Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. Fréttir dv Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um kjarasamningana: Tilbúinn að til að verja ganga langt samningana - ósk um lagasetningu yrði þó að koma frá aðilum vinnumarkaðarins „Það er ekki á borði ríkisstjórnar- innar að skipta sér af þeim kjara- samningum sem enn er eftir að ganga frá. Ég vona líka að til þess þurfi ekki aö koma. En hitt er annað aö ríkisstjórnin er tilbúin að ganga mjög langt til að verja nýgerða kjara- samninga og koma í veg fyrir að þeir verði eyðilagðir," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, að- spurður hvort lagasetning væri í bí- gerð til að sjómannasamningarnir og kjarasamningarnir í álverinu í Straumsvík röskuðu ekki núll-lausn- inni. Steingrímur sagði að ríkisstjómin myndi ekki hafa frumkvæði að laga- setningu. Ef menn teldu að lagasetn- ing ein gæti bjargað núll-lausninni yrði frumkvæði þess að koma frá aðilum vinnumarkaðarins. Þótt flestir hafi andað léttar þegar skrifað var undir núll-lausnarkjara- samningana á dögunum er víða ólga ennþá á vinnumarkaðnum. Ekki minni sambönd en Sjómannasam- band íslands og Farmanna- og fiski- mannasambandiö eru með lausa samninga og stefnir í hörku í þeim kjaradeilum. Eins er ósamið við starfsfólk álversins í Straumsvík og eftir 4 samningafundi þar hefur ekk- ert miðað í samkomulagsátt. „Við erum ekki handhafar neins réttlætis. Þessir nýgerðu kjarasamn- ingar voru nauðvöm manna til að komast út úr verðbólguvítahringn- um. Við höfum allan tímann sagt að eitt gangi yfir alla. Þess vegna kemur ekki til greina að semja um krónu meira við nokkurn aðila en samiö var um í kjarasamningunum. Annað væri svik við þá sem samið var við á dögunum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands, þegar hann var spurður hvort óskað yrði eftir lögum til að verja kjarasamningana. Það er því ljóst aö ráðamenn eru tilbúnir til að ganga mjög langt til að koma í veg fyrir að þeir kjara- samningar, sem gerðir voru á dögun- um, verði sprengdir. -S.dór íbúar við Steinsholt á Akureyri hafa ekki farið varhluta af snjóþyngslunum i vetur. Þar hafa menn orðiö að láta bila sína biða í sköflunum og ganga til vinnu síðustu daga. DV-mynd gk Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmannasambandsins: Brjótum ekki núll- lausnarsamningana - okkur er boðið minna en þeir gera ráð fyrir „Ég mótmæli því harðlega aö sjó- menn séu að brjóta þá kjarasamn- inga, sem gerðir voru á dögunum, með kröfum sínum. Sannleikurinn er sá að útgerðarmenn bjóða okkur minna en felst í núll-lausninni. Okk- ur eru boðnir allt aðrir samningar varðandi starfslok sjómanna en í þeim samningum felst og sjómenn einir fá ekki fæöingarorlof. Þá vil ég minna á að síðan 1. september í haust hafa laun okkar lækkað í kringum 4 prósent vegna hækkandi olíuverðs. Slíka kjararýrnun hefur engin önnur stétt orðið að þola,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, um sjómannasamningana sem nú virð- ast vera að sigla í strand. Guðjón sagði að vegna hækkunar á olíuverði hefðu hlutaskiptin rýrnað um 4 prósent frá 1. september til loka febrúar. Þetta þýðir 5,4 prósent launalækkun hjá sjómönnum. Hinn 1. mars lækkaði olíuverð aftur og þá hækkuðu laun sjómanna um 1,3 pró- sent. Kjararýmunin frá því í haust væri því um fjögur prósent. „Það er vegna þess hve hlutur sjó- manna er stór í olíuverðshlutdeild- inni að við viljum fá henni breytt. Og sú leiðrétting mun ekki raska for- sendum núll-lausnarinnar. Ef menn ætla að setja á okkur lög vegna þessa geta allir séð að þar væri um hrein ólög að ræða,“ sagði Guöjón A. Kristjánsson. -S.dór Gott fiskverð í Bretlandi Gott verð hefur fengist í Bretlandi að undanfómu og mun svo verða á meðan veðurfar verður eins og það hefur verið að undanfomu. Bv. Framnes seldi í Hull alls 108 lestir fyrir 12,4 milljónir króna. Meðalverð 114,34 kr. kg. Þorskur seldist á 129,99 kr. kg, ýsa 162,66 kr. kg, koli 197,79 kr. kg; annað var á lægra verði. Bv. Gullver seldi afla sinn í Grimsby 1.3. 