Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Side 14
14 'FÖSTUDAGUÉ 9. KlKRS T9'9b. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON- Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Læknar í verkfall Eitt hundrað og þrjátíu aðstoðarlæknar á sjúkrahús- um lögðu niður vinnu í gærdag. Ástæðan er sú að gjöld fyrir lækninga- og sérfræðingsleyfi hafa verið hækkuð og þarf nú að greiða fimmtíu þúsund krónur fyrir lækn- ingaleyfi og sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir sérfræð- ingsleyfi. Áður voru samsvarandi gjöld íjögur þúsund krónur og íjórtán þúsund krónur. í prósentum talið er þetta mikil hækkun og eðlilegt að viðkomandi stétt manna mótmæli slíku stökki. Það er hins vegar ástæða til að láta í ljós undrun á þeim viðbrögðum aðstoðarlækna að leggja niður vinnu og láta sjúklinga gjalda fyrir óánægju læknanna gagn- vart stjórnvöldum. Þar er verið að hengja bakara fyrir smið, eins og svo oft áður þegar gripið er til verkfalla. Þessar mótmælaaðgerðir eiga ekki samúð almennings og eru satt að segja á skjön við það andrúmsloft sem ríkir á vinnumarkaðnum um þessar mundir. Auðvitað eru launþegar upp til hópa óánægðir með kaup og kjör. Enginn þarf að fara í grafgötur um rýrn- andi kaupmátt og baráttu launafólks til að láta enda ná saman. Engu að síður hafa kjarasamningar verið samþykktir í verkalýðsfélögum og fólk hefur látið núll- lausnina yfir sig ganga í þeirri von og trú að betri tímar séu framundan. Læknar eru einnig launþegar og laun aðstoðarlækna eru ekki til að hrópa húrra fyrir. En læknar fara í framhaldsnám og læknar gerast sérfræð- ingar og hver sá læknir, sem fær lækningaleyfi og stund- ar almenn læknis- eða sérfræðingsstörf, hefur alla að- stöðu til að ná dágóðum árstekjum. Fjármálaráðherra fuUyrðir að mánaðartekjur lækna séu frá tvö hundruð upp í sjö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Vísar hann þá væntanlega til skattframtala stéttarinnar sem Úármálaráðuneytið hefur aðgang að. Það er kannske tímanna tákn að meðan almennar launastéttir láta versnandi lífskjör yfir sig ganga, grípi væntanlegir sérfræðilæknar til verkfallsvopnsins. Tímarnir breytast og mennirnir með. Hafa ber í huga að þegar aðstoðarlæknar greiða fyrir sín lækningaleyfi eru þeir að kaupa sér aðgang að ævi- starfi. Gjaldið er greitt í eitt skipti fyrir öll og getur það varla talist mikið á menn lagt að greiða íjörutíu þúsund krónur til að öðlast réttindi til starfs sem gefur þeim drjúgar tekjur í aðra hönd. Miklu fremur má halda því fram að gjaldið hafi fram að þessu verið hlægilega lágt. Það eru rök út af fyrir sig að ríkissjóður eigi ekki að gera atvinnu manna að féþúfu og nógir séu skattarnir af launatekjunum þó ekki sé verið að pína menn fyrir- fram með háum gjaldskrám. En æth raunin sé ekki sú að alltof margt í okkar heilbrigðisþjónustu er innt af hendi án endurgjalds fyrir þá sem þjónustuna veita eða þjónustuna inna af hendi? Ríkissjóður stendur undir rándýru heilbrigðiskerfi án þess að almenningur né heldur heilbrigðisstéttirnar hafi nokkurt verðskyn eða nokkra fjárhagslega ábyrgð. AUt á að vera ókeypis, að- gangur að sjúkrahúsum, aðgangur að læknum, aðgang- ur lækna að spena ríkissjóðs. Þessi stefna hefur gert þjóðina tilfinningalausa fyrir þeim forréttindum sem felast í læknaþjónustu og hún hefur gert lækna að heimtufrekum smákóngum í kerf- inu, sem aldrei virðast vilja samþykkja nokkurn skapað- an hlut sem dregur úr kostnaði eða útgjöldum hins opinbera. Verkfah aðstoðarlæknanna er sprottið af þessu hugarfari. Ehert B. Schram Sá hávaöi, sem verið hefur undan- fariö út af Oder-Neisse línunni, sýnir hversu djúpt minningarnar úr síðari heimsstyrjöldinni rista meðal íbúa Mið-Evrópu. Um leið hefur verið vakinn upp sá draugur úr fortíðinni sem íbúar Evrópu hafa alla ástæðu til að óttast, þýsk þjóðemisstefna. Allt frá því Bismarck sameinaði þýsku ríkin á 19. öld hefur ná- grönnum Þýskalands staðið ógn af viðleitni þýskumælandi manna til að sameinast. Jafnframt hefur það verið draumur þýskra þjóðemis- sinna að hið þýskumælandi svæði, „Das Deutschsprachige Raum,“ sé sameinað í eitt ríki. Sá var draumur Adolfs Hitlers, og ein aðalástæðan fyrir vinsæld- um hans meðal Þjóðverja á fjórða áratugnum. Sá draumur rættist í stríðinu, þýskumælandi menn allt frá Volgubökkum í austri til Elsass í vestri voru undir einni yfirstjóm um tíma. Tilgangur Hitlers með innrásinni í Pólland var að sameina Þjóðverja Pólverjar taka þessi mál alvarlega. - Þessi Reuter-mynd sýnir mótmæl- anda halda á skilti fyrir utan þýsku kanslarahöllina. Á skiltinu stendur „Skiptið ykkur ekki af Póllandi". Pan-Germanismi þar föðurlandinu, eftir aðskilnað í kjölfar fyrri heimsstyijaldarinnar, landvinningar í austri áttu síðan að veröa gmndvöllur útþenslu hins þýskumælandi ríkis í þá áttina. Þótt þessi öfgafulh Pan-German- ismi, sem Hitler og nasistar trúöu á, sé nú að mestu hðinn undir lok, lifir lengi í glæðunum. Sú glóð kom lítillega í ljós í deil- unum um viðurkenningu á Oder- Neisse línunni. Með því að viður- kenna hana endanlega em Þjóð- verjar að afsala sér öllu tilkalli til þýskumælandi svæða og fyrrum þýskra héraða þar fyrir austan. Því fer íjarri að allir Vestur-Þjóðverjar séu búnir aö snúa baki við Pan- Germanismanum, hugsjónin um þýskt þjóðernissvæði er ekki dauð þótt fylgismenn hennar sé nú fáir, að minnsta kosti opinberlega. Oder-Neisse og Slésía Á Jaltaráöstefnunni 1945 ákváðu þeir Churchill, Stalín og Roosevelt að taka stóran hluta Austur-Pól- lands, sem Pólverjar höföu fengið úthlutað við endurreisn pólska rík- isins eftir fyrri heimsstyrjöldina, og afhenda Sovétmönnum, auk meginhluta Austur-Prússlands og fleiri svæða. Til aö bæta Pólverjum landamissinn var síðan ákveðið að gefa þeim stór svæði af austurhluta Þýskalands, en endanleg vestur- landamæri Póhands voru hvorki ákveðin í Jalta né á öðmm fundum bandamanna. Sovétmenn ákváðu ámar Oder og Neisse einhliða sem vestur- landamæri Póllands gegn mótmæl- um Breta og Bandaríkjamanna, en þeir sættu sig síðar við þau og við- urkenndu aö lokum. Með þessum landamærum var Pólveijum af- hent svæði sem hafði alla tíð verið þýskt, svo sem Pommem og Slésía. í stríðslok voru mihjónir þýskra íbúa á þessum svæðum fluttir burt með harðri hendi og reknir veg- lausir til Þýskalands. Meðal Þjóð- veija er enn mikill biturleiki vegna þess harðræðis sem íbúar þessara svæða voru beittir. Enn í dag eru pólsku nöfnin á fyrrum þýskum borgum ekki notuð í þýskum fjöl- miðlum. Wroclaw heitir ævinlega Breslau ennþá, hin forna höfuð- borg Slésíu, Szczecin er vitaskuld Stettin og Poznan er Posen. Samkvæmt þýskum lögum eru íbúar þessara svæða, sem fæddir em fyrir 1937 og afkomendur þeirra, ennþá þýskir þegnar og pjóta fullra borgaralegra réttinda í Vestur-Þýskalandi. Um 300 þúsund manns af þýskum ættum hafa á síðustu árum fengið að flytja til Vestur-Þýskalands, og enn er áætl- að að um 200 þúsund menn af þýsk- um uppruna séu í Slésíu. Vitað er að þjóðemisvakning Þjóðveija í hinum þýsku hémðum Póllands hefur valdið pólsku stjóminni nokkrum áhyggjum eftir að ljóst varö að sameining Austur- og Vestur-Þýskalands er yfirvof- KjaUaiiim Gunnar Eyþórsson fréttamaður andi. Oder-Neisse línan var