Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1990, Side 24
32 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1990. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Fergie - hiö dáöa hertogaynja af York - þykir mun frjálslegri í öllum háttum heldur en landar hennar eiga að venjast af kóngafólki sínu. Eftirfarandi saga sannar þetta. Rétt fyrir jólin þurftu skötuhjúin Andrew og Fergie aö bregða sér bæjarleið með lest. Að sjálfsögðu ferðuðust þau á fyrsta farrými en þar var einnig mikill fjöldi fólks enda var þetta á annatíma. Fergie var þreytt eftir verslunarleiðang- ur. Hún brá sér því úr skónum, hallaöi sér aftur og setti lappirnar upp í fangið á eiginmanni sínum. Farþegum kom þessi athöfn mik- ið á óvart en kunnu samt að meta þetta og ekki leið á löngu þar til andrúmsloftið í vagninum var oröið mjög afslappað. Þegar á leiöarenda kom þorðu meira að segja nokkrir farþegar að kasta kveðju á hjónin en virðing fyrir kóngafólki er slík í Englandi að almenningur heilsar ekki kónga- fólki að fyrra bragði. Nadia Comaneci hin þekkta rúmenska fimleika- kona var meöal þeirra sem fögn- uðu því að Ceausescu og eigin- kona hans vona drepin. Hún sagði að hann bæri ábyrgð á því að mörg þúsund manns hefðu látist og því eina réttlætið að drepa hann. Hún segir einnig að hún viti lítið um afdrif fiölskyldu sinnar og hafi af því miklar áhyggjur. Þess má geta að eitt sinn var Nadia í slagtogi við son Ceausescu, Nicu. Nadia, sem nú býr í New York, segir það draum sinn að verða jafngóð leikkona og Meryl Streep. Sylvester Stallone vinnur nú hörðum höndum að handriti að Rocky IV. Fyrir nokkru var hann búinn að full- gera handritiö og skilaði því inn til framleiðenda. Þegar þeir hófu lestur á því er vægt að segja að dottið hafa af þeim andlitið því Stailone hafði skrifað inn dauða- senu Rocky í hringnum í lok myndarinnar. Allt varð vitlaust og Stallone varö að setjast aftur við skriftir. Þegar hann var spurður um ástæðuna fyrir að hann vildi drepa Rocky, sagðist hann vera orðinn dauðleiður á að leika náunga sem heíðu greindarvísitölu á viö herbergis- hita. A þessari mynd má sjá hluta þeirra kylfinga sem fóru holu í höggi á síðasta ári. Lengst til vinstri er Kjartan L. Pálsson, formaður Einherjaklúbbsins, en hann hefur farið sex sinnum holu i höggi. Einherjar verðlaunaðir I golfi þykir alltaf einstakt afrek að fara „holu í höggi“ en það er að slá kúluna í einu höggi af teig beint í holuna. Þeir golfleikarar, sem ekki hefur tekist þetta afrek, segja þetta hundaheppni en þeir sem hafa farið holu í höggi tala um allt aðra hluti, aðallega nákvæmni og rétta kylfu. Hvað sem því líður eru árlega veitt verölaun þeim sem hafa fariö holu í höggi og þeim veitt innganga í Ein- herjaklúbbinn. Það er Vangur hf., umboðsaðili Johnnie Walker hér á landi, sem veitir verðlaunin, en vi- skífyrirtækið veitir öllum þeim sem fara holu í höggi í heiminum verð- laun. í ár voru þaö rúmlega fiörutíu kylf- ingar sem fóru holu í höggi og hafa þeir aldrei vérið fleiri á einu ári. Var þeim haldin veisla rétt fyrir áramót þar sem þeim voru afhent verðlaun og viðurkenning. Þá var sérstaklega heiðraður Ólafur Skúlason, en hann er eini íslendingurinn og einn fárra í heiminum sem hefur farið holu í höggi tvisvar á sama hring. Ólafur lék þetta afrek þegar hann var fimmtán ára og þótti þetta mikil frétt á sínum tíma og það ekki eingöngu hér á landi. Kjartan L. Pálsson veitir hér Ólafi Skúlasyni siðbúna viðurkenningu, en Ólafur er eini íslendingurinn sem farið hefur holu i höggi tvisvar á sama hring. DV-myndir S Gunnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Friggjar og fráfarandi formaður Iðn- rekendasambands íslands, heilsar hér upp á afmælisbarnið, Davið Sche- ving Thorsteinsson og eiginkonu hans, Stefaníu Geirsdóttur. Davið Scheving Thorsteinsson tekur á móti forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur. „Viljið þið ekki hleypa þessari stúlku fram fyrir?“ kallaði Davið þegar Vigdís birtist en fólk stóð í röð til að taka í höndina á afmælisbarninu. Davíð Scheving sextugur Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri varð sextugur þann 4. janúar. Davíð er þekktur maður í borgarlífinu og hefur mikið verið í fréttum út af hinum ýmsu málum. Sem framkvæmdastjóri Sól- ar hf. hefur hann verið brautryöjandi á ýmsum sviðum matvælaiðnaðar hér á landi. Davíð hefur starfaö í fiölmörgum nefndum og stjórnum síðastliðna tvo áratugi. Davíð tók á móti vinum og ættingjum á Holiday Inn á afmælis- daginn og kom fiölmargt gesta. Meðal gesta sem heimsóttu Davið voru ráðherranir Jón Sigurðsson og Steingrímur Hermannsson: Talið frá vinstri Jón Sigurðsson, eiginkona hans, Laufey Þorbjarnardóttir, Davið Scheving Thorsteinsson, eiginkonna hans, Stefanía Geirsdóttir, Steingrimur Hermannsson og eiginkona hans, Edda Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.