Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
15
Nýtt afl - eða hvað?
Hafa minnihlutaflokkamir í
borgarstjórn Reykjavíkur vilja,
dug og þor til að starfa saman að
málefnum sem skila borgarbúum
breyttri og betri borg?
Á undanförnum mánuðum hefur
áhugasamt fólk um breyttar
áherslur í stjórnun Reykjavíkur-
borgar fundað stíft um hvernig
koma mætti þessum breytingum
fram.
Hveijar eru svo þessar breyttu
áherslur? Það er ósköp einfalt svar
til við því, við viljum einfaldlega
breyta forgangsröð verkefna á veg-
um borgarinnar, við viljum hafa
mannúðarsjónarmið í fararbroddi
í staðinn fyrir minnisvarðapólitík.
í húsnæðismálum viljum við út-
rýma heilsuspillandi húsnæði og
byggja fleiri leiguíbúðir handa hin-
um efnaminni. Við viljum betri
þjónustu við fatlaða og aldraða. Öll
börn frá tveggja ára aldri eigi rétt
á ókeypis leikskóla hluta úr degi.
Umferðaröryggi verði bætt með
sérstöku átaki í samvinnu við
áhugafólk um bætta umferðar-
menningu. Unnið verði gegn loft-
mengun bifreiða. Almennings-
vagnasamgöngur á höfuðborgar-
svæðinu verði samræmdar og
bættar. Þetta er aðeins fátt eitt af
því sem við viljum breyta og bæta
í borginni.
Nú kann einhver að hugsa, hvar
á að taka peningana í allt þetta?
Það er nefnilega ekkert vandamál
með peninga hjá Reykjavíkurborg,
það er nóg til af þeim, þetta er bara
spurning um hvernig þeim er var-
ið. Á því kjörtímabili sem nú er að
hða hefur til dæmis verið varið
KjaUarinn
Steindór Karvelsson
formaður FUJ i Reykjavík
1.665 milljónum til byggingar ráð-
húss í tjörninni, á sama tíma hefur
aðeins verið varið 447 milljónum
til dagvistar barna. Hvort skyldi
nú vera mikilvægara?
Þetta er bara eitt lítið dæmi í
spurningunni um breyttar áhersl-
ur í stjórnun borgarinnar. Þetta er
ekki spuming um persónuna Davíð
Oddsson heldur stefnuna sem hann
hefur og mér sýnist hún augljós-
lega röng. Um þetta hefur umræð-
an hjá áhugafólkinu um breytta
borg staðið í vetur.
Viljann vantar
Hver er svo afstaða minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn til þessara
hugmynda? Eru þeir tilbúnir til að
leggja þessum málum lið og styðja
óháöan framboðslista sem vill berj-
ast fyrir betri borg?
Nú ber þess að geta að allir þess-
ir flokkar og samtök voru sammála
um málefnin sem vinna skyldi að,
þar var enginn ágreiningur, svo
furðulegt sem það nú er.
En hvers vegna gekk málið þá
ekki upp, hvað var það sem strand-
aði á? Við skulum rekja það frá
flokki til flokks hvers vegna.
Fyrst skulum við taka fyrir af-
stöðu Kvennalistans. Þær voru
sammála málefnunum en vildu
ekki blanda sínu pólitíska skírlífi
saman við einhvern forstokkaðan
karlalista, ágætisrök en nokkuð
léttvæg.
Þá er það Framsóknarflokkurinn
og skyldi nú engan undra með
þennan séríslenska hagsmuna-
gæsluflokk. Jú, hann var sammála
málefnum en gat bara ekki hugsað
sér kosningar án þess að sjá gamla
góða B-ið einhvers staðar á vegg.
Framsóknarmenn voru einnig á
móti því að valið skyldi lýðræðis-
lega á framboðslistann, þeir vildu
nota gömlu hrossakaupaleiðina,
þannig að flokkarnir skiptu listan-
um bróðurlega á milli sín (ef þú
færð þetta þá fæ ég hitt).
Nú erum við komin að Alþýðu-
bandalaginu. Jú, það var sammála
málefnunum en þar með skildi leiö-
ir. Aiþýðubandalagið með Svavar
Gestsson í broddi fylkingar gat
nefnilega ekki hugsað sér lýðræðis-
legt val á framboðslista. Nei, það
vildi, eins og Framsókn,
hrossakaup og klíkuskap. Nú
skyldi maður ætla að Alþýðu-
bandalagið gerði upp sína fortíð
eins og móðurflokkurinn í austri
og viðurkenndi hugmyndafræði-
legt hrun sitt. Nei, ekki aldeilis,
Alþýðubandalagið virðist þvert á
móti ætla að daga uppi sem stalín-
ískan steingerving á íslandi.