staðfest sem landamæri Austur-Þýska- lands og Póllands árið 1950, og árið 1970 staðfesti Willy Brandt kanslari þessi landamæri fyrir hönd Vest- ur-Þjóðveija, gegn mikilli and- spymu á þeim tíma. En að formi til eru þessi landamæri enn ekki ákveðin. Samkvæmt ákvæðum Potsdamráðstefnunnar 1945 á að ákveða landamærin endanlega í friðarsamningum bandamanna og Þjóöveija, sem enn hafa ekki verið gerðir. Neitun Kolds kanslara á því að viðurkenna landamærin afdráttar- laust byggðist á þessu, en þó aðal- lega því að það væri verkefni sam- einaðs Þýskalands að samþykkja landamærin, hann gæti ekki bund- ið hendur þess ríkis sem eftir væri að stofna. Staðreyndir En Kohl varð að láta undan, enda eru Oder-Neisse landamærin stað- reynd sem aðrar þjóðir sætta sig ekki viö að veröi breytt. Með and- stöðu sinni hefur hann þó trúlega náö tilgangi sínum, að tryggja flokki sínum atkvæði Pan-German- ista í komandi kosningum. Þýskir þjóðernissinnar eru fáir og flokkur þeirra er kallaður öfga- flokkur. En það er taliö fullvíst að samúð með málstað þeirra sé miklu útbreiddari en skoðanakannanir gefa til kynna. Þessi grunur um að þýsk þjóðernisstefna sé nú á upp- leið, þegar sameining þýsku ríkj- anna er í sjónmáli er ekki aðeins áhyggjuefni Pólveija. Reyndar taka Pólverjar þessi mál svo alvar- lega, að þeir hafa af ráðnum hug lýst yflr að þeir óski ekki eftir því að sovéski herinn fari aö svo stöddu frá Póllandi. Vitaskuld er sú yfirlýsing bein viðvörun til þýskra þjóöernissinna, sem neita að viðurkenna pólsk yfirráð yfir Slésíu. Helförin og fortíðin En handan hafsins í Bandaríkj- unum er það annað en landvinn- ingar Þjóðveija áður fyrr sem vek- ur vondar minningar. Helförin gegn gyðingum er mönnum ofar í huga í Bandaríkjunum en nokkurs staðar annars staðar utan ísraels, enda eru bandarískir gyðingar miklu fleiri en ísraelsmenn og minningin um helförina sameinar þá meira en nokkuð annaö. Meðal þeirra vekur fyrirhuguð sameining Þýskalands vægast sagt blendnar tilfinningar. Þýsk þjóðemisstefna í þeirra augum er ekki Pan-German- ismi heldur gyðingahatur. Þeir leggja á það þunga áherslu að tekið sé fullt tillit til ótta ann- arra við sameinaö Þýskaland og ráðstafanir gerðar til að tryggja að sagan fyrst og fremst meö því aö segja sannleikann um fortíðina geti aldrei endurtekið sig. Deilan um Oder-Neisse hefur vakið upp ugg um að minningin um helförina sé að dofna meðal Þjóðveija og þeir muni aðeins það úr sinni sögu sem þeir vilja muna, og það eru ekki aöeins gyðingar sem hafa áhyggjur af að Þjóðverjar gleymi sögunni. Það hefur vakið athygli að í sam- einingartalinu undanfarið er lítið sem ekkert minnst á nasistatíma- bilið. Þótt von Weizsacker forseti hafi harmað fortíðina opinberlega hafa hvorki Kohl kanslari né aðrir helstu ráðamenn Vestur-Þýska- lands sýnt mikinn skilning á ótta nágranna Þýskalands. Kohl hefur ennþá ekki viljað gera það sem mundi eyða þessum ugg að mestu, leggja til að Bandaríkin, Sovétríkin og önnur herveldi í Evrópu ábyrg- ist sameiginlega austurlandamær- in og tryggi þau um alla framtíð. Þangað til Þjóðveijar taka endan- lega af skarið með þessum hætti er ekki við öðru að búast en þeir verði tortryggðir, þýsk þjóöernis- stefna hefur sært nágranna Þjóð- veija og heimsbyggðina alla dýpri sárum en svo að tvær kynslóðir nægi til að græða þau. Gunnar Eyþórsson „Kohl hefur ennþá ekki viljað gera það sem myndi eyða þessum ugg að mestu, leggja til að Bandaríkin, Sovétríkin og önnur herveldi Evrópu ábyrgist sam- eiginlega austurlandamærin og tryggi þau um alla framtíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.