1990 alls 126 lestir fyrir 16,5 millj. kr. Þorskur seldist á 133,20 kr. kg, ýsa 176,10 kr. kg, ufsi 105,88 kr. kg, karfi 93,69 kr. kg, koli 152,71 kr. kg, grá- lúða 97,87 kr. kg, blandaður flatfiskur 111,91 kr. kg. Meðalverð 130,99 kr. kg. Bv. Gjafar seldi í Hull 1.3. alls 78,8 lestir fyrir 9,8 milljónir króna. Þorskur seldist á 128,08 kr. kg, ýsa 144,33 kr. kg, ufsi 86,18 kr. kg, karfi 86,18 kr. kg, grálúöa 99,34 kr. kg og blandaður flatfiskur 100,66 kr. kg. New York Að undanfomu hefur verðiö á laxi verið sæmilega stöðugt á Fulton- markaðnum. Menn hafa talað um að verðið hafi hækkað heldur að undan- fómu. Það kann að stafa af því að Fiskveröið er hátt þessa dagana í Bretlandi og talið er aö það haldist hátt á næstunni. Gámasölur 5.-7. mars ’90 í Bretlandi Sundurliðun Selt magn Verðí Meðalverð Söluverð Kr. pr. eftirtegundum: kg erl. mynt pr. kg isl. kr. kg Þorskur 442.121,00 586.280,20 1,33 58.932.882,21 133,30 Ýsa 140.735,00 230.109,20 1,64 23.131.474,70 164,36 Ufsi 22.140,00 15.736,20 0,71 1.580.364,10 71,38 Karfi 12.452,50 7.849,80 0,63 790.572,77 63,49 Koli 34.561,25 69.253,80 2,00 6.980.277,59 201,97 Gráðlúða 3.395,00 3.546,20 1,04 355.103,98 104,60 Blandað 100.160,50 97.294,40 0,97 9.797.207,56 97,82 Samtals: 755.565,25 1.010.069,80 1,34 101.567.882,91 134,43 lítið framboð hefur verið á laxi frá öðmm en Norömönnum. Búist er við að framboð á laxi aukist ekki fyrir alvöru fyrr en líða fer á vorið. En eins og vitað er þá hefur verðið verið afar lágt og nálgast mjög þorskverö- ið. Svo virðist sem stórbylting sé á framleiðslu fiskborgara. Fyrirtækið MacDonald er um þessar mundir að setja á markaðinn fiskborgara búna til úr laxi. Talið er að fyrirtækið muni veija um 6,1 milljón dollara til að kynna framleiösluna. Þessari framleiðslu verður dreift um öll Bandaríkin en 109 staðir koma til með að hafa þennan rétt á boðstólum. Frá Chile hefur borist nokkuð af smálaxi og er það eina samkeppnin sem Norðmenn hafa haft að undan- fomu á Fultonmarkaðnum. Verð á rækju hefur hækkað síðustu mánuðina og er nú um 10-15% hærra en það var í haust. Búist er við að Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson verðið haldist að minnsta kosti fram í maímánuð. Bangladesh Rækjuræktunin þýðir milljónir fyrir fáa en allsleysi hjá mörgum. Daka (IpS Tabibul Islam). Fiskaren 2. mars 1990. Útflutningur á rækju frá Bangla- desh hefur gert fáa að milljónamær- ingum en enn fleiri að öreigum. Á síðasta ári gaf rækjusala frá landinu 150 milljónir. Afleiðing þessarar ræktunar kemur fram í því að bænd- ur hafa verið flæmdir af jörðum sín- um og í staðinn fyrir ræktun hrís- gijóna eru nú ræktaðar rækjur á ökrunum. Bændur hafa flosnað upp og orðið atvinnulausir en auðugir rækju- framleiðendur taka akrana undir rækjuræktun. Með því að hleypa sjó inn á akrana fá þeir ákjósanlegt svæði til ræktunar á rækju. Afleiðing þess að sjór kemur inn í tjarnimar er að jöröin í næsta ná- grenni mettast af salti og engin leið að rækta þar nokkurn hlut. A þessu svæði voru áður framleidd allt að 40.000 tonn af hrísgrjónum en nú aðeins 360 tonn á svæðinu. Bændur flytjast til borganna og lenda þar í mestu vandræðum vegna atvinnu- leysis. Hrísgrjónaverð hækkar sífellt vegna minni framleiðslu og afleið- ingar alls þessa eru hörmungar borg- arlífsins sem þeir ráða ekki við. Yfir 50% af ökrunum í Kuala, þar sem hrísgijón voru ræktuð, hafa nú farið undir eldisstöðvar. Þetta er sam- kvæmt skýrslu háskólans í Citta- gong.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.