Þess ber þó að geta aö hluti Al-
þýðubandalagsins, Birting, kveikti
mjög vel á þessum hugmyndum,
enda voru þær þaöan komnar. En
því miður réð Birting ekki viö
flokkseigendafélag Alþýðubanda-
lagsins og dró sig því til baka og
mun snúa sér að öðrum verkefn-
um.
Þá er það Alþýðuflokkurinn,
hann var sammála málefnunum
eins og hinir, en vildi ganga lengra.
Alþýðuflokkurinn vildi nefnilega
draga flokksmaskínuna til baka og
lýsa stuðningi við lýðræðislega
kosinn Usta sem ekki yrði hrossa-
kaupalisti. Semsagt, við vildum
gefa borgarbúum sjálfum kost á að
velja sinn lista óháð flokkum.
Þá er komið að þætti hinna óháðu
borgara sem tóku þátt í þessari
vinnu, að því er ég tel af fuUum
heilindum. Þegar alUr flokkarnir
höföu helst úr lestinni og Alþýðu-
flokkurinn stóð eftir einn flokka
finnst mér ósköp skiljanlegt aö
þetta fólk skuli ekki vera tilbúið
að slá til, það er óflokksbundið og
vill vera það. Ef það hins vegar
færi fram með Álþýðuflokknum
einum yrði það strax stimplað Al-
þýðuflokksfólk. Og þar með var
draumurinn búinn í þessari lotu.
Völdin á silfurfati
Hver er svo niðurstaðan eftir
þetta allt saman. Jú, minnihluta-
flokkarnir í borgarstjóm bjóða
fram hver í sínu lagi og vafalaust
bætast fleiri framboð við.
Davíð Oddsson þarf ekki að fara
í neina kosningabaráttu því hann
er búinn að vinna hana áður en
hún byrjar, við fáum áf ;m sömu
minnisvarðapólitíkina í höfuð-
borginni við sundin næstu fjögur
árin.
Eftir sitja minnihlutaflokkarnir í
borgarstjórn með sárt ennið og
færri borgarfuUtrúa en þeir hafa
nú. Hvers vegna? Vegna þess að
minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn tóku persónulegt eiginhags-
munapot fram yfir málefnin. - Svei
þeim, sem fyrir þessu standa.
Steindór Karvelsson
„Hafa minnihlutaflokkarnir 1 borgar-
stjórn Reykjavíkur vilja, dug og þor til
að starfa saman að málefnum sem skila
borgarbúum breyttri og betri borg?“
Þjóðarátak
til þyrlukaupa
Nemendafélag Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík stendur fyrir söfn-
unarátaki til eflingar Björgunar-
sjóði Stýrimannaskólans. Sjóður-
inn var stofnaður 1988 af nemend-
um með framlögum þeirra. Mark-
mið sjóðsins er að safna fé til
styrktar kaupum á öflugum björg-
unarþyrlum.
Áhugaleysi á Alþingi
Þetta eru fyrstu setningar í bréfi
sem sent var til kvenfélagsins
Greinar nú í haust. Grein er eitt
af þessum htlu kvenfélögum sem
starfandi eru í Borgarfirði. Tilefni
þessa bréfs var að kynna söfnun-
arátak það sem nemendafélagið
stendur fyrir og nefnist Þjóðarátak
til þyrlukaupa.
Eftir að hafa lesið bréfið var ég
agndofa eða réttara sagt reið yfir
þeim silagangi og því áhugaleysi
sem þessu brýna máli hefur verið
sýnt á alþingi.
Eins og flestum er kunnugt var
skipuð nefnd á vegum Alþingis til
athugunar á þyrlukaupum. Þessi
nefnd virðist hafa gufað upp, alla
vega hefur ekkert heyrst frá henni.
Er það með eindæmum aö þing-
menn skuli leyfa sér slíkan slóða-
skap þegar um jafnmikilvægt mál
er að ræða.
Vel útbúin björgunarþyrla er
ekki aðeins til björgunar úr sjávar-
háska heldur er hún líka sjúkrabif-
reið sjómannsins. Ætli okkur land-
kröbbunum þætti ekki lélegt ef
enginn sjúkrabíll væri til staðar ef
á þyrfti að halda. Þyrlukaupin eru
eitt af brýnustu hagsmunamálurp
KjaUariim
Ágústa S. Björnsdóttir
sjómannsdóttir á Vesturlandi
sjómanna en þau ættu að vera
hagsmunamál okkar allra því að
eitt eigum við íslendingar sameig-
inlegt; viö búum í harðbýlu og
strálbýlu landi og getum öÚ þurft
á björgunarþyrlu að halda.
Um þetta vorum við sammála,
konurnar í Grein, og vorum allar
sem ein tilbúnar að leggja þessu
þarfa máli hð.
