrstu íbúð. Hin efnaðri hefur 180 þúsund krónur á mánuði og á fyrir íbúð. Skuldlaus eign er 3,5 milljón krónur. Til að meta hversu mikillar aðstoöar fiöl- skyldurnar njóta er heppilegt að reikna samanlagða aðstoð á löng- um tíma, til dæmis aldarfióröungi, 25 árum. Fátækari fiölskyldan tap- ar á vaxtabótakerfinu. Hún getur vænst þess að fá á tímabilinu sam- tals 2.618 þúsund krónur í niður- greidda vexti og húsnæðisbætur. Með gamla Byggingarsjóðsláninu ræöur hún við að kaupa þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. í hús- bréfakerfinu getur fiölskyldan með naumindum keypt tveggja her- bergja íbúð. Samanlagðar vaxta- bætur nema 1.454 þúsund krónum. Þaö er 1.164 þúsund krónum minna en í gamla kerfinu. Efnaðri fiöl- skyldan hagnast hins vegar á kerf- isbreytingunni. Hún nýtur niður- greiddra vaxta í gamla kerfinu, samtals 1.505 þúsund króna á 25 árum. Samanlagðar vaxtabætur hennar á sama tímabili nema hins vegar 2.748 þúsund krónum. Það er 1.243 þúsund krónum meira en í gamla kerfinu. Dæmin sýna að breytingin er óhagstæð fyrir lág- launafólk en kemur betur stæöum fiölskyldum til góða. Stefán Ingólfssson Opinber húsnæðisaðstoð í báðum kerfum Efnaðri fjölskyldan 180 þús/mán. fbú& 3,5 millj. Fátækari fjölskyldan 80 þús/mán. Engin (bú& Húsbréfa- kerfiö 2.748 1.454 Gamla kerfiö 1.505 2.618 Efnaðri fjölskyldan Fátækari fjölskyldan hagnast um 1.243 þús. kr. tapar 1.164 þús.'kr. Opinber húsnæðisaðstoð i báðum kerfum (þús. kr.). „Dæmin sýna að breytingin er óhag- stæð fyrir láglaunafólk en kemur betur stæðum fjölskyldum til góða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.