Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1990. 3 Fréttir Skerðing tekjutryggingar ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóða: Ekki borist ósk um viðræður Benedikt Davíðsson, stjómarfor- maður Sambands almennra lífeyris- sjóða, hefur gagnrýnt harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skuli skerða tekjutryggingargreiðslur til ellilífeyrisþega úr Tryggingastofnun ríkisins. Hann sfigði í samtali við DV að hér - segir Guðmundur Bjamason tryggingamálaráðherra væri hið mesta ranglæti á ferð. Líf- eyrissjóðirnir væru skylduspamað- arform sem fólk hefði verið hvatt til að taka umfram önnur skyldusparn- aðarform og kæmist ekkert undan meðan það stundaði vinnu. Síðan þegar það fengi þennan spamað sinn til baka væri hann látinn skerða tekjutryggingu ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann sagðist hafa von um að tryggingaráð- herra tæki málið upp og leiðrétti það. „Ég hef lýst því yfir að út af fyrir sig væri ég tilbúinn til að skoöa og ræða þetta mál. Það hefur hins vegar engin ósk borist til mín um slíkar viðræður. Og ég mun ekki hafa frum- kvæði að slíkum viðræðum og hjá mér er ekki uppi ákvörðun um að breyta þessu,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Hann sagði að það væri spurning hvort líta ætti öðrum augum greiðsl- ur úr lífeyrissjóöum en aðrar greiðsl- ur til ellilífeyrisþega. Hann sagðist hins vegar vera tilbúinn að skoða máhð ef menn hefðu einhver hald- bær rök fram að færa því til stuðn- ings. -S.dór Loftnet Lóranstöðvarinnar - 412 metra hátt. DV-mynd Stefán Gufuskálar: Lóranstöðin er í hæsta gæðaflokki Stefin Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi: Nýlega fór fram árleg skoðun, sem gerð er af yfirmönnum bandarísku strandgæslunnar á Lóranstöðinni að Gufuskálum, yst á Snæfellsnesi. Bandaríska strandgæslan á stöðina og kostar rekstur hennar en Póstur og sími sér um daglegan rekstur. Við þessar skoðanir er farið ofan í saumana á öllu sem viðkemur rekstri shkrar stöðvar. Við lok skoð- unarinnar er hæfni stöðvarinnar og mannafla hennar metin og stöðinni gefin einkunn. í ár hlaut stöðin hæstu einkunn, sem gefin er, „Outstanding “, eða „frábær" að mati bandarísku strand- gæslunnar og að sögn yfirmanna hennar er slíkt ekki gert á hveijum degi. Að auki hefur Lór anstöðin unn- ið til viðurkenningar fyrir að hafa verið vel innan marka, sem sett eru um rekstraröryggi, tvö 180 daga tímabil samfellt. Eysteinn Gunnarsson er stöðvar- stjóri Lóranstöðvarinnar. Hveiju þakkar hann þennan ágæta árangur? „Þessi einkunn eða árangur næst ekki án fyrirhafnar, þama liggur mikil vinna á bak við. Mestu varðar að hafa gott fyrirbyggjandi viðhald. Ef það er í lagi leiðir það af sér að tækjahúnaöur er í lagi og lítið verður um bilanir. En ekki síst er þessi ár- angur að þakka góðum starfsmönn- um sem bæði hafa metnað fyrir vinnu sinni og fyrir hönd stöðvarinn- ar. Góður vinnuandi - góður mórall - er lykilatriði." Hjólsagir 50-100 mm iVerð frá kr. / -■- Höggborvélar 0-2900 sn./mín skrúfa I íka._ Verð "• frá kr. /'TF EMH höggborvélar fyrir hörðustu steinsteypu, 0-1 500 sn./mín skrúfa líka. Verð frá kr. fjkí Slípirokkar 11 5-230 mm Verð frá krVQ , Stingsagir fiölhæfar T3g með hraðastilli, saga 50 mm jí tré. IVerð frá kr.f X c ípijuðarar Heflar 0-2,5 mm Verð I frá kr. Hleðsluborvélar, skrúfa líka, ^^3,6-1 2 volt, fjölhæfar, K með völ á herslustilli, I hraðaStÍIIÍ' ■->-^1 0-1650 p sn./mín., rwSf?! 11 kist. .j|- hraða- w hleðslu, gl 2ia aíra. , ® Verð frá kr.í Beltaslípivélar Sjálfvirk beitastýring Verð frá M, kr. ^ Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT8, SÍMI84670 ÞARABAKKI 3, SlMI 670100 1 6 > íiKv 11 S! ft * | vffiS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.