Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Qupperneq 24
Sviðsljós
EQSTUÐAGUB S. M'ABSUBÖO:
DV
Ólyginn
sagði...
Cybill
Shepherd
hefur fundið sér nýjan mann en
hún er nýskilin. Menn eru jafnvel
farnir að tala um að hún sé svo
ástfangin af nýja leikfanginu að
brátt sé þess von að þau rugli
saman reytum. Hins vegar fylgir
ekki sögunni hver sá nýi í lífi
hennar er, þaö fylgir bara mynd
af honum.
Frank
Sinatra
er víst farið að förlast svo um
munar. Nýlega hélt hann tón-
leika og gat ekki munað textann
við eitt frægasta lag sitt, New
York, New York. Ekki nóg með
það, hann átti í erfiðleikum að
koma orðum að öllu því sem hann
vildi sagt hafa og greip til þess
ráðs hvað eftir annað, þegar hann
komst í þrot, að kynna meðlimi
hljómsveitarinnar sem lék undir
hjá honum. Það tókst hins vegar
ekki betur en svo að hann fór í
öll skiptin rangt með nöfnin.
Mel
Gibbson
ætlaði að gera góðverk fyrir
stuttu. Hann sá hvar stúlkukind
nokkur missti minnisbókina sína
án þess að gefa því gaum. Mel
ákvað að taka bókina til handar-
gagns og hljóp á eftir stúlkunni í
þeim tilgangi að skila henni. Hún
varð hins vegar skelfmgu lostin
og tók stefnuna á næstu lögreglu-
stöð. Þegar hún loks slapp inn
fyrir dymar hjá laganna vörðum
og Mel-á eftir æpti hún: Þessi
maður ætlar að nauöga mér. Þá
sá hún hver var að elta hana og
misskilningurinn leiðréttist.
Laura Johnson, eiginkona Harrys,
fer illa með hann, eða svo finnst
honum.
Harry fór að slá sér upp með annarri og það féll eiginkonu hans ekki í geð.
gaur upp á arminn. Hann heitir Ray
Liotta og hefur sést til hans koma í
heimsókn í hús þeirra Harrys og
Lauru.
Harry og frú búa enn saman í villu
sinni og bæði vilja fá hana við skiln-
að. Þau hafa gripið til þess ráðs að
búa hvort í sínum hluta hússins og
hafa sameiginleg afnot af eldhúsi.
Þar elda þau hvort í sínu lagi og forð-
ast eins og heitan eldinn að hitta
hvort annað. Laura er víst afbragðs
kokkur og máltíðirnar, sem hún eld-
ar, eru hver annarri gómsætari en
Harry lætur sér víst nægja að hita
upp tilbúna rétti.
Þar að auki hefur Laura víst fyrir
sið að taka eigur Harrys þegar hann
Þessi maður heitir Ray Liotta og
hann er tarinn að koma í heimsókn
á heimili Harrys.
Bruce ásamt tilvonandi barnsmóður sinni sem hann harðneitar að giftast.
Bruce Springsteen:
Ætlar ekki
að gifta sig
Rokkstjarnan Bruce Springsteen
er yfir sig glaður vegna þess að senn
á hann von á barni með vinkonu
sinni, henni Patti Scialfa. Hins vegar
hefur hann ekki í hyggju að giftast
konunni.
Patti tilkynnti á gamlárskvöld að
hún væri barnshafandi og Bruce
varð yfir sig glaður. Kappinn lét þau
boð strax út ganga að hann heföi
ekki í hyggju að biðja Patti, hann
vildi frekar vera ógiftur áfram.
Stúlkan varð afar ókát við þessar
fréttir og sagði góðri vinkonu sinni
að hún vonaðist til að Bruce skipti
um skoðun áður en barnið fæddist.
Bruce var áður giftur Julianne
Phillips en það hjónaband endaði
með skilnaði og eftir það tók rokkar-
inn þá ákvörðun að hjónaband ætti
alls ekki við hann.
Hann sagði því Patti að hann teldi
að hjónaband myndi eyðileggja sam-
band þeirra, það yrði allt svo leiðin-
legt þegar maður væri giftur. „Barn
okkar mun fá alla þá ást og um-
hyggju sem verður í mínu valdi að
gefa því. En það þýðir ekki að ég vilji
giftast þér, mín kæra,“ mun Bruce
hafa sagt við Patti. Við bíðum spennt
eftir framhaldinu.
Rod ásamt sambýliskonu sinni, Kelly Emberg.
Rod Stewart:
Hélt að ég væri
guðs gjöf til kvenna
Rod Stewart er farinn að eldast og
verður stöðugt rólegri í tíðinni. Nú
er kappinn næstum hættur að fara
út að skemmta sér. Þess í stað sinnir
hann kærustunni sinni og bömun-
um sínum þremur.
Með fyrrverandi konu sinni,
Alönu, á hann dótturina Kimberly,
níu ára, og soninn Sean sem er átta
ára. Með núverandi kærustu sinni,
henni Kelly Emberg, á hann tveggja
ára dóttur, Ruby að nafni.
„Ég fmn að ég er farinn að eldast
og árin hafa tekið sinn toll,“ segir
Rod. „Áður hélt ég að ég væri guðs
gjöf til kvenna vegna hæfileika
minna og útlits en nú þegar ég lít í
spegilinn á morgnana fæ ég léttan
hroll vegna úthts míns. Ég eldist eins
og aðrir,“ segir þessi 44 ára söngvari.
Rod, Kelly og Ruby búa í Los Ang-
eles í glæsilegu einbýlishúsi og
skammt frá býr Alana ásamt börnum
þeirra Rods.
„í dag finn ég lífsfyllingu í að hugsa
um bömin og sinna heimilisstörfum
með Kelly. Það eru margir sem halda
að ég geti ekkert gert annað en að
drekka viskí og leika mér en þaö er
ekki satt. Ég get búið til mat og ég
hef skipt um bleiur á öllum bömun-
um mínum og fannst þaö hreint ekk-
ert mál,“ segir Rod.
Allt í kalda koli
hjá Harry Hamlyn
Það er allt í kalda koli heima hjá
Harry Hamlyn sem við þekkjum sem
einn af góðhjörtuðu lögfræðingunum
í Lagakrókum.
Harry fór víst eitthvað að dandal-
ast með hinni fögru Nicolette Sherd-
an og það féll frú hans, Lauru Johns-
ton, ekki alls kostar í geð og nú vill
hún skilja við Harry sinn. Ekki nóg
með það, hún er komin með nýjan
er ekki heima og færa þær yfir í sinn
hluta af húsinu. Þá verður Harry að
biðja hana vinsamlegast um að skila
þeim og það líkar honum víst alls
ekki.
Vonandi að þau skötuhjú fari nú
að koma sér saman um hvort þeirra
eigi að fá húsið við skilnað. Svona
getur þetta ekki gengið öllu lengur.