Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
Fréttir
Skoðanakönnun DV um borgarstj ómarkosningarnar
Sjálfstæðisflokkur með
um 70 prósent atkvæða
Samkvæmt skoðanakönnun, sem DV
gerði í gær- og fyrrakvöld, er Sjálf-
stæðisflokkurinn með um 70 prósent
atkvæða fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík. Reynslan hef-
ur sýnt að dregur úr fylgi Sjálfstæðis-
flokksins þegar nær dregur borgar-
stjórnarkosningum. En samkvæmt
skoðanakönnun DV gæti Sjálfstæðis-
flokkurinn fengið 12 borgarfulltrúa,
Alþýðuflokkurinn einn, Alþýðu-
bandalagið einn og Kvennalistinn
einn, en Framsókn engan.
Úrtakið í skoðanakönnuninni var
600 manns, allt kjósendur í Reykja-
vík. Jafnt var skipt milli kynja.
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV bendir allt til þess aö Davíð
Oddsson fái að renna fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum í vor.
DV-mynd S
Spurt var fyrst: Hvaða lista mundir
þú kjósa ef borgarstjórnarkosningar
færu fram nú? Til að athuga stöðuna
betur voru hinir óákveðnu síðan
spurðir: Milh hvaða hsta stendur val
þitt helst? í könnuninni var til dæm-
is gefið hálft stig á hvom ef menn
nefndu ákveðna tvo lista. Hér eru og
í meðfylgjandi töflum birtar niður-
stöður bæði með hinni hefðbundnu
aðferð og með nýju aöferðinni. Nýja
aðferðin breytir ekki því hversu
marga borgarfulltrúa hver listi gæti
fengið.
Af öllu úrtakinu fengi Alþýðu-
flokkurinn 4,2 prósent með hinni
hefðbundnu aðferð. Framsókn fengi
2,7 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn
hlyti 47,8 prósent úrtaksins alls. Al-
þýðubandalagið fengi 4,5 prósent.
Borgaraflokkurinn hlyti 0,3 prósent.
Kvennalistinn fengi 5,2 prósent. 4
prósent úrtaksins vildu ekki svara
spurningunni, og 31,3 prósent voru
óákveðnir.
Þetta þýðir að af þeim sem tóku
afstööu fengi Alþýðuflokkurinn 6,4
prósent. Framsókn fengi 4,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn hlyíd heil 74
prósent. Alþýðubandalagið fengi 7
prósent. Borgaraflokkurinn 0,5 pró-
sent og Kvenalistinn 8 prósent.
Frekari samanburður
Ef við tökum seinni spuminguna
einnig vænkast heldur hlutfall
minnihlutaflokkanna en ekki svo að
þeir fengju fleiri borgarafulltrúa en
fyrr. Sjá töflu.
Samkvæmt þeirri aðferð fengi Al-
þýðuflokkurinn 5,3 prósent af úrtak-
inu. Framsókn fengi 3,9 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn hlyti 49,3 pró-
sen't úrtaksins. Alþýðubandalagið
hlyti 5,3 prósent úrtaksins. Borgara-
flokkurinn fengi 0,3 prósent.
Kvennalistinn fengi 6,3 prósent. 4
prósent svara ekki, og óákveðnir
yröu 25,5 prósent.
Þetta þýðir að af þeim sem taka
afstöðu fengi Alþýðuflokkurinn 7,6
prósent. Framsókn fengi 5,6 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði 70 pró-
sent. Alþýðubandalagið hlyti 7,6 pró-
sent. Borgaraflokkurinn fengi 0,5
prósent. Kvennalistinn fengi 8,9 pró-
sent.
Vel að merkja er ekki unnt að segja
fyrir um að atkvæðin, sem fólk er í
vafa með, mundu skiptast þannig
milli flokka. Líklegt er aö straumur-
inn verði helst til einhvers ákveðin
flokks.
Til samanburðar við framan-
greindar tölur skulum við skoða úr-
sht síðustu borgarstjórnarkosninga.
Þá fékk Alþýðuflokkurinn 10 prósent
atkvæða, Framsókn 7 prósgnt, Sjálf-
stæðisflokkurinn 52,7 prósent, Al-
þýðubandalagið 20,3 prósent og
Kvennalistinn 8,1 prósent.
-HH
Ummæli fól ks í könnuninni
„Það er ekkert að vefjast f yrir það, sagöi karl. „Eg held mig viö “ Daviö hn hðnn hafi P'ert mav'par
sagði karl. „Ég treysti mér ekk aö segja um hvaö ég myndí kj i til vitleysur eins og ostakúluna á ósa. Öskjuhlíö," sagði kona. „Ég veit
Ég vil sjá hvaða menn verða í fr boði áður en ég geri upp tr am- það ekki en eitt er þó vist að það linn verður ekki Davíð,“ sagði kven-
hug,“ sagði kvenmaður. „Auöv itað maður. „Ætli ég kjósi ekki Al-
kýs ég Sjálfstæðisflokkinn, Ég vil þýðubandalagiö af gömlum vana,“
Davíð áfram,“ sagöi kona. „Ég að kjósa Kvennalistann,“ sí karlmaður. „Ég veit ekki hvat etla sagöi karlmaður. „Ég kýs ekki lista igði heldur fólk og vil því sjá hvað í ég boöi er áöur en ég ákveð mig,“
Kem tii meo ao Kjosa en pao ver örugglega ekki D-listinnsí kona. „Aö sjálfsögðu ætla ég kjósa Davíð; ætla ekki allir að g igöi þó hann sé hálfdruslulegur um að hárið,“ sagði kona. era -gse
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
(Innansvigaeru niðurstöðursíðustu borgarstjórnarkosninga)
Af úrtaki Af þeim sem tóku afstöðu Sæti í borgar- stjórn
Alþýðuflokkur 4,2% 6,4% (10,0%) 1(1)
Framsóknarflokkur 2,7% 4,1% (7,0%) 0(1)
Sjálfstæðisflokkur 47,8% 74,0% (52,7%) 12(9)
Alþýðubandalag 4,5% 7,0% (20,3%) 1 0)
Borgaraflokkur 0,3% 0,5% (-) 0(-)
Kvennalisti 5,2% 8,0% (8,1%) 1 0)
Svaraekki 4,0%
Óákveðnir 31,3%
Með breyttum hætti urðu niðurstöður könnunarinnar þessar:
Af þeim sem tóku afstöðu Sæti í borgar- stjórn Af úrtaki tóku afstöðu
Alþýðuflokkur 5,3% 7,6% (10,0%) 1 d)
Framsóknarflokkur 3,9% 5,6% (7,0%) 0(1)
Sjálfstæðisflokkur 49,3% 70,0% (52,7%) 12(9)
Alþýðuþandalag 5,3% 7,6% (20,3%) 1 (3)
Borgaraflokkur 0,3% 0,5% (-) 0(-)
Kvennalisti 6,3% 8,9% (8,1%) 1 (1)
Svara ekki 4,0%
Óákveðnir 25,5%
Strand Höfrungs H.:
Yfirheyrslur
hófust í morgun
Yfirheyrslur vegna strands neta-
bátsins Höfrungs n., sem strandaði
með tíu manna áhöfn skammt vestan
við Grindavík í gærmorgun, hófust
klukkan hálfníu í morgun.
Skýrslutaka fer fram hjá rann-
sóknadeild lögreglunnar í Grinda-
vík. Sjópróf hefjast síðan eftir há-
degi. Höfrungur H. var kominn í
slipp í Njarðvík í gærkvöldi. Kom þá
í ljós að skemmdir eru heldur meiri
á bátnum en álitið var í fyrstu. -ÓTT
Trillusjómaður fórst
norðaustur af Sandgerði
58 ára Kópavogsbúi fórst þegar
smábátur hans, Svala Lind KÓ,
sökk um 5 mííur norðaustur af
Sandgerði um sexleytið í gær. Sjó-
maður á Þrándi KE 67 heyrði neyð-
arkall í talstöð og náöi tah af mann-
inum. Bað hann manninn um að
senda upp neyðarblys til aö Þránd-
ur gæti staðsett bátinn. Þegar
Þrándur kom aö bátnum stóö ein-
ungis stýrishús upp úr sjónum.
Glaður GK var þá líka kominn á
vettvang. Maðurinn var þá með
litlu lífsmarki og var honum náð
um borð í Þránd. Lífgunartilraunir
voru gerðar á manninum með
blástursaðferö og hjartahnoöi.
Maðurinn var látinn þegar læknir
tók á móti honum í Sandgerði. Or-
sakir slyssins eru ókunnar.
-ÓTT