Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. Útlönd Daniel Ortega, fráfarandi forseti Nicaragua. Simamynd Reulor Daniel Ortega, fráfarandi forseti Nicaragua, hét því í gær að láta af völdum án nokkurra skilyrða. Tiáði hann þúsundum stuðnings- manna sinna í Managua í gær að hann myndi fara frá þann 25. apríl næstkomandi jafnvel þó að kontra- skærulíðar heíðu ekki lagt niður vopn þá. Aður hafði Ortega lýst því yfir að afvopnun kontraskæruliðanna, sem njóta stuðnings Bandaríkja- stjórnar, væri skilyröi fyrir frið- samlegum valdaskiptum. Ortega bætti því hins vegar við að ef kontrar hefðu ekki lagt niður vopn 25. apríl myndi hver sem vettlingi gæti valdið búa sig vopn- um til að brjóta kontrana á bak aftur. Fráfarandi forsetinn notaði einníg tækifærið í gær til að hvetja kontra til að leysa upp her sinn. Violeta Charaorro, nýkjörinn for- seti Nicaragua, hefur hvatt kontra- skæruliðana til að leggja niður vopn en talsmaður þeirra segir þá ekki snúa heim aftur frá Honduras fyrr en her sandínista heföi verið leystur upp. Reuter Júgóslavía: Fimmti hver maður atvinnulaus Að minnsta kosti eitt hundrað tutt- ugu og tvö fyrirtæki í Júgóslavíu hafa verið lýst gjaldþrota síðan efna- hagsumbætur að vestrænni fyrir- mynd voru kynntar í landinu í byrj- un ársins. Þetta kom fram í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar þar í landi. Flest voru gjaldþrotin í lýð- veldinu Serbíu, eða alls 52. Ekki er ljóst hvort fyrirtækin hafa þegar hætt starfsemi og sagt upp starfsfólki eða hvort enn er þar unnið. Þá kom einnig fram í skýrslu stofn- unarinnar að í janúar á þessu ári hafi 2.760 fyrirtæki „ekki getað staðið við greiðslubyrðar sínar“ að ein- hverju leyti. Ljóst þykir að þessi fyr- irtæki stefna í gjaldþrot. Fimmti hver vinnufær maður gengur nú atvinnulaus í Júgóslavíu. Það þýðir að 1,2 milljónir manna eru þar án atvinnu. Ríkisendurskoðun spáir vaxandi atvinnuleysi og er í skýrslu stofnunarinnar talað um að verðið sem júgóslavneska þjóðin komi til með að borga fyrir minni verðbólgu, aukna framleiðslugetu og sextán milljarða dollara erlenda skuld sé einmitt aukið atvinnuleysi. Ante Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, kveðst reiðubúinn til að takast á við verkfóll launþega í landinu. Ráðherrann, sem innleiddi harðar aðhaldsaðgerðir og breytta stefnu í efnhagsmálum um síðustu áramót, hefur heitið því að óróleiki á vinnumarkaðnum muni ekki setja umbótaherferð ríkisstjórnarinnar út af laginu. Gjaldþrotin á þessu ári hafa aukið enn á hættuna á óróa meðal launþega í landinu. Stjórnvöld hafa sett á laggirnar eitt hundrað og fimmtíu milljón dollara atvinnuleysissjóð sem hefur skrif- stofur í öllum átta lýðveldum og hér- uðum landsins. Sjóðnum er ætlað að bregðast við þeim aukaverkunum sem aðhaldsaðgerðir yfirvalda kunna að hafa í för með sér. Efnahagsaðgerðirnar fela m.a. í sér að ríkið tekur ekki að sér að bjarga opinberum fyrirtækjum sem stefna í gjaldþrot. Þá hefur stjórnin með breytingum sínum í efnahagsmálum skapað grundvöll fyrir samkeppni í næstum öllum innflutningsgreinum Júgóslavíu. Reuter DV Enn vekur Kohl gremju Pólverja Hans-Dietrich Genscher, utanrikisráðherra Vestur-Þýskalands, og Helmut Kohl kanslari á þingi í gær. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að kanslar- anum og afstöðu hans til landamæradeilna Póllands og Vestur-Þýska- lands. Jafnaðarmenn sögðu afstöðu hars ógna sameiningu þýsku ríkjanna. Simamynd Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, vakti öðru sinni gremju meðal ráðamanna í Póllandi og ann- arra erlendra ráðamanna í gær og ítrekaði kröfu sína um að Pólverjar afsöluðu sér öllum kröfum um stríðs- skaðabætur á hendur sameinuðu Þýskalandi. Þá lagði kanslarinn áherslu á að Þýskaland yrði aðili að Nato, Atlantshafsbandalaginu, að sameiningu lokinni. Komu þessi ummæli kanslarans í kjölfar samþykktar vestur-þýska þingsins um viðurkenningu á landa- mærum Póllands og fullvissu um að Pólverjar þyrftu aldrei að óttast að Þjóðverjar gerðu kröfur um breyt- ingar á landamærum ríkjanna. í samþykkt þingsins var' lagt að þing- um beggja þýsku ríkjanna að gefa út samhliða ályktanir eftir kosning- arnar í Austur-Þýskalandi síðar í mánuöinum þar sem pólska þjóðin er fullvissuð rétt hennar til að búa við óbreytt og örugg landamæri. Þá voru Pólveijar fullvissaðir um að Þjóveijar myndu ekki gera kröfu um landamærabreytingar. Pólverjar óánægðir En pólski forsetinn, Jaruzelski, sagði að fullvissa vestur-þýska þings- ins væri ekki nægjanleg og alls ekki nógu afdráttarlaus. Benti forsetinn á að í yfirlýsingu þingsins væri ekki tekið fram hvaða landamæri væru til umíjöllunar og ekki væri minnst á samninga Póllands við bæði þýsku ríkin. Þá sagði pólski forsetinn að í yfirlýsingunni væri ætíð vikið að lagalegri stöðu Þýskalands á grund- velli landamæra Þriðja ríkis Hitlers. Vekur gremju Pólverja Vestur-þýski kanslarinn reitti Pól- veija til reiði í gær, öðru sinni á skömmum tíma, með ítrekun á þeirri kröfu sinni að ráðamenn í Póllandi afsali sér öllum skaðabótaköfum vegna síðari heimsstyrjaldarinnar á hendur sameiginlegu Þýskalandi í staðinn fyrir fullvissu um að landa- mæri ríkjanna séu varanleg. Kohl vill að Pólveijar staðfesti ályktun frá 1953 þar sem fallið var frá öllum kröfum um stríðsskaða- bætur. Jaruzelski vísaði þessari ít- rekun Kohls aftur á móti strax á bug í gær. Genscher, vestur-þýski utan- ríkisráðherrann, sagði að öll mál, þar á meöal landamæradeilan, yrðu leyst á fundi Bandamanna og þýsku ríkj- ann sem fer fram í næstu viku. Kohl reitti Pólverja, sem og banda- menn sína, til reiði í síðustu viku þegar hann krafðist yfirlýsingar frá Pólverjum varðandi stríðsskaðabæt- ur í staðinn fyrir yfirlýsingu Vestur- Þýskalands um landamæradeiluna. Eftir að harðar deilur upphófust í samsteypustjórn Vestur-Þýskalands og hætta á stjórnarslitum virtist yfir- vofandi lét Kohl undan, viðurkenndi að sér hefðu orðið á mistök og lagði fram málamiðlunartillögu. Enu gær hélt kanslarinn fast við fyrri kröfu sína. Hann sagði að staðreyndin væri sú að bótakröfur um stríðsskaðabæt- ur hefðu komið til tals í Póllandi sem og víðar og að taka þyrfti á þessu máli. „Sameinað Þýskaland aðili að Nato“ Síðla dags í gær hitti Kohl að máli embættismenn í aðildarríkjum Nato og lýsti því yfir að sameinað Þýska- land yrði aðili að bandalaginu. Sovét- forseti, sem hefur krafist þess að Þýskaland verði hlutlaust að samein- ingu lokinni, sagði á þriðjudag að Moskvustjórnin myndi ekki sætta sig við að Austur-Þýskaland, sem nú er aðili að Varsjárbandalaginu, yrði aðili að Nato að sameiningu lokinni. Næsta víst er að hernaðarleg staða Þýskalands verði erfiðasta mál til- vonandi viðræðna Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands, Bret- lands auk þýsku ríkjanna sem hefj- ast í næstu viku. Þær umræður snú- ast um öryggismál varðandi samein- inguna. Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram i skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Miðtún 4, 2a, Tálknafirði, þingl. eign Sigmundar Hávarðarsonar, fer frám eftir kröfu Byggingasjóðs ríkisins miðvikud. 14. mars 1990 kl. 14.00. Túngata 15, Tálknafirði, þingl. eign Lúðvígs Th. Helgasonar, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs ríkisins og Ólafs Birgis Arnasonar hdl. miðvikud. 14. mars 1990 kl. 14.30. Túngata 33,_ Tálknaf., þingl. eign Gunnbjöms Ólafssonar, fer fram eftir kröfú Landsbanka íslands, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Ammundar Backman hrl, Grétars Haraldssonar hrl., Byggingasjóðs ríkisins, Lög- heimtunnar h/f og Iðnaðarbanka Is- lands miðvikud. 14. mars 1990 kl. 15.00. Hjallar 9, Patreksfirði, þingl. eign þb. Rafns Hafliðasonar, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs ríkisins, Lífejps- sjóðs Vestfirðinga og skiptastjóra þrotabúsins, Sveins Sveinssonar hdl., miðvikud. 14. mars 1990 kl. 15.30. Hafnarbraut 6, neðri hæð, Bíldudal, þmgl. eign Sigurbjöms Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Is- lands miðvikud. 14. mars 1990 kl. 16.00. Skipið Búrfell BA-223, þingl. eign Jó- hanns Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Fjár- heimtunnar h/f og Innheimtu ríkisjóðs miðvikud. 14. mars 1990 kl, 16.30. Bjarkarlundur í landi Berufjarðar, Reykhólahreppi, þingl. eign Gests h/f, fer fram eftir kröfú Innheimtu ríkis- sjóðs miðvikud. 14. mars 1990 kl. 17.30. Bmnnar 14, Patreksfirði, þingl. eign Erlu Hafliðadóttur, fer fram eftir kröfú Hróbjarts Jónatanssonar hdl. fimmtud. 15. mars 1990 kl. 13.00. Urðargata 2, Patreksfirði, þingl. eign Erlu Hafliðadóttur, fer fram kröfu Hróbjarts Jónatanssonar hdl. og Inn- heimtu ríkissjóðs fimmtud. 15. mars 1990 kl. 13.30. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði: Móatún 16, Tálknafi, þingl. eign Jóns Þorgilssonar, fer fr am eftir kröfu Am- mundar Backman hrl. og Bygginga- sjóðs ríkisins miðvikud. 14. mars 1990 kl. 17.00. Miðtún 2, 2b, Tálknaf., þingl. eign Ólafs Gunnbjömssonar, fer ffarn eftir kröfú Ingimundar Einarssonar hdl. miðvikud. 14. mars 1990 kl. 18.00. Miðtún 4, lc, Tálknafi, þingl. eign Kristjáns Karls Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Tryggva Guðmunds- sonar hdl., Byggingasjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga miðvikud. 14. mars 1990 kl. 18.30. Túngata 29, Tálknafi, þingl. eign Sig- mundar Hávarðarsonar, fer fram eftir kröfii Lögheimtunnar h/f og Bygg- ingasjóðs ríkisins fimmtud. 15. mars 1990 kl. 9.00. Dalbraut 24, Bíldudal, þingl. eign Þóris Ágústssonar, fer fr am eftir kröfú Jóns Eiríkssonar hdl., Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Byggingasjóðs ríkisins og Innheimtu ríkissjóðs fimmtud. 15. mars 1990 kl. 9.30. Dalbraut 34, Bíldudal, þingl. eign Magnúsar Björgvinssonar, fer fram eftir kröfú Lögheimtunnar h/fi Bygg- ingasjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fimmtud. 15. mars 1990 kl. 10.00. Dalbraut 40, Bíldudal, þingl. eign Óskars Bjömssonar, fer ffarn eftir kröfú Jóhanns H. Níeksonar hrl., Inn- heimtustofunnar s/f og Byggingasjóðs ríkisins fimmtud. 15. mars 1990 kl. 10.30. Grænibakki 3, Bíldudal, þingl. eign Andrésar Garðarssonar, fer fram eftir kröfú Hallgríms B. Geirssonar hrl., Jóns Eiríkssonar hdl., Innheimtustof- unnar s/f, Byggingasjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fimmtud. 15. mars 1990 kl. 11.00. Hafnarbraut 2, Bíldudal, þingl. eign Edinborgar h/fi fer ffam eftir kröfu þrotabús Kaupfél. V.-Barð., Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. og Inn- heimtu ríkissjóðs fimmtud. 15. mars 1990 kl. 11.30.____________________ Báturinn Rósa BA-30, þingl. eign Við- ars Stefánssonar, fer fram efitir kröfú Gunnars Sólnes hrl. og Fiskveiðasjóðs Islands fimmtud. 15. mars. 1990 kl. 14.00._____________________________ Túngata 35, Tálknafi, þingl. eign Við- ars Stefánssonar og Svandísar Leós- dóttur, fer fram efitir kröfú Sveins Skúlasonar hdl., Ammundar Back- man hrl., Guðmundar Jónssonar hrl., Bmnabótafélags Islands, Landsbanka íslands, Byggðastofnunar, Bygginga- sjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vest- firðinga fimmtud. 15. mars 1990 kl. 14.30.___________ Báturinn Vigdís Helga BA-401, þingl. eign Gests Gunnbjömssonar, öunn- bjöms Ólafesonar og Ólafs Gunn- bjömssonar, fer fram eftir kröfú Fjár- heimtunnar h/f, Jóns Eiríkssonar hdl., Landsbanka Islands, Eyrasparisjóðs, Guðmundar Markússonar hdl. og Siglingamálastofnunar ríkisins fimmtud. 15. mars 1990 kl. 15.00. Laufás, Tálknaf., þingl. eign Jóhönnu Helgu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Byggngasjóðs ríkisins og Landsbanka íslands fimmtud. 15. mars 1990 kl. 15.30.______________________ Aðalstræti 15, Patreksfirði, þingl. eign Helga R. Auðunssonar, fer fram efitir kröfu Lífejrissjóðs Vestfirðinga og Byggingasjóðs ríkisins fimmtud. 15. mars 1990 kl. 16.00. Túngata 15, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Aðalsteins Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Verslunarbanka íslands, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Ólafe óarðarssonar hdl., Innheimtu- stofúnnar s/fi Patrekshrepps, Bygg- ingasjóðs ríkisins og Innheimtu ríkis- sjóðs fimmtud. 15. mars 1990 kl. 16.30. Stekkar 19, Patreksfirði, þingl. eign Öivinds Solbakk, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Gunnars Sæ- mundssonar hrl., Benedikts Ólafeson- ar hdl., Ólafs Sigurgeirssonar hdl., Eyrasparisjóðs og Innheimtu ríkis- sjóðs fimmtud. 15. mars 1990 kl. 17.00. . Sýslumaður Barðastiandaisýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.