Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Side 9
FÖSÍL'MÖUK $ JmMs'1990. DV 9 Útlönd íbúar sovéska lýðveldisins Litháen: Ætla að taka skref ið til fulls Stjórn Sajudis-hreyfingarinnar, samtaka þjóðernissinna í sovéska lýðveldinu Iitháen, hefur samþykkt mótatkvæðalaust að staðfesta sjálf- stæðisyfirlýsingu lýðveldisins frá árinu 1918 en í kjölfar hennar hélt lýðveldið stöðu sjálfstæðs ríkis í tutt- ugu og tvö ár. Stjórnmálaleiðtogar samtakanna láta viðvaranir Moskvustjórnarinnar sem vind um eyru þjóta og segjast munu lýsa yfir sjálfstæði um helgina. „Frá og með þeim tíma munu Lit- háar hta á sig sem sjálfstæða þjóð,“ sagði Rita Dapkus, talsmaður Saju- dis. Það verður sérstakur neyðar- fundur þings Litháens sem mun gefa út sjálfstæðisyfirlýsinguna um helg- ina, tveimur dögum áður en þing Sovétríkjanna kemur saman til fund- ar í Moskvu á mánudag. Boðað var til fundar litháiska þingsins með skömmum fyrirvara en sumir félag- ar í Sajudis óttast aö á fundi löggjaf- arþingsins á mánudag kunni að verða samþykktar stjórnarskrár- breytingar sem myndu binda enda á tilraunir Litháa til að fá sjálfstæði. Á nýlegum fundi Gorbatsjovs Sovét- forseta og Brazauskas, leiðtoga Lit- háa, gerði forsetinn Litháum ljóst að hann samþykkti í grundvallaratrið- um aðskilnað Litháens frá ríkjasam- bandinu en að það kynni að reynast lýðveldinu fjárhagslega erfitt. Reuter Gorbatsjov Sovétforseti hefur gert Litháum Ijóst að hann samþykki i grund- vallaratriðum aðskilnað lýðveldisins frá ríkjasambandinu en að það kunni að reynast því fjárhagslega erfitt. Símamynd Reuter A-þýskir njósnarar í þjónustu KGB? Yfirmaður gagnnjósnanets Vest- ur-Þjóðveija, Christian Lochte, er samifærður um að fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar í Austur-Þýska- landi, Markus Wolf, sé í Moskvu tíi að bjóða kollegum sínum þar í sov- ésku leyniþjónustunni, KGB, þjón- ustu sinna manna. Markus Wolf er nú sagður vera að skrifa bók í Sovét- ríkjunum. Lochte sagði í útvarpsviðtah aö hann teldi ekki að það væri skrifta- þrá sem hefði legið að baki Moskvu- för Wolfs. „Hann er auðvitað að bjóða sovésku leyniþjónustunni sína menn sem starfað hafa í Vestur- Þýskalandi,“ sagði Lochte í útvarps- viðtali. Samkvæmt honurn hggur á að fá njósnarana í þjónustu Sovétmanna fyrir kosningarnar ,í Austur-Þýska- landi 18. mars. Búið er að leysa upp austur-þýsku leyniþjónustuna en sú deild hennar sem séð hefur um njósnir erlendis er enn starfandi, að sögn Lochtes. Hann telur að enn starfi um fimm þúsund austur-þýskir njósnarar í Vestur-Þýskalandi og að þeir beini fyrst og fremst spjótum sínum að hátækni. Samkvæmt Lochte hafa Austur- Þjóðverjar hingað til séð um sextíu prósent njósna Varsjárbandalags- ríkjanna í Vestur-Þýskalandi en breyting mun verða á því hlutfalh eftir þingkosningamir í Austur- Þýskalandi og sameiningu þýsku ríkjanna. Ritzau Heimalöndin: Mótmælendur varaðir við Suður-afrísk yfirvöld hafa varr.ð við og segjast munu bregðast harka- mótmælendur í heimalöndunum tíu lega við stjómleysi. Þessi tilkynning Miklar óeirðir hafa verið í heimalandiriu Bophuthatswana og hafa mótmæl- endur meðal annars kveikt i bifreiðum. Símamynd Reuter kom í kjölfar annarrar þar sem sagði að suður-afrískar öryggissveitir væru reiðubúnar til að koma til að- stoðar yfirvöldum í þeim þremur heimalöndum þar sem óeirðir fara vaxandi. Suður-afrískir hermenn eru við landamæri Bophuthatswana, reiðu- búnir að aðstoða Lucas Mangope for- seta sem ekki vih verða við kröfum íbúanna um innlimun heimalands- ins í Suður-Afríku. Hermenn hafa einnig tekið sér stöðu við tvö önnur heimalönd, Gazankulu og Venda, þar sem óeirðir hafa blossað upp að und- anfórnu. í gærmorgun var tilkynnt að hermenn hefðu verið sendir inn í Bophuthatswana en sú tilkynning var dregin til baka seinna um daginn. Óeirðimar í þessum þremur heimalöndum fylgdu í kjölfar vel heppnaðrar byltingar í Ciskei heima- landinu á sunnudaginn. Leiðtogi uppreisnarmanna þar hefur heitið því að berjast fyrir innhmun Ciskei í Suður-Afríku. Símamynd Reuter Bandaríkin, sem hafa heitið því að fjarlægja öll efnavopn sem þau geyma í Vestur-Evrópu, fullvissuðu vestur-þýsk stjórnvöld í gær um að flutningur um eitt hundrað þúsund taugagashylkja þvert yfir landið hefði ekki í fór með sé neina hættu. En margir sijórnarandstæðingar og friðar- hópar eru ekki ánægðir með fullvissu Bandarikjanna og óttast slys á hinu átta hundruð ldlómetra ferðalagi hylkjanna. Lestin, sem mun flytja hylkin, þarf að aka sem leið liggur í gegnum nokkur af þéttbýlustu svæö- um Vestur-Þýskaiands, frá Rheinland-Pfalz til stranda Norðursjávar. Stoltenberg, vestur-þýski varnarmáiaráðherrann, skýrði frá því á mið- : vikudag að allar birgðir efnavopna, sem Bandaríkin geyma í Vestur- Þýskalandi, yrðu á brott fyrir árslok, fiuttar með bifreiðum og járn- brautarlestum. Ákvörðun um vopnabirgðir frestað Norska stjórnin hefur slegið á frest ákvörðunartöku um auknar vopna- birgðir Bandaríkjahers í Noregi. Erfiðlega gekk að ná pólitískri samstööu í málinu í kjölfar þess sem gerst hefur í Austur-Evrópu. Stjórnin mun nú láta gera nákvæma úttekt á ástandi öryggismála áður en hreyft verð- ur við málinu á ný. Gro Harlem Brundtland, leiðtogi Verkamannaflokks- ins og utanríkismálanefndar þingsins, er ánægð og segir stjórnina hafa farið að sínum ráðum. Sovéski umbótasinniim Boris Jeltsin hefur lýst því yfir að iiann ásæiist ekki starf Gorbatsjovs Sov- étforseta. „Ég er ekki að sælgasi eftir forsctastólnum,“ sagði hann á ftmdi með blaðamönnum i Vestur- Þýskalandí nýverið. „Hann (Gor- batsjov) ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Þessi yfirlýsing stangast á víð það sem Jeltsin lét eftir sér liafa í Lon- don í síðustu viku þegar hann sagð- ist vel geta hugsað sér að bjóða sig fram gcgn Gorbatsjov væru kring- umstæöurnar hagstæöar. Jeltsin, sem var kjörinn á þing í lýðveldinu Rússlandi um siðustu helgi með áttatíu prósentum atkvæða, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Gorbatsjov. í Vestur-Þýskalandi, Boris Jeltsín, róttæki umbótaslnn- þar sem hann er aö kynna sjálfs- inn * Sovétríkjunum, hefur lýst þvt ævisögu sína, gerði hann enn á ný Wir að hann ágirnist ekki stari harða hríð aö Gorbatsjov og per- Mikhails S. Gorbatsjovs, forseta estrojku, cöa umbótaherfcrð hans. Sovétrikjanna. Simamynd Reuter Gcðlæknir, sem meöal amiars hafði til meðfcrðar brcnnuvarg á geö- sjúkrahúsinu sem hann starfaði á í tvö ár, var sjálfur brennuvargur. 'Hann haföi þegar hlotið dóm þegar hann sótti um vinnu á geösjúkrahúsi á norðvesturhluta Sjálands. Stjórn sjúkrahússins frétti þó ekki af því fyrr en læknirinn var handtekinn síðastliðið sumai' sakaður um að hafa reynt að kveikja í starfsmannabústað við sjúkrahúsið þar sem hann bjó. Læknir hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í ágúst síðastliðnum en kom fyrir rétt í þessari viku. Hingað til hefur hann alltaf sloppið með dóma þar sem kveðið var á um aö hann færi í meðferð en í þetta skipti á hann yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi. Harkaleg mótmæli gegn nefskattinum nefskattinum 1 gær. Símamynd Reuter Ekkert lát virðist vera á mótmælum almennings í Bretlandi vegna fy rir- hugaðs nefskatts. í gær voru að minnsta kosti þrjátíu og átta handteknir eftir að róstur brutustu út á fjöldafundi í London. Um tvö þúsund manns höfðu safnast saman í borginni til að mótmæla skattinum. Víöa annars staöar í Bretlandi efndu andstæðingar skattsins tii ijöklafunda.' Tugir manna hafa verið teknir i vörslu lögreglu síðustu vikur i mótmæl- um gegn þessum skatti sem leggst á átján ára og eldri án tillits til tekna. NTB, Ritwui og Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.