Eins og ég sagði áðan er þetta lít-
ið félag. Viö eru 23 í allt með heið-
ursfélögum en 16 til 18 konur virk-
ar. Gefur augaleið að svona htiö
félag er ekki öflugt. Þorrablóti okk-
ar var nýlokið en það er ein aðal-
tekjuleið kvenfélagsins. Ágóði af
því voru 45.000 kr.
Ófullkomnar vélar
Nú kem ég að því sem snart mig
og varð tíl þess að ég setti niður
þessar línu. Konurnar, flestar eldri
bændakonur, ákváðu að gefa allan
ágóðann af þorrablótinu til þessa
þarfa máls. Sýndu þær með þessu
meiri skilning en þeir menn sem
við höfum kosið th að sjá um hags-
munamál okkar á hinu háa alþingi
allra íslendinga. Mér vitanlega á
aðeins ein af konunum í Grein son
sem hefur gert sjómennsku að ævi-
starfi en hún stóö upp og sagðist
vilja leggja sitt af mörkum þar sem
hún hefði ekki unniö að þorrablót-
inu.
Það er venja hjá' okkur í Grein
að elstu konurnar þurfa ekki aö
vinna nema þær sjálfar treysti sér
„Eins og flestum er kunnugt var skipuð
nefnd á vegum Alþingis til athugunar
á þyrlukaupum. Þessi nefnd virðist
hafa gufað upp, alla vega hefur ekkert
heyrst frá henni.“
Slys á landl
Velklndl á landl
Leltarflug
Slys á sjómönnum
Umferöarslys
Flugvél 1 neyö
SJóslys
Velklndl sjómanna
Flugslys
Annaö
0 5 10 15 20 25 30 FJÖldl
Þyrluútköll 1986-1988 - Ástæða útkalls.
Ástæða útkalls
7
th og vhji. Þessi kona gaf 2000 kr.
Hugarfarið á bak við þessar 47.000
kr. er það sem þarf til að þessi'
þyrlukaup geti oröið að veruleika.
Nú kann einhver að hugsa hvort
ekki séu til nógu góðar vélar en
svarið er nei og því miður eru til
dæmi þess að ekki hafi borist hjálp
í tæka tíð vegna hilana eða tak-
markana núverandi véla. Þær vél-
ar, sem við höfum yfir að ráða, eru
tæknilega ófullkomnar, th dæmis
er enginn afísingarbúnaður í þeim.
Það hamlar mjög notkun þeirra
yfir vetrartímann þegar oft er
mesta þörfm fyrir þær en eins og
við vitum öll verða sjóslysin oft
þegar Ægir, konungur hafsins, er
í ham og ísing er mest.
ísing hefur oft valdið slysum, sjó-
menn hafa orðið að fara út í aha
vega veðrum til að höggva ís af
skipum sínum, vitandi að yrðu ein-
hver slys væru íslensku björgunar-
þyrlumar fastar í landi vegna vönt-
unar á afísingarbúnaði. Ekki nóg
með það heldur hafa þær takmark-
að flugþol vegna líthla eldsneytis-
geyma (eins gott fyrir þá að fara
ekki of langt frá landi).
Ekki er allt upp tahð. Flest ís-
lensk fiskiskip eru meö 14 th 18
manns um borð, þ.e.a.s. togarar, en
frystiskip eru með heldur fleiri.
Fyrir utan þá vankanta sem ég
nefndi áðan taka þyrlumar ekki
nema 6 til 8 menn um borð. Hver
vill þurfa að velja hver fær að lifa
og hver ekki? Mér er alveg fyrir-
munað að skilja áhugaleysið og
ræfildóm stjórnvalda í jafnþörfu
máli.
Samstarfsaðilar
Mig langar til að segja frá því
hv.aða félög eru samstarfsaðilar í
samtökum til samræmingar í leit-
ar- og björgunarmálum á íslandi
en þau styðja öll söfnun nemenda-
félags Stýrimannaskólans. Þessi
félög eru: Slysavarnafélag íslands,
Farmanna- og fiskimannasamband
ísl., Sjómannasamband íslands,
Landssamband íslenskra útvegs-
manna, Sjómannablaðið Víkingur,
Samband íslenskra kaupskipaút-
gerða, Kvenfélagið Aldan, Land-
samband smábátaeigenda, Kvenfé-
lagið Bylgjan, Félag íslenskra at-
vinnuflugmanna, Kvenfélagiö
Hrönn, Landssamband hjálpar-
sveita skáta, Kvenfélagið Keðjan,
Félag íslenskra atvinnuflugmanna,
Fiskifélag íslands, Landhelgisgæsl-
an, Flugbjörgunarsveitin, Sighnga-
málastofnún.
Það er von mín og trú að sem
flestir styðji söfnun þessa sem
gengur undir heitinu Þjóðarátak th
þyrlukaupa.
Ágústa S. Björnsdóttir