Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 3
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. 3 Fréttir Útflutningsbaimið á flattan og hausaðan fisk: Hreint brot á stjórnarsáttmála segir Jón Armann Héðinsson fiskútflytjandi „Þaö semHalldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráöherra hefur gert með því að banna útflutning á hausuðum og flöttum fiski er hreint brot á stefnu- skrá ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar," sagði Jón Ármann Héðinsson fiskútflytjandi í samtali við DV. Hann benti á eftirfarandi atriði úr stefnuskrá ríkisstjómarinn- ar um atvinnumál: „Athafnafrelsi einstaklinga og fé- laga verður meginreglan í atvinnu- málum og frjálsræði í milliríkjavið- skiptum. Ríkisstjórnin mun með framkvæmd efnahagsstefnu sinnar móta almenna umgjörð um atvinnu- starfsemi sem hvetji til ábyrgðar eig- enda þannig að arðsemissjónarmið ráði ákvörðun.. .Unnið verður að því að endurskoöa lög og reglur til þess að búa íslenskum fyrirtækjum starfsskilyrði sem eru sambæriieg við það sem samkeppnisaðilar þeirra erlendis njóta...“ Jón sagði aö það væri hreint ótrú- legt ef ríkisstjórnin ætlaði að láta þetta stefnuskrárbrot Halldórs viö- gangast. Hann sagði að á sama tíma sem fiskvinnslan í landinu berðist í bökkum væri þeim hluta hennar sem gerir það best bannað að starfa. „Með því að hausa fiskinn, ísa hann í 30 kílóa kassa og flytja hann út fást allt að 300 krónur fyrir kílóið. Þetta er bannað núna þótt það gefi langhæsta verðið í allri fiskvinnsl- unni á íslandi. Svona er nú fíflagang- Bátar slitnuðu frá bryggju Hjörvar Siguijónsson, DV, Neskaupstaö: Mjög slæmt veður var í Neskaup- stað aðfaranótt miðvikudags, norð- austan stormur og snjókoma. Bátur shtnaði frá bryggju og rak upp í fjöru en skemmdist lítið. Annar slitnaði frá að framan en hékk við bryggjuna á aftiirtóginu. Fundur var hjá almannavömum Neskaupstaðar á miðvikudag, en ekki er talin hætta á snjóflóðum að svo stöddu. Hrognataka byrjuð Hjörvar Sigurjónssan, DV, Neskaupstaö: Fyrstu loðnuhrognin á þessari ver- tíð vora tekin hjá Síldarvinnslunni hér í Neskaupstað á þriðjudag þegar Húnaröst ÁR150 landaði 750 tonnum af loðnu til bræðslu. Daginn eftir kom Beitir NK 123 með 1100 tonn og voru einnig hrogn tekin úr honum til frystingar fyrir Japansmarkað. Frumsýning á Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Leikhópurinn Vera á Fáskrúðsfirði frumsýndi gamanleikinn Grænu lyftuna eftir Avery Hopwood í leik- stjóm Sigurgeirs Scheving í félags- heimilinu Skrúði síöastliðinn sunnu- dag. Húsfyllir var frumsýningunni og voru leikstjóri og leikendur kall- aðir fram hvað eftir annað í leikslok. Allir leikendurnir stóðu sig virki- lega vel og þama átti Agnar Jónsson glæsileg tilþrif í aðalhlutverkinu. Nokkur ár em frá því hann lék síð- ast á sviði. Næstu sýningar leikhópsins á Grænu lyftunni verða í Staðarborg, Breiðdal, á Eskifirði á laugardag kl. 21 og í Neskaupstað á sunnudag kl. 16. Astæða er að hvetja sem flesta á þessum stöðum að sjá þessa sýningu - hún er sko vel þess viröi. urinn á bak við þetta allt saman. Þessi fiskur getur fariö í hvaða verk- un sem er eða beint á neytendamark- að. Þetta er úrvalsfiskur, venjulega fjögurra til fimm daga gamall þegar hann kemur á markað. Það er því heimsmet í heimsku að banna þenn- an útflutning. Þeir sem það gera vita alls ekki hvað er um að vera á mörk- uðunum erlendis," sagði Jón Ár- mann. Hann sagði að Halldór Ásgrímsson færi þama eftir óskum forráða- manna Sölusamtaka íslenskra fisk- framleiðenda. Hann sagðist hafa átt sæti í stjórn Sölusamtakanna í 14 ár og því þekkja þankaganginn. Þar væri talað um frelsi en framkvæmt með kúgun. Það mætti enginn skara fram úr. „Reyni það einhver skal hann barður niður þegar í stað. Það virðist ljóst að þessir menn fylgjast ekki með. Þeir vita ekki um nýja tækni, nýja geymsluaðferð og nýjar umbúð- ir. í augum þessara manna hefur ekkert breyst í hálfa öld,“ sagði Jón Ármann Héðinsson. -S.dór FJORFALDUR POTTUR! Nú stefnir í einn stærsta vinning í Getraunum frá upphafi þeirra hérlendis! Það er svo sannarlega til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu þremur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er fjórfaldur pottur núna - og fjórföld ástæða til að vera með! Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr. Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. UPPLÝSINGAR UM ÚRSLIT í SÍMA 99-1002